Óli Kr. Ármannsson

Fréttamynd

Hinn vanginn

Margvísleg óhæfuverk eru unnin í nafni trúar, trúarbragða og bábilju. Valið stendur á milli upplýsingar og hindurvitna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hentistefna

Fyrir dómi eiga allir að vera jafnir, líka þegar kemur að birtingu héraðsdóma á netinu. Hentistefna einstaka dómara í þessum efnum býður heim spillingu og grefur undan trausti á dómstólunum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Skoðunar er þörf

Getur verið að CIA, leyniþjónusta Bandaríkjanna, hafi fengið að fara um Reykjavíkurflugvöll með skynhefta fanga í hlekkjum og skítinn í bleyjunni?

Fastir pennar
Fréttamynd

Smæðin gagnast ekki fjöldanum

Afnám lágmarks á einum stað í lögum um sveitarfélög gæti kallað á nýja lágmarkssetningu á öðrum stað. Sveitarfélög sem sent hafa inn umsögn við frumvarp nokkurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins um afnám lágmarksútsvars hafa öll lýst sig því andsnúin.

Fastir pennar
Fréttamynd

Gjaldeyrishöftin verða að fara

Þjóðinni gæti reynst dýrt að fara illa með erlenda fjárfesta. Dragist afnám fjármagnshafta gæti líka fjarað undan langlundargeði Evrópuríkja og stjórnmálamanna þeirra gagnvart Íslandi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sátt þarf að vera um Landsvirkjun

Fjárfestingarkostir lífeyrissjóða, eða skortur á þeim innan gjaldeyrishafta, er meðal umfjöllunarefna í grein sem Helgi Magnússon, viðskiptafræðingur og stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna, ritar í nýjasta tölublað efnahagsritsins Vísbendingar sem út kom í gær. Helgi segir mikilsvert að kanna hvernig fjölga megi fyrirtækjum sem fara á markað þannig að almenningur, einkafjárfestar og sjóðir hafi um fleiri kosti að velja.

Fastir pennar
Fréttamynd

Leikhús fáránleikans

Hroki og lítilsvirðing eða klaufaskapur? Hart hefur verið deilt á forsætisráðherrann fyrir að hlaupa frá nýhafinni umræðu um niðurfellingu skulda eftir opnunarræðu sína á Alþingi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Tónlistin auðgar sem aldrei fyrr

Nú stendur yfir Iceland Airwaves í Reykjavík. Um er að ræða sannkallaða tónlistarveislu sem vaxið hefur ár frá ári allt frá árinu 1999 þegar fyrsta hátíðin var haldin. Ekki er laust við að verkfall tónlistarkennara varpi skugga á veisluna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Brothætta leiðin

Kraftur stærðarinnar getur gert stórþjóðum kleift að ganga þannig fram að setur nágranna þeirra í heiminum í skrítna stöðu. Í grein í Markaðnum, viðskiptariti Fréttablaðsins, vekur Vala Valtýsdóttir, sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs Deloitte, athygli á því að með lögfestingu Bandaríkjanna á svokölluðum FATCA-lögum séu fjármálastofnanir og bankar í öðrum ríkjum skyldaðar til að "leita logandi ljósi“ að bandarískum skattgreiðendum til að upplýsa bandarísk skattyfirvöld um innstæður þeirra.

Fastir pennar
Fréttamynd

Efasemdir um ágæti frjálsræðis

Hér á landi hefur síðustu ár og áratugi verið lyft grettistaki í að draga úr áfengisnotkun ungmenna. Nú er svo komið að Ísland stendur framar mörgum af þeim löndum sem við höfum borið okkur saman við í þessum efnum og við erum langt frá því að eiga í sömu vandræðum og frændur okkar í Danmörku og Bretlandi, svo dæmi séu nefnd.

Fastir pennar
Fréttamynd

Út með þá eldri

Ífjárlögum næsta árs er mörkuð sú stefna að fækka nemendum í framhaldsskólum. Eldri nemendur fá ekki lengur inni. Menntamálaráðherra sagði í umræðum um málið á Alþingi í vikunni að með þessu móti yrði meira til skiptanna fyrir þá nemendur sem fengju skólavist, framlag ríkisins á haus myndi hækka.

Fastir pennar
Fréttamynd

Umgjörð þarf um ákvarðanir

Landbúnaðarráðherra hefur lýst því yfir að taka eigi til endurskoðunar fyrirkomulag í mjólkuriðnaði hér á landi, sem og að lagst verði yfir og endurskoðaðir búvörusamningar sem gerðir hafa verið við samtök bænda. Þetta er gott og blessað, þótt einhverjir kunni að vera hóflega bjartsýnir um að rösklega verði gengið til verka eða að niðurstaðan verði almenningi til hagsbóta.

