Bjallavirkjun er blöff Jón Kaldal skrifar 7. september 2008 07:00 Undir lok vikunnar kom fram, flestum að óvörum, að Landsvirkjun hefði áhuga á að stífla Tungnaá og mynda þrjátíu ferkílómetra uppistöðulón norðan friðlandsins að Fjallabaki. Lónið yrði með stærstu stöðuvötnum landsins en áætlað er að Bjallavirkjun, sem það á að þjóna, muni framleiða 46 megavött af orku. Þessi hugmynd getur ekki verið annað en blöff. Þegar menn eru farnir að draga fram þrjátíu ára gamlar áætlanir um risavaxið uppistöðulón á hálendi landsins og láta eins og Kárahnjúkavirkjun hafi ekki átt sér stað geta þeir tæplega ætlast til að vera teknir alvarlega. Líklegasta skýringin á því að stjórnendur Landsvirkjunar hafa nú skyndilega dustað rykið af þessari fornu hugmynd er að þeim er farið að leiðast mjög þófið við fyrirhugaðar virkjanir í neðri hluta Þjórsár. Það þarf ekki sérstaka samsæriskenningasmíði til að álykta að hernaðaráætlunin sé að dingla svo geggjaðri framkvæmd framan í þjóðina að virkjanirnar þrjár í neðri hluta Þjórsár - Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun - líti í samanburðinum út eins og örsmá náttúrufórn og um leið margfalt hagkvæmari kostur. Lítum á nokkrar tölur að baki þessum framkvæmdum. Samanlögð lónstærð virkjananna þriggja í Þjórsá er áætluð um 18,5 ferkílómetrar og orkan sem þær eiga að framleiða 260 megavött. Það þýðir að landið sem fer undir vatn er 62 prósent af stærð lónsins fyrir Bjallavirkjun, en orkuframleiðslan þó hátt í sex sinnum meiri. Og ef lón Bjallavirkjunar er borið saman við Hálslón við Kárahnjúka sést að Tungnaárlónið er um 53 prósent af stærð þess umdeilda lóns, en orkuframleiðslan hins vegar aðeins sjö prósent af framleiðslu Kárahnjúkavirkjunar. Auðvitað spilar margt annað inn í virkjanaframkvæmdir en ferkílómetrar lands sem glatast undir uppistöðulón, en þetta er þó upplýsandi samanburður. Ósnortin náttúra á hálendi Íslands er svo sannarlega takmörkuð auðlind. Taktík á borð við þessa hefur áður reynst Landsvirkjun vel. Náttúruverndarsinnar voru svo vígamóðir eftir björgun Eyjabakka á sínum tíma að þeim tókst ekki að koma af stað umræðu um Kárahnjúkavirkjun fyrr en það var of seint. Hitt er svo allt annað mál að Landsvirkjun þarf ekki á því að halda að beita svo stórkarlalegum aðferðum að hóta risavöxnu lóni til að liðka fyrir á öðrum vígstöðvum. Virkjanir í neðri hluta Þjórsár eru með bestu fyrirliggjandi virkjanakostum landsins. Lónin eru tiltölulega hófleg, á landsvæði sem nú þegar er markað af manna höndum, og orkuframleiðslan mikil. Þá þarf að taka með í reikninginn að virkjanir snúast líka um hvað skuli gera við orkuna sem frá þeim fæst. Í skoðanakönnun Fréttablaðsins í sumar sögðust tæp sextíu prósent þjóðarinnar ekki styðja frekari virkjanir á Íslandi fyrir orkufrekan iðnað. Virkjanir og stóriðja hafa verið eins og síamstvíburar í umræðunni undanfarin ár. Þar þarf að skilja á milli með raunhæfum tillögum um fjölbreyttari nýtingu orkunnar. Eins og sést hér til hliðar hefur iðnaðarráðherra áttað sig á þessum veruleika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun
Undir lok vikunnar kom fram, flestum að óvörum, að Landsvirkjun hefði áhuga á að stífla Tungnaá og mynda þrjátíu ferkílómetra uppistöðulón norðan friðlandsins að Fjallabaki. Lónið yrði með stærstu stöðuvötnum landsins en áætlað er að Bjallavirkjun, sem það á að þjóna, muni framleiða 46 megavött af orku. Þessi hugmynd getur ekki verið annað en blöff. Þegar menn eru farnir að draga fram þrjátíu ára gamlar áætlanir um risavaxið uppistöðulón á hálendi landsins og láta eins og Kárahnjúkavirkjun hafi ekki átt sér stað geta þeir tæplega ætlast til að vera teknir alvarlega. Líklegasta skýringin á því að stjórnendur Landsvirkjunar hafa nú skyndilega dustað rykið af þessari fornu hugmynd er að þeim er farið að leiðast mjög þófið við fyrirhugaðar virkjanir í neðri hluta Þjórsár. Það þarf ekki sérstaka samsæriskenningasmíði til að álykta að hernaðaráætlunin sé að dingla svo geggjaðri framkvæmd framan í þjóðina að virkjanirnar þrjár í neðri hluta Þjórsár - Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun - líti í samanburðinum út eins og örsmá náttúrufórn og um leið margfalt hagkvæmari kostur. Lítum á nokkrar tölur að baki þessum framkvæmdum. Samanlögð lónstærð virkjananna þriggja í Þjórsá er áætluð um 18,5 ferkílómetrar og orkan sem þær eiga að framleiða 260 megavött. Það þýðir að landið sem fer undir vatn er 62 prósent af stærð lónsins fyrir Bjallavirkjun, en orkuframleiðslan þó hátt í sex sinnum meiri. Og ef lón Bjallavirkjunar er borið saman við Hálslón við Kárahnjúka sést að Tungnaárlónið er um 53 prósent af stærð þess umdeilda lóns, en orkuframleiðslan hins vegar aðeins sjö prósent af framleiðslu Kárahnjúkavirkjunar. Auðvitað spilar margt annað inn í virkjanaframkvæmdir en ferkílómetrar lands sem glatast undir uppistöðulón, en þetta er þó upplýsandi samanburður. Ósnortin náttúra á hálendi Íslands er svo sannarlega takmörkuð auðlind. Taktík á borð við þessa hefur áður reynst Landsvirkjun vel. Náttúruverndarsinnar voru svo vígamóðir eftir björgun Eyjabakka á sínum tíma að þeim tókst ekki að koma af stað umræðu um Kárahnjúkavirkjun fyrr en það var of seint. Hitt er svo allt annað mál að Landsvirkjun þarf ekki á því að halda að beita svo stórkarlalegum aðferðum að hóta risavöxnu lóni til að liðka fyrir á öðrum vígstöðvum. Virkjanir í neðri hluta Þjórsár eru með bestu fyrirliggjandi virkjanakostum landsins. Lónin eru tiltölulega hófleg, á landsvæði sem nú þegar er markað af manna höndum, og orkuframleiðslan mikil. Þá þarf að taka með í reikninginn að virkjanir snúast líka um hvað skuli gera við orkuna sem frá þeim fæst. Í skoðanakönnun Fréttablaðsins í sumar sögðust tæp sextíu prósent þjóðarinnar ekki styðja frekari virkjanir á Íslandi fyrir orkufrekan iðnað. Virkjanir og stóriðja hafa verið eins og síamstvíburar í umræðunni undanfarin ár. Þar þarf að skilja á milli með raunhæfum tillögum um fjölbreyttari nýtingu orkunnar. Eins og sést hér til hliðar hefur iðnaðarráðherra áttað sig á þessum veruleika.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun