Hæstiréttur Bandaríkjanna

Hæstiréttur leggur blessun sína yfir afhendingu skattskýrslna Trump
Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur heimilað þingnefnd að fá afhent afrit af skattskýrslum Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Demókratar hafa barist fyrir því í þrjú ár að komast yfir gögnin.

Heitir því að festa Roe í lög ef demókratar ná meirihluta
Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur heitið því að festa niðurstöðu Roe gegn Wade í lög ef demókratar ná meirihluta í báðum deildum í þingkosningunum sem fara fram í nóvember.

Trump biður Hæstarétt um að skerast í leyniskjalaleikinn
Lögmenn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, báðu Hæstarétt Bandaríkjanna um að láta gerðardómara fara yfir aragrúa leyniskjala sem Trump hafði með sér úr Hvíta húsinu. Trump hefur áður haldið því fram að hann hafi haft vald til þess að aflétta leynd af skjölunum með því einu að hugsa um það.

Gætu breytt bandarísku samfélagi næstu áratugina
Hæstiréttur Bandaríkjanna kemur saman á morgun í fyrsta sinn frá því í júní en dómararnir munu taka fyrir mörg stór og umdeild mál á næstu mánuðum. Búast má við því að dómarar sem skipaðir voru af forsetum úr Repúblikanaflokknum, sem eru í miklum meirihluta (6-3), muni halda áfram að færa bandarískt samfélag til hægri.

Repúblikanar tvístígandi í afstöðu sinni til þungunarrofsbanns
Frumvarp öldungadeildarþingmannsins Lindsey Graham sem bannar þungunarrof frá 15. viku á landsvísu hefur fallið í grýttan jarðveg. Repúblikaninn Graham hafði líklega í huga að sameina flokk sinn með tillögunni en virðist algjörlega hafa mislesið stöðuna og ýmist mætt þögn eða andmælum flokkssystkina sinna.

Íbúar Kansas standa vörð um rétt kvenna til þungunarrofs
Íbúar í Kansas í Bandaríkjunum höfnuðu því í atkvæðagreiðslu í gær að fjarlægja ákvæði úr stjórnarskrá ríkisins þar sem konum er tryggður rétturinn til þungunarrofs.

Læknanemar í Michigan gengu út í mótmælaskyni
Tugir læknanema við Michigan háskóla í Bandaríkjunum gengu út af sinni eigin hátíðarathöfn á dögunum vegna fyrri ummæla próferssors við háskólann um þungunarrof.

Þingmenn Demókrata handteknir á mótmælum
Að minnsta kosti fjórtán þingmenn úr röðum Demókrata voru handteknir við mótmæli gegn takmörkunum á rétti til þungunarrofs í Washington í gær.

Ákærður fyrir nauðgun á tíu ára stúlku sem fékk ekki að fara í þungunarrof
Karlmaður á þrítugsaldri var í gær ákærður fyrir nauðgun á tíu ára stúlku í Ohio í Bandaríkjunum. Stúlkan varð þunguð eftir manninn og neyddist til að fara í þungunarrof í öðru ríki eftir að henni var meinaður aðgangur að því í Ohio.

Íhaldsöfl við völd í Hæstarétti Bandaríkjanna
Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur á síðustu vikum tekið afdrifaríkar ákvarðanir sem snerta bæði umhverfisstefnu landsins og mannréttindi. Lektor við lagadeild Háskóla Íslands segist eiga von á því að rétturinn haldi áfram á braut íhaldssemi og segir gjánna milli íhaldssamra og frjálslyndra dómara réttarins aldrei hafa verið meiri.

Hæstiréttur bannar alríkinu að fyrirskipa aðgerðir í umhverfismálum
Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað að Umverfisstofnun Bandaríkjanna sé óheimilt að skylda ríki landsins til að draga úr útblæstri. Úrskurðurinn er mikið áfall fyrir Joe Biden forseta, sem hefur lagt mikla áherslu á að Bandaríkjamenn dragi verulega úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda.

Ketanji Jackson fyrsta svarta konan í hæstarétti
Ketanji Brown Jackson var í dag fyrst svartra kvenna til að taka sæti í Hæstarétti Bandaríkjanna. Hún tekur við af Stephen Breyer sem er að setjast í helgan stein.

„Þessu Pro-life fólki er hjartanlega skítsama um líf barna eftir fæðingu“
Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur Laugarneskirkju, áréttar að Biblían minnist ekki orði á þungunarrof eða á það hvenær líf hefjist í raun. Hann segir að kristnum mönnum beri að setja sig í spor þeirra þjáðu, sem í tilfelli þungunarrofs séu tilvonandi mæður sem neyðist til að rjúfa þungun.

Röð hæstaréttardóma grefur undan aðskilnaði ríkis og kirkju
Hæstiréttur Bandaríkjanna er sagður hafa grafið undan aðskilnaði ríkis og og kirkju sem kveðið er á um í stjórnarskrá með þremur dómum á síðustu tveimur mánuðum. Í þeim nýjasta var íþróttaþjálfari ríkisskóla hafa rétt á að leiða leikmenn sína í bæn.

Facebook fjarlægir færslur um þungunarrofspillur eftir hæstaréttardóm
Færslur þar sem konum eru boðnar svonefndar þungunarrofspillur hafa verið fjarlægðar af samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram frá því að umdeildur hæstaréttardómur féll í Bandaríkjunum sem svipti konur stjórnarskrárvörðum rétti til þungunarrofs.

Mörg stórfyrirtæki hyggjast aðstoða starfsmenn
Mörg stórfyrirtæki í Bandaríkjunum hafa lýst því yfir að þau muni greiða fyrir ferðalög starfsmanna sinna sem neyðast til að leita til annara ríkja til að gangast undir þungunarrof, eftir að hæstiréttur landsins snéri niðurstöðunni í Roe gegn Wade.

Búa sig undir slag um þungunarrofspillu
Hvíta húsið ætlar að reyna að koma í veg fyrir að ríki geti bannað svonefnda þungunarrofspillu í kjölfar Hæstaréttardóms um að konur eigi ekki rétt til þungunarrofs. Búast má við að tekist verði um málið fyrir dómstólum.

Áminning um að standa þurfi vaktina á Íslandi
Þungunarrof hefur þegar verið bannað í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna eftir að hæstiréttur felldi úr gildi rétt til þess í gær. Þingmaður segir dóminn stórhættulegan og sýna að standa þurfi vörð um þessi réttindi hér heima á Íslandi.

Óttast að hjónabönd samkynhneigðra og fleiri réttindi séu í hættu næst
Frjáslyndir dómarar við Hæstarétt Bandaríkjanna vöruðu við því að hjónabönd samkynhneigðra og aðgangur að getnaðarvörnum gæti verið á meðal annarra réttinda í hættu eftir að rétturinn felldi niður rétt kvenna til þungunarrofs í gær. Einn íhaldssömu dómaranna sagðist vilja endurskoða þau réttindi í séráliti sínu.

Byrjað að loka heilsugæslustöðvum sem gerðu þungunarrof
Þungunarrof hefur þegar verið bannað í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna eftir að hæstiréttur landsins felldi úr gildi rétt kvenna til þess í gær. Byrjað var að loka heilsugæslustöðvum sem hafa gert þungunarrof.