Innlent Hagnaðist ekki persónulega Ákærðu í Baugsmálinu lýsa sig saklausa af þeim tölulið ákærunnar sem snýr að kaupum Jóns Ásgeirs Jónssonar, þáverandi forstjóra Baugs, á Vöruveltunni hf. sem meðal annars rak verslanakeðjuna 10-11. Innlent 13.10.2005 19:42 Meint bókhaldsbrot vega þyngst Í Baugsmálinu er ákært fyrir fjörutíu töluliði en telja verður að ákæruliðirnir sem varða þyngstu refsinguna snúist um mun færri ákæruliði. Helstu lögbrotin varða brot gegn almennum hegningarlögum. Innlent 13.10.2005 19:42 Eitt stærsta mál dómsins "Það má leiða líkum að því að þetta verði eitt stærsta málið sem farið hefur hér fram," segir Helgi I. Jónsson, dómsstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur. Innlent 13.10.2005 19:42 Sérframboð hjá Vinstri - grænum Vinstrihreyfingin - grænt framboð mun bjóða fram lista í eigin nafni fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Það er því ljóst að R-listinn er liðinn undir lok. Á fjölmennum félagsfundi hreyfingarinnar í gærkvöldi hljóðaði tillaga stjórnar upp á að slíta R-listasamstarfinu og var sú tillaga samþykkt með um 70 prósentum atkvæða. Innlent 13.10.2005 19:41 Veiða síðustu hrefnuna í dag Í gær höfðu þrjátíu og átta hrefnur veiðst af þeim þrjátíu og níu sem heimilað var að veiða á þessari vertíð. Bræla var á öllum miðum í gær svo ekki var unnt að klára kvótann en hrefnuveiðibáturinn Halldór Sigurðsson frá Ísafirði lýkur líklega vertíðinni í dag að sögn Gísla Víkingssonar sérfræðings hjá Hafrannsóknarstofnun. Innlent 13.10.2005 19:42 Berst fyrir fatlaða og íþróttir "Mér hefur alltaf þótt þetta áhugavert og er fullur vilja til að starfa þarna," segir Valdimar Leó Friðriksson sem tekur sæti Guðmundar Árna Stefánssonar á Alþingi í haust þegar sá síðarnefndi heldur til Svíþjóðar sem sendiherra Íslands. Innlent 13.10.2005 19:41 Engar sættir í Landakoti Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst voru engar tilraunir gerðar til sátta í Landakoti eftir að nýr skólastjóri tók til starfa og fleiri starfsmenn hafa hætt störfum þar undanfarið vegna ástandsins. Eitthvað er um að foreldrar hafi tekið börn sín út úr skólanum og fleiri eru enn tvístígandi nú rétt áður en kennsla hefst. Innlent 13.10.2005 19:42 Börn send heim af leikskólum Líkur eru á að senda þurfi börn heim af leikskólum í höfuðborginni strax í næstu viku vegna manneklu. Verst er ástandið í Grafarvogi og hittust leikskólastjórar þar á fundi í gærmorgun til þess að ræða málið. Boðað hefur verið til foreldrafunda í lok vikunnar og byrjun þeirrar næstu í nokkrum leikskólum þar sem ástandið er slæmt. Innlent 13.10.2005 19:42 Frábært fordæmi Frábært fordæmi segir formaður Kjalar, stéttarfélags í almannaþjónustu, um þá starfsmannastefnu að ráða eldra fólk til starfa. Húsasmiðjan hefur stigið það skref að auglýsa eftir starfskröftum úr þeim aldurshópi. