Meistarinn Inga Þóra Ingvarsdóttir Stöð 2 20.12.2005 15:18 Jónas Örn Helgason Stöð 2 20.12.2005 15:39 Sjálfstraust skiptir máli Jæja. Þá eru bara átta eftir og spennan magnast. Friðbjörn varð að játa sig sigraðan gegn Ingu Þóru og hún er semsagt eina konan sem er eftir. Hún er býsna góð og var vel að sigrinum komin. Lokatölurnar gefa reyndar engan veginn rétta mynd af viðureigninni. Friðbjörn varð að taka áhættu í lokin og hún borgaði sig ekki. Möguleikar hans voru svo endanlega úr sögunni þegar Inga Þóra ákvað að leggja ekki undir. Stöð 2 31.3.2006 01:44 Lokaviðureign 16 manna úrslita og Strákarnir keppa í Meistaranum Inga Þóra Ingvarsdóttir og Friðbjörn Eiríkur Garðarsson mætast í síðustu viðureign 16 manna úrslita í spurningaþættinum Meistaranum sem sýndur er á stöð 2 í kvöld fimmtudaginn 30. mars kl. 20:05. Áður en viðureignin hefst ætla Strákarnir, hinir einu sönnu að mætast í meistaraslag sem hefst kl. 19:35 Lífið 29.3.2006 16:39 Drengskapur lifir Síðasti þáttur var algjörlega magnaður. Þegar Illugi Jökulsson gekk af sviðinu þá hefði ég helst viljað að hann fengi áfallahjálp! Spennan var algjörlega ótrúleg og síðustu mínúturnar gleymast seint. Illugi var ótrúlegur en brenndi sig illa á því að leggja undir og það munaði ekki miklu að hann félli úr keppni. Stöð 2 25.3.2006 00:39 Illugi komst naumlega áfram Illugi Jökulsson tryggði sér í kvöld sæti í 8 manna úrslitum í spurningaþættinum Meistaranum á Stöð 2. Þótt sigur Illuga hafi á endanum verið naumur, hafði hann framan af keppni mikla yfirburði yfir mótherja sínum Ágústi Erni Gíslasyni. Illugi var þá í banastuði og svaraði hverri spurningunni á fætur annarri, enda annálaður alfræðingur og víðlesin með afbrigðum. Þá gerði Illugi sér og lítið fyrir og vann sér inn peningapottinn, sem kominn var uppí heilar 150 þúsund krónur. Lífið 24.3.2006 00:33 Illugi Jökuls mætir næturverðinum Illugi Jökulsson fjölmiðlamaður mætir Ágústi Erni Gíslasyni næturverði. Illugi Jökulsson og Ágúst Gíslason mætast í næst síðustu viðureign 16 manna úrslita í spurningaþættinum Meistaranum sem sýndur er á Stöð 2 í kvöld fimmtudag, 23. mars. Lífið 23.3.2006 17:46 Mörður Árnason kominn í 8 manna úrslit Mörður Árnason tryggði sér fyrr í kvöld sæti í 8 manna úrslitum í spurningaþættinum Meistaranum sem sýndur er á Stöð2. Mörður lagði Stefán Má Halldórsson deildarstjóra hjá Landsvirkjun í skemmtilegri viðureign, sem Logi Bergmann stýrði af röggsemi og viðeigandi léttleika. Lífið 17.3.2006 00:42 Deildarstjórinn hjá Landsvirkjun snýr aftur og mætir nú Merði Árnasyni Stefán Már Halldórsson og Mörður Árnason mætast í sjöttu viðureign 16 manna úrslita í spurningaþættinum Meistaranum á Stöð 2 fimmtudaginn 16. mars. Stefán Már mætir nú til leiks í annað sinn en hann lagði Gísla Tryggvason talsmann neytenda næsta örugglega í fyrstu umferð. Að þessu sinni mætir hann heldur ekki neinum aukvisa því andstæðingur hans er enginn