
Menntun í heimabyggð
Ungt fólk flykkist frá heimahögum til þess að sækja sér framhaldsmenntun, hvort sem það er í framhaldsskóla eða háskóla. Sjálf fluttist ég að heiman sextán ára gömul til þess að sækja framhaldsskóla og seinna meir háskóla. Það nám sem varð fyrir valinu bauð ekki upp á fjarkennslu og því varð ég að flytja til Reykjavíkur.

Er hægt að leysa leikskólavandann strax í dag?
Eitt af stærstu áhyggjuefnum verðandi foreldra er hvað gerist þegar að fæðingarorlofi lýkur. Hryllingssögur úr öllum áttum sækja á foreldra um að dagmömmupláss sé sjaldgæft en það sé líklegra að vinna í lottó en að fá leikskólapláss í kringum 1 árs aldurinn, þrátt fyrir að leikskóli sé hluti af grunnþjónustu sveitarfélaga.

Of ung til að stjórna
Undanfarin ár hefur LUF barist fyrir viðurkenningu á rétti ungs fólks til að sitja í stjórnum almennra félagasamtaka í samræmi við réttindi félagsmanna, samþykktir félaganna og sjálfsákvörðunarrétt þeirra. Baráttan hófst þegar fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra neitaði LUF um skráningu á stjórn félagsins vegna þess að einn stjórnarmaður hafði ekki náð 18 ára aldri.

Er Móna Lísa bóla?
Undanfarin misseri hefur umræðan um rafmyntir verið hávær. Úr mörgum áttum hafa heyrst gagnrýnisraddir og efasemdir um ágæti þeirra og röksemdirnar verið fjölbreyttar.

Hvenær er einkaleyfi ekki einkaleyfi?
Það kemur fyrir að einstaklingar finni upp nýja hluti. Til að forðast að þeim uppfinningum verði stolið grípa þeir gjarnan til þess ráðs að sækja um einkaleyfi.

Fíkniefnalaust Ísland árið 2000
Fíkniefnalaust Ísland árið 2000, háleitt markmið Framsóknarflokksins undir lok síðustu aldar verður sífellt fáránlegri hugmynd eftir því sem fram líða árin. Nú rúmum tuttugu árum síðar hafa fíkniefni aldrei verið aðgengilegri.

Hraðvagn frá LA til RVK
Fyrir ekki svo löngu fór að bera á suma góma að Reykjavík væri á hraðri leið þess að líkast harðsvíraðri bílaborg í anda þeirra gallhörðustu í Bandaríkjunum. Sú hrakspá byggist á því að blessunarlega fer Íslendingum fjölgandi á sama tíma og hagvöxtur helst jákvæður sem hefur reynst ákveðinn kokteill fyrir aukna bílaeign.

Góðir (leg)hálsar!
Íslendingum er öllum mikið niðri fyrir þegar kemur að baráttunni við krabbamein. Við erum lítil þjóð, eigum alltaf að minnsta kosti einn sameiginlegan Facebook-vin og höfum við því langflest einhvers konar persónulega reynslu af þessum ömurlega sjúkdómi.

Húsfundur án heimilis
Félags- og barnamálaráðherra kynnti nýverið drög að frumvarpi til breytinga á fjöleignarhúsalögum. Þær breytingar sem hann hefur boðað er ætlað að nútímavæða fjöleignarhúsalögin að fenginni reynslu undanfarinna ára og þá einkum varðandi tækninýjungar og breyttrar samfélagsmyndar frá því lögin tóku fyrst gildi.

Misskilningur hjá Menntasjóði námsmanna
Hið fræga frítekjumark námsstuðnings hefur í mörg ár verið deiluefni milli námsmanna og ríkisins. Tekjur námsmanns (sem eru skilgreind sem skattstofn í úthlutunarreglum) skerðir framfærslustuðning um 45% fyrir hverja krónu umfram frítekjumark. Frítekjumark skólaársins 2020-2021 er 1.364.000 krónur sem er að vissu leyti ruglandi fjárhæð.

Tuð á twitter
Í upphafi kjörtímabils Borgarstjórnar Reykjavíkur var yfirlýsing samþykkt þess efnis að svifryk færi aldrei yfir heilsuverndarmörk. Sú yfirlýsing í byrjun kjörtímabils var góð, metnaðarfull.

„Umburðarlyndi“ ofar mannéttindum?
Á dögunum birti DV umfjöllun um svokallað „heiðurstengt ofbeldi“ á Íslandi sem er ofbeldi beitt af geranda vegna þess að hann telur fórnarlambið, í flestum tilvikum kvenkyns, á einhvern hátt hafa vegið að heiðri og orðspori sínu eða fjölskyldu sinnar.

Falsfréttir og springandi hvaldýr
Hvalir geta stundum komið sér í óheppilegar aðstæður sem leiðir til þess að þeir strandi. Ef mennirnir ná ekki að koma til hjálpar nægilega fljótt hverfa hvalirnir hratt yfir móðuna miklu. Eitt af því sem gerist þegar hvalirnir deyja er að fæðið sem þeir borðuðu áður en þeir létu lífið byrjar að mygla sem náttúrulega veldur mikilli gasmyndun.

Þrautraunir konu á stefnumótaforritum
Að vera einhleyp á fertugsaldri í heimsfaraldri er örugglega í líkingu við að vera föst í þáttunum Crazy Ex Girlfriend þar sem allt er mjög kaótískt og enginn skilur neinn og blöndu af Bridget Jones þar sem allar tilfinningar eru svo sterkar, hvort sem það er einmanaleiki eða einföld þrá að mega hitta einhvern sem maður hrífst af.

Gott samfélag tryggir gott geðheilbrigði
Fyrr á þessu ári var samþykkt að fella sálfræðiþjónustu undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands. Frumvarpið var samþykkt samhljóða á síðasta þingi og mikil eining virtist ríkja um málið, en þó er ekki gert ráð fyrir því í fjárlögum næsta árs.

Að vilja ekki fá frítt í sund
Í Sviss er iðulega kosið um lagabreytingar, gjaldskrárbreytingar og skattahækkanir í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ekki allar tillögur eru samþykktar. Hver og ein hækkun þarf að vera þrædd í gegnum hið pólitíska nálarauga.

Gangið hægt um efasemdanna dyr!
Það fer ekki fram hjá neinum að veirufaraldur hefur staðið yfir og að mestu leyti einkennt það ár sem nú líður. Gagnrýni í garð sóttvarnaraðgerða hérlendis hefur færst í aukana upp á síðkastið.

Einvígið: Engin brögð í tafli
Fyrir rétt rúmlega hálfum mánuði fóru fram sögulegar forsetakosningar í Bandaríkjunum. Forsetaefni Demókrataflokksins, Joe Biden, bar sigur úr býtum gegn sitjandi forseta Bandaríkjanna, Donald Trump.

Þegar fátt er um orð í heilbrigðisþjónustu
Í heilbrigðisþjónustu sem og annars staðar er það lykilatriði í árangursríkri og góðri þjónustuupplifun að tryggja gott upplýsingaflæði og að allir séu með á nótunum.

Orð í tæka tíð
Í liðinni viku bárust mér fregnir um að nákominn ættingi hefði hnigið niður að tilefnislausu. Hjartað mitt missti úr slag því ég uppgötvaði að ég átti ýmislegt eftir ósagt við hann.