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:42 Björgunarbátum kastað út úr TF-SYN Áhöfn TF-SYN æfði sig í gær að kasta út björgunarbátum nálægt varðskipinu Óðni. Eins og kunnugt er fylgir TF-SYN stundum þyrlu Landhelgisgæslunnar þegar hún fer í löng björgunar- eða sjúkraflug og þá er gott öryggisins vegna að TF-SYN sé þannig úr garði gerð að hægt sé að kasta út úr henni björgunarbátum. Innlent 13.10.2005 19:42 Yfirheyrslur og vettvangsrannsókn Rúmlega tvítugur maður er enn í haldi lögreglu grunaður um að hafa orðið ungri Bandaríkjakonu að bana á herstöðinni á Keflavíkurflugvelli á sunnudagskvöld. Innlent 13.10.2005 19:42 Talinn hafa berað kynfæri sín Karlmaður um þrítugt var handtekinn í Reykjavík í gærkvöldi grunaður um að hafa berað kynfæri sín fyrir framan tvær níu ára gamlar stúlkur í suðvesturhluta borgarinnar í gær. Ekki er enn ljóst hvort um sama mann hafi verið að ræða en lögreglan rannsakar málið. Innlent 13.10.2005 19:41 Víkurfréttir 25 ára Héraðsfréttablaðið Víkurfréttir á Suðurnesjum fagnar um þessar mundir 25 ára afmæli, en fyrsta eintak blaðsins leit dagsins ljós þann 14. ágúst 1980. Fyrstu tvö árin var blaðið gefið út af prentsmiðjunni Grágás en í byrjun ársins 1983 var blaðið selt og frá þeim tíma hefur Víkurfréttum, sem kemur út vikulega, verið dreift frítt inn á heimili á Suðurnesjum. Innlent 13.10.2005 19:41 Kalkþörungar fluttir til Írlands Fyrsti farmurinn af kalkþörungum kom að landi á Bíldudal í síðustu viku en fluttir verða út tveir skipsfarmar af óunnum þörungunum til Írlands á meðan á byggingu Kalkþörungarverksmiðjunnar stendur. Áætlað er að framkvæmdir hefjist í næsta mánuði og að þeim ljúki í febrúar. Gert er ráð fyrir að 12 til 15 manns starfi við verksmiðjuna þegar hún verður fullbúin og að afkastageta hennar verði um 40 þúsund tonn á ári. Innlent 13.10.2005 19:41 Kláruðust á fimm tímum Öll flugsæti frá Íslandi á sérstökum afsláttarkjörum sem flugfélagið Iceland Express hóf sölu á í gærmorgun höfðu öll klárast síðdegis í gær. Innlent 13.10.2005 19:41 Aflaverðmæti komið í 280 milljónir Aflaverðmæti Engeyjar RE-1, nýjasta og stærsta frystiskips Íslendinga, er komið í tæpar 280 milljónir króna en skipið er nú í sínum öðrum túr. Verið er að landa um 1500 tonnum af síldarafurðum úti á sjó í þessum töluðu orðum. Innlent 13.10.2005 19:41 Taka undir áskorun FÍB Neytendasamtökin taka undir með Félagi íslenskra bifreiðaeigenda um að stjórnvöldum beri að lækka álögur sínar á eldsneyti með tilliti til gríðarlegra hækkana á heimsmarkaðsverði undanfarna mánuði. Innlent 13.10.2005 19:41 Undirbúningur málsóknar hafinn Starf við undirbúning málsóknar gegn sjávarútvegsráðherra vegna úthlutunar byggðakvóta er hafið að sögn Magnúsar Kristinssonar, útgerðarmanns í Vestmannaeyjum. Innlent 13.10.2005 19:41 Löng bið eftir iðnaðarmönnum Allt að tvo mánuði getur tekið að fá iðnaðarmann í vinnu og þótt hann komi er alls ekki víst að verkið klárist á tilsettum tíma. Þetta segir framkvæmdastjóri Handlagins.is. Hann segir að svona verði þetta líklega áfram. Innlent 13.10.2005 19:41 Atvinnulífið fram yfir þingsæti Ásgeir Friðgeirsson varaþingmaður tekur störf sín fyrir íslensk fyrirtæki á alþjóðavettvangi fram yfir þingsetu. Hann