Heilbrigðisstofnun Suðurnesja

Fréttamynd

Viðbragðsteymi bráðaþjónustu ræðst í aðgerðir

Viðbragðsteymi bráðaþjónustu í landinu hefur ráðist í aðgerðir. Meðal þeirra er opnun nýrra endurhæfingar- og hjúkrunarrýma, ný fjarþjónusta bráðadagdeildar lyflækninga og ráðning tveggja erlendra sérfræðinga í bráðalækningum.

Innlent
Fréttamynd

Við­bragð­­steymi myndað vegna stöðu bráða­þjónustu

Að frumkvæði heilbrigðisráðuneytisins og í samræmi við ráðleggingar landlæknis hefur verið myndað viðbragðsteymi um bráðaþjónustu í landinu. Fagráð Landspítalans sendi frá sér ályktun í dag þar sem lýst var yfir þungum áhyggjum af mönnun fagfólks á Landspítala

Innlent
Fréttamynd

Níu andlát tengd lækninum nú á borði lögreglu

Rannsókn Lögreglunnar á Suðurnesjum á mistökum í starfi læknis við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur undið upp á sig og lýtur nú að andláti níu sjúklinga á stofnuninni á árunum 2018 til 2020. Því til viðbótar eru mál fimm annarra sjúklinga til skoðunar en þeir höfðu verið látnir hefja lífslokameðferð áður en þeir voru fluttir á hjúkrunarheimili og slíkri meðferð hætt.

Innlent
Fréttamynd

Vill skoða betur vaktafyrirkomulag og frítökurétt hjá HSS

Heil­brigðis­ráð­herra segir úr­bætur í heil­brigðis­þjónustu Suður­nesja komnar í far­veg. Hann vill skoða betur hvort vakta­fyrir­komu­lag Heil­brigðis­stofnunar Suður­nesja (HSS) skapi furðu­mikinn frí­töku­rétt lækna, sem geri það að verkum að þeir starfi mikið á öðrum heil­brigðis­stofnunum á lands­byggðinni.

Innlent
Fréttamynd

Kurr í Suðurnesjamönnum vegna HSS

Þingmaður Samfylkingarinnar segir vanda Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja skrifast á vanrækslu stjórnvalda gagnvart Suðurnesjum. Kurr og óánægja sé í íbúum sem eigi skilið almennilega heilbrigðisþjónustu eins og aðrir landsmenn.

Innlent
Fréttamynd

Flugi frestað vegna veðurs

Tafir eru á flugferðum vegna veðurs á Keflavíkurflugvelli. Vélar sem áttu að koma frá Bandaríkjunum í morgun lenda á vellinum um og upp úr klukkan tíu. Brottförum til landa innan Evrópu hefur verið frestað fram yfir hádegi.

Innlent
Fréttamynd

Hætt að leita til HSS eftir það sem kom fyrir son hennar

Móðir, sem segir son sinn hafa verið sendan heim frá Heil­brigðis­stofnun Suður­nesja með al­var­lega blæðingu eftir háls­kirtla­töku, er hætt að sækja heil­brigðis­þjónustu á svæðinu. Lífi drengsins var bjargað degi síðar með að­gerð eftir að hann fór að æla blóði. Við vörum við myndum sem fylgja fréttinni.

Innlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.