Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Kristján Már Unnarsson skrifar 6. apríl 2025 07:07 Skúli Mogensen fagnar Airbus A321-þotu Wow Air á Reykjavíkurflugvelli í marsmánuði árið 2015. Vilhelm Gunnarsson Skúli Mogensen, stofnandi Wow Air, segir að eftir að Icelandair valdi að kaupa Boeing 737 MAX-þotur fremur en Airbus A320 hafi Wow notið óvenju góðrar þjónustu hjá Airbus-mönnum. „Við náðum strax mjög vel saman við Airbus. Fengum mikla athygli frá þeim. Þeir horfðu á Ísland. Þarna var Icelandair með Boeing,“ segir Skúli í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2. Wow Air fór í loftið árið 2012, sama ár og ráðamenn Icelandair völdu Boeing MAX. Airbus-menn voru í sárum eftir misheppnaða tilraun til að koma Íslandi inn á landakort sitt. „Já, þá langaði mikið til að komast inn á íslenska markaðinn. Þarna var Icelandair búið að vera í hálfgerðri einokunarstöðu með Boeing. Það munaði mjög litlu að Icelandair hefði valið Airbus,“ segir Skúli. Þotukaupin réðust að morgni eftir næturfund, sagði Vísir. Fram á síðustu stundu leit út fyrir að Icelandair-menn myndu velja Airbus. „Já, voru mjög nálægt því. Sjá örugglega eftir því í dag. Það hefði verið hárrétt ákvörðun á þeim tíma. Þannig að við fengum mjög góða þjónustu, alveg frá fyrsta degi, á hæsta stigi,“ segir Skúli, en í þættinum segir hann frá því þegar Airbus kvittaði upp á það að nýstofnað sprotafyrirtækið Wow Air fengi lánsfjármögnun til að kaupa fjórar Airbus-flugvélar á betri eða jafngóðum lánakjörum og íslenska ríkið naut. Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, með líkan af Airbus A321neo við hlið sér.Einar Árnason Rekstur Play reis á grunni þeirrar reynslu sem byggst hafði upp innan Wow í rekstri Airbus A320-flugvéla. Það var því rökrétt hjá Play að velja þá tegund. „Þetta er alveg klárlega vélin sem hentar best í það sem við erum að gera,“ segir Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play. „Mér heyrist nú fleiri vera að komast á þá skoðun að þetta sé rétta vélin. Við náðum að velja þetta strax. Aðrir finna út úr þessu síðar,“ segir Einar Örn. Hér má sjá tíu mínútna kafla úr þættinum: Fjallað er um Airbus-þotur í rekstri íslensku flugfélaganna í þessum níunda þætti Flugþjóðarinnar á Stöð 2. Þátturinn verður endursýndur á Stöð í dag, sunnudag, klukkan 17:45. Hér má sjá upphafsmínútur þáttarins: Í næsta þætti Flugþjóðarinnar, sem er á dagskrá Stöðvar 2 á þriðjudagskvöld 8. apríl, verður fjallað um íslensku flugnýlenduna í Lúxemborg allt frá því Loftleiðir komu sér þar upp starfsstöð vegna Ameríkuflugsins. Flugþjóðin Airbus Boeing WOW Air Play Icelandair Fréttir af flugi Ferðaþjónusta Tengdar fréttir Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Tímamót urðu í sögu Icelandair þegar félagið fékk afhenta sína fyrstu Airbus-þotu undir lok síðasta árs. Aldrei fyrr hafði það gerst í sögu þessa stærsta flugfélags Íslendinga að það keypti nýja farþegaþotu frá öðrum framleiðanda en Boeing. 3. apríl 2025 20:40 Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Þegar flugmenn færast af Boeing-þotum yfir á Airbus verður ein grundvallarbreyting á starfi þeirra. Þeir hafa ekki lengur flugstýri heldur þurfa að stýra flugvélinni með pinna. 2. apríl 2025 11:11 Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Boeing-verksmiðjurnar hættu smíði 757-þotunnar árið 2004, þeirrar flugvélartegundar sem byggði upp Icelandair. Boeing hefur til þessa ekki getað boðið flugfélögum upp á annan valkost sem getur algerlega komið í staðinn fyrir 757-vélina. 30. mars 2025 14:30 Gullaldarárin þegar flugið varð stór uppspretta þjóðartekna Loftleiðabyggingarnar á Reykjavíkurflugvelli eru helsta táknmynd þess peningaflæðis sem fylgdi sókn Íslendinga inn á alþjóðlegan flugmarkað á árunum milli 1960 og ‘70 og gerði flugið að einum þýðingarmesta þætti efnahagslífsins. 22. mars 2025 16:44 Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira
„Við náðum strax mjög vel saman við Airbus. Fengum mikla athygli frá þeim. Þeir horfðu á Ísland. Þarna var Icelandair með Boeing,“ segir Skúli í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2. Wow Air fór í loftið árið 2012, sama ár og ráðamenn Icelandair völdu Boeing MAX. Airbus-menn voru í sárum eftir misheppnaða tilraun til að koma Íslandi inn á landakort sitt. „Já, þá langaði mikið til að komast inn á íslenska markaðinn. Þarna var Icelandair búið að vera í hálfgerðri einokunarstöðu með Boeing. Það munaði mjög litlu að Icelandair hefði valið Airbus,“ segir Skúli. Þotukaupin réðust að morgni eftir næturfund, sagði Vísir. Fram á síðustu stundu leit út fyrir að Icelandair-menn myndu velja Airbus. „Já, voru mjög nálægt því. Sjá örugglega eftir því í dag. Það hefði verið hárrétt ákvörðun á þeim tíma. Þannig að við fengum mjög góða þjónustu, alveg frá fyrsta degi, á hæsta stigi,“ segir Skúli, en í þættinum segir hann frá því þegar Airbus kvittaði upp á það að nýstofnað sprotafyrirtækið Wow Air fengi lánsfjármögnun til að kaupa fjórar Airbus-flugvélar á betri eða jafngóðum lánakjörum og íslenska ríkið naut. Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, með líkan af Airbus A321neo við hlið sér.Einar Árnason Rekstur Play reis á grunni þeirrar reynslu sem byggst hafði upp innan Wow í rekstri Airbus A320-flugvéla. Það var því rökrétt hjá Play að velja þá tegund. „Þetta er alveg klárlega vélin sem hentar best í það sem við erum að gera,“ segir Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play. „Mér heyrist nú fleiri vera að komast á þá skoðun að þetta sé rétta vélin. Við náðum að velja þetta strax. Aðrir finna út úr þessu síðar,“ segir Einar Örn. Hér má sjá tíu mínútna kafla úr þættinum: Fjallað er um Airbus-þotur í rekstri íslensku flugfélaganna í þessum níunda þætti Flugþjóðarinnar á Stöð 2. Þátturinn verður endursýndur á Stöð í dag, sunnudag, klukkan 17:45. Hér má sjá upphafsmínútur þáttarins: Í næsta þætti Flugþjóðarinnar, sem er á dagskrá Stöðvar 2 á þriðjudagskvöld 8. apríl, verður fjallað um íslensku flugnýlenduna í Lúxemborg allt frá því Loftleiðir komu sér þar upp starfsstöð vegna Ameríkuflugsins.
Flugþjóðin Airbus Boeing WOW Air Play Icelandair Fréttir af flugi Ferðaþjónusta Tengdar fréttir Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Tímamót urðu í sögu Icelandair þegar félagið fékk afhenta sína fyrstu Airbus-þotu undir lok síðasta árs. Aldrei fyrr hafði það gerst í sögu þessa stærsta flugfélags Íslendinga að það keypti nýja farþegaþotu frá öðrum framleiðanda en Boeing. 3. apríl 2025 20:40 Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Þegar flugmenn færast af Boeing-þotum yfir á Airbus verður ein grundvallarbreyting á starfi þeirra. Þeir hafa ekki lengur flugstýri heldur þurfa að stýra flugvélinni með pinna. 2. apríl 2025 11:11 Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Boeing-verksmiðjurnar hættu smíði 757-þotunnar árið 2004, þeirrar flugvélartegundar sem byggði upp Icelandair. Boeing hefur til þessa ekki getað boðið flugfélögum upp á annan valkost sem getur algerlega komið í staðinn fyrir 757-vélina. 30. mars 2025 14:30 Gullaldarárin þegar flugið varð stór uppspretta þjóðartekna Loftleiðabyggingarnar á Reykjavíkurflugvelli eru helsta táknmynd þess peningaflæðis sem fylgdi sókn Íslendinga inn á alþjóðlegan flugmarkað á árunum milli 1960 og ‘70 og gerði flugið að einum þýðingarmesta þætti efnahagslífsins. 22. mars 2025 16:44 Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira
Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Tímamót urðu í sögu Icelandair þegar félagið fékk afhenta sína fyrstu Airbus-þotu undir lok síðasta árs. Aldrei fyrr hafði það gerst í sögu þessa stærsta flugfélags Íslendinga að það keypti nýja farþegaþotu frá öðrum framleiðanda en Boeing. 3. apríl 2025 20:40
Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Þegar flugmenn færast af Boeing-þotum yfir á Airbus verður ein grundvallarbreyting á starfi þeirra. Þeir hafa ekki lengur flugstýri heldur þurfa að stýra flugvélinni með pinna. 2. apríl 2025 11:11
Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Boeing-verksmiðjurnar hættu smíði 757-þotunnar árið 2004, þeirrar flugvélartegundar sem byggði upp Icelandair. Boeing hefur til þessa ekki getað boðið flugfélögum upp á annan valkost sem getur algerlega komið í staðinn fyrir 757-vélina. 30. mars 2025 14:30
Gullaldarárin þegar flugið varð stór uppspretta þjóðartekna Loftleiðabyggingarnar á Reykjavíkurflugvelli eru helsta táknmynd þess peningaflæðis sem fylgdi sókn Íslendinga inn á alþjóðlegan flugmarkað á árunum milli 1960 og ‘70 og gerði flugið að einum þýðingarmesta þætti efnahagslífsins. 22. mars 2025 16:44