Ferðaþjónusta fatlaðra

Fréttamynd

Bíl­stjórinn tekinn úr um­ferð hjá Pant

Bílstjóri Hreyfils sem skildi fatlaðan dreng eftir við Víkingsheimilið á fimmtudag í stað þess að aka honum heim ekur ekki lengur fyrir Pant, akstursþjónustu fatlaðs fólks. Það staðfestir Haraldur Axel Gunnarsson framkvæmdastjóri Hreyfils.

Innlent
Fréttamynd

Fatlaður drengur fannst illa haldinn fjarri heimili sínu

Móðir fatlaðs drengs sem skilaði sér ekki heim úr akstursþjónustu segir heppni að ekki fór verr. Sonur hennar fannst í Víkingsheimilinu um hálftíma eftir að hann fór úr leigubíl frá Pant, akstursþjónustu fatlaðs fólks. Bílstjórinn keyrir ekki lengur fyrir Pant.

Innlent
Fréttamynd

Kemstu heim um hátíð ljóss og friðar… samkenndar og kærleika?

Nú eru hátíðirnar framundan þar sem fjölskyldur og vinir hittast og eiga saman góða stund. Þetta er tími sem við viljum og eigum að geta notið saman og um leið skapað góðar minningar. Þetta er sá tími ársins sem við borðum saman góðan mat, opnum gjafir, spilum, horfum á áramótaskaupið og gerum í raun allt það sem við erum vön að gera með okkar nánasta fólki.

Skoðun
Fréttamynd

„Við erum ekki að lofa veirufríu samfélagi“

Frá og með næsta miðvikudegi verða allir skimaðir fyrir kórónuveirunni við landamærin og síðan aftur eftir fjóra til fimm daga að lokinni sóttkví. Forsætisráðherra segir ekki hægt að lofa veirufríu landi en verið sé að lágmarka áhættuna.

Innlent
Fréttamynd

Ósátt við fyrirkomulag aksturs fatlaðra

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Miðflokks í velferðarráði gera alvarlegar athugasemdir við ákvörðun stjórnar Strætó bs. að samþykkja framsal á rammasamningi hins gjaldþrota Prime Tours í ferðaþjónustu fatlaðra til Far-vel ehf.

Innlent
Fréttamynd

Hvetur þá sem synjað er um ferðaþjónustu til að áfrýja

Íbúar á hjúkrunarheimilum hafa ekki rétt á að nýta ferðaþjónustu fatlaðra hjá Reykjavíkurborg en geta átt rétt á akstursþjónustu fyrir aldraða, að uppfylltum skilyrðum. Framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis hvetur þá sem synjað er um þjónustu til að áfrýja til velferðarráðs.

Innlent
Fréttamynd

Bílstjórinn gleymdi fatlaðri konu úti í bíl

Bílstjóri ferðaþjónustu fatlaðra gleymdi að skutla fatlaðri konu til vinnu og fór heim til sín í kaffi. Á meðan var konan ein og yfirgefin í bílnum. Konan er mikið flogaveik og því aldrei skilin ein eftir. Málið er litið mjög alvarlegum augum.

Innlent