Ferðalög

Fréttamynd

Komin heim þremur dögum á eftir á­ætlun

Eva Rún Guðmundsdóttir, sem fljúga átti til Íslands frá Osló á sunnudag er nú komin til landsins, þremur dögum eftir áætlaða heimferð. Hún segist mjög fegin að vera loksins komin heim. 

Innlent
Fréttamynd

Tíminn á flugvöllum orðinn jafn langur og ferðalagið

Flugi Evu Rúnar Guðmundsdóttir frá Amsterdam til Íslands, sem átti að vera komin til Íslands með flugi Icelandair á sunnudag, hefur verið aflýst. Hún vissi ekki hvort hún ætti að hlæja eða gráta þegar ástæða aflýsingarinnar var gefin upp.

Innlent
Fréttamynd

Mar­tröð mæðgna sem áttu að koma til Ís­lands á sunnu­dag

Þrjár íslenskar konur, systur og móðir þeirra, sem reiknuðu með að vera komnar heim til Íslands með flugi Icelandair frá Osló á sunnudagskvöld eru enn ókomnar heim. Þær hafa þurft að yfirgefa flugvél sem var á leiðinni í loftið, bíða í fjórtán klukkustundir á flugvelli og segja upplýsingagjöf í öllu ferlinu hafa verið ábótavant. Upplýsingafulltrúi Icelandair harmar óþægindin sem farþegar hafa lent í vegna frestana og aflýsinga á flugferðum.

Innlent
Fréttamynd

Alexandra og Gylfi nutu lífsins á Norðurlandi

Hjónin Alexandra Helga Ívarsdóttir verslunareigandi og Gylfi Þór Sigurðsson knattspyrnumaður eru á meðal þeirra sem hafa verið á faraldsfæti um landið undanfarna daga. Alexandra Helga og Gylfi skelltu sér með dóttur sína norður í landi og nutu þess sem Húsavík hefur upp á að bjóða.

Lífið
Fréttamynd

Útilegukindur leggja línurnar fyrir helgina

Vinsælasta ferðahelgi landsmanna er handan við hornið og ekki seinna vænna en að taka stöðuna fyrir ferðaþyrsta landsmenn um góð ráð varðandi útileguna. Vísir heyrði í nokkrum þaulvönum útilegukindum. 

Lífið
Fréttamynd

Ferðaskrifstofuleyfi Tripical Travel fellt úr gildi

Ferðaskrifstofuleyfi TT ferða, sem lengst af hét Tripical Travel, hefur verið fellt úr gildi af hálfu Ferðamálastofu. Forsvarsmenn félagsins, sem reka einnig Tripical Ísland, segja það ekki hafa verið virkt undanfarið ár og því hafi þau ákveðið að viðhalda leyfinu ekki virku.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Góða skemmtun gera skal

Ein helsta ferðahelgi þjóðarinnar er framundan - verslunarmannahelgin. Rík hefð er fyrir viðburðum og útihátíðum út um allt land og dagarnir framundan eru engin undantekning hvað það varðar. Ég vil því senda öllum landsmönnum góða kveðju með ósk um að allir skemmti sér vel og að allir komi heilir heim.

Skoðun
Fréttamynd

Sú stóra er framundan

Framundan er ein stærsta ferðahelgi ársins, verslunarmannahelgin. Þessa línu höfum við heyrt oft áður og varnaðarorð í aðdraganda verslunarmannahelgar. En sjaldan er góð vísa of oft kveðin. Sér í lagi þegar stóraukinn fjöldi ferðamanna hefur bæst við umferðina á vegum landsins. Við viljum að allir skili sér heilir heim og til þess að svo megi verða þurfum við að taka höndum saman um að fara varlega í akstri og öðru atferli.

Skoðun
Fréttamynd

Neitar að játa sig sigraðan gagnvart gróðureldunum

Þrjátíu slökkviliðsmenn hafa barist í dag á gosstöðvunum, með meiri tækjabúnaði en áður, við að koma í veg fyrir að gróðureldar breiðist út á Reykjanesskaga. Á sama tíma undirbúa Almannavarnir aðgerðir til bjargar innviðum. Þá hyggst lögregla vísa fólki burt af útsýnisstaðnum á Litla-Hrúti vegna þess að Veðurstofan skilgreinir hann sem hættusvæði.

Innlent
Fréttamynd

Vill finna fórnar­lömb fingra­langra flug­vallar­starfs­manna

Harpa Rós Júlíusdóttir hefur undanfarið reynt að koma upplýsingum til lögreglunnar á Tenerife frá Íslendingum sem hafa lent í því að munum sé stolið úr töskum þeirra á flugvellinum. Nú hefur hún fengið afhentan lista yfir hundruð muna sem lögreglan hefur haldlagt og leitar logandi ljósi að eigendum þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Magnaður mótorhjólahundur á Selfossi

Hundurinn Stormur Snær á Selfossi er engin venjulegur hundur því það sem honum þykir skemmtilegast að gera er að sitja á mótorhjólum eigenda sinna og rúnta með þeim um landið. Stormur er meira að segja með sérstök mótorhjólagleraugu og nammi í mótorhjólatöskunni sinni.

Innlent
Fréttamynd

Hvetja fólk til að hlaða í 80 prósent

Orka Náttúrunnar (ON) hvetur rafbílaeigendur til að hlaða bíla sína aðeins upp í 80 prósent eða nóg til að komast á næsta áfangastað. Það sé tillitssemi þegar aðrir séu að bíða eftir að komast að.

Innlent
Fréttamynd

„Alltaf varanlegur skaði eftir hvern bruna“

„Mér finnst sorglegt að sjá hversu margir eru illa brenndir,“ segir Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir. Hún segir vaxandi tíðni vera á húðkrabbameini í heiminum, Ísland sé engin undantekning á því og minnir á mikilvægi þess að bera á sig sólarvörn. 

Innlent