Play

Fréttamynd

Með fleiri gjald­eyris­stoðum gæti hátt raun­gengi verið „komið til að vera“

Þrátt fyrir sögulega hátt raungengi krónunnar samhliða miklum launahækkunum ætti öflug ferðaþjónusta að geta þrifist, að mati sérfræðings á gjaldeyrismarkaði, en það kallar á aðlögunarhæfni greinarinnar og smám saman muni starfsemi með litla framlegð verða ýtt út úr landi vegna launakostnaðar. Uppgjör Icelandair á öðrum fjórðungi, sem var vel undir væntingum greinenda, litaðist meðal annars af sterku gengi krónunnar og forstjóri flugfélagsins nefndi að sagan sýndi að þessi staða væri ekki sjálfbær.

Innherji
Fréttamynd

Gengi Play í frjálsu falli

Gengi hlutabréfa flugfélagsins Play hafði lækkað um 38 prósent klukkan 10 í morgun, þegar markaðir höfðu verið opnir í hálftíma. Í gær gaf Play út neikvæða afkomuviðvörun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skamma og banna Play að blekkja neyt­endur

Neytendastofa hefur skammað og bannað flugfélaginu Play að birta auglýsingar sem eru líklegar til að blekkja neytendur um raunverulegan afslátt af flugi. Flugfélagið segir umræddar auglýsingar hafa verið gerðar í góðri trú.

Neytendur
Fréttamynd

Engin U-beygja hjá Play

Tilkynning Play um að hætt hafi verið við yfirtöku á félaginu felur ekki í sér neina U-beygju, haldið verður í áður kynntar breytingar á leiðakerfi félagsins en það ekki tekið af markaði líkt og stóð til. Þetta segir forstjóri fyrirtækisins sem fór fyrir áformum um yfirtökuna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hætta við yfirtökuna

BBL 212 ehf. hefur fallið frá áformum um yfirtökutilboð á öllu hlutafé flugfélagsins Fly Play hf. Félagið hefur tryggt sér áskriftarloforð fyrir 2,4 milljörðum króna í formi útgáfu breytanlegs skuldabréfs til tveggja ára.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kvartanir borist vegna aflýstra flug­ferða

Neytendasamtökunum hafa borist kvartanir vegna aflýstra flugferða til og frá landinu. Formaður samtakanna brýnir fyrir fólki að nýta rétt sinn þegar svo ber undir. Dæmi séu til um að flugfélög veigri sér við því að upplýsa um fullan rétt neytenda. 

Neytendur
Fréttamynd

Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play

Birta lífeyrissjóður stendur frammi fyrir að tapa tæpum einum og hálfum milljarði á fjárfestingu sinni í Play gengi hann ekki að því að gerast hluthafi í flugfélaginu með þeim Einari Erni Ólafssonar forstjóra og Elíasi Skúla Skúlasyni varaformanni stjórnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Fólk er í á­falli yfir þessu“

Fréttir af fyrirhuguðum breytingum hjá flugfélaginu Play voru áfall fyrir starfsfólk að sögn forseta Íslenska flugstéttafélagsins. Hann segir lagalega óvissu fylgja því að flugrekstur Play verði skráður í öðru landi og að fréttirnar hafi komið starfsfólki í opna skjöldu.

Innlent
Fréttamynd

Vilja taka yfir Play

Einar Örn Ólafsson, fjárfestir og forstjóri Fly Play hf., og Elías Skúli Skúlason, fjárfestir og varaformaður stjórnar Fly Play hf., hafa tilkynnt að þeir hyggist gera valfrjálst yfirtökutilboð í allt hlutafé Play. Þeir stefna á að skila íslenska flugrekstrarleyfinu og að auka áherslu á skrifstofur félagsins á Möltu og í Litháen. Fjórar flugvélar munu sinna flugi til og frá Íslandi, einkum til sólarlanda.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Einn heppinn vinnur frítt flug í heilt ár með PLAY

Hvítasunnuhelgin er ein stærsta ferðahelgi ársins þar sem landsmenn eru á faraldsfæti ýmist innanlands eða erlendis. Það er því nokkuð gefið að það verði mikill erill á stöðvum N1 víða um land og hjá flugfélaginu Play en fyrirtækin ákváðu af því tilefni að efna til risastórs ferðaleiks þar sem viðskiptavinir á stöðvum N1 um allt land geta unnið fjölda vinninga.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Kjara­samningar Play og ÍFF í höfn

Félagsmenn ÍFF hafa samþykkt langtímakjarasamninga við flugfélagið Play. Samtök atvinnulífsins fóru með samningsumboð fyrir hönd Play og byggja samningarnir á ramma stöðugleikasamningsins sem undirritaður var í mars í fyrra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Play tekur flugið til Agadir

Flugfélagið Play hefur hafið sölu á áætlunarferðum til marokkósku borgarinnar Agadir. Fyrsta flugið verður 19. desember næstkomandi en flogið verður einu sinni í viku á föstudögum þangað til um miðjan apríl 2026.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Burðar­dýr í flug­vél Play „fríkaði út“

Lenda þurfti farþegaflugvél Play á leiðinni frá Spáni til Íslands á Írlandi í nótt vegna bráðra veikinda farþega. Samkvæmt heimildum fréttastofu er grunur um að farþeginn hafi verið burðardýr með fíkniefni innvortis.

Innlent
Fréttamynd

„Þeir liggja hérna eins og hrá­viði út um allt“

Hátt í níutíu íslenskir piltar, þar af sjötíu undir lögaldri, eru fastir ásamt fylgdarliði á flugvellinum í Barselóna þessa stundina. Í hópnum eru allt niður í fjórtán ára börn og einhver enn þá yngri systkini. Drengirnir sem eru annars vegar Skagamenn og hins vegar Grindvíkingar voru í keppnisferð í fótbolta, að taka þátt í Daurada Cup í Salou. Pappírar sem gera fararstjórum kleift að ferðast með strákana renna út í dag. 

Innlent
Fréttamynd

Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur

Play hefur verið gert að greiða konu, sem neitað var um far með flugi félagsins, tæplega sextíu þúsund krónur og endurgreiða henni fargjaldið. Að sögn félagsins sýndi konan af sér hegðun sem ógnaði öryggi flugsins.

Neytendur