annar en Mörður Árnason alþingismaður, íslenskufræðingur og annálaður spurningahaukur. Lífið 15.3.2006 11:17 Kennarinn lagði skólameistarann Erlingur Sigurðarson tryggði sér í gær sæti í átta manna úrslitum í spurningaþættinum Meistaranum, sem sýndur er á Stöð 2. Erlingur, sem er fyrrverandi menntaskólakennari, lagði Ólínu Þorvarðardóttur, fyrrverandi skólameistara. Erlingur náði fljótt yfirhöndinni, hélt henni örugglega og jók forskotið jafnt og þétt eftir því sem leið á viðureignina. Lokatölur urðu 18-5 Erlingi í vil. Stöð 2 10.3.2006 14:22 Áhætta borgar sig! Erlingur hafði semsagt betur í þættinum í kvöld og sýndi mjög skemmtilega takta. Það er annars merkilegt hvernig þetta þróast. Staðan var 8-7 þegar hann fékk sex stig í röð fyrir vísbendingaspuringar. Eftir það var þetta orðið nokkuð snúið fyrir Ólínu. Stöð 2 9.3.2006 22:14 Ólína mætir fyrrverandi menntaskólakennara Ólína Þorvarðaradóttir og Erlingur Sigurðarson mætast í fimmtu viðureign 16 manna úrslita í spurningaþættinum Meistaranum sem sýndur er á Stöð 2 næstkomandi fimmtudag. Lífið 7.3.2006 09:10 Meistaraheppni? Steinþór vann Björn í síðustu keppni og það er óhætt að segja að hún hafi verið spennandi. Það var jafnt nánast allan tímann og úrslitin réðust ekki fyrr en á síðustu spurningu. En hann hafði heppnina með sér og á sama hátt má segja að Björn hafi gert mistök. Stöð 2 7.3.2006 09:05 Blaðamaðurinn snýr aftur og mætir nú umhverfisfræðingi Steinþór H. Arnsteinsson og Björn Guðbrandur Jónsson mætast í fjórðu viðureign 16 manna úrslita í spurningaþættinum Meistaranum sem sýndur er á stöð 2 í kvöld, fimmtudaginn 2. mars. Lífið 1.3.2006 15:22 Bjölluspurningar eða dyrabjallan? Kristján Guy Burgess sýndi að hann er enginn aukvisi þegar kemur að svona spurningaþáttum. Hann komst áfram í átta manna úrslitin en þurfti að hafa fyrir því. Það munaði í raun ekki miklu og það er það sem gerir þennan þátt svona skemmtilegan (finnst mér - veit ekki hvort keppendur eru alltaf sama sinnis). Stöð 2 25.2.2006 00:41 Eðlisfræðineminn mætir stjórnmálafræðingnum Sævar Helgi Bragason og Kristján Guy Burgess mætast í þriðju viðureign 16 manna úrslita í spurningaþættinum Meistaranum á Stöð 2 í kvöld. Lífið 21.2.2006 23:43 Hefnd og nýjar spurningar Jæja. Sonurinn náði að koma fram hefndum. Jónas Helgason vann Hauk Harðarson í kvöld. Jónas er semsagt sonur Helga Árnasonar, sem tapaði fyrir Hauki í fyrstu umferð. Ísland er greinilega ekki stærsta land í heimi. Stöð 2 16.2.2006 21:47 Jónas Örn hefndi fyrir ófarir föður síns Jónas Örn Helgason varð annar til að tryggja sér sæti í 16 manna úrslitum í spurningaþættinum Meistaranum á Stöð 2, er hann lagði Hauk Harðarson, nokkuð örugglega í rimmu sem fór fram síðasta fimmtudag. Stöð 2 21.2.2006 12:42 Hefnir sonurinn fyrir ófarir föður síns? Önnur viðureignin í 16 manna úrslitum í Meistaranum fer fram í kvöld, fimmtudag kl. 20:05. Þá mætir aftur til leiks Haukur