Jón Kaldal

Fréttamynd

Evrópusambandið er fyrir heimilin

Hvað ef?“ er forskeytið á ýmsum spurningum sem brenna á vörum fólks þessa dagana. Ein sú allra stærsta af því tagi er: Hvað ef Ísland hefði verið komið í Evrópusambandið og gjaldmiðill okkar evra en ekki króna? Hvernig væri staðan þá?

Fastir pennar
Fréttamynd

Viðspyrnan

Ekkert virðist nú geta komið í veg fyrir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn komi til hjálpar við að leysa þjóðina úr þeirri fullkomnu sjálfheldu sem stjórnendur landsins hafa komið henni í. Rúin trausti og virðingu umheimsins, niðurlægð og ófær um að bjarga sér sjálf.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hverjir fá að erfa landið?

Atburðarásin undanfarna daga hefur verið hraðari og stórbrotnari en nokkurn gat órað fyrir. Því miður er ekki útlit fyrir að um hægist á næstunni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hatrið er hitaeiningasnautt

Einhver versta vika lýðveldistímans er nú að baki. Þótt lítil glæta virðist vera þessa dimmu daga, getum við að minnsta kosti huggað okkur við að það var fjármálakreppa sem reið yfir landið en ekki svartidauði, stórabóla eða móðuharðindi eins og forðfeður okkar þurftu að glíma við.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hrun kallar á nýja sköpun

Það er ekki fallegt útsýnið út um glugga bloggheima inn í þjóðarsálina þessa dagana. Ef eitthvað er að marka stemninguna má búast við fólki með heykvíslar við dyr Seðlabankans, Alþingis, bankanna, og ekki síst útrásarvíkinganna svokölluðu, sem fyrir svo stuttu voru í svo miklum metum meðal þjóðarinnar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Samskiptin við dómsmálaráðherra

Lögreglumennirnir suður með sjó sem vilja hætta ætla ekki að kveðja þegjandi og halla hurðinni varlega á eftir sér. Samskiptin við dómsmálaráðuneytið hafa verið afar stirð, segir í fréttatilkynningu sem Jóhann R. Benediktsson, fráfarandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, sendi frá sér í gær. Tilefnið er að hann ásamt þremur lykilmönnum embættisins hafa óskað eftir því að láta af störfum um næstu mánaðamót því þeir telja algjöran trúnaðarbrest hafa orðið milli sín og ráðuneytisins.

Skoðun
Fréttamynd

Með öllum ráðum

Það hefur verið merkilegt að fylgjast með atburðarásinni á fjármálamörkuðum heimsins undanfarnar vikur. Viðurkenndum hagfræðikenningum er miskunnarlaust vikið til hliðar og prinsipp, sem áttu að vera greypt í grjót, eru orðin að dufti. Seðlabankar heimsins dæla út fé, stórar fjármálastofnanir hafa verið þjóðnýttar vestan hafs og austan og í sumum tilfellum var samkeppnislögum nánast ýtt til hliðar. Markmiðið er að koma í veg fyrir, með öllum tiltækum ráðum, að fjármálakreppan verði algjörlega stjórnlaus.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hreyfanlega vinnuaflið

Íslenskt samfélag er þessar vikur og mánuði að ganga í gegnum merkilega tilraun sem aldrei hefur verið reynd áður hér á landi. Það má kalla hana: Hvernig hegðar hreyfanlegt vinnuafl sér í hnattvæddum heimi?

Fastir pennar
Fréttamynd

Bjallavirkjun er blöff

Undir lok vikunnar kom fram, flestum að óvörum, að Landsvirkjun hefði áhuga á að stífla Tungnaá og mynda þrjátíu ferkílómetra uppistöðulón norðan friðlandsins að Fjallabaki. Lónið yrði með stærstu stöðuvötnum landsins en áætlað er að Bjallavirkjun, sem það á að þjóna, muni framleiða 46 megavött af orku.

Fastir pennar
Fréttamynd

Beðið eftir Godot

Á Alþingi í dag mun Geir Haarde forsætisráðherra flytja skýrslu um stöðu efnahagsmála. Það eru örugglega engar ýkjur að segja að fárra framsagna Geirs hafi verið beðið með jafn mikilli eftirvæntingu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Að skrifa söguna sjálfur

Skiptar skoðanir eru á því hvort rétt sé hjá Matthíasi Johannessen, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, að opna aðgang að dagbókum sínum á netsíðu sinni matthias.is.

Fastir pennar
Fréttamynd

Glundroðakenning gengur aftur

Fyrir réttri viku var því spáð á þessum stað að fjórði meirihlutinn yrði myndaður í borgarstjórn fyrir lok kjörtímabilsins. Að spádómurinn skyldi ganga svo hratt eftir kemur hins vegar nokkuð á óvart.

Fastir pennar
Fréttamynd

Háskalegur skortur á forystu

Undanfarna mánuði hefur Geir Haarde forsætis­ráðherra mátt sitja undir því af sívaxandi þunga að búa ekki yfir nægum leiðtogahæfileikum. Hafa þær raddir komið úr öllum hornum, líka innan úr hans eigin flokki.

Fastir pennar
Fréttamynd

Martröð í Ráðhúsinu

Það þarf ekki að koma á óvart að fjórði meirihlutinn verði myndaður í borgarstjórn Reykjavíkur áður en þetta kjörtímabil er úti. Óvinsældir núverandi meirihluta Sjálfstæðisflokks og Ólafs F. Magnússonar eru sögulegar. Engin teikn eru á lofti um að þar sé breytinga að vænta.

