Múlaþing

Vegurinn um Mjóafjarðarheiði lokaður vegna vatnaskemmda
Lokað er fyrir bílaumferð um Mjóafjarðarheiði sem liggur frá hringveginum sunnan við Egilsstöðum og inn í Mjóafjörð. Bóndi í firðinum segir vatn hafa grafið veginn í sundur á tveimur stöðum hið minnsta.

Engar tilkynningar um skriðuföll en áfram mikil rigning
Engar fréttir hafa borist af skriðuföllum á Seyðisfirði þar sem hættustig Almannavarna er í gildi. Þó er vel fylgst með gangi mála þar sem áfram er búist við mikilli rigningu. Rýmingum verður ekki aflétt í dag.

„Maður getur rétt ímyndað sér hvernig það er að upplifa þetta aftur“
Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri hjá almannavörnum, telur óhætt að segja að það sé óvenjulegt að það þurfi að rýma hús vegna náttúruvár á Íslandi um miðjan september. Ákveðið hefur að rýma á fjórða tug húsa á Seyðisfirði vegna svakalegrar úrkomuspár.

Grípa til rýminga á Seyðisfirði
Ákveðið hefur að rýma á fjórða tug húsa á Seyðisfirði vegna svakalegrar úrkomuspár næstu tvo sólarhringa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. Að stærstum hluta er um atvinnuhúsnæði að ræða.

Lýsa yfir óvissustigi og síðar hættustigi vegna mikilla rigninga
Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna mikilla rigninga á Austfjörðum. Farið verður yfir á hættustig klukkan 18.

Enn eitt byggðarlagið lagt í rúst
Að þessu sinni sýpur Seyðisfjörður seiðið af fiskveiðastefnu stjórnavalda sem er vart annað en rányrkja til að valin útgerðarfélög geti hámarkað hagnað á kostnað sjávar byggða. Verklag Síldarvinnslunnar og hagræðingar kröfur á bolfiskvinnslu að beina aflaheimildum til Grindarvíkur er enn einn sóðaskapur sem þrífst hjá stórútgerðinni.

Aukin hætta á aurskriðum fyrir austan
Úrhellisrigningu er spáð á Austurlandi, Austfjörðum og Ströndum á Norðurlandi vestra í dag. Gera má ráð fyrir að mesta úrkoman falli til fjalla og valdi vatnavöxtum í farvegum fyrir austan, en líkur á aurskriðum aukast við þær aðstæður.

Vanhæfur Þröstur neitaði að yfirgefa fund: „Ég mun sitja sem fastast“
Þröstur Jónsson, sveitarstjórnarfulltrúi Miðflokksins í Múlaþingi, neitaði að yfirgefa fund sveitarstjórnar í gær, en þá höfðu tíu meðlimir stjórnarinnar kosið með vanhæfistillögu gegn Þresti sem kaus einn á móti.

Loka bolfiskvinnslu og segja upp þrjátíu á Seyðisfirði
Síldarvinnslan hefur tilkynnt að stefnt sé að því að loka bolfisksvinnslu fyrirtækisins á Seyðisfirði þann 30. nóvember næstkomandi. Þrjátíu af 33 starfsmönnum vinnslunnar verður sagt upp störfum.

Ætlar að láta af störfum sem forstjóri Ice Fish Farm
Guðmundur Gíslason ætlar að stíga til hliðar sem forstjóri fiskeldisfyrirtækisins Ice Fish Farm á Austfjörðum og snúa sér að markaðsstörfum fyrir fyrirtækið. Hann heldur áfram sem forstjóri á meðan eftirmanns hans er leitað.

Strokulaxar og löngu Gosanefin
Eftir síðustu slysasleppingu mættu Framkvæmdastjórar Arctic Fish og SFS í fjölmiðla og sögðu að viltum laxastofnum stafaði engin ógn af sjókvíaeldi.

HS Orka kaupir tvær virkjanir í Fjarðará
Orkufyrirtækið HS Orka festi kaup á félagi sem á og reku tvær vatnsafslvirkjanir í Fjarðará í Seyðisfirði um mánaðamótin. Framleiðsla virkjananna verður notuð til þess að mæta álagstoppum almennra notenda að vetrarlagi.

„Hvaða ráðherra notar símaveski?“
Ráðherrar lögðu síma sína til hliðar áður en ríkisstjórnarfundur hófst á Egilsstöðum í dag. Mynd af símunum vakti nokkra athygli á samfélagsmiðlum í dag. Upp spratt umræða um hvaða ráðherrar ættu hvaða síma.

Áttaði sig á því að börnin höfðu ekki fengið sömu upplifanir
Haraldur Þorleifsson, athafnamaður og forsprakki verkefnisins Römpum upp Ísland, vígði ramp númer átta hundruð á Egilsstöðum í dag. Hann segist hlakka til að geta sýnt börnunum sínum Ísland, það hafi ekki verið auðvelt áður en verkefnið hófst.

Dagskrá riðlast vegna seinkunar á flugi
Flugi Icelandair frá Reykjavík til Egilsstaða seinkaði um eina og hálfa klukkustund í morgun. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru um borð en sumarfundur ríkisstjórnarinnar fer fram á Egilsstöðum í dag. Reiknað er með því að matvælaráðherra tilkynni um ákvörðun sína varðandi hvalveiðar á fundinum.