hefur afþakkað að setjast á þing fyrir Samfylkinguna. Innlent 13.10.2005 19:41 Frívaktarlögga sneri þjóf niður Lögreglukona á frívakt sneri niður þjóf á veitingastaðnum American Style í gærkvöld. Maðurinn, sem var sagður í annarlegu ástandi, reyndi að stela veski af ófrískri konu en var fljótt snúinn niður af lögreglukonunni. Hún hélt honum niðri með annarri hendi meðan hún kallaði til lögreglu á vakt sem kom og færði manninn í fangageymslur. Innlent 13.10.2005 19:41 Virði útivistarreglur á pysjutíma Lundapysjutíminn stendur yfir frá byrjun ágústmánaðar fram í september. Þessi tími vekur oft mikla lukku yngri kynslóðarinnar og vaka litlir peyjar og pæjur oft fram eftir til að sjá hvort einhver pysjan villist inn í bæ. Lögreglan í Vestmannaeyjum vill benda fólki á að fara varlega þegar rökkva tekur og beinir þeim tilmælum til foreldra og forráðamanna að útivistareglur barna gilda jafnt yfir þennan tíma sem annan. Innlent 13.10.2005 19:41 Neitar aðkomu að Baugsmáli Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari segir í yfirlýsingu sem birt er í <em>Morgunblaðinu</em> og <em>Fréttablaðinu</em> í dag að hann hafi ekki verið þátttakandi í samsæri um að koma á Baug tilefnislausum sökum. Hann hafi einungis unnið ósköp venjuleg lögmannsstörf fyrir Jón Gerald Sullenberger, en feðgarnir Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson sögðu í Fréttablaðinu um helgina að Jón Steinar hefði átt beina aðild að því að farið var að rannsaka Baug. Innlent 13.10.2005 19:41 Neytendasamtök taka undir með FÍB Neytendasamtökin taka undir áskorun Félags íslenskra bifreiðaeigenda um að stjórnvöld lækki álögur sínar á bensíni og olíu tímabundið á meðan heimsmarkaðsverð er jafn hátt og það er nú. Neytendasamtökin minna á að stjórnvöld fá í sinn hlut um 60% af því verði sem neytendur greiða fyrir eldsneyti. Jafnframt að verð á þessum vörum sé með því hæsta hér á landi borið saman við önnur lönd. Innlent 13.10.2005 19:41 Mótmælendur slá upp tjaldi Mótmælendur Kárahnjúkavirkjunar og álvers við Reyðarfjörð hafa slegið upp upplýsingatjaldi við Tjörnina í Reykjavík. Til stendur að hafa tjaldið uppi í um tvær vikur að sögn Birgittu Jónsdóttur, talsmanns mótmælenda. Innlent 13.10.2005 19:41 Vélamiðstöðin seld Íslenska gámafélagið ehf. hefur keypt Vélamiðstöðina ehf. af Reykjavíkurborg og Orkuveitu Reykjavíkur. Kaupverðið var 735 milljónir króna en auk þess tekur kaupandi yfir skuldir Vélamiðstöðvarinnar og lífeyrisskuldbindingar vegna starfsmanna. Innlent 13.10.2005 19:41 Enn í öndunarvél eftir bílslys Konan sem slasaðist alvarlega í árekstri á þjóðveginum við Hallormsstaðarskóg við Egilsstaði á þriðjudaginn er enn í öndunarvél á gjörgæsludeild og er líðan hennar eftir atvikum. Tveir samferðamenn hennar voru úrskurðaðir látnir við komuna á sjúkrahús. Innlent 13.10.2005 19:41 Sauðfé sækir í garða á Ísafirði Lögreglan á Ísafirði hefur haft í nógu að snúast við að reka rollur úr bæjarlandinu. Á <em>Lögregluvefnum</em> kemur fram að nærri daglega hafi rollurnar komið