Meistarinn

Fréttamynd

Leitin að Meistaranum hefst á ný

Leitin að nýjum Meistara hefst forlega fimmtudaginn 15. febrúar, þegar fyrsti þátturinn í annarri þáttaröð þessa vinsæla íslenska spurningaþáttar hefur göngu sína á Stöð 2. Þátturinn verður sem fyrr í umsjá Loga Bergmanns Eiðssonar, en hann er jafnframt höfundur þáttarins. Þátturinn var fyrst sýndur sl. vetur á Stöð 2 og sló í gegn

Stöð 2
Fréttamynd

Björn Guðbrandur Jónsson

NAFN: Björn Guðbrandur Jónsson ALDUR: 49 ára HEIMILI: Reykjavík MENNTUN: BS próf í líffræði frá HÍ, Meistaragráða í umhverfisvísindum Johns Hopkins háskóla Baltimore

Stöð 2
Fréttamynd

Fyrstu þættirnir

Við ákváðum að byrja á tveimur léttari þáttum. Hugmyndin var svona að renna í gegnum kerfið og koma okkur af stað. Og að sjálfsögðu líka að safna peningum fyrir gott málefni. En það er ekki jafn auðvelt og maður heldur.

Stöð 2
Fréttamynd

Helgi Árnason

ALDUR: 51 árs HEIMILI: Reykjavík MENNTUN: Stúdent frá Menntakólanum í Reykjavík 1976. Kennarapróf B.Ed. frá KHÍ 1979 STARF: Skólastjóri Rimaskóla

Stöð 2
Fréttamynd

Illugi Jökulsson

Nafn: Illugi Jökulsson Aldur: 46 ára Menntun: Landspróf frá Hagaskóla 1975 Starf: Fjölmiðlamaður, rithöfundur

Stöð 2
Fréttamynd

Jónas Örn meistari og 5 milljónum ríkari

Jónas Örn Helgason 21 árs gamall verkfræðinemi fór með sigur úr bítum í spurningaþættinum Meistaranum - en úrslitaþátturinn var sýndur á Stöð 2 fyrr í kvöld. Þar lagði Jónas Örn Ingu Þóru Ingvarsdóttur í hörkuspennandi og bráðskemmtilegri viðureign, og hlaut að launum 5 milljónir króna í beinhörðum peningum og nafnbótina Meistarinn.

Lífið
Fréttamynd

Inga Þóra í úrslit þar sem hún keppir við Jónas Örn

Inga Þóra Ingvarsdóttir er komin í úrslit í spurningaþættinum Meistarinn sem sýndur er á Stöð 2. Úrslitaþátturin verður á uppstigningardag, 25. maí en þar etur Inga Þóra kappi við Jónas Örn Helgason og tekst á við hann um fimm milljóna króna verðlaunafé.

Lífið
Fréttamynd

Drengskaparbragð

Keppnin í kvöld gleymist seint og fyrir því eru nokkrar ástæður. Í fyrsta lagi: Tveir frábærir keppendur í drengilegri keppni. Í öðru lagi lentum við í smá vandræðum og þurftum að spóla aðeins til baka. Þannig var nefnilega að við klúðruðum og gaf Erlingi aðeins eitt stig fyrir beinin í framhandleggnum, þar sem hann átti að fá tvö. Inga Þóra fékk hitt - fyrir svar sem var reyndar líka rétt.

Stöð 2
Fréttamynd

Hver mætir Jónasi í úrslitum?

Inga Þóra og Erlingur einum sigri frá úrslitaviðureigninni, hver verður andstæðingur Jónasar? Inga Þóra Ingvarsdóttir sagnfræðingur og Erlingur Sigurðarson safnstjóri mætast í seinni undanúrslitaviðureigninni í spurningaþættinum Meistaranum sem sýnd verður á stöð 2 í kvöld fimmtudaginn 11. maí kl. 20:05.

Lífið
Fréttamynd

Undanúrslit hefjast: Illugi mætir Jónasi Erni

Illugi Jökulsson fjölmiðlamaður og Jónas Örn Helgason verkfræðinemi mætast í fyrri undanúrslitaviðureigninni í spurningaþættinum Meistaranum sem sýndur verður á Stöð 2 í kvöld fimmtudaginn 4. maí kl. 20:05

Lífið
Fréttamynd

Allt eða ekkert

Þessi þáttur var algjörlega magnaður. Spennandi og skemmtilegur og mikil dramatík í lokin. Tveir frábærir keppendur og hefðu báðir átt erindi í úrslitin. Ég held að þessi lokakafli verði líka lengi í minnum hafður.