Harðarsson viðskiptafræðingur, sem lagði Helga Árnason skólastjóra Rimaskóla í fyrstu umferð. Og svo skemmtilega vill til að nú mætir Haukur syni Helga, Jónasi Erni Helgasyni, tvítugum verkfræðinema, sem sat hjá í fyrstu umferð. Lífið 16.2.2006 15:16 Ein alltof fárra kvenna úr leik Það var sárt að sjá á eftir Önnu Pálu úr Meistaranum. Hún er lífleg og skemmtileg og ein af alltof fáum konum sem leggja svona keppni fyrir sig. Hún var líka mjög lífleg í Gettu betur og stóð sig vel með MH-ingum. En hún tók full mikla áhættu og fór illa útúr því. Stöð 2 13.2.2006 11:19 Snorri Sigurðsson fyrstur í átta manna úrslitin Snorri lagði Önnu Pálu Sverrisdóttur lögfræðinema í æsispennandi viðureign, þar sem sviptingar voru í meira lagi. Á tímabili leit úr fyrir að Anna Pála myndi fara með sigur af hólmi en á endanum tók hún einum og mikla áhættu, sem varð henni loks að falli. Lífið 10.2.2006 13:23 Líffræðiaðjúnktinn ungi mætir nú laganemanum Í fyrstu viðureign 16 manna úrslita mætir aftur til leiks ein af stjörnum fyrstu umferðar, Snorri Sigurðsson, 24 ára gamall aðjúnkt í líffræði við Kennaraháskóla Íslands og etur nú kappi við Önnu Pálu Sverrisdóttur laganema og fyrrum keppanda úr Gettu betur, en hún sat hjá í fyrstu umferð. Lífið 9.2.2006 12:49 Enn meiri dramatík Jæja. Ekki var nú minni spennan í kvöld. Enn einu sinn réðust úrslitin á síðustu spurningu. Helgi fékk tækifæri til að tryggja sér sigurinn á síðustu spurningu en náði því ekki. Það sorglega við það var að hann vissi í raun og veru rétt svar. Það er bara, eins og svo oft áður, hægara sagt en gert að hugsa undir þessari pressu. Haukur var reyndar vel að sigrinum kominn. Hann náði að rífa sig í gang, eftir erfiða byrjun, og stóð sig mjög vel. Stöð 2 3.2.2006 12:20 Viðskiptafræðingurinn lagði skólastjórann Haukur Harðarson komst áfram í aðra umferð Meistarans, spurningaþáttarins sem sýndur er á Stöð 2 á fimmtudögum, í sjöttu og síðustu viðureign fyrstu umferðar sem fram fór í gærkvöld. Haukur, sem er viðskiptafræðingur að mennt, lagði Helga Árnason skólastjóra Rimaskóla í Grafarvogi. Viðureignin var hnífjöfn og hörkuspennandi framan af en undir lokin tók Haukur afgerandi forystu og lokatölur urðu 13-6. Lífið 3.2.2006 12:11 Skólastjórinn mætir viðskiptafræðingnum Í síðustu viðureign fyrstu umferðar í spurningaþættinum Meistaranum, sem sýndur verður á Stöð 2 í kvöld, mætast Helgi Árnason skólastjóri Rimaskóla í Grafarvogi og Haukur Harðarson viðskiptafræðingur. Lífið 2.2.2006 10:39 Ekki nóg að vita.... Þetta var heldur betur magnað í kvöld og kom sennilega mörgum á óvart. Friðbjörn kom gríðarlega sterkur inn og bjölluspurningarnar voru ótrúlegar. Ég náði varla að klára eina einustu. Svo náði Stebbi að rífa sig til baka og var ekki langt frá því. En Friðbjörn stóðst pressuna, svona eins og landsliðið gerði gegn Serbum í dag, og náði að klára þetta. Annars var magnað að Stebba gekk best í seinni