Ferðamennska á Íslandi

Fréttamynd

Íbúum Snæfellsbæjar fjölgar smátt og smátt

Íbúum Snæfellsbæjar er smátt og smátt að fjölga en vandamálið þar eins og svo víða í öðrum sveitarfélögum úti á landi er vöntun á húsnæði fyrir nýja íbúa. Þá hefur fjöldi ferðamanna í Snæfellsbæ sjaldan eða aldrei verið eins mikill og í sumar og haust.

Innlent
Fréttamynd

Minna vesen í öryggisleitinni með nýjum búnaði

Ráðist verður í fjárfestingu á nýjum og byltingarkenndum búnaði fyrir öryggisleit Keflavíkurflugvallar sem bæði mun auka öryggi og þægindi farþega því með tilkomu búnaðarins munu farþegar ekki lengur þurfa að taka vökva og tölvur upp úr töskum sínum í öryggisleitinni. Miðað er við uppsetningu gegnumlýsisbúnaðarins um mitt ár 2025 en fjárfestingin hljóðar upp á einn og hálfan milljarð.

Innlent
Fréttamynd

„Á­þreif­an­leg ruðn­ings­á­hrif“ vegna uppgangs í ferð­a­þjón­ust­u

Uppgangur ferðaþjónustu hefur stuðlað að litlu atvinnuleysi og sett mikinn þrýsting á aðra innviði, þar með talið húsnæðismarkað þar sem meirihluti nýs starfsfólks í ferðaþjónustu kemur erlendis frá, segir Seðlabankinn. Ruðningsáhrif atvinnugreinarinnar hafa því verið „á­þreif­an­leg“ en hún hefur um leið átt mestan þátt í að stuðla að batnandi viðskiptajöfnuði. 

Innherji
Fréttamynd

Ein vin­­sælasta veg­g­mynd mið­­borgarinnar horfin

Verslunarstjóri við Skólavörðustíg harmar mjög að málað hafi verið yfir eina vinsælustu veggmynd miðborgarinnar, að því er virðist í óleyfi. Vinsældir myndarinnar voru slíkar að oft myndaðist löng biðröð ferðamanna fyrir framan hana.

Innlent
Fréttamynd

Svekktur og efins um fleiri veiðiferðir til Íslands

Breskur laxveiðimaður sem veiddi tvo eldislaxa í Skagafirði á dögunum er efins um að hann snúi hingað aftur ef fram heldur sem horfir. Hann óttast um lifibrauð bænda, leiðsögumanna, og ferðaþjónustufyrirtækja sem þjónusta stangveiðimenn.

Innlent
Fréttamynd

Hefur áhyggjur af öryggisinnviðum vegna fjölda ferðamanna

Samfélagið í Sveitarfélaginu Hornafirði hefur þróast í takti við fjölda ferðamanna á svæðinu síðustu ár en ferðamenn, sem heimsækja sveitarfélagið er önnur stóra stoðin í dag undir atvinnulífi sveitarfélagsins segir bæjarstjórinn. Þá segir hann að innviðir í sveitarfélaginu séu stórkostlegir þegar kemur að afþreyingu fyrir ferðamennina.

Innlent
Fréttamynd

Perlan fer á sölu

Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að heimila fjármála- og áhættustýringarsviði, eignaskrifstofu, að hefja söluferli á Perlunni auk tveggja vatnstanka í Öskjuhlíð. Fasteignamat eignanna er tæpir fjórir milljarðar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stefnu­mótun og leikni í ferða­þjónustu

Uppgangur Íslands sem hágæða ferðamannastaðar á heimsvísu er ekki eingöngu vegna stórkostlegs landslags og ríkrar arfleifðarheldur byggir einnig á markvissri stefnumótun, skilningi á bæði alþjóðlegum og staðbundnum mörkuðum sem og þróun einstakra ferðaþjónustuvalkosta og þjónustu.

Skoðun
Fréttamynd

Segir hring­ferðina um Ís­land hafa breytt lífi sínu

Yasmine Adriss setti sér það markmið í vor að hjóla hringinn í kringum Ísland og varð þar með fyrsta sádí-arabíska konan til að gera það. Hún tók ákvörðun um að gera það eftir að hún hætti í vinnunni og vissi ekki hvert hennar næsta skref átti að vera.

Innlent
Fréttamynd

„Allir nemendur sammála um að þetta sé alveg galið“

Það kastaðist í kekki milli nemenda Menntaskólans á Akureyri og rútubílstjóra á bílastæði skólans í síðustu viku. Rútubílstjórar nota enn bílastæðið til að hleypa ferðamönnum í Lystigarðinn og leggja um leið fyrir nemendur. Tveir nemendur svöruðu í sömu mynt og upp úr sauð á bílastæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Óð út í Reynis­fjöru með göngu­grind

Ferðamenn voru í stórhættu við Reynisfjöru í gær þegar hópur kvenna óð út í flæðamálið. Ein þeirra var eldri kona með göngugrind. Leiðsögumaður segir viðvörunarkerfi ekki virka sem skyldi og kallar eftir sólarhringsvöktun á svæðinu.  

Innlent
Fréttamynd

Réði mömmu sína og pabba í vinnu á Hellissandi

Nýr veitingastaður í nýrri þjóðgarðsmiðstöð Snæfellsjökulsþjóðgarðs á Hellissandi hefur vakið mikla athygli því veitingamaðurinn, sem á staðinn er aðeins tuttugu ára gamall. Hann er með tvo starfsmenn í vinnu en það eru mamma hans og pabbi.

Innlent