Hæstiréttur Bandaríkjanna

Óttast að fleiri réttindi gætu fallið eftir þungunarrofsdóm
Fleiri dómafordæmi sem tryggja grundvallarréttindi gætu verið í hættu ef Hæstiréttur Bandaríkjanna sviptir konur rétti til þungunarrofs. Ýmis önnur réttindi byggjast á forsendum sem meirihluti réttarins býr sig nú undir að hafna.

Útspil hæstaréttar um þungunarrof gæti hrist upp í þingkosningum í haust
Svipti Hæstiréttur Bandaríkjanna konur rétti til þungunarrofs gæti það haft óútreiknanleg áhrif á þing- og ríkiskosningar sem fara fram í haust. Stríðandi fylkingar í langvarandi menningarstríði telja báðar að slíkur dómur gæfi þeim byr undir báða vængi.

Hæstiréttur staðfestir að skjalið sé ófalsað og fyrirskipar rannsókn
Hæstiréttur Bandaríkjanna staðfesti í gær að drögum að meirihlutaáliti í máli er varðar rétt kvenna til þungunarrofs hefði lekið. Skjalið væri ófalsað en ekki lokaniðurstaða í málinu.

„Stórkostlega alvarleg tíðindi“
Þingmaður Viðreisnar segir áform í Bandaríkjunum um að fella úr gildi alríkisvernd á rétti kvenna til þungunarrofs grafalvarleg tíðindi. Forseti Bandaríkjanna hvetur dómara til að styðja ekki hugmyndina, enda væri hún grundvallarbreyting til hins verra á bandarísku réttarfari.

Vaktin: Útlit fyrir að þungunarrof verði bannað víða í Bandaríkjunum
Fjölmiðlar vestanhafs greina nú frá því að hæstiréttur landsins hyggist ógilda niðurstöðuna í málinu Roe gegn Wade, sem tryggði konum réttinn til þungunarrofs. Fréttirnar byggja á áliti meirihlutans, sem virðist hafa verið lekið, en þar kemur fram að dómstóllinn vilji færa ákvörðunarvaldið um þungunarrof aftur til löggjafans.

Hæstiréttur hyggst snúa niðurstöðunni í Roe gegn Wade
Það stefnir í öldu mótmæla í Bandaríkjunum eftir að Politico greindi frá því að hæstiréttur landsins hyggst snúa dómnum í máli Roe gegn Wade. Í umræddu máli komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að réttur kvenna til að gangast undir þungunarrof ætti stoð í stjórnarskrá landsins en íhaldsmenn hafa barist fyrir því í áratugi að fá dómnum hnekkt.

Tilnefning Ketanji Brown Jackson til hæstaréttar staðfest
Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti rétt í þessu tilnefningu Ketanji Brown Jackson til hæstaréttar þar í landi. Atkvæðagreiðslan fór að mestu eftir flokkslínum en 53 þingmenn greiddu atkvæði með tilnefningunni en 47 gegn henni.

Varðist ásökunum um linkind í garð barnaníðinga
Ketanji Brown Jackson hefur varið undanförnum tveimur dögum í að svara fjölmörgum spurningum bandarískra öldungadeildarþingmanna. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt hana til Hæstaréttar og ef hún kemst í gegnum staðfestingaferli öldungadeildarinnar verður hún fyrsta þeldökka konan í Hæstarétti Bandaríkjanna.

Biden hyggist tilnefnda Ketanji Brown Jackson í hæstarétt
Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggst tilnefna alríkisdómarann Ketanji Brown Jackson til að taka sæti í Hæstarétti Bandaríkjanna. The New York Times greinir frá þessu og hefur eftir ónefndum heimildarmönnum sem eru sagðir þekkja til málsins.

Lafhræddir Demókratar vilja drífa sig
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, vill tilnefna nýjan hæstaréttardómara eins fljótt og auðið er og koma tilnefningu hennar fljótt í gegnum öldungadeildina. Þar á bæ hafa Repúblikanar þegar gefið í skyn að þeir vilji draga ferlið á langinn.

Segja Biden munu standa við loforð um að tilnefna svarta konu
Jen Psaki, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, segir að Joe Biden Bandaríkjaforseti muni standi við áður gefin loforð um að tilnefna svarta konu í stól hæstaréttardómara, nú þegar staða dómarans Stephen Breyer losnar í júní næstkomandi.

Pláss að losna í Hæstarétti Bandaríkjanna fyrir Biden að skipa í
Hæstaréttardómarinn Stephen Breyer stefnir á að hætta störfum við Hæstarétt Bandaríkjanna í sumar. Þar með mun skapast pláss í Hæstarétti sem Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, mun skipa í.

Hæstiréttur brást vonum Trumps
Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði í gær kröfu Donalds Trump, fyrrverandi forseta, um að þingnefnd sem rannsakar árásina á þinghúsið í fyrra fengi ekki aðgang að gögnum hans. Lögmenn Trumps höfðu vonast eftir því að koma í veg fyrir afhendingu gagnanna en nú er sú von úti.

Fimmtán vikna viðmiðið fær líklega að standa en spurning um Roe gegn Wade
Allt útlit er fyrir að Hæstiréttur Bandaríkjanna dæmi yfirvöldum í Mississippi í vil og láti löggjöf sem bannar þungunarrof eftir 15. viku meðgöngu standa óhreyfða. Því er þó ósvarað hvort dómstóllinn gengur svo langt að láta það í hendur einstakra ríkja að ákvarða alfarið hvernig lögum um þungunarrof er háttað.

Biðja hæstarétt að snúa ógildingu dóms yfir Bill Cosby við
Saksóknarar í máli Bills Cosby hafa beðið Hæstarétt Bandaríkjanna að snúa ákvörðun Hæstaréttar Pennsylvaníu, um að ógilda fangelsisdóm yfir honum, við.

Hæstiréttur hlýðir á mál er varðar vopnaburð á almannafæri
Hæstiréttur Bandaríkjanna mun í dag hlýða á málflutning í máli sem varðar annan viðauka stjórnarskrár landsins, þar sem fjallað er um skotvopnaeign. Málið varðar lög í New York, sem takmarka verulega rétt fólks til að bera skotvopn.

Dómarar gætu leyft stefnur vegna þungunarrofsbannsins í Texas
Íhaldssamir dómarar við Hæstarétt Bandaríkjanna virtust hallast að því að leyfa heilsugæslustöðvum sem framkvæmda þungunarrof að höfða mál til að fá bann við þungunarrofi í Texas ógilt þegar mál þeirra var tekið fyrir í dag.

Taka fyrir mál sem gæti bundið hendur Bidens í umhverfismálum
Hæstiréttur Bandaríkjanna samþykkti í gær að taka fyrir mál sem gæti bundið hendur Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum. Einnig verður mál tekið fyrir sem gæti haft mikil áhrif á málefni innflytjenda í Bandaríkjunum.

Fyrsti læknirinn ákærður vegna þungunarrofs í Texas
Búið er að kæra fyrsta lækninn fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas eftir að ný og ströng lög tóku gildi. Alan Braid, læknirinn sem um ræðir, sagði opinberlega frá því í síðustu viku að hann hefði framkvæmt aðgerð sem væri gegn lögunum.

Dómsmálaráðuneytið fer í hart við Texas vegna „hjartsláttarlaganna“
Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur stefnt yfirvöldum í Texas-ríki Bandaríkjanna vegna umdeildra laga um þungunarrof sem nýlega tóku gildi í ríkinu. Ráðuneytið segir lögin vera andstæð stjórnarskrá Bandaríkjanna.