Þorsteinn Pálsson

Fréttamynd

Framtíðar strik

Þjóðarbúskapurinn hefur verið býsna háspenntur um nokkurt skeið. Verðfall á hlutabréfum og þar af leiðandi lækkun á gengi krónunnar hefur snögglega breytt aðstæðum. Ýmislegt bendir til að fram undan séu lágspenntari tímar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ráðherra fær tækifæri

Tíu þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa flutt sérlega athyglisverða tillögu til þingsályktunar um samkeppnisstöðu fyrirtækja í eigu ríkis og sveitarfélaga.

Fastir pennar
Fréttamynd

Spurning um miðjuna

Valdaskiptin í Reykjavíkurborg hafa leitt til nokkurra heilabrota um hvort vænta megi sams konar atburða við ríkisstjórnarborðið. Forystumenn stjórnarflokkanna eru þráspurðir um þetta ýmist af sjónarhóli vonar eða ótta.

Fastir pennar
Fréttamynd

Fangelsi og skógrækt

Fangelsismálastofnun hefur með opinberri yfirlýsingu vísað á bug nýlegum röksemdum fangavarða á Litla-Hrauni fyrir því að uppbygging ríkisfangelsis eigi að vera á þeim stað. Embættismenn stofnunarinnar segja að samkvæmt faglegum rökum verði aðalfangelsi landsins að vera í Reykjavík.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þögnin rofin

Þögn borgarstjórnarmeirihlutans um Orkuveitumálið er um sumt skiljanleg og rökrétt. Í máli sem þessu eru fjölmörg tæknileg álitaefni. Ekkert er athugavert við að slík atriði séu skoðuð nákvæmlega áður en opinber afstaða er tekin til þeirra í heild.

Fastir pennar
Fréttamynd

Tímamót

Upphaf kirkjuþings þjóðkirkjunnar varpar ágætu ljósi á tvenns konar tímamót í þróun hennar. Önnur lúta að stjórnskipulegri stöðu kirkjunnar. Hin varða aðlögun gagnvart almennum viðhorfum í nútímanum um stöðu samkynhneigðra.

Fastir pennar
Fréttamynd

Veikir þingið

Tvö frumvörp þingmanna til breytinga á stjórnarskránni hafa verið lögð fram. Bæði fela þau í sér að ráðherrar skuli ekki gegna þingmennsku. Yfirlýst markmið með þeim er að koma fram hugmyndum um aðskilnað löggjafar- og framkvæmdavalds og styrkja þingið.

Skoðun
Fréttamynd

Á vegasalti

Sagt er að stjórnmál séu list hins mögulega. Hin hliðin á sama fyrirbrigði er sú að stjórnmál felist í því að haga seglum eftir vindi. Stóra spurningin er svo sú eftir hvaða lögmálum hugsjónir víkja fyrir öðrum hagsmunum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Áhrifin

Pólitísk áhrif byltingarinnar í borgarstjórn Reykjavíkur eru margvísleg. Í fyrsta lagi: Sexmenningarnir í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins sitja eftir með þá ímynd að hafa fórnað meirihlutanum fyrir tæknilegan ágreining við borgarstjóra og formann borgarráðs um það hvort selja eigi hlutabréf einu og hálfu ári fyrr eða síðar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Allur pakkinn

Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur flutt tillögu til þingsályktunar um athugun á því sem kallað er markaðsvæðing samfélagsþjónustu. Þetta er allsendis óvitlaus hugmynd ef réttilega er að slíkri rannsókn staðið og til verksins fengnir sjálfstæðir fræðimenn eða rannsóknarstofnanir.

Fastir pennar
Fréttamynd

Olía og vatn

Olía og vatn blandast illa. Sama lögmál gildir þegar reynt er að hræra saman opinberum rekstri og einkarekstri eða einokunarrekstri og samkeppnisrekstri.

Fastir pennar
Fréttamynd

Markmiðin?

Framlag talsmanna stjórnarandstöðunnar í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra bar vott um ágæta snerpu. Hins vegar má ekki líta á þá sem eina heild. Staða hvers þeirra um sig er í eðli sínu ólík.

Fastir pennar
Fréttamynd

Skýrt strik

Með sanni má segja að stefnuræða forsætisráðherra í gærkvöldi hafi fremur verið þung en þunneggjuð. Hún var laus við orðagjálfur og upphafningu. Forsætisráðherrann er stundum gagnrýndur fyrir skort á þessu tvennu. Í langhlaupi stjórnmálanna er slíkur skortur þó fremur styrkur.

Fastir pennar
Fréttamynd

Lyf og orka

Tveir ráðherrar, iðnaðarráðherra og heilbrigðisráðherra, hafa nú með nokkurra daga bili lagt línur hvor á sínu sviði um mikilvægar kerfisbreytingar. Um jafn ólíka hluti og lyf og orku hafa þeir leitað lausna með því að leggja á ráðin um að brjóta upp skipulag sem ekki svarar kröfum nýs tíma.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þróun eða frysting

Oftar en ekki snúast umræður um ráðstöfun peninga úr ríkissjóði um hagsmunatog af ýmsu tagi. Hitt er sjaldgæfara að slíkar deilur snúist um hugmyndafræði eða ólík pólitísk grundvallarviðhorf.