valflokkunum. Honum virðist henta betur þegar aðrir velja spurningar fyrir hann. Stöð 2 27.1.2006 21:22 Lögmaðurinn lagði Gettu betur-dómarann Nýr spurninghaukur hefur stigið fram á sjónvarsviðið. Sannkallað gáfumenni sem óhikað er hægt að spá góðu gengi í hinni síharðnandi keppni um nafnbótina Meistarinn. Friðbjörn Eiríkur Garðarsson, 32 ára gamall héraðsdómslögmaður gerði sér lítið fyrir í þætti kvöldsins á Stöð 2 og lagði Stefán Pálmsson, sjálfan Gettu betur sérfræðinginn, fyrrum sigurvegara, þjálfara og dómara í þeirri annáluðu spurningakeppni framhaldsskólanema. Stöð 2 27.1.2006 20:26 Gettu betur-dómari mætir héraðsdómslögmanni Í næstu viðureign í spurningaþættinum Meistaranum mætir Stéfán Pálssonsagnfræðingur og fyrrum sigurvegari og dómari í Gettu betur, Friðbirni Eiríki Garðarssyni héraðsdómslögmanni. Stöð 2 25.1.2006 16:09 Kaflaskipt keppni Jæja. Fjórir þættir búnir og bara tveir eftir í fyrstu umferð. Ég hef reyndar tekið eftir því að fólk áttar sig ekki alveg á kerfinu. Það er samt frekar einfalt (a.m.k. fyrir mig sem er búinn að liggja yfir þessu svona lengi). Tíu sátu hjá í fyrstu umferð og tólf keppa um hin sex sætin. Fjórar viðureignir eru búnar og tvær eftir. Þá eru sextán eftir og spennan magnast. Stöð 2 20.1.2006 00:34 Deildarstjórinn lagði talsmann neytenda Stefán Már Halldórsson deildarstjóri starfskjaradeildar hjá Landsvirkjun lagði Gísla Tryggvasyni talsmann neytenda í spurningaþættinum Meistaranum sem fram fór á Stöð 2 í kvöld. Lífið 19.1.2006 22:41 « ‹ 1 2 3 4 ›
Sjálfstraust skiptir máli Jæja. Þá eru bara átta eftir og spennan magnast. Friðbjörn varð að játa sig sigraðan gegn Ingu Þóru og hún er semsagt eina konan sem er eftir. Hún er býsna góð og var vel að sigrinum komin. Lokatölurnar gefa reyndar engan veginn rétta mynd af viðureigninni. Friðbjörn varð að taka áhættu í lokin og hún borgaði sig ekki. Möguleikar hans voru svo endanlega úr sögunni þegar Inga Þóra ákvað að leggja ekki undir. Stöð 2 31.3.2006 01:44
Lokaviðureign 16 manna úrslita og Strákarnir keppa í Meistaranum Inga Þóra Ingvarsdóttir og Friðbjörn Eiríkur Garðarsson mætast í síðustu viðureign 16 manna úrslita í spurningaþættinum Meistaranum sem sýndur er á stöð 2 í kvöld fimmtudaginn 30. mars kl. 20:05. Áður en viðureignin hefst ætla Strákarnir, hinir einu sönnu að mætast í meistaraslag sem hefst kl. 19:35 Lífið 29.3.2006 16:39
Drengskapur lifir Síðasti þáttur var algjörlega magnaður. Þegar Illugi Jökulsson gekk af sviðinu þá hefði ég helst viljað að hann fengi áfallahjálp! Spennan var algjörlega ótrúleg og síðustu mínúturnar gleymast seint. Illugi var ótrúlegur en brenndi sig illa á því að leggja undir og það munaði ekki miklu að hann félli úr keppni. Stöð 2 25.3.2006 00:39
