HönnunarMars

Fréttamynd

Vorstemning á Nasa

„Það var alveg troðfullt og mikið af erlendum blaðamönnum út af HönnunarMars, svo það hentaði vel að hafa þetta sem part af því,“ segir Guðmundur Jörundsson fatahönnunarnemi um sýningu annars árs nema við Listaháskóla Íslands á Nasa síðastliðið föstudagskvöld. Tíu nemendur sýndu hönnun sína fyrir fullu húsi á Nasa og virtust gestir kvöldsins kunna vel að meta afraksturinn. alma@frettabladid.is

Lífið
Fréttamynd

Hönnunarsafn upp á gátt

Í tilefni Hönnunardaga opnar Hönnunarsafnið í garðabæ allt upp á gátt um helgina. Nú gefst þér kostur á að kíkja í geymslur safnsins: í geymslum safna leynast fjársjóðir sem almenningur hefur sjaldnast aðgang að. Fjórar ferðir eru í boði um geymslur safnsins í tilefni HönnunarMars. Aðeins er hægt að fara um geymslurnar í fylgd starfsfólks og verða ferðirnar kl. 14 og 16 í dag og sunnudag.

Lífið
Fréttamynd

Húsfyllir á tískusýningu

Fatahönnuðurinn Mundi sýndi nýja línu sína í Hafnarhúsinu á fimmtudagskvöld. Öll módelin voru krakkar með Downs-heilkenni.

Lífið