Rétt 7. júlí 2007 06:00 Sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið heildarafla næsta fiskveiðiárs. Athugasemdir um þá ákvörðun geta í sjálfu sér falist í því eina orði sem gjarnan er ritað á villulausar prófúrlausnir: Rétt Til viðbótar má segja þetta: Þjóðin hefur aldrei fyrr verið betur í stakk búin til þess að mæta áfalli í sjávarútveginum. Við slíkar aðstæður hefði verið fullkomið óráð að ganga á svig við ráðgjöf vísindamanna um hámarksveiði úr þorskstofninum. Ríkir framtíðarhagsmunir eru þar í húfi. Íslenskir vísindamenn eru í hópi þeirra sem fremst standa í heiminum á þessu sviði. Þrátt fyrir mikla þekkingu á hafinu og lífríki þess er þó ekki ólíklegt að mannkynið viti meir um yfirborð tunglsins en fjölþætta leyndardóma undirdjúpanna. Það eru ekki rök fyrir því að sniðganga vísindalega þekkingu. Fremur má segja að það sé áskorun um að bæta hana. Vitaskuld er það rétt að fjölmargir aðrir þættir hafa áhrif á vöxt og viðgang lífríkisins í sjónum en fiskveiðarnar. Vísindaleg þekking á þessum áhrifaþáttum er mismikil. Hitt er staðreynd sem ekki verður umflúin að eini þátturinn sem unnt er að stýra er veiðin. Þar af leiðir að skyldur stjórnvalda á þessu sviði eru fyrst og fremst tvenns konar: Í fyrsta lagi að tryggja að vísindastarfið svari eðlilegu kalli tímans. Í annan stað að taka ákvarðanir um nýtingu á grundvelli bestu og víðtækustu vísindalegrar þekkingar sem kostur er á. Svar ríkisstjórnarinnar við nýjum aðstæðum er í góðu samræmi við þessi grundvallarsjónarmið. Þrátt fyrir margs konar ágreining um aðferðir við fiskveiðistjórnun sýnist vera nokkuð breið pólitísk samstaða um að virða vísindin við heildaraflaákvörðun. Framsóknarflokkurinn skipar sér að vísu á bekk með Frjálslyndum að því er þetta varðar. Það er nýmæli og skýr vísbending um pólitíska tæringu. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar kemur efnahagslega niður með mestum þunga á landsbyggðinni. Yfirlýsing um mótvægisaðgerðir í því sambandi er því hvort tveggja í senn rökrétt og nauðsynleg. Eigi aðgerðir af þessu tagi að vera annað og meira en skammtíma linun þjáninga þurfa þær að virka rétt eins og bætt gróðurmold sem nýjabrum getur sprottið upp úr. Að svo miklu leyti sem á þessu stigi er ljóst hvað ríkisstjórnin er með á prjónunum um þetta viðfangsefni sýnist það einmitt miða að þessu. Hjá því verður ekki komist að fresta þurfi framkvæmdum í þéttbýli þar sem efnahagsleg áhrif af niðurskurði þorksveiða eru óveruleg. Að óreyndu verður að ætla að því verði tekið af skilningi. Annað væri óábyrgt. Með engu móti verður því andmælt að undirbúningur þessarar ákvörðunar hefur verið vandaður. Þegar löng reynsla af slíkum ákvörðunum er metin er eigi að síður unnt að færa rök fyrir því að umgjörð og farveg þessara ákvarðana megi bæta. Á þessum vettvangi hefur til að mynda verið á það bent að koma megi á fót sjálfstæðu ráðgjafaráði sérfræðinga sem yrði eins konar tengiliður milli vísindamanna og ráðherrans. Slíkt ráð gæti metið vísindaleg gögn frá ólíkum rannsóknarstofnunum, annast ráðgjöf til ráðherra og hugsanlega haft takmarkað ákvörðunarvald. Vísindamennirnir stæðu fjær pólitískum og hagsmunalegum árekstrum og hlutverk ráðherrans lyti meir að langtímastefnumörkun. Breytingar í þessa veru gætu styrkt þetta ákvörðunarferli í framtíðinni. Mikilvægið réttlætir aukið umfang. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun
Sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið heildarafla næsta fiskveiðiárs. Athugasemdir um þá ákvörðun geta í sjálfu sér falist í því eina orði sem gjarnan er ritað á villulausar prófúrlausnir: Rétt Til viðbótar má segja þetta: Þjóðin hefur aldrei fyrr verið betur í stakk búin til þess að mæta áfalli í sjávarútveginum. Við slíkar aðstæður hefði verið fullkomið óráð að ganga á svig við ráðgjöf vísindamanna um hámarksveiði úr þorskstofninum. Ríkir framtíðarhagsmunir eru þar í húfi. Íslenskir vísindamenn eru í hópi þeirra sem fremst standa í heiminum á þessu sviði. Þrátt fyrir mikla þekkingu á hafinu og lífríki þess er þó ekki ólíklegt að mannkynið viti meir um yfirborð tunglsins en fjölþætta leyndardóma undirdjúpanna. Það eru ekki rök fyrir því að sniðganga vísindalega þekkingu. Fremur má segja að það sé áskorun um að bæta hana. Vitaskuld er það rétt að fjölmargir aðrir þættir hafa áhrif á vöxt og viðgang lífríkisins í sjónum en fiskveiðarnar. Vísindaleg þekking á þessum áhrifaþáttum er mismikil. Hitt er staðreynd sem ekki verður umflúin að eini þátturinn sem unnt er að stýra er veiðin. Þar af leiðir að skyldur stjórnvalda á þessu sviði eru fyrst og fremst tvenns konar: Í fyrsta lagi að tryggja að vísindastarfið svari eðlilegu kalli tímans. Í annan stað að taka ákvarðanir um nýtingu á grundvelli bestu og víðtækustu vísindalegrar þekkingar sem kostur er á. Svar ríkisstjórnarinnar við nýjum aðstæðum er í góðu samræmi við þessi grundvallarsjónarmið. Þrátt fyrir margs konar ágreining um aðferðir við fiskveiðistjórnun sýnist vera nokkuð breið pólitísk samstaða um að virða vísindin við heildaraflaákvörðun. Framsóknarflokkurinn skipar sér að vísu á bekk með Frjálslyndum að því er þetta varðar. Það er nýmæli og skýr vísbending um pólitíska tæringu. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar kemur efnahagslega niður með mestum þunga á landsbyggðinni. Yfirlýsing um mótvægisaðgerðir í því sambandi er því hvort tveggja í senn rökrétt og nauðsynleg. Eigi aðgerðir af þessu tagi að vera annað og meira en skammtíma linun þjáninga þurfa þær að virka rétt eins og bætt gróðurmold sem nýjabrum getur sprottið upp úr. Að svo miklu leyti sem á þessu stigi er ljóst hvað ríkisstjórnin er með á prjónunum um þetta viðfangsefni sýnist það einmitt miða að þessu. Hjá því verður ekki komist að fresta þurfi framkvæmdum í þéttbýli þar sem efnahagsleg áhrif af niðurskurði þorksveiða eru óveruleg. Að óreyndu verður að ætla að því verði tekið af skilningi. Annað væri óábyrgt. Með engu móti verður því andmælt að undirbúningur þessarar ákvörðunar hefur verið vandaður. Þegar löng reynsla af slíkum ákvörðunum er metin er eigi að síður unnt að færa rök fyrir því að umgjörð og farveg þessara ákvarðana megi bæta. Á þessum vettvangi hefur til að mynda verið á það bent að koma megi á fót sjálfstæðu ráðgjafaráði sérfræðinga sem yrði eins konar tengiliður milli vísindamanna og ráðherrans. Slíkt ráð gæti metið vísindaleg gögn frá ólíkum rannsóknarstofnunum, annast ráðgjöf til ráðherra og hugsanlega haft takmarkað ákvörðunarvald. Vísindamennirnir stæðu fjær pólitískum og hagsmunalegum árekstrum og hlutverk ráðherrans lyti meir að langtímastefnumörkun. Breytingar í þessa veru gætu styrkt þetta ákvörðunarferli í framtíðinni. Mikilvægið réttlætir aukið umfang.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun