Besta deild karla

Fréttamynd

Feitir bitar á lausu

Þó svo knattspyrnutímabilinu sé formlega lokið er vinnu forráðamanna félaganna hvergi nærri lokið. Nú hefjast þeir handa við að endursemja við lykilmenn og reyna við aðra leikmenn sem eru á lausu. Keflavík og Fylkir á þess utan eftir að ráða þjálfara en bæði lið eiga fjöda leikmanna sem eru að klára samning.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ólafur Örn: Spilar eða þjálfar næsta sumar

„Ég veit ekki hvað ég geri en það er alveg ljóst að ég mun ekki vera spilandi þjálfari næsta sumar. Ég mun því annað hvort einbeita mér að þjálfun eða spila næsta sumar,“ sagði Ólafur Örn Bjarnason, spilandi þjálfari Grindavíkur, en hann ætlar að nota vikuna til þess að ákveða framtíð sína.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Zoran í viðræðum við Keflavík

Það bendir flest til þess að Zoran Daníel Ljubicic muni taka við karlaliði Keflavíkur af Willum Þór Þórssyni. Zoran staðfestir við Víkurfréttir í kvöld að hann sé í viðræðum við Keflvíkinga.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Willum vill halda áfram að þjálfa - ekki heyrt frá KSÍ

"Þeir kölluðu mig á fund til Keflavíkur þar sem mér var tjáð að þeir ætluðu sér að róa á önnur mið. Þetta var heiðarlega gert hjá góðum mönnum sem standa að deildinni í Keflavík," sagði Willum Þór Þórsson við Vísi en Keflvíkingar tilkynntu í dag að þeir ætluðu sér ekki að semja við Willum á nýjan leik.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fundu ástríðuna aftur í Fram

Tímabilinu 2011 í Pepsi-deild karla verður lengi minnst fyrir afrek Fram, sem tókst með ævintýralegum hætti að bjarga sæti sínu í deildinni. Liðið fékk aðeins þrjú stig úr fyrstu tíu umferðunum og vann ekki sinn fyrsta leik fyrr en í 11. umferð – gegn Víkingi. Næsti sigurleikur á eftir kom í 16. umferð, þann 22. ágúst, og voru þá langflestir íslenskra sparkspekinga löngu búnir að dæma þá niður um deild.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Óskar: Ég var orkulaus tannstöngull í fyrra

„Ég skil ekki alveg þessa umræðu um að ég sé búinn að grenna mig svona mikið. Ég var tíu kílóum léttari í fyrra. Þá var ég orkulaus tannstöngull. Ég er búinn að massa mig nokkuð upp síðan þá og er í allt öðru og betra formi,“ segir Óskar Pétursson, markvörður Grindavíkur, en hann er leikmaður lokaumferðar Pepsi-deildarinnar hjá Fréttablaðinu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Bjarni mun stýra Stjörnunni áfram

„Bjarni er samningsbundinn Stjörnunni og það er gagnkvæmur vilji af beggja hálfu að hann verði áfram. Það er því nokkuð ljóst að hann verður áfram þjálfari liðsins,“ segir Almar Guðmundsson, formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar. Stjarnan kom af öllum liðum mest á óvart í sumar og náði sínum besta árangri í efstu deild.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Blikar vilja halda Ólafi

Stjórn knattspyrnudeildar Breiðabliks mun setjast niður með Ólafi Kristjánssyni í dag og ræða framtíðina. Ólafur skrifaði undir nýjan samning við Blika fyrir tímabilið og einhugur er innan stjórnar með að halda Ólafi sem þjálfara liðsins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Daníel: Til í að skoða hvað sem er

Daníel Laxdal, fyrirliði Stjörnunnar, var í dag valinn í úrvalslið Pepsi-deildar karla fyrir seinni hluta tímabilsins. Hann er nýbúinn að skrifa undir nýjan samning við Stjörnuna en væri til í að prófa atvinnumennskuna eins og flestir íslenskir knattspyrnumenn.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Pepsimörkin: Tryggvi harðhaus ársins

Það gekk á ýmsu hjá framherjanum Tryggva Guðmundssyni í sumar með liði ÍBV. Tryggvi jafnaði markametið með því að skora sitt 126. mark í efstu deild og deilir hann metinu með Inga Birni Albertssyni. Tryggvi var útnefndur harðhaus ársins í þættinum Pepsimörkin s.l. sunnudag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Doktorar í fallbaráttu á Íslandi

Fram og Grindavík björguðu sér enn á ný frá falli í lokaumferð þegar 22. umferð Pepsi-deildar karla fór fram á laugardaginn. Það kom því í hlut nýliða deildarinnnar, Þórs og Víkings, að falla aftur úr deildinni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ólafur Örn: Þetta var fyrsta færið mitt í sumar

Ólafur Örn Bjarnason, spilandi þjálfari Grindvíkinga, var hetja liðsins í gær þegar hann kom liðinu í 1-0 í 2-0 sigri Grindavíkur út í Eyjum. Markið kom á 80. mínútu leiksins en fram að því voru Grindvíkingar að falla úr deildinni. Grindvíkingar björguðu sér hinsvegar með frábærum sigri og það kom í hlut Þórsara að falla úr deildinni.

Íslenski boltinn