Artemis-áætlunin

Fréttamynd

Til tunglsins í þriðju tilraun?

Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa ákveðið að reyna að skjóta Artemis-1 af stað til tunglsins eftir tvær vikur, eða þann 27. september. Þetta verður í þriðja sinn sem reynt verður að koma geimfarinu af stað en síðustu tvö skipti hafa misheppnast vegna bilana.

Erlent
Fréttamynd

Ætla ekki að reyna aftur í bráð

Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) munu ekki reyna að skjóta Artemis-1 af stað til tunglsins á næstu dögum. Til stendur að flytja Space Launch System-eldflaugina og Orion geimfarið aftur af skotpalli í Flórída, náist ekki að laga leka sem kom á tanka eldflaugarinnar á skotpallinum.

Erlent
Fréttamynd

Bein út­send­ing: Hættu við aðra tilraun vegna leka

Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) eru hættir við að reyna að skjóta Artemis-1 af stað til tunglsins í kvöld. Hætt var við aðra tilraun til fyrsta tunglskots Artemis-áætlunarinnar vegna leka á einum af elsdneytistönkum Space Launch System-eldflaugarinnar.

Erlent
Fréttamynd

NASA reynir aftur á laugardag

Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) ætla að gera aðra tilraun til að koma geimfari á braut um tunglið á laugardaginn. Hætt var við fyrsta tunglskot Artemis-áætlunarinnar á mánudaginn vegna vandræða með einn af stærstu hreyflum Space Launch System-eldflaugarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Hætt við fyrsta geimskot Artemis-áætlunarinnar

Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa hætt við að skjóta fyrsta geimfari Artemis-áætlunarinnar á loft í dag. Var það gert vegna bilunar í einum af fjórum aðalhreyflum Space Launch System-eldflaugarinnar. 

Erlent
Fréttamynd

Komin á skotpall fyrir fyrstu tunglferðina

Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) luku í dag við að flytja fyrstu eldflaug Artemis-áætlunarinnar á skotpall í Flórída. Var það gert fyrir fyrstu tunglferð áætlunarinnar en til stendur að skjóta eldflauginni á loft eftir tæpar tvær vikur.

Erlent
Fréttamynd

Færast nær fyrsta geimskoti Starship

Starfsmenn geimferðafyrirtækisins SpaceX náðu nýjum áfanga í Texas í vikunni þegar tilraunir voru gerðar með Starship-geimfarið. Kveikt var á hreyflum fyrra og seinna stigs Starship en þetta var í fyrsta sinn sem tilraunir eru gerðar með fyrra stigið, sem kallast Super Heavy.

Erlent
Fréttamynd

Styttist í fyrstu tunglferðina

Forsvarsmenn Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna (NASA) hafa sett stefnuna á því að fyrsta tunglferð Artemis-áætlunarinnar verði farin þann 29. ágúst. Þá verður geimfari skotið til tunglsins og flogið hring þar í kring og til baka.

Erlent
Fréttamynd

Öflugasta eldflaugin aftur á skotpall fyrir tunglskot

Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) tilkynnti um helgina að hefja ætti aftur æfingar fyrir fyrsta geimskot Space Launch System-eldflaugarinnar. Það eigi að gerast snemma í næsta mánuði en samskonar æfingu var hætt í byrjun apríl vegna bilana.

Erlent
Fréttamynd

Hættu æfingu fyrir tunglferð vegna bilunar

Vísindamenn og verkfræðingar Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna lýstu því yfir í kvöld að búið væri að hætta við æfingu fyrir fyrstu tunglferð Artemis-áætlunarinnar. Það var gert eftir að tvær bilanir komu upp þegar verið var að dæla eldsneyti á Space Launch System-eldflaugina (SLS).

Erlent
Fréttamynd

Nýja tunglflaugin loks komin á skotpall

Eldflaugin Space Launch System (SLS) er komin á skotpall í Flórída í fyrsta sinn. Þar verða gerðar prófanir á eldflauginni og ef þær heppnast er vonast til þess að hægt verði að skjóta henni á loft í fyrsta sinn og senda ómannað Orion-geimfar hring í kringum tunglið og til baka.

Erlent
Fréttamynd

Vilja herma eftir björnum og leggja geimfara í dvala

Vísindamenn Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) leita nú leiða til að setja geimfara framtíðarinnar í dvala, ekki ósvipað því sem bjarndýr gera á veturna. Þannig væri hægt að spara gífurlega mikið magn matar, vatns og annarra birgða sem eru mönnum nauðsynlegar.

Erlent
Fréttamynd

Fresta fyrsta geimskoti Artemis-áætlunarinnar enn og aftur

Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur frestað fyrsta geimskoti Artemis-áætlunarinnar enn einu sinni. Nú stendur til að skjóta fyrstu Space Launch System (SLS) eldflauginni út í geim með Orion-geimfar, sem á að fara hring um tunglið, í mars eða apríl.

Erlent
Fréttamynd

Annað hvort dreifum við okkur um Vetrarbrautina eða deyjum út

Mannkynið er dauðadæmt, dreifi það sér ekki um sólkerfið og jafnvel lengra en það. Án þess að mannkynið verði tegund margra reikistjarna er tölfræðilega óhjákvæmilegt að það muni þurrkast út. Hvort sem það gerist á næstu áratugum eða jafnvel milljörðum ára, þá munum við deyja og jörðin þurrkast út.

Erlent
Fréttamynd

Vinna að þróun nýs tungljeppa fyrir Artemis-áætlunina

Forsvarsmenn bandaríska fyrirtækisins Northrop Grumman hafa opinberað að fyrirtækið leiðir hóp fyrirtækja sem vinna að því að þróa tungljeppa fyrir Artemis-áætlunina. Farartæki sem geimfarar eiga að nota til að ferðast um yfirborð tunglsins á nýjan leik.

Erlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.