Skoðun
Fréttamynd

Einkavædd lögregluverkefni

Hugmynd Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra um að fækka lögregluembættum á landinu er góð. Það var mikið framfararskref fyrir löggæslu á landsbyggðinni þegar embættunum var fækkað úr 26 í 15 í ársbyrjun 2007.

Fastir pennar
Fréttamynd

Reynir á sjálfstraust bænda

Frá Genf bárust um helgina þau gleðilegu tíðindi fyrir íslenska neytendur að góðar líkur séu á að tollar verði lækkaðir af innfluttum landbúnaðarvörum og að reglur um innflutning þeirra verði rýmkaðar verulega.

Fastir pennar
Fréttamynd

19. öldin fremur en framtíðin

Athyglisverð staða er komin upp í tengslum við byggingaáform Listaháskóla Íslands við Laugaveg. Ólafur F. Magnússon borgarstjóri kann ekki að meta vinningstillögu samkeppni um nýbyggingu fyrir skólann og talar engum tæpitungum um hver verða afdrif hennar innan skipulagskerfis borgarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

Pólitíkin og Baugsmálið

Það kemur ekki á óvart að mikill meirihluti þjóðarinnar telur rétt að hefja rannsókn á því hvort Baugsmálið eigi sér pólitískar rætur. Skoðanakönnun Fréttablaðsins, frá því um helgina, sýnir að það sjónarmið er afgerandi meðal stuðningsmanna allra flokka. Líka Sjálfstæðisflokks, þótt munurinn milli þeirra, sem vilja láta kyrrt liggja, og hinna sem vilja rannsaka, sé minni í því tilfelli.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hlekkir hugarfarsins

Lítill fimm ára pjakkur var staddur með foreldrum sínum og systur á Austurvelli hinn 17. júní. Þangað var fjölskyldan komin til að fylgjast með setningu þjóðhátíðar­innar. Þegar forsætisráðherra og forseti lýðveldisins birtust hlið við hlið í kjölfar stúlku með blómsveig á leið að styttu Jóns Sigurðssonar, togaði snáðinn, sem skynjaði hátíðleika augnabliksins, í föður sinn og spurði: „Pabbi, eru þeir að fara að gifta sig?“

Fastir pennar
Fréttamynd

Hin pólitíska sök

Það er dapurlegt að sjá hvernig komið er fyrir Orkuveitu Reykjavíkur. Þetta verðmætasta fyrirtæki Reykvíkinga hefur eflst og vaxið að umfangi síðustu ár, en er nú eins og frosið fast á krossgötum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Bílasóðarnir eiga að borga meira

Tillögur um stighækkandi skatt á bíla eftir því hvað þeir menga mikið eru afbragð. Nú þarf að koma þeim í gagnið eins hratt og mögulegt er. Samsetning íslenska bílaflotans er þjóðinni til skammar. Meðaltalslosun koltvísýrings á hvern skráðan bíl er langmest hér á landi af öllum þeim 30 löndum sem mynda Evrópska efnahagssvæðið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Gefum þeim dópið

Í mörg ár hafa meginþættir baráttunnar við fíkniefnavandann hvílt á þremur stoðum: forvörnum, meðhöndlun og löggæslu. Nú er kominn tími til að bæta við þeirri fjórðu: að lágmarka skaðann.

Fastir pennar
Fréttamynd

Kenna, ekki banna

Faraldur er orðið sem Sigurður Örn Hektorsson geðlæknir á Landspítala notar um hraða fjölgun sprautufíkla á Íslandi. Í Fréttablaðinu um helgina var sagt frá því að hér væru nú um 700 virkir sprautufíklar og að í þann hóp bættust 70 til 110 manns á ári. Flestra þessara manna og kvenna bíður algjört niðurbrot á líkama og sál. Sjaldgæfar, illvígar blóðsýkingar, lifrarbólga og geðsjúkdómar eru örlög margra sem svala fíkninni með því að sprauta sig í æð.

Fastir pennar
Fréttamynd

Skýr skilaboð Karenar

Karen Jónsdóttir, bæjarfulltrúi á Akranesi, sló tvær flugur í einu höggi þegar hún kvaddi F-lista Frjálslynda flokksins og óháðra í gær og gekk í raðir Sjálfstæðisflokksins.

Fastir pennar
Fréttamynd

Eins og lauf í vindi

Undanfarin misseri hafa skipulagsmál í Reykjavík verið mörgum mjög hugleikin. Langmesta púðrið í umræðunni, ef hreinlega ekki allt, hefur farið í Vatnsmýrina og miðbæinn.

Fastir pennar
Fréttamynd

Fallandi fylgi Samfylkingar

Það er örugglega rétt hjá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, utanríkisráðherra og formanni Samfylkingarinnar, að minnkandi fylgi við ríkisstjórnina tengist erfiðri stöðu í efnahagsmálum þjóðarinnar. Auðvitað er þyngra að sækja fram í mótvindi en þegar byrinn er í bakið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Norðlingaholtsbardaginn

Átök lögreglu við flutningabílstjóra og vegfarendur við Norðlingaholt í gær eru forvitnileg á ýmsa kanta. Af viðbrögðum við þeim að dæma virðist almenn samúð með aðgerðum flutningabílstjóra vera að fjara mjög hratt út.

Fastir pennar
Fréttamynd

Uppreisn á fölskum forsendum

Hringlandaháttur borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna í málefnum REI er illskiljanlegur. Á sama tíma og sjálfstæðismenn eru ríkismegin á fleygiferð við stofnun dótturfélaga opinberra orkufyrirtækja um útrásarverkefni vilja samherjar þeirra í borgarstjórn selja REI, útrásarfélag Orkuveitunnar, á þeim forsendum að ekki megi standa í áhætturekstri með peninga skattgreiðenda utan landsteinanna.

Fastir pennar