til beitar í húsagörðum, nýræktinni í snjóflóðavarnargarðinum og inni í Tunguskógi, bæjarbúum til mikils ama. Hafa lögreglu borist margar kvartanir vegna þessa en eigendurnir fjárins vísa á bæjaryfirvöld sem ábyrgðaraðila þar sem bærinn eigi að girða af bæjarlandið og passa að gera við ef eitthvað bilar þar. Innlent 13.10.2005 19:41 Eldra fólk sækir um í hrönnum "Geysilega jákvætt sjónarmið," segir Ögmundur Jónasson formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja um starfsmannastefnu Húsasmiðjunnar. Fyrirtækið auglýsir eftir eldra fólki með áralanga reynslu úr öllum greinum atvinnulífsins til starfa.</font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:41 Ásgeir valdi atvinnulífið Ásgeir Friðgeirsson segir af sér varaþingmennsku fyrir Samfylkinguna. Hann kýs heldur að starfa í framvarðasveit íslenskra fyrirtækja á alþjóðavettvangi. Innlent 13.10.2005 19:41 « ‹ ›
Hagnaðist ekki persónulega Ákærðu í Baugsmálinu lýsa sig saklausa af þeim tölulið ákærunnar sem snýr að kaupum Jóns Ásgeirs Jónssonar, þáverandi forstjóra Baugs, á Vöruveltunni hf. sem meðal annars rak verslanakeðjuna 10-11. Innlent 13.10.2005 19:42
Meint bókhaldsbrot vega þyngst Í Baugsmálinu er ákært fyrir fjörutíu töluliði en telja verður að ákæruliðirnir sem varða þyngstu refsinguna snúist um mun færri ákæruliði. Helstu lögbrotin varða brot gegn almennum hegningarlögum. Innlent 13.10.2005 19:42
Eitt stærsta mál dómsins "Það má leiða líkum að því að þetta verði eitt stærsta málið sem farið hefur hér fram," segir Helgi I. Jónsson, dómsstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur. Innlent 13.10.2005 19:42
Sérframboð hjá Vinstri - grænum Vinstrihreyfingin - grænt framboð mun bjóða fram lista í eigin nafni fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Það er því ljóst að R-listinn er liðinn undir lok. Á fjölmennum félagsfundi hreyfingarinnar í gærkvöldi hljóðaði tillaga stjórnar upp á að slíta R-listasamstarfinu og var sú tillaga samþykkt með um 70 prósentum atkvæða. Innlent 13.10.2005 19:41
Veiða síðustu hrefnuna í dag Í gær höfðu þrjátíu og átta hrefnur veiðst af þeim þrjátíu og níu sem heimilað var að veiða á þessari vertíð. Bræla var á öllum miðum í gær svo ekki var unnt að klára kvótann en hrefnuveiðibáturinn Halldór Sigurðsson frá Ísafirði lýkur líklega vertíðinni í dag að sögn Gísla Víkingssonar sérfræðings hjá Hafrannsóknarstofnun. Innlent 13.10.2005 19:42
Berst fyrir fatlaða og íþróttir "Mér hefur alltaf þótt þetta áhugavert og er fullur vilja til að starfa þarna," segir Valdimar Leó Friðriksson sem tekur sæti Guðmundar Árna Stefánssonar á Alþingi í haust þegar sá síðarnefndi heldur til Svíþjóðar sem sendiherra Íslands. Innlent 13.10.2005 19:41
Engar sættir í Landakoti Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst voru engar tilraunir gerðar til sátta í Landakoti eftir að nýr skólastjóri tók til starfa og fleiri starfsmenn hafa hætt störfum þar undanfarið vegna ástandsins. Eitthvað er um að foreldrar hafi tekið börn sín út úr skólanum og fleiri eru enn tvístígandi nú rétt áður en kennsla hefst. Innlent 13.10.2005 19:42
