Fréttamynd

Ekki tjaldað til einnar nætur í íslenskum áliðnaði

Ríkissjóður hefur verulegar tekjur af ETS-kerfinu, viðskiptakerfi ESB um losunarheimildir, þar sem ríkið fær úthlutað heimildum sem kallast á við útgjöld stóriðjunnar. Þó að útfærslan hafi ekki verið þannig hér á landi, þá er hugsunin með ETS-kerfinu er sú, að tekjur ríkja af kerfinu renni aftur til atvinnulífsins í formi styrkja til loftslagsvænna verkefna. Ekki er því lagt upp með að þetta sé bein skattlagning heldur að stjórnvöld og atvinnulíf leggist á eitt við að leysa loftslagsvandann.

Umræðan
Fréttamynd

Álverin óttast áhrif kolefnisgjalds á innflutt ál

Íslenskir og evrópskir álframleiðendur óttast að nýtt gjald sem Evrópusambandið hyggst leggja á innflutt ál geti skekkt enn frekar samkeppnisstöðu þeirra á alþjóðamarkaði og gert fyrirtæki sem framleiða álvörur ósamkeppnishæf. Kerfið gæti dýpkað loftslagsvandann í stað þess að draga úr honum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

PCC á Bakka gæti dregið úr fram­leiðslu á nýju ári

PCC hefur nú til skoðunar að slökkva á öðrum ljósbogaofnanna í kísilverinu við Bakka við Skjálfandaflóa. Að sögn Gests Péturssonar, forstjóra PCC á Bakka, gætu verðþróun kísilmálms á heimsmarkaði og almenn efnahagsóvissa kallað á þá ákvörðun að draga úr framleiðslu. Engar uppsagnir starfsfólks eru fyrirhugaðar.

Innherji
Fréttamynd

Hefði verið frábært ef þetta hefði gengið upp

Möguleikinn á starfsemi kísilvers í Helguvík er að öllum líkindum úr sögunni. Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ segir meirihluta íbúa anda léttar eftir að þetta varð ljóst, enda hafi margir orðið fyrir mikilum óþægindum. Óljóst er hvað verður um verksmiðjuna sjálfa.

Innlent
Fréttamynd

Arion banki telur fullreynt að reka kísilver í Helguvík

Arion banki og PCC hafa slitið formlegum viðræðum um möguleg kaup PCC á kísilverksmiðjunni í Helguvík. Samhliða hefur Arion banki sagt upp raforkusamningi við Landsvirkjun þar sem framleiðsla kísils var forsenda samningsins. Því er allt útlit fyrir að kísilverksmiðjan í Helguvík verði ekki gangsett á ný og að hún verði flutt eða henni fært nýtt hlutverk.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hag­kerfið við­kvæmara fyrir verð­sveiflum sjávar­af­urða en áls

Hátt afurðaverð sjávarfangs á fyrstu níu mánuðum ársins tryggir að viðskiptajöfnuður þjóðarbúsins hefur haldist í horfinu. Verðþróun á þorski skiptir höfuðmáli fyrir útflutningstekjur Íslands og því gæti skörp, efnahagsleg niðursveifla í Bretlandi haft slæm áhrif á viðskiptajöfnuð Íslands. Hagkerfið er orðið minna viðkvæmt fyrir sveiflum í álverði en áður var.

Innherji
Fréttamynd

Raf­orku­verð til Rio Tin­to á Íslandi hækkar vegna verð­bólgu í Banda­ríkjunum

Raforkuverðið sem álver Rio Tinto á Íslandi greiðir til Landsvirkjunar er á svipuðum slóðum og það sem fyrirtækið greiddi áður en endursamið var við Landsvirkjun í febrúar á síðasta ári. Verðlagsþróun í Bandaríkjunum er helsti drifkraftur hækkunarinnar, en stærstur hluti raforkusamnings Rio Tinto við Landsvirkjun er verðtryggður miðað við neysluverðsvísitölu í Bandaríkjunum. Tólf mánaða verðbólga í Bandaríkjunum stendur nú í 8,5 prósentum.

Innherji
Fréttamynd

Sækir yfir tvo milljarða til íslenskra fjárfesta fyrir skráningu á markað

Málmleitarfyrirtækið Amaroq Minerals, sem hefur meðal annars uppi stórtæk áform um gullvinnslu á Grænlandi, hefur klárað hlutafjáraukningu frá breiðum hópi íslenskra fjárfesta og sjóða í lokuðu hlutafjárútboði sem hefur staðið yfir síðustu daga samtímis erfiðum aðstæðum á mörkuðum. Í kjölfarið verður félagið skráð á markað á núverandi ársfjórðungi í Kauphöllinni hér á landi.

Innherji
Fréttamynd

Segir 98 milljarða rafeldsneytisverkefni á Reyðarfirði fullfjármagnað

Fyrirhuguð ammoníakverksmiðja við Mjóeyrarhöfn í Reyðarfirði er fullfjármögnuð og viðræður um lóð standa nú yfir við bæjaryfirvöld á svæðinu. Þetta staðfestir Magnús Bjarnason hjá MAR Advisors, sem gætt hefur hagsmuna danska fjárfestingasjóðsins Copenhagen Infrastructure Partners (CIP) hér á landi.

Innherji
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.