Múlaþing

Fréttamynd

Gera ekki athugasemdir við vanhæfi Þrastar

Innviðaráðuneyti gerir ekki athugasemdir við ákvörðun sveitastjórnar Múlaþings þar sem Þröstur Jónsson, sveitastjórnarfulltrúi Miðflokksins, er talinn vanhæfur til að fjalla um leiðarval fyrirhugaðra Fjarðarheiðarganga. Þröstur kærði ákvörðun tíu af ellefu sveitastjórnarmanna til ráðuneytisins.

Innlent
Fréttamynd

Á hægum batavegi eftir að hafa greinst með dularfullt heilkenni

Lembi Seia Sangla, aðstoðarleikskólastjóri á Egilsstöðum, var greind með gífurlega sjaldgæft og nánast óþekkt heilkenni fyrir tveimur árum. Síðan þá hefur hún unnið hörðum höndum að því að ná heilsu á ný. Heilkennið er kallað trismus og lýsir sér þannig að viðkomandi festist í kjálkanum og getur ekki opnað munninn nema takmarkað. Eins ótrúlega og það hljómar má rekja veikindin til tiltölulega hversdagslegrar aðgerðar: tanntöku.

Innlent
Fréttamynd

Spilling & yfir­gangur í Seyðis­firði

Nú hafa svæðisráð og starfsmenn Skipulagsstofnunar skilað af sér hálfunninni og meingallaðri tillögu að framtíðar strandsvæðaskipulagi Austfjarða til Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra til samþykktar eða synjunar.

Skoðun
Fréttamynd

Íslenskt gos úr villtum jurtum slær í gegn

Óáfengir drykkir úr íslenskum villijurtum í Fljótsdal hafa slegið í gegn og nær framleiðandinn ekki að anna eftirspurn. Um er að ræða nokkrar tegundir af gosdrykkjum eins og Skessujurta gos og Rabarbara gos.

Innlent
Fréttamynd

Vefnaður kenndur á Hallormsstað

Vefnaður er eitt af því, sem nemendur Hallormsstaðaskóla á Hallormsstað læra til að koma í veg fyrir að þetta gamla handverk glatist ekki. Skólameistarinn segir nauðsynlegt að viðhalda þessum gamla menningararfi, sem vefnaður er.

Innlent
Fréttamynd

Frá­bær fim­leika­að­staða á Egils­stöðum

Fimleikar eru sú íþróttagrein á Egilsstöðum og nágrenni, sem hefur slegið hvað mest í gegn á svæðinu en nú eru um fjögur hundruð börn og unglingar að æfa fimleika hjá Hetti. „Fimleikar eru geggjaðir“, segir formaður Fimleikadeildar Hattar.

Innlent
Fréttamynd

„Þau þurftu að skapa sér allt úr því sem þau höfðu hér“

Námið í Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað var fyrst til að byrja með tveggja vetra nám í húsmóðurfræðum en þó með mesta áherslu á fög eins og íslensku, dönsku,stærðfræði og matarefnafræði. Einnig var súrkálsgerð kennd. Stúlkur fengu eingöngu inngöngu í skólann á fyrstu árum hans.

Innlent
Fréttamynd

Margvíslegar verðhækkanir um áramót

Landsmenn geta átt von á margvíslegum verðhækkunum um áramótin en misjafnt er hvað snertir hvern. Vísir fór á stúfana og skautaði yfir landslagið hvað varðar verðhækkanir á þjónustu á landinu. Eðli máls samkvæmt er listinn þó langt í frá tæmandi.

Neytendur
Fréttamynd

Skólameistari Hallormsstaðaskóla segir snjallsíma heilsuspillandi

„Við erum að fara inn í nýjan heim, sem er kannski ekki góður og hollur fyrir okkur“, segir skólameistari Hússtjórnarskólans á Hallormsstað á Héraði, og vísar þar í notkun á samfélagsmiðlum, sem hún segir heilsuspillandi. Símar eru bannaðir í hádegismat í skólanum en leyfðir að öðru leyti.

Innlent
Fréttamynd

Segir mikla á­nægju með heima­stjórnirnar í Múla­þingi

Forseti sveitarstjórnar Múlaþings segir að hinar svokölluðu heimastjórnir sveitarfélagsins hafa reynst einstaklega vel frá því að þeim var komið á fót. Þær eru nefndir í fjórum byggðakjörnum innan sveitarfélagsins og er markmið þeirra að tryggja áhrif og aðkomu heimamanna á hverjum stað að ýmsum ákvörðunum sveitarfélagsins, sem snúa að þeirra nærumhverfi.

Innlent
Fréttamynd

Efins um sameiningu Skógræktar og Landgræðslu í eina stofnun

Nýjar höfuðstöðvar Skógræktar- og landgræðslu gætu átt heima á Egilsstöðum, Selfossi, Gunnarsholti eða á Akureyri. Þetta segir skógræktarstjóri, sem situr á Egilsstöðum en Landgræðslustjóri er í Gunnarsholti á Rangárvöllum. Stofnanirnar verða formlega sameinaðar um áramótin 2023 til 2024.

Innlent
Fréttamynd

Kröfðust sex hundruð milljóna en fá ekki krónu

Forsvarsmenn tveggja eignarhaldsfélaga utan um fólksflutninga á Austurlandi fá ekki krónu frá Sambandi sveitarfélagi á Austurlandi. Félögin tvö höfðu krafið sambandið um tæpar 600 milljónir króna í skaðabætur lögbanns sem sett var á akstur þeirra á milli Hafnar og Egilsstaða.

Innlent
Fréttamynd

Óvissustigi á Austurlandi aflýst

Ríkislögreglustjóri hef ákveðið að aflýsa óvissustigi á Austurlandi vegna skriðuhættu. Óvissustig var sett 23. nóvember síðastliðinn vegna mikillar rigningar á landshlutanum í nóvember.

Innlent
Fréttamynd

Móttaka flóttamanna á Austurlandi gengur einstaklega vel

Flóttamönnum frá Úkraínu, sem búa nú á Eiðum býðst nú allskonar atvinna á Austurlandi. Forseti sveitarstjórnar Múlaþings vonar að fólkið verði ekki lengi á Eiðum, heldur komi inn í samfélagið, sem fyrst, hvort sem það er í Múlaþingi eða Fjarðabyggð.

Innlent