WikiLeaks

Fréttamynd

Wikileaks: Jóhanna hótaði að segja af sér

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði nokkrum þingmönnum Vinstri grænna í júlí í fyrra að hún væri að missa þolinmæðina og að hún myndi segja af sér innan fárra daga ef þeir styddu ekki samkomulag sem náðst hafði í Icesave-málinu.

Innlent
Fréttamynd

Wikileaks: Steingrímur kom bandaríska sendiráðinu á óvart

„Sumum til undrunar er Sigfússon að sanna sig sem alvarlegur og ábyrgur fjármálaráðherra," segir í skýrslu Neils Klopfenstein sendiráðunauts í bandaríska sendiráðinu 4. júní 2009. Daginn áður átti Steingrímur J. Sigfússon fund með Klopfenstein og ræddi stöðu ýmissa lykilmála á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Wikileaks: Georg olli Birni vonbrigðum

Stefán Eiríksson fullyrðir snemma árs að Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, hafi valdið Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra vonbrigðum, þótt Björn hafi persónulega valið Georg í embættið árið 2005.

Innlent
Fréttamynd

Wikileaks: Bandaríkin furðuðu sig á samskiptaleysi Íslendinga

Tal um fjárhagsaðstoð Rússa við Ísland í bankahruninu í októberbyrjun 2008 var tilefni vangaveltna í sendiráði Bandaríkjanna á Íslandi um hvort Bandaríkjastjórn þyrfti að hafa hér frekari hönd í bagga. Carol van Voorst, þáverandi sendiherra Bandaríkjanna hér á landi, taldi ekki fullreynt af hálfu íslenskra stjórnvalda hvort hjálp væri í boði frá Bandaríkjunum.

Innlent
Fréttamynd

Wikileaks: Sáttatónn Geirs pirraði Björn

Þann 26. maí 2006, hálfum öðrum mánuði eftir að Bandaríkjamenn tilkynntu um brottför hersins, skrifar Carol Van Voorst sendiherra stjórnvöldum í Washington greinargerð um þá kenningu Vals Ingimundarsonar sagnfræðings, að væri Davíð Oddsson enn forsætisráðherra myndu Bandaríkjamenn ekki hafa kallað herinn heim.

Innlent