Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi

Fréttamynd

„KSÍ stendur að sjálf­sögðu með þol­endum“

Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, segir stöðuna sem uppi er vegna máls Alberts Guðmundssonar vera langt í frá ákjósanlega. Stjórn sambandsins hafi viljað eyða óvissu í komandi verkefni með ákvörðun sinni þess efnis að Albert klári komandi leiki í umspili um sæti á EM.

Fótbolti
Fréttamynd

Gæti valið Albert að nýju: „Verð að treysta leik­manninum“

Albert Guðmundsson getur að óbreyttu á ný spilað fyrir Íslands hönd þegar liðið mætir Ísrael eftir þrjár vikur, í umspili um sæti á EM í fótbolta. Åge Hareide landsliðsþjálfari segir Albert hafa fullan hug á því að snúa aftur í liðið, eftir hálfs árs fjarveru, í kjölfar þess að kynferðisbrotamál gegn honum var látið niður falla.

Fótbolti
Fréttamynd

Unga konan sem kærði Albert muni eyða ævinni í að vinna úr málinu

Lögmaður konunnar sem kærði knattspyrnumanninn Albert Guðmundsson fyrir kynferðisbrot skoðar nú hvort kæra skuli ákvörðun héraðssaksóknara um að láta málið niður falla til ríkissaksóknara. Málið hafi verið afar erfitt fyrir ungu konuna, sem muni eyða ævinni í að vinna úr því.

Innlent
Fréttamynd

Mál Alberts látið niður falla

Héraðssaksóknari hefur fellt niður kynferðisbrotamál gegn knattspyrnumanninum Alberti Guðmundssyni. Síðasta sumar var hann kærður fyrir kynferðisbrot.

Innlent
Fréttamynd

Varar við aftur­hvarfi KSÍ: „Mikil­­vægara var að verja of­beldis­­menn en brota­þola“

„Það er óbærilegt ef barátta hugrakkra brotaþola gegn ofurefli frægðar og vinsælda verður til lítils og allt verður eins og áður,“ skrifar Drífa Snædal, talskona Stígamóta, í grein á Vísi. Tilefnið er kjör á nýjum formanni Knattspyrnusambands Íslands og ósk um fullvissu þess að sambandið taki ekki skref aftur á bak í jafnréttisbaráttunni, í gamalt far.

Fótbolti
Fréttamynd

KSÍ og kyn­ferðis­of­beldi

Um helgina verður nýr formaður Knattspyrnusambands Íslands kjörinn, eða reyndar ekki svo nýr ef marka má algengar spár um úrslitin. Guðni Bergsson sagði af sér árið 2021 í kjölfar ofbeldismála innan knattspyrnunnar og vanhæfni hans til að taka á þeim. Þegar ofbeldisverk voru afhjúpuð var stokkið í vörn, þolendur eða talsfólk þeirra sagt ljúga og reynt að villa um í umræðunni.

Skoðun
Fréttamynd

Sigurður G. braut persónuverndarlög

Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður braut persónuverndarlög þegar hann birti upplýsingar úr lögregluskýrslu vegna kæru Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur á hendur knattspyrnumanninum Kolbeini Sigþórssyni fyrir ofbeldi.

Innlent
Fréttamynd

Bannað að kjósa Albert

Albert Guðmundsson kemur ekki til greina sem knattspyrnumaður ársins hjá KSÍ, vegna kæru fyrir kynferðisbrot sem hann kveðst saklaus af.

Fótbolti
Fréttamynd

Segir að brottreksturinn frá KSÍ hafi verið pólitískur

Arnar Þór Viðarsson segir að það hafi verið pólitísk ákvörðun hjá KSÍ að segja sér upp sem þjálfara karlalandsliðs Íslands í fótbolta. Hann segir jafnframt að það hafi verið gríðarlega erfitt að stýra landsliðinu meðan hann var við stjórnvölinn hjá því.

Fótbolti
Fréttamynd

Albert sagður neita sök

Albert Guðmundsson, leikmaður Genoa á Ítalíu og íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, segist saklaus af meintu kynferðisbroti sem hann hefur verið kærður fyrir. Forsvarsmenn liðsins ætla að standa með honum.

Innlent
Fréttamynd

Albert Guð­munds­son kærður fyrir kyn­ferðis­brot

Albert Guðmundsson, leikmaður Genoa á Ítalíu og íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot. Knattspyrnusambandi Íslands barst staðfesting á kærunni í morgun. Hann fær ekki að koma fram fyrir hönd Íslands á meðan málið er rannsakað.

Innlent
Fréttamynd

Rannsókn á máli Gylfa Þórs lokið

Rannsókn lögreglunnar í Manchester á máli knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar er lokið. Málið er nú komið inn á borð saksóknaraembættis bresku krúnunnar. Það er í höndum þess embættis hvort ákært verði í málinu eða það falli niður. 

Sport
Fréttamynd

Gagn­rýna valið á Aroni Einari: „Þetta stað­fest­ir að nauðgun­ar­­menn­ing þrífst inn­an KSÍ og að þol­end­um er ekki trúað“

Aron Einar Gunnarsson var íslenska landsliðshópnum í knattspyrnu sem valinn var í gær, föstudag. Landsliðsfyrirliðinn hefur ekki spilað síðan í júní á síðasta ári þar sem mál hans og Eggert Gunnþórs Jónssonar var enn á borði ríkissaksóknara en kona ásakaði þá um að nauðga sér í Kaupmannahöfn árið 2010. Aðgerðarhópurinn Öfgar hefur tjáð sig um málið og þá hefur mikil umræða átt sér stað á samfélagsmiðlum eftir valið.

Fótbolti
Fréttamynd

Vanda listar upp aðgerðir KSÍ gegn kynferðisofbeldi

Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir að sambandið hafi þegar „virkjað“ flest þau atriði sem lögð voru til í skýrslum nefnda og vinnuhópa varðandi kynferðislega áreitni og ofbeldi innan knattspyrnuhreyfingarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Einu ári síðar: Hvar stendur KSÍ?

Í dag er slétt ár síðan Guðni Bergsson sagði af sér sem formaður Knattspyrnusambands Íslands í skugga skandals sem skók sambandið. Síðan þá hefur verið skipt um formann og stjórn, tvær rannsóknarskýrslur verið skrifaðar og sex landsliðsmenn ekki spilað fyrir landsliðið frá því málið kom upp. En spurningin er hvað KSÍ hefur raunverulega gert í sínum málum síðan?

Fótbolti
Fréttamynd

Sóley býður KSÍ aðstoð

Sóley Tómasdóttir lofar nýjar reglur í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta sem skylda alla leikmenn og þjálfara til að læra um samþykki fyrir kynlífi. Hún býður Knattspyrnusambandi Íslands fram krafta sína.

Fótbolti