Háttsemi dómara ekki saknæm og Isavia fær því enga milljarða Jón Þór Stefánsson skrifar 6. maí 2024 16:36 Málið varðaði vél WOW Air sem félagið leigði frá ALC. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur sýknað íslenska ríkið og bandarísku flugvélaleiguna ALC af milljarðakröfum Isavia. Þar með staðfestir Hæstiréttur dóm Landsréttar, en Héraðsdómur Reykjavíkur hafði komist að annarri niðurstöðu og taldi að dómari við Héraðsdóm Reykjaness hefði komist að rangri niðurstöðu með saknæmum hætti í deilunni. Málið snýst um deilu Isavia og ALC um yfirráð á Airbus-þotu sem WOW Air leigði frá ALC. Isavia kyrrseti þotuna árið 2019 vegna skulda WOW sem varð gjaldþrota þetta sama ár. ALC vildi meina að Isavia mætti ekki halda vélinni sem tryggingu vegna gjaldþrots annars félags, WOW. Málið endaði fyrir Héraðsdómi Reykjaness sem úrskurðaði að Isavia hefði aðeins verið heimilt að kyrrsetja vélina vegna greiðslna sem tengdust umræddri vél en ekki vegna heildarskuldar WOW til Isavia. Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði að réttaráhrifin frestuðust ekki þó málinu yrði skotið til Landsréttar og Hæstaréttar. Því greiddi ALC gjöldin sem tengdust umræddri vél og flaug henni af landi brott. Isavia unni ekki þeirri ákvörðun og stefndi ALC og íslenska ríkinu og krafðist 2,2 milljarða króna í skaðabætur. Isavia vildi meina að dómarinn við Héraðsdóm Reykjaness hafi sýnt af sér saknæma háttsemi við úrlausn málsins. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á það og komst síðan að þeirri niðurstöðu að dómur Héraðsdóms Reykjaness hafi verið rangur. Landsréttur sneri þeirri ákvörðun við og sýknaði ALC og íslenska ríkið. Líkt og áður segir hefur Hæstiréttur nú staðfest þann dóm Í dómi Hæstaréttar segir að stöðvunarheimild Isavia hafi verið lögmæt en vegna þeirra gjalda sem stofnað hafði verið til vegna umræddrar vélar. Eftir að ALC greiddi þau gjöld hefði ekki verið heimild til að aftra áfram för þotunnar. Fréttir af flugi Dómsmál Dómstólar WOW Air Deilur ISAVIA og ALC Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Málið snýst um deilu Isavia og ALC um yfirráð á Airbus-þotu sem WOW Air leigði frá ALC. Isavia kyrrseti þotuna árið 2019 vegna skulda WOW sem varð gjaldþrota þetta sama ár. ALC vildi meina að Isavia mætti ekki halda vélinni sem tryggingu vegna gjaldþrots annars félags, WOW. Málið endaði fyrir Héraðsdómi Reykjaness sem úrskurðaði að Isavia hefði aðeins verið heimilt að kyrrsetja vélina vegna greiðslna sem tengdust umræddri vél en ekki vegna heildarskuldar WOW til Isavia. Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði að réttaráhrifin frestuðust ekki þó málinu yrði skotið til Landsréttar og Hæstaréttar. Því greiddi ALC gjöldin sem tengdust umræddri vél og flaug henni af landi brott. Isavia unni ekki þeirri ákvörðun og stefndi ALC og íslenska ríkinu og krafðist 2,2 milljarða króna í skaðabætur. Isavia vildi meina að dómarinn við Héraðsdóm Reykjaness hafi sýnt af sér saknæma háttsemi við úrlausn málsins. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á það og komst síðan að þeirri niðurstöðu að dómur Héraðsdóms Reykjaness hafi verið rangur. Landsréttur sneri þeirri ákvörðun við og sýknaði ALC og íslenska ríkið. Líkt og áður segir hefur Hæstiréttur nú staðfest þann dóm Í dómi Hæstaréttar segir að stöðvunarheimild Isavia hafi verið lögmæt en vegna þeirra gjalda sem stofnað hafði verið til vegna umræddrar vélar. Eftir að ALC greiddi þau gjöld hefði ekki verið heimild til að aftra áfram för þotunnar.
Fréttir af flugi Dómsmál Dómstólar WOW Air Deilur ISAVIA og ALC Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira