Fréttamynd

Áhættuálag gæti lagst á ný flugfélög

Ný íslensk flugfélög gætu horft fram á verri kjör hjá erlendum leigusölum vegna kyrrsetningar Isavia á Airbus-vél bandaríska félagsins ALC. Kyrrsetningin hafði neikvæð áhrif á Ísland sem flugrekstrarland að mati leigusalanna sem meta áhættu í starfsumhverfi flugfélaga þegar þeir ákvarða leigukjör.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tvíeggjað sverð

Oft er sagt að einn maður hafi bjargað Íslendingum úr hruninu og að það hafi verið ferðamaðurinn. Sviptingar á markaði undanfarið valda áhyggjum. Fall WOW air réði þar mestu.

Skoðun
Fréttamynd

Launakröfur WOW starfsmanna á fjórða milljarð

Fyrrverandi starfsmenn WOW air hafa gert launakröfur í þrotabú flugfélagsins fyrir á þriðja milljarð króna. Kröfulýsingafrestur rennur út á miðnætti en ljóst er að heildarupphæð krafna í þrotabúið mun hlaupa á tugum milljarða króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Höfum kannski verið flink í að koma áföllum yfir á útlendinga“

Matsfyrirtækið Fitch Ratings telur horfur í efnahagslífinu á þessu ári nokkru betri en greiningar- og fjármálastofnanir hér á landi. Þá hafi fall WOW air ekki haft afgerandi áhrif á fjármálastofnanir. Prófessor í hagfræði segir að matsfyrirtækið spái miklu frekar stöðnun í efnahagslífinu en niðursveiflu. Einnig sé gert ráð fyrir hagvexti strax á næsta ári.

Innlent
Fréttamynd

Tregða í þróun flugfargjalda

Væg hækkun fargjalda í sumar getur átt sér margar skýringar að sögn greinenda. Ice­landair fari varlega í hækkanir, olíuverð hafi lækkað og fall WOW air hafi raskað verðmælingum. Minni samkeppni skili sér þó á endanum með hærri fargjöldum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ágreiningur varð til þess að greiðslur fyrir eignir úr þrotabúi WOW drógust

Ágreiningur um einn af nokkrum samningum vegna kaupa á eignum úr þrotabúi WOW air varð til þess að greiðslur á fyrsta samningnum drógust. Þetta herma heimildir fréttastofu en fullyrt er í Viðskiptamogganum að greiðslur fyrir eignirnar hafi enn ekki borist. Michele Ballarin, bandaríska athafnakonan sem hyggst endurreisa flugfélagið segist hafa tryggt félaginu sem hún kallar WOW 2 allt að hundrað milljónir Bandaríkjadala, eða um 12,5 milljarða íslenskra króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ballarin sögð skjóta upp kollinum á ólíklegustu stöðum: „Ég er forvitinn hvað hún ætlar að gera með WOW og eignirnar“

Það kemur ekki á óvart að Michele Ballarin, sem sögð er vera kaupandi af stórum hluta eigna úr þrotabúi WOW air, hyggist endurreisa félagið. Þetta segir blaðamaður hjá New York Times sem hefur skrifað um hana í bókum og blaðagreinum. Hún sé óvenjulegur persónuleiki og eigi það til að skjóta upp kolli á ólíklegustu stöðum.

Innlent
Fréttamynd

Forstjóri segir einfalt að réttlæta ákvarðanir

Ákveðin kaflaskil hafa orðið með því að vél ALC er farin úr landi að sögn forstjóra Isavia. Staðan til að innheimta skuld WOW hafi versnað. Hægt sé að draga lærdóm af málinu en ekki sé hægt að kalla einstaklinga til sérstakrar ábyrgðar.

Innlent
Fréttamynd

Trygging Isavia fyrir skuldum WOW air farin

Trygging sem Isavia hafði fyrir skuldum WOW air er farin af landi brott eftir að farþegaþota bandarísku flugvélaleigunnar ALC sem Isavia kyrrsetti fór frá Keflavíkurflugvelli í morgun. Upplýsingafulltrúi Isavia segir að málinu sé ekki lokið, það verði áfram rekið fyrir dómstólum.

Viðskipti innlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.