Jóladrykkir

Fréttamynd

Jóla­bjórsins beðið í skugga aukins fjölda smitaðra

Í dag er J-dag, dagurinn sem unnendur jólabjórs bíða í ofvæni eftir á ári hverju. Jólabjórinn frá Tuborg er nefnilega ekki seldur fyrr en að kvöldi J-dags. Jólabjórþyrstir létu uppsveiflu kórónuveirufaraldursins ekki stöðva sig og krár bæjarins iða af lífi.

Innlent
Fréttamynd

Þinn eigin rjúpusnafs

Nú eru þeir sem náðu jólarjúpunum farnir að hugsa sér til hreyfings með að hengja rjúpurnar út til að þær fái gott bragð í bringurnar.

Veiði
Fréttamynd

Skammdegið kallar á aukinn yl

Sigrún Norðdahl keramikhönnuður er tilraunaglaður matgæðingur. Hún nýtur aðventunnar við bakstur og kósíheit milli þess sem hún stendur vaktina bak við búðarborð í miðbænum. Nýjasta tilraunin í eldhúsinu er rjúkandi kaffi með jólasnúningi.

Jól
Fréttamynd

Bjórglögg

Það er spurning hvort tíminn til að fá sér einn kaldan sé liðinn. Við sé tekinn tími þess að fá sér einn rjúkandi eða jafnvel sjóð-brennandi heitan þegar vel liggur á manni. Eitt er allavega víst að hin hefðbundna jólaglögg hefur fengið verðugan keppinaut.

Matur
Fréttamynd

Heitt súkkulaði

Þeir sem á annað borð velta kaffi eitthvað fyrir sér vita að kaffi er ekki það sama og kaffi. Tinna Jóhannsdóttir í Kaffifélaginu lærði sína kaffilist af Ítölum, en ítalska kaffigerðarhefðin leggur mikið upp úr nákvæmni. Hér gefur hún upskrift að hinum fullkomna súkkulaðibolla, en laumar líka með öðrum uppskriftum að heitum og köldum drykkjum sem gott er að dreypa á á aðventunni.

Jólin
Fréttamynd

Jólakrapísdrykkur

Í krapísinn notum við: góða lúku af klaka slettu af mjólk teskeið af grófum hrásykri Allt mulið saman í blandara svo úr verði mjólkurkrap (slabb!) sem mokað er í glas. Yfir krapið er lagaður einn ítalskur espresso. Borðað með skeið og restin soguð upp með röri.

Jólin
Fréttamynd

Létt jólaútgáfa af Mokka

Meðfylgjandi er uppskrift af léttari útgáfu af Mokka eða Sviss Mokka; súkkulaðiblandað kaffi þar sem kaffihlutinn er lítill americano. Einfaldur ítalskur espresso (2,5 cl) 2,5 cl heitt vatn 10 cl heitt súkkulaði (sama uppskrift og hér) rjómi eftir smekk

Jólin
Fréttamynd

Jóladrykkurinn í ár - Chai latte fyrir tvo

„Ég laga Chai úr teblöndu sem ég kaupi hjá Österlandsk tehus í Kaupmannahöfn og læt sírópið alveg eiga sig," segir Tinna Jóhannsdóttir hjá Kaffifélaginu. „Þar kenndu mér tesérfræðingar að Chai sé annsi dramatískt te; bæði er notað um það bil tvöfalt magn af tei og svo er það látið trekkja tvisvar sinnum lengur." „Uppistaðan er svart indverskt te sem er kryddað með kanil, negul og ýmsum unaðskryddum sem ég kann ekki aðnefna. Ég veit að það fæst líka í pokum en ég hef ekki smakkað það." „Til að laga 200 ml af tei nota ég 4-5 g af tei (u.þ.b. 2 teskeiðar) og læt trekkja í um það bil tíu mínútur. Svo bæti ég við 50-100 ml af mjólk, eftir því hvað ég vil hafa það sterkt, hita allt saman og þá kemur cappuchinostúturinn sterkur inn. Hellt í tvö glös og sætt með hrásykri eða hunangi ef vill."

Jólin
Fréttamynd

Yljandi jólaglöggskaffi

Fátt er betra á kaldri aðventunni en sopi af heitum drykk. Sonja Björk Grant hjá Kaffismiðjunni kann uppskrift að jólakaffi með hrásykri og negulnöglum. Sonja segir jólakaffið í anda jólaglöggs en það er

Jólin
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.