Illugi komst naumlega áfram Illugi Jökulsson tryggði sér í kvöld sæti í 8 manna úrslitum í spurningaþættinum Meistaranum á Stöð 2. Þótt sigur Illuga hafi á endanum verið naumur, hafði hann framan af keppni mikla yfirburði yfir mótherja sínum Ágústi Erni Gíslasyni. Illugi var þá í banastuði og svaraði hverri spurningunni á fætur annarri, enda annálaður alfræðingur og víðlesin með afbrigðum. Þá gerði Illugi sér og lítið fyrir og vann sér inn peningapottinn, sem kominn var uppí heilar 150 þúsund krónur. Lífið 24.3.2006 00:33
Illugi Jökuls mætir næturverðinum Illugi Jökulsson fjölmiðlamaður mætir Ágústi Erni Gíslasyni næturverði. Illugi Jökulsson og Ágúst Gíslason mætast í næst síðustu viðureign 16 manna úrslita í spurningaþættinum Meistaranum sem sýndur er á Stöð 2 í kvöld fimmtudag, 23. mars. Lífið 23.3.2006 17:46
Mörður Árnason kominn í 8 manna úrslit Mörður Árnason tryggði sér fyrr í kvöld sæti í 8 manna úrslitum í spurningaþættinum Meistaranum sem sýndur er á Stöð2. Mörður lagði Stefán Má Halldórsson deildarstjóra hjá Landsvirkjun í skemmtilegri viðureign, sem Logi Bergmann stýrði af röggsemi og viðeigandi léttleika. Lífið 17.3.2006 00:42
Deildarstjórinn hjá Landsvirkjun snýr aftur og mætir nú Merði Árnasyni Stefán Már Halldórsson og Mörður Árnason mætast í sjöttu viðureign 16 manna úrslita í spurningaþættinum Meistaranum á Stöð 2 fimmtudaginn 16. mars. Stefán Már mætir nú til leiks í annað sinn en hann lagði Gísla Tryggvason talsmann neytenda næsta örugglega í fyrstu umferð. Að þessu sinni mætir hann heldur ekki neinum aukvisa því andstæðingur hans er enginn annar en Mörður Árnason alþingismaður, íslenskufræðingur og annálaður spurningahaukur. Lífið 15.3.2006 11:17
Kennarinn lagði skólameistarann Erlingur Sigurðarson tryggði sér í gær sæti í átta manna úrslitum í spurningaþættinum Meistaranum, sem sýndur er á Stöð 2. Erlingur, sem er fyrrverandi menntaskólakennari, lagði Ólínu Þorvarðardóttur, fyrrverandi skólameistara. Erlingur náði fljótt yfirhöndinni, hélt henni örugglega og jók forskotið jafnt og þétt eftir því sem leið á viðureignina. Lokatölur urðu 18-5 Erlingi í vil. Stöð 2 10.3.2006 14:22
Áhætta borgar sig! Erlingur hafði semsagt betur í þættinum í kvöld og sýndi mjög skemmtilega takta. Það er annars merkilegt hvernig þetta þróast. Staðan var 8-7 þegar hann fékk sex stig í röð fyrir vísbendingaspuringar. Eftir það var þetta orðið nokkuð snúið fyrir Ólínu. Stöð 2 9.3.2006 22:14
Ólína mætir fyrrverandi menntaskólakennara Ólína Þorvarðaradóttir og Erlingur Sigurðarson mætast í fimmtu viðureign 16 manna úrslita í spurningaþættinum Meistaranum sem sýndur er á Stöð 2 næstkomandi fimmtudag. Lífið 7.3.2006 09:10
Meistaraheppni? Steinþór vann Björn í síðustu keppni og það er óhætt að segja að hún hafi verið spennandi. Það var jafnt nánast allan tímann og úrslitin réðust ekki fyrr en á síðustu spurningu. En hann hafði heppnina með sér og á sama hátt má segja að Björn hafi gert mistök. Stöð 2 7.3.2006 09:05
