Plastbarkamálið

Fréttamynd

Enn um mál­efni Þóru Tómas­dóttur á RUV

Hermt er að mikil ólga sé innan RUV vegna umfjöllunar Þóru Tómasdóttur í þættinum „Þetta helst“ á RUV um Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlækni. Sumum heimildaramönnum finnst sem hún hafi farið offari í umfjöllun sinni um plastbarkamálið og tilraunir hennar til að sverta mannorð Tómasar. Jafnvel svo að henni sé ekki sætt sem starfsmanni fjölmiðilsins.

Skoðun
Fréttamynd

Mein­fýsni Þóru Tómas­dóttur

Fólk lætur sitthvað vaða í slúðri sín á milli. Það sem hér fer á eftir féll hins vegar af vörum Þóru Tómasdóttur blaðamanns á RÚV í þættinum Þetta helst þann 3. janúar síðastliðinn.

Skoðun
Fréttamynd

Hve­nær drepur maður mann og hve­nær drepur maður ekki mann?

Þessi fleygu orð Jóns Hreggviðssonar úr Íslandsklukku Halldórs Kiljan Laxness flugu mér í hug eftir að hafa hlustað á þáttinn Þetta helst á Ruv.is frá 3. janúar sl. Útgangspunktur umfjöllunarinnar er sagður sá að fjalla um stöðu Tómasar Guðbjartssonar við LSH vegna „plastbarkamálsins“.

Skoðun
Fréttamynd

Orma­gryfja plast­barka­málsins

Eftir að hafa sett mig inn í plastbarkamálið svokallaða í kjölfar heimildaþáttanna Bad Surgeon á streymisveitunni Netflix, þá er ég með nokkrar vangaveltur sem mig langar að greina frá.

Skoðun
Fréttamynd

Læknir og lög­maður í hár saman vegna Plast­barka­máls

Sigurður Guðni Guðjónsson, lögmaður ekkju Andemariam Teklesenbet Beyene sem hefur sent Landspítala HS kröfu um bætur henni til handa, og Magnús Karl Magnússon prófessor við læknadeild Háskóla Íslands takast á um plastbarkamálið á Facebook-síðu Sigurðar.

Innlent
Fréttamynd

Tómas rýfur þögnina: „Ég er mann­legur“

Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann áréttar að hann hafi ekki verið sendur í leyfi frá Landspítalanum heldur fylgt ráðum lækna og farið í sjúkraleyfi. Tómas segir að það hvað hann sé fyrirferðamikill í fjölmiðlum hafi orkað tvímælis hjá sumum kollegum sínum og hann taki þá gagnrýni til greina.

Innlent
Fréttamynd

Plast­barka­læknirinn hlaut þungan dóm

Ítalski skurðlæknirinn Paulo Macchiarini var í dag dæmdur til tveggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir grófar líkamsárásir gagnvart þremur einstaklingum, sem fengu grædda í sig plastbarka hjá lækninum. Sjúklingarnir létust allir fáeinum mánuðum eftir aðgerðirnar.

Erlent
Fréttamynd

Krefst þyngri refsingar yfir plast­barka­lækninum

Saksóknarar í Svíþjóð áfrýjuðu dómi yfir Paolo Macchiarini, ítölskum skurðlækni, sem er sakaður um að hafa beitt sjúklinga grófum líkamsmeiðingum með plastbarkaígræðslum sínum, í dag. Þeir sækjast eftir því að læknirinn hljóti þungan fangelsisdóm.

Erlent
Fréttamynd

Fer fram á fimm ára fangelsi yfir Macchiarini

Saksóknari í Svíþjóð hefur farið fram á að ítalski skurðlæknirinn Paulo Macchiarini verði dæmdur í fimm ára fangelsi vegna grófra líkamsmeiðinga á þremur einstaklingum sem fengu grædda í sig plastbarka hjá lækninum. Sjúklingarnir létust allir fáeinum mánuðum eftir aðgerðirnar.

Erlent
Fréttamynd

Tjáningarfrelsið okkar allra

Tjáningarfrelsi er af hinu góða. Um það getum við öll verið sammála. Þetta tjáningarfrelsi leiðir til þess að við fréttum af ýmsu sem við hefðum annars ekki frétt af.

Skoðun
Fréttamynd

Langir dagar í Stokkhólmi

"Ég hafði aldrei stigið fæti inn á Karólínska sjúkrahúsið áður en ég varð forstjóri,“ segir Björn Zoëga. Gríðarlegur rekstrarhalli og möguleg málaferli vofa yfir einu fullkomnasta og glæstasta sjúkrahúsi á Norðurlöndunum.

Innlent
Fréttamynd

Um Plastbarkamálið

Plastbarkamálið er athyglisvert fyrir margra hluta sakir og mörg eru fórnarlömb ítalska læknisins Paolo Macchiarini, sjúklingar, læknar og stofnanir. Að mati undirritaðs er Paolo það sem kallað er á ensku "con man“ eða það sem við getum kallað blekkingameistari, þ.e.a.s. aðili sem nær trausti samferðarfólks og nýtir sér það til blekkinga.

Skoðun
Fréttamynd

Blekkingameistarinn Paolo Macchiarini

Ferill ítalska skurðlæknisins Paolos Macchiarini innan og utan vinnustaða hans er ævintýrum líkastur. Plastbarka­misferli hans batt enda á það ævintýri.

Lífið