Hamar

Fréttamynd

Uppbygging íþróttaaðstöðu í Hveragerði

Meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar samþykkti á fundi bæjarráðs 10. ágúst 2023 að fresta uppbyggingu Hamarshallarinnar og fara strax af stað með byggingu gervigrasvallar í fullri stærð og leigja húsnæði í Vorsabæ fyrir neðan þjóðveg fyrir inniíþróttir. Ástæða þessa er að gífurleg þörf er á mikilli fjárfestingu í skolphreinsistöð bæjarins en Hveragerðisbær hefur því miður ekki sinnt uppbyggingu hennar í samræmi við íbúafjölgun. Einnig er nú mun erfiðara efnahagsumhverfi og verri lánskjör en fyrir rúmu ári síðan þegar ákveðið var að hefja uppbyggingu nýrrar Hamarshallar.

Skoðun
Fréttamynd

Fresta byggingu nýrrar Hamars­hallar

Bæjar­stjórn Hvera­gerðis­bæjar telur ekki raun­hæft að halda á­fram með sam­keppnis­við­ræður um upp­byggingu Hamars­hallarinnar. Nauð­syn­legt er talið að for­gangs­raða fjár­munum bæjarins í stækkun skolp­hreinsi­stöðvar vegna aukinnar í­búa­fjölgunar og upp­byggingu á gervi­gras­velli. 

Innlent
Fréttamynd

Nauð­syn­legt að laga gufu­lögnina á ný til að geta haldið úti sund­kennslu

Bæjarráð Hveragerðisbæjar hefur falið Geir Sveinssyni bæjarstjóra að leita leiða til að lagfæra gufulögn sem liggur að Sundlauginni í Laugarskarði í bænum. Gufulögnin hefur lengi ekki annað notkuninni sem verður til þess að yfir kaldasta tímann á veturna er ekki nægur hiti á lauginni sem hefur orðið til þess að ítrekað hefur þurft að fella niður sundæfingar.

Innlent
Fréttamynd

Hamar upp í Subway deildina

Hamar tryggði sér í kvöld sæti í Subway deild karla á næstu leiktíð með sigri á Skallagrími í oddaleik. Lokatölur í Hveragerði 93-81 og Hamar komið aftur upp í deild þeirra bestu.

Körfubolti
Fréttamynd

Allt undir í Hvera­gerði

Hamar og Skallagrímur mætast í oddaleik um sæti í Subway deild karla í körfubolta á næstu leiktíð. Spennan er gríðarleg fyrir leik kvöldsins en rimma liðanna hefur verið hreint út sagt mögnuð.

Körfubolti
Fréttamynd

Van­virðing stuðnings­manna hafi á­hrif á ó­hörðnuð börn

Stuðningsmenn Skallagríms tóku upp dagblöð og þóttust ekki vera að fylgjast með þegar leikmenn Hamars gengu inn á völlinn fyrir leik liðsins við Skallagrím í úrslitakeppni fyrstu deildar í körfubolta. Áhorfandi á leiknum vakti athygli á gjörningnum í Facebook-færslu sem hefur þegar verið deilt 345 sinnum.

Körfubolti
Fréttamynd

Öll tilboð í nýja Hamarshöll talin of há

Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkti á dögunum að hafna öllum tilboðum sem bárust í byggingu nýrrar Hamarshallar. Ástæðan er sögð sú að öll tilboð sem bárust hafi verið of há, að teknu tilliti til fjárhagsáætlunar bæjarins.

Innlent
Fréttamynd

Hamarshöllin – áfram gakk

Síðustu mánuði hefur farið gríðarlega mikill tími í undirbúningsvinnu fyrir uppbyggingu Hamarshallarinnar. Ófáir fundir, símtöl, grúsk í gögnum, rökræða, útreikningar, samtöl við marga sérfræðinga og svona gæti ég áfram talið fram á morgun.

Skoðun