Fastir pennar
Fréttamynd

Karlar leggja góðu máli lið

Ísland hefur lengi verið í fremstu röð þegar kemur að jafnrétti kynjanna. Því er fagnaðarefni tilkynning Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra hjá Sameinuðu þjóðunum í byrjun vikunnar um að Ísland og Súrínam ætli í byrjun næsta árs, á vettvangi samtakanna, að standa að "rakarastofuráðstefnu“ þar sem karlar einir ræði jafnréttismál og ofbeldi gegn konum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ótrúlegar tölur

Tölur lögreglunnar, sem vitnað er til í Fréttablaðinu í gær, benda til þess að gera megi ráð fyrir því að í hverjum mánuði sé tilkynnt um átta tilraunir til þess að tæla börn. Frá ársbyrjun 2011 til júníloka í fyrra komu upp 239 slík mál.

Fastir pennar
Fréttamynd

Merkar kosningar

Skosk "króna“ verður seint fyrsti valkostur í Skotlandi fari svo að sjálfstæðissinnar verði ofan á í kosningunum sem fram fara í dag. Hér er líklega meiri áhugi á kosningunum en víða annars staðar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Er einfalt betra?

Ríkisstjórnin hefur nú í annað sinn skilað hallalausum fjárlögum og á fyrir það hrós skilið. Afgangurinn er þó ekki ýkja mikill.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þöggunin skaðar

Gleðiefni er að samkvæmt nýrri skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) fækkaði sjálfsvígum hér á landi um fimmtung frá aldamótum og fram til ársins 2012. Engu að síður er tíðni sjálfsvíga hér á landi með því hæsta sem gerist.

Fastir pennar
Fréttamynd

Alvöru kjarabót

Neikvæð áhrif skuldaniðurfellingarinnar hitta alla. Mörgum spurningum er ósvarað um aðgerðina sem stendur fyrir dyrum, svo sem að hve stórum hluta hún lendir á skattgreiðendum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Reiði nauðgarinn

Beita á meðulum sem virka gegn yfirgangi Ísraels. Hér hefur þegar verið gert vel, en ef til vill má betur gera ef duga skal.

Fastir pennar
Fréttamynd

Partí úr böndum

Það hefur löngum þótt einkennandi fyrir verklag hér á landi að vinna hluti á síðustu stundu. Örfáum klukkustundum fyrir opnun sýninga eða stórviðburða er oftar en ekki allt á rúi og stúi, iðnaðarmenn á hlaupum og rusl úti um allt. Oftar en ekki bjargast hlutirnir einhvern veginn fyrir horn. Þetta reddast.

Fastir pennar
Fréttamynd

Smáþjóð í 70 ár

Lýðveldið Ísland fagnar í dag 70 ára afmæli. Á slíkum tímamótum gæti verið hollt að staldra við. Það er ekkert að því að rétta kúrsinn verði niðurstaðan sú að borið hafi af leið. Fremur að það sé styrkleikamerki en hitt.

Fastir pennar
Fréttamynd

Meira vald takk

Í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum kom í ljós að verulega hefur dregið úr þátttöku í kosningum hér á landi, sem þó hefur sögulega verið afar góð. Við virðumst því á sömu leið og mörg önnur lönd. Bretar telja sig til að mynda góða ef kjörsókn er á milli 50 til 55 prósent. Í nýafstöðnum kosningum til Evrópuþings var kjörsókn þar 43 prósent.

Fastir pennar
Fréttamynd

Til höfuðs okrinu

Ósjaldan heyrist fólk kvarta yfir dýrtíð hér á landi. Eitthvert lögmál virðist segja til um að gallabuxur (merkjavara) séu á um tíföldu því verði sem gerist í Bandaríkjunum til dæmis– svipað á við um annan fatnað.

Fastir pennar
Fréttamynd

Úr höftum án krónu

Lífskjaraskerðingu almennings virðist þurfa til þess að bankar fái borgað af erlendum lánum og gjaldeyrishöftum verði lyft.

Fastir pennar
Fréttamynd

Einhver borgar

Bílastæðagjald kann að vera farsælli leið og síður umdeild en að kraftgallaklæddir rukkarar stöðvi fólk við náttúruundur landsins.

Fastir pennar
Fréttamynd

Unglingarökfræði

Vissir þú að til þess að komast að merkingunni á bak við flest ástarlög nægir að skipta út orðinu love fyrir klof? Þetta datt upp úr gömlum vini mínum þegar við einu sinni sem oftar gengum á unglingsaldri um heimabæ okkar og ræddum lífsins gagn og nauðsynjar.

Fastir pennar