Svandís greinir frá ákvörðun um hvalveiðar á Egilsstöðum
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra ætlar að greina frá ákvörðun sinni varðandi framhald hvalveiða að loknum ríkisstjórnarfundi á morgun. Þetta staðfestir Dúi Landmark upplýsingafulltrúi í matvælaráðuneytinu. Um er að ræða sumarfund ríkisstjórnarinnar sem fer fram á Egilsstöðum.

Ræða um stofnun brugghúss í sögufrægu húsi á Djúpavogi
Eigendur útgerðarinnar Goðaborgar vilja koma á fót brugghúsi og ölstofu í sögufrægu húsi á Djúpavogi. Húsið kallast Faktorshús og er hátt í tvö hundruð ára gamalt.

Lést af veikindum í heitri laug
Erlendur karlmaður á fertugsaldri, sem fluttur var með þyrlu Landhelgisgæslunnar úr Laugavallalaug til Egilsstaða í gær, er látinn. Talið er að hann hafi látist af veikindum en ekki of hás hita í lauginni.

Símasambandsleysi seinkaði björgunaraðgerðum
Björgunarsveitin Sveinungur á Borgarfirði eystra var boðuð út á fyrsta tímanum í dag vegna slasaðs einstaklings sem var á gönguleið við Urðarhólsvatn. Ekkert símasamband var á slysstað sem gerði erfiðara að tilkynna um slysið.

Vöknuðu upp við vondan draum vegna „aumingja“ á Egilsstöðum
Búið var að slíta regnbogafánann niður bæði við Safnahúsið og Vilhjálmsvöll á Egilsstöðum í morgun og skemma hann. Um er að ræða enn eitt skiptið sem unnin eru skemmdarverk á hinsegin fánanum í aðdraganda eða á meðan Hinsegin dögum stendur.

Enginn dagdrykkjumaður á Djúpavogi
ÁTVR hefur ákveðið að stytta enn frekar opnunartímann í verslun sinni á Djúpavogi. Fólk fæst ekki til þess að vinna í versluninni.

Finna ekki fólk til að selja áfengi
Opnunartími Vínbúðarinnar á Djúpavogi í Múlaþingi hefur verið takmarkaður og verður hún nú aðeins opin þrisvar í viku, tvær klukkustundir í senn. Illa gengur að manna Vínbúðina.

Íbúum í Múlaþingi fjölgað um þrjú hundruð á síðustu tveimur árum
Íbúum í Múlaþingi hefur fjölgað um þrjú hundruð á síðustu tveimur árum að sögn sveitarstjórans sem segir ungt fólk sækja í að flytja Austur á land. Þar spili möguleikar á fjarvinnu frá höfuðborginni stóran þátt.

Að minnsta kosti mánuður í bráðabirgðaskýrslu vegna flugslyssins
Bráðabirgðaskýrslu um flugslysið við Sauðahnjúka fyrir austan fyrir rúmri viku er ekki að vænta fyrr en í fyrsta lagi eftir mánuð. Áætluðum flugtíma flugvélarinnar í hinni örlagaríku ferð var við það að ljúka þegar slysið átti sér stað.

Sorglegt að sveitarfélagið standi ekki með Seyðfirðingum
Fjölmenn mótmæli voru haldin á Seyðisfirði um helgina þar sem áformum um sjókvíaeldi í Seyðisfirði var mótmælt. Formaður félagasamtaka á Seyðisfirði segir sorglegt sveitarfélagið standi ekki með meirihluta íbúa, sem eru andvígir áformunum.

Hringtenging með göngum nauðsynleg
Nauðsynlegt er að ráðast í göng milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar og Mjóafjarðar og Norðfjarðar um leið og göng yfir Fjarðarheiði líta dagsins ljós, svo hægt sé að ná hringtengingu á Austurlandi, ellegar sé erfitt að líta á svæðið sem eitt sameiginlegt atvinnusvæði. Þetta segir sveitastjóri Múlaþings. Skynsamlegast væri að fylgja Færeyingum í gangagerð.

Pussy Riot á LungA sem nær hápunkti um helgina
Listahátíðin LungA stendur nú yfir á Seyðisfirði. Hátíðin sem er haldin í 24. sinn hófst á mánudag og nær hámarki um helgina með uppskeruhátíð þar sem meðal annars rússneska gjörningahljómsveitin Pussy Riot treður upp.

Sjötíu og fimm prósent íbúa Seyðisfjarðar gegn sjókvíaeldi
Félagasamtökin VÁ! stóðu í gær fyrir samstöðufundi á Seyðisfirði þar sem sjókvíaeldi í firðinum var mótmælt. Vakin var athygli á að 75% íbúa Seyðisfjarðar eru mótfallin áformum um sjókvíaeldi á laxi í firðinum.

Skilorð fyrir manndráp af gáleysi í Gleðivík
Karlmaður hefur verið dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Hann ók lyftara yfir erlendan ferðamann sem hafði verið að skoða listaverkið Eggin í Gleðivík við hafnarsvæðið á Djúpavogi. Maðurinn var úrskurðaður látinn á vettvangi.

Flugslysið hoggið stórt skarð í lítinn starfsmannahóp
Stjórn og starfsfólk Náttúrustofu Austurlands er harmi slegið eftir að tveir samstarfsfélagar þeirra og vinir létust í flugslysi á Austurlandi síðastliðinn sunnudag. Fríða Jóhannesdóttir spendýrafræðingur og Skarphéðinn G. Þórisson líffræðingur voru við reglulegar hreindýratalningar þegar slysið átti sér stað. Auk þeirra fórst Kristján Orri Magnússon, flugmaður vélarinnar.