Málefni transfólks

Sýknaður af mismunun gegn transkonu á Hverfisbarnum
Fyrrverandi dyravörður á Hverfisbarnum var sýknaður af mismunun. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa vísað Sæborgu Ninju Urðardóttur, transkonu, af skemmtistaðnum vegna kynvitundar hennar.

„Ég hef aldrei gefið neinum leyfi til þess að nauðga mér“
Ung trans kona sem brotið var á tvívegis á árinu segir ákveðna nauðgunarmenningu ríkja hér á landi með tilliti til trans kvenna. Hún segir að litið sé á þær sem einhvers konar blæti og að varpa þurfi ljósi á vandann. Opna þurfi umræðuna um málefni trans kvenna þar sem margt er ekki í lagi.

Fyrsta trans manneskjan til að gegna ráðherraembætti í Svíþjóð
Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, kynnti ríkisstjórn sína í morgun, daginn eftir að sænska þingið samþykkti hana sem forsætisráðherra landsins.

Sér eftir að hafa farið með hlutverk transkonu í Dönsku stúlkunni
Leikarinn Eddie Redmayne segist sjá eftir að hafa farið með hlutverk transkonu í bíómyndinni The Danish Girl. Í dag myndi hann ekki taka að sér hlutverkið.

Banvænasta árið frá upphafi mælinga
Haldið er upp á minningardag trans fólks víða um heim í dag og þar er Ísland ekki undanskilið. Dagurinn er helgaður minningunni um trans fólk sem hefur verið myrt eða svipt sig lífi í gegnum tíðina.

Neitar að hafa kallað trans konu „karl í kerlingapels“
Aðalmeðferð í máli fyrrum dyravarðar skemmtistaðarins Hverfisbarsins, fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Dyravörðurinn er ákærður fyrir brot á lögum vegna mismununar, fyrir að hafa meinað Sæborgu Ninju Urðardóttur aðgang að skemmtistaðnum.

Chappelle sakaður um transfóbíu
Forsvarsmenn Netflix eru undir þrýstingi um að fjarlægja nýjustu sýningu grínistans Dave Chappelle af streymisveitunni vegna ummæla hans um trans-fólk. Í sýningunni, sem heitir The Closer, lýsir Chappelle yfir stuðningi við rithöfundinn JK Rowling, sem hefur einnig verið sökuð um transfóbíu, og sagði kyn vera staðreynd.

Transkona skráð aftur í herinn eftir sjálfsvíg hennar
Dómstóll í Suður-Kóreu hefur komist að þeirri niðurstöðu að skrá eigi unga transkonu sem svipti sig lífi eftir að hafa verið rekin úr hernum, aftur í herinn. Sú ákvörðun að reka liðþjálfann Byun Hui-su úr hernum árið 2019 hefur því verið felld niður.

Erfitt að opna íþróttirnar fyrir öllum og tryggja sanngirni á sama tíma
Regnhlífasamtök íþróttahreyfinga á Bretlandseyjum hafa komist að þeirri niðurstöðu að líklega verða þau sem fara með boðvaldið yfir einstaka íþróttagreinum að ákveða hverju þau ætla að forgangsraða; sanngirni og öryggi eða að gera öllum kleift að taka þátt.

Metfjöldi umsagna um frumvarp sem bannar bælingarmeðferð
Metfjöldi umsagna hefur borist um frumvarp stjórnvalda á Nýja-Sjálandi sem bannar svokallaðar bælingarmeðferðir (e. conversion therapy) gegn samkynhneigð. Stuðningsmenn eru vongóðir um að meirihluti umsagnaraðila séu fylgjandi frumvarpinu.

Samfylkingin skorar hæst á kvarða Samtakanna '78 en þrír flokkar fá engin stig
Flokkur fólksins, Framsóknarflokkurinn og Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn fá 0 stig af 115 mögulegum í einkunnagjöf Samtakann '78 þegar kemur að áherslum stjórnmálaflokkanna í málefnum hinsegin fólks.

Bein útsending: Hinsegin Alþingi 2021
Samtökin '78 efna til fundar í dag með fulltrúum þeirra flokka sem bjóða fram til Alþingis. Yfirskriftin er „Hinsegin Alþingi 2021“ og að loknum framsögum mun þátttakendum gefast kostur á að spyrja frambjóðendurna spjörunum úr.

„Bara einhver götuskreyting“: Harma skeytingarleysi borgarinnar gagnvart regnboganum
Miklar umræður hafa skapast á samfélagsmiðlum um nýja umgjörð Skólavörðustígs og nærliggjandi gata en athygli vekur að nýtt skipulag og útlit gerir ekki ráð fyrir regnbogafánanum, sem prýðir götuna.

Bein útsending: Unaður hinsegin fólks
Kynfræðsla er almennt ekki upp á marga fiska og það á ekki síst við um fræðslu þar sem fjallað er um kynlíf hinsegin fólks. „Það hefur vantað upp á fjalla um mismunandi líkama og mismunandi kynhneigðir,“ segir Unnsteinn Jóhannsson, nemi í kynfræði.

Bein útsending: Hvað er „terf-ismi“ og hvernig má sporna við honum?
Enska skammstöfunin TERF stendur fyrir „trans-exclusionary radical feminist“, eða „trans-útilokandi öfgafullur femínisti“. Hugtakið er nokkuð umdeilt en hefur með tímanum verið útvíkkað til að ná almennt til áróðurs gegn transfólki.

Bein útsending: Það getur verið öðruvísi að eldast hinsegin
„Rannsóknir erlendis sýna að þessi hópur aldraðra, sem þarf að fara að leita aðstoðar á borð við heimahjúkrun, forðast að nýta sér þessa þjónustu.“ Þetta segir Sandra Ósk Eysteinsdóttir um stöðu aldraðra hinsegin einstaklinga.

Bein útsending: Hinsegin 101 fyrir hinsegin fólk
Gengin er í garð hin litríka hátíð hinsegin og alls konar fólks og margt forvitnilegt á dagskrá Hinsegin daga að vanda. Vegna Covid-19 verður takmarkaður sætafjöldi í boði á fræðslufundi en þeim verður streymt á netinu, öllum til ánægju og upplýsingar.

Fyrsta transkonan til að keppa á Ólympíuleikum
Hin nýsjálenska Laurel Hubbard braut blað í sögu Ólympíuleikanna þegar hún tók þátt á leikunum í Tókýó í gær.

Stolt af dóttur sinni fyrir að koma út sem transstelpa
Leikkonan Jamie Lee Curtis greindi frá því í viðtali á dögunum að yngsta barn hennar hafi komið út sem transstelpa.

13 Reasons Why leikari kemur út sem transkona
Leikarinn Tommy Dorfman, sem vakti athygli í hlutverki Ryans Shaver í Netflix-þáttaröðinni 13 Reasons Why, er kominn út sem transkona.