Stöð 2
Fréttamynd

Og þá voru eftir fjögur

Þá eru fjórir eftir. Eða fjögur öllu heldur. Inga Þóra hélt uppi merki kvenna og komst í undanúrslit. Ég var stoltur af henni að hafa tekið áhættu og sleppa með það. Annar þátturinn í röð þar sem það gerist.

Stöð 2
Fréttamynd

Sagnfræðingarnir mætast

Inga Þóra Ingvarsdóttir sagnfræðingur og Kristján Guy Bergess stjórnmála- og sagnfræðingur mætast í síðustu viðureign 8 manna úrslita í spurningaþættinum Meistaranum sem sýndur er á Stöð 2 í kvöld, fimmtudaginn 27. apríl kl. 20:05

Lífið
Fréttamynd

Ekki við mann að eiga

Erlingur Sigurðsson safnstjóri og fyrrverandi menntaskólakennari gerði sér lítið fyrir og gjörsigraði Mörð Árnason alþingismann og annálað gáfumenni í þriðju viðureign 8 manna úrslita Meistarans sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi. Erlingur hafði örugga forystu nær alla rimmuna og lokatölur urðu 18-8. Mörður tekur ósigrinum vel og gerir meira að segja grín að sjálfum sér í bráðskemmtilegu bloggi á heimasíðu sinni.

Lífið
Fréttamynd

Erlingur lagði Mörð

Erlingur Sigurðsson tryggði sér í gærkvöld sæti í 4 manna úrslitum í spurningaþættinum Meistaranum, sem sýndur er á Stöð 2.

Lífið
Fréttamynd

Guð blessi Alistair McLean!

Erlingur Sigurðarson var algjörlega magnaður í kvöld. Aðra eins byrjun hef ég aldrei séð. Hann svaraði fyrstu sex spurningunum rétt og hefði jafnvel getað komist lengra. Og það er rétt að hafa það í huga að Mörður Árnason er sko enginn aukvisi. Hann sigraði í spurningakeppni Talstöðvarinnar, en hann átti ekkert svar við þessu. Staðan var 9:2 eftir bjölluspurningarnar og 20:8 eftir valflokkana. Magnað!

Stöð 2
Fréttamynd

Léttar eða erfiðar spurningar

Jæja. Þá eru tveir komnir áfram í undanúrslit. Jónas í síðustu viku og svo Illugi núna. Þeir þurftu báðir að hafa töluvert fyrir því og Snorri stóð í Illuga. Það hefur hins vegar vakið athygli mína, í þessum tveimur síðustu viðureignum, hve varlega þeir hafa farið í að leggja undir í lokin. Það er sennilega ekki galið. Það getur verið býsna erfitt að vinna aftur fimm stig í mínus.

Stöð 2
Fréttamynd

Illugi mætir aðjunktinum unga

Illugi Jökulsson fjölmiðlamaður og Snorri Sigurðsson líffræðiaðjunkt mætast í annari viðureign 8 manna úrslita í spurningaþættinum Meistaranum sem sýndur er á Stöð 2 í kvöld, fimmtudaginn 13. mars kl. 20:05

Lífið
Fréttamynd

Dagsformið

Mér fannst keppnin í kvöld býsna merkileg. Í raun hafa aldrei verið tveir jafn svipaðir keppendur. Bæði Steinþór og Jónas eru mjög góðir. Báðir hafa verið árum saman í gettu betur og eru á svipuðum aldri. Á svona kvöldi er það dagsformið sem ræður. Jónas náði undirtökunum og hélt þeim allan tímann.

Stöð 2
Fréttamynd

Jónas Örn í fjögurra manna úrslit

Jónas Örn Helgason, tvítugur verkfræðinemi, varð fyrr í kvöld fyrstur til að tryggja sér þátttökurétt í fjögurra manna úrslitum í spurningaþættinum Meistaranum, sem sýndur er á Stöð 2.

Lífið