Blaðamaðurinn snýr aftur og mætir nú umhverfisfræðingi Steinþór H. Arnsteinsson og Björn Guðbrandur Jónsson mætast í fjórðu viðureign 16 manna úrslita í spurningaþættinum Meistaranum sem sýndur er á stöð 2 í kvöld, fimmtudaginn 2. mars. Lífið 1.3.2006 15:22
Bjölluspurningar eða dyrabjallan? Kristján Guy Burgess sýndi að hann er enginn aukvisi þegar kemur að svona spurningaþáttum. Hann komst áfram í átta manna úrslitin en þurfti að hafa fyrir því. Það munaði í raun ekki miklu og það er það sem gerir þennan þátt svona skemmtilegan (finnst mér - veit ekki hvort keppendur eru alltaf sama sinnis). Stöð 2 25.2.2006 00:41
Eðlisfræðineminn mætir stjórnmálafræðingnum Sævar Helgi Bragason og Kristján Guy Burgess mætast í þriðju viðureign 16 manna úrslita í spurningaþættinum Meistaranum á Stöð 2 í kvöld. Lífið 21.2.2006 23:43
Hefnd og nýjar spurningar Jæja. Sonurinn náði að koma fram hefndum. Jónas Helgason vann Hauk Harðarson í kvöld. Jónas er semsagt sonur Helga Árnasonar, sem tapaði fyrir Hauki í fyrstu umferð. Ísland er greinilega ekki stærsta land í heimi. Stöð 2 16.2.2006 21:47
Jónas Örn hefndi fyrir ófarir föður síns Jónas Örn Helgason varð annar til að tryggja sér sæti í 16 manna úrslitum í spurningaþættinum Meistaranum á Stöð 2, er hann lagði Hauk Harðarson, nokkuð örugglega í rimmu sem fór fram síðasta fimmtudag. Stöð 2 21.2.2006 12:42
Hefnir sonurinn fyrir ófarir föður síns? Önnur viðureignin í 16 manna úrslitum í Meistaranum fer fram í kvöld, fimmtudag kl. 20:05. Þá mætir aftur til leiks Haukur Harðarsson viðskiptafræðingur, sem lagði Helga Árnason skólastjóra Rimaskóla í fyrstu umferð. Og svo skemmtilega vill til að nú mætir Haukur syni Helga, Jónasi Erni Helgasyni, tvítugum verkfræðinema, sem sat hjá í fyrstu umferð. Lífið 16.2.2006 15:16
Ein alltof fárra kvenna úr leik Það var sárt að sjá á eftir Önnu Pálu úr Meistaranum. Hún er lífleg og skemmtileg og ein af alltof fáum konum sem leggja svona keppni fyrir sig. Hún var líka mjög lífleg í Gettu betur og stóð sig vel með MH-ingum. En hún tók full mikla áhættu og fór illa útúr því. Stöð 2 13.2.2006 11:19
Snorri Sigurðsson fyrstur í átta manna úrslitin Snorri lagði Önnu Pálu Sverrisdóttur lögfræðinema í æsispennandi viðureign, þar sem sviptingar voru í meira lagi. Á tímabili leit úr fyrir að Anna Pála myndi fara með sigur af hólmi en á endanum tók hún einum og mikla áhættu, sem varð henni loks að falli. Lífið 10.2.2006 13:23
Líffræðiaðjúnktinn ungi mætir nú laganemanum Í fyrstu viðureign 16 manna úrslita mætir aftur til leiks ein af stjörnum fyrstu umferðar, Snorri Sigurðsson, 24 ára gamall aðjúnkt í líffræði við Kennaraháskóla Íslands og etur nú kappi við Önnu Pálu Sverrisdóttur laganema og fyrrum keppanda úr Gettu betur, en hún sat hjá í fyrstu umferð. Lífið 9.2.2006 12:49