Fastir pennar
Fréttamynd

Nýjar lausnir

Tímamót: Bandarískur banki hefur nú eignast þriðjung í íslensku fyrirtæki sem er nærri þriðjungseigandi að Hitaveitu Suðurnesja. Þessi atburður varpar ljósi á þá staðreynd að ríkjandi skipulag orkumála er í uppnámi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Skólar og ferjur

fá orð koma oftar fyrir í umræðu um opinber málefni nú um stundir en eftirlit. Að því leyti er það tískuorð og að sama skapi áhrifaríkt pólitískt lausnarorð. En hvað sem öðru líður er eftirlit fylgifiskur nýrra tíma.

Fastir pennar
Fréttamynd

Réttilega lagðar undirstöður

Í lagaumhverfi orkubúskaparins eru slæmir brestir. Úrskurður sérstakrar matsnefndar um verðmæti vatnsréttinda sem nýta þarf vegna Kárahnjúkavirkjunar varpar nokkuð skýru ljósi þar á.

Fastir pennar
Fréttamynd

Já, já; nei, nei.

Smám saman berast fréttir af viðbrögðum sjávarútvegsfyrirtækja í kjölfar þorskverndunarinnar. Stærri fyrirtæki hafa um margt meira svigrúm til innbyrðis hagræðingar en þau minni. Þar koma vel í ljós kostir þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað liðna tvo áratugi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Frelsi og ábyrgð

Umræður um skrílmennsku hafa lengi verið hefðbundinn eftirleikur frídags verslunarmanna. Í mörg ár hefur slík umræða um Akureyri lýst lágreistum bæjarbrag um þessa hefðbundnu hátíðahelgi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Orð sem féllu í skugga

Þegar iðnaðarráðherra talar er jafnan eftir því tekið. Nýlega lét hann þó orð falla um stjórnkerfi ríkisins sem minni athygli hafa vakið en þau verðskulda. Aldrei þessu vant er eins og orð hans um það efni hafi fallið í skugga annarra umræðuefna síðustu vikur.

Fastir pennar
Fréttamynd

Önnur nálgun

Ratsjárstofnun hefur í tvo áratugi annast einn þátt loftvarnareftirlits með mjög öflugu ratsjárkerfi. Starfsemin hefur verið snar þáttur í vörnum landsins. Bandaríkjamenn hafa greitt rekstrarkostnaðinn. Um miðjan næsta mánuð heyrir kostun þeirra á verkefninu hins vegar sögunni til.

Fastir pennar
Fréttamynd

Áfengi og vextir

Pólitísk umræðuhefð á Íslandi kallar ekki á að orðum fylgi ábyrgð. Meira er um vert að þau veki athygli. Hún er oftar en ekki sett skör hærra en ábyrgðin sem að baki býr. Tvö nýleg dæmi segja sína sögu um þetta.

Fastir pennar
Fréttamynd

Slæm samheldni

Umræður um nýja eigendur Hitaveitu Suðurnesja hafa kallað fram ólíkt pólitískt tungutak. Hugtakið einkavæðing er helsta bitbeinið. Í ljósi þess að hér er að stærstum hluta til um einokunarrekstur að ræða er eðlilegt að spurningarmerki séu sett um einkavæðingu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Róttæk hugsun

Eftirspil sölu ríkisins á hlut í Hitaveitu Suðurnesja hefur opnað áhugaverða umræðu. Annars vegar hefur verið á það bent að brýnast sé að verja almannahagsmuni að því er varðar öflun og dreifingu á rafmagni og hita. Staðhæft er að opinber rekstur tryggi bæði þjónustu­öryggi og lægsta mögulega verð.

Fastir pennar
Fréttamynd

Rétt

Sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið heildarafla næsta fiskveiðiárs. Athugasemdir um þá ákvörðun geta í sjálfu sér falist í því eina orði sem gjarnan er ritað á villulausar prófúrlausnir: Rétt.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þróun eða stöðnun

Sú var tíð að það var talið ýmsum stjórnmálamönnum til vegsauka og virðingar að gefa sérfræðingum fyrir sunnan langt nef. Sérstaklega gaf þetta góða raun þegar fiskifræðingar áttu í hlut. Af yfirlýsingum sjávarútvegsráðherra verður ekki ráðið að hann ætli að láta ímyndarvanda af þessu tagi rugla sig í ríminu við ákvörðun heildarafla enda þunnur þrettándi í nútímapólitík.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hver á hvað?

engin algild uppskrift er til um hvernig skipta á verkefnum milli ríkis og sveitarfélaga. Um tvær viðmiðanir í þeim efnum hefur eigi að síður ríkt ríkur samskilningur. Önnur er sú að sveitarfélögin annist sem mest af þeirri þjónustu sem stendur borgurunum næst. Hin segir að ekki megi slíta í sundur ákvörðunarvald og fjármála­ábyrgð.

Fastir pennar
Fréttamynd

Starf eða hlutverk?

Hvað er þingmennska? Er það starf í hefðbundinni merkingu þess orðs? Er Alþingishúsið vinnustaður eins og hver önnur skrifstofa eða færibandaframleiðsla? Spurningar af þessu tagi vakna vegna umræðu um nýja þingmenn, önnur hlutverk þeirra og tengsl við fyrri störf.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þorskurinn

Sennilega axlar enginn einn ráðherra ábyrgð að jöfnum þunga sem sjávarútvegsráðherra þegar hann mælir fyrir um heildarafla á Íslandsmiðum. Fyrir kemur að sú ákvörðun er ágreiningslaus. Í annan tíma veldur hún stórdeilum.

Fastir pennar