Enn meiri dramatík Jæja. Ekki var nú minni spennan í kvöld. Enn einu sinn réðust úrslitin á síðustu spurningu. Helgi fékk tækifæri til að tryggja sér sigurinn á síðustu spurningu en náði því ekki. Það sorglega við það var að hann vissi í raun og veru rétt svar. Það er bara, eins og svo oft áður, hægara sagt en gert að hugsa undir þessari pressu. Haukur var reyndar vel að sigrinum kominn. Hann náði að rífa sig í gang, eftir erfiða byrjun, og stóð sig mjög vel. Stöð 2 3.2.2006 12:20
Viðskiptafræðingurinn lagði skólastjórann Haukur Harðarson komst áfram í aðra umferð Meistarans, spurningaþáttarins sem sýndur er á Stöð 2 á fimmtudögum, í sjöttu og síðustu viðureign fyrstu umferðar sem fram fór í gærkvöld. Haukur, sem er viðskiptafræðingur að mennt, lagði Helga Árnason skólastjóra Rimaskóla í Grafarvogi. Viðureignin var hnífjöfn og hörkuspennandi framan af en undir lokin tók Haukur afgerandi forystu og lokatölur urðu 13-6. Lífið 3.2.2006 12:11
Skólastjórinn mætir viðskiptafræðingnum Í síðustu viðureign fyrstu umferðar í spurningaþættinum Meistaranum, sem sýndur verður á Stöð 2 í kvöld, mætast Helgi Árnason skólastjóri Rimaskóla í Grafarvogi og Haukur Harðarson viðskiptafræðingur. Lífið 2.2.2006 10:39
Ekki nóg að vita.... Þetta var heldur betur magnað í kvöld og kom sennilega mörgum á óvart. Friðbjörn kom gríðarlega sterkur inn og bjölluspurningarnar voru ótrúlegar. Ég náði varla að klára eina einustu. Svo náði Stebbi að rífa sig til baka og var ekki langt frá því. En Friðbjörn stóðst pressuna, svona eins og landsliðið gerði gegn Serbum í dag, og náði að klára þetta. Annars var magnað að Stebba gekk best í seinni valflokkunum. Honum virðist henta betur þegar aðrir velja spurningar fyrir hann. Stöð 2 27.1.2006 21:22
Lögmaðurinn lagði Gettu betur-dómarann Nýr spurninghaukur hefur stigið fram á sjónvarsviðið. Sannkallað gáfumenni sem óhikað er hægt að spá góðu gengi í hinni síharðnandi keppni um nafnbótina Meistarinn. Friðbjörn Eiríkur Garðarsson, 32 ára gamall héraðsdómslögmaður gerði sér lítið fyrir í þætti kvöldsins á Stöð 2 og lagði Stefán Pálmsson, sjálfan Gettu betur sérfræðinginn, fyrrum sigurvegara, þjálfara og dómara í þeirri annáluðu spurningakeppni framhaldsskólanema. Stöð 2 27.1.2006 20:26
Gettu betur-dómari mætir héraðsdómslögmanni Í næstu viðureign í spurningaþættinum Meistaranum mætir Stéfán Pálssonsagnfræðingur og fyrrum sigurvegari og dómari í Gettu betur, Friðbirni Eiríki Garðarssyni héraðsdómslögmanni. Stöð 2 25.1.2006 16:09
Kaflaskipt keppni Jæja. Fjórir þættir búnir og bara tveir eftir í fyrstu umferð. Ég hef reyndar tekið eftir því að fólk áttar sig ekki alveg á kerfinu. Það er samt frekar einfalt (a.m.k. fyrir mig sem er búinn að liggja yfir þessu svona lengi). Tíu sátu hjá í fyrstu umferð og tólf keppa um hin sex sætin. Fjórar viðureignir eru búnar og tvær eftir. Þá eru sextán eftir og spennan magnast. Stöð 2 20.1.2006 00:34
Deildarstjórinn lagði talsmann neytenda Stefán Már Halldórsson deildarstjóri starfskjaradeildar hjá Landsvirkjun lagði Gísla Tryggvasyni talsmann neytenda í spurningaþættinum Meistaranum sem fram fór á Stöð 2 í kvöld. Lífið 19.1.2006 22:41