Börn send heim af leikskólum Líkur eru á að senda þurfi börn heim af leikskólum í höfuðborginni strax í næstu viku vegna manneklu. Verst er ástandið í Grafarvogi og hittust leikskólastjórar þar á fundi í gærmorgun til þess að ræða málið. Boðað hefur verið til foreldrafunda í lok vikunnar og byrjun þeirrar næstu í nokkrum leikskólum þar sem ástandið er slæmt. Innlent 13.10.2005 19:42
Frábært fordæmi Frábært fordæmi segir formaður Kjalar, stéttarfélags í almannaþjónustu, um þá starfsmannastefnu að ráða eldra fólk til starfa. Húsasmiðjan hefur stigið það skref að auglýsa eftir starfskröftum úr þeim aldurshópi. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:42
Björgunarbátum kastað út úr TF-SYN Áhöfn TF-SYN æfði sig í gær að kasta út björgunarbátum nálægt varðskipinu Óðni. Eins og kunnugt er fylgir TF-SYN stundum þyrlu Landhelgisgæslunnar þegar hún fer í löng björgunar- eða sjúkraflug og þá er gott öryggisins vegna að TF-SYN sé þannig úr garði gerð að hægt sé að kasta út úr henni björgunarbátum. Innlent 13.10.2005 19:42
Yfirheyrslur og vettvangsrannsókn Rúmlega tvítugur maður er enn í haldi lögreglu grunaður um að hafa orðið ungri Bandaríkjakonu að bana á herstöðinni á Keflavíkurflugvelli á sunnudagskvöld. Innlent 13.10.2005 19:42
Talinn hafa berað kynfæri sín Karlmaður um þrítugt var handtekinn í Reykjavík í gærkvöldi grunaður um að hafa berað kynfæri sín fyrir framan tvær níu ára gamlar stúlkur í suðvesturhluta borgarinnar í gær. Ekki er enn ljóst hvort um sama mann hafi verið að ræða en lögreglan rannsakar málið. Innlent 13.10.2005 19:41
Víkurfréttir 25 ára Héraðsfréttablaðið Víkurfréttir á Suðurnesjum fagnar um þessar mundir 25 ára afmæli, en fyrsta eintak blaðsins leit dagsins ljós þann 14. ágúst 1980. Fyrstu tvö árin var blaðið gefið út af prentsmiðjunni Grágás en í byrjun ársins 1983 var blaðið selt og frá þeim tíma hefur Víkurfréttum, sem kemur út vikulega, verið dreift frítt inn á heimili á Suðurnesjum. Innlent 13.10.2005 19:41
Kalkþörungar fluttir til Írlands Fyrsti farmurinn af kalkþörungum kom að landi á Bíldudal í síðustu viku en fluttir verða út tveir skipsfarmar af óunnum þörungunum til Írlands á meðan á byggingu Kalkþörungarverksmiðjunnar stendur. Áætlað er að framkvæmdir hefjist í næsta mánuði og að þeim ljúki í febrúar. Gert er ráð fyrir að 12 til 15 manns starfi við verksmiðjuna þegar hún verður fullbúin og að afkastageta hennar verði um 40 þúsund tonn á ári. Innlent 13.10.2005 19:41
Kláruðust á fimm tímum Öll flugsæti frá Íslandi á sérstökum afsláttarkjörum sem flugfélagið Iceland Express hóf sölu á í gærmorgun höfðu öll klárast síðdegis í gær. Innlent 13.10.2005 19:41
Aflaverðmæti komið í 280 milljónir Aflaverðmæti Engeyjar RE-1, nýjasta og stærsta frystiskips Íslendinga, er komið í tæpar 280 milljónir króna en skipið er nú í sínum öðrum túr. Verið er að landa um 1500 tonnum af síldarafurðum úti á sjó í þessum töluðu orðum. Innlent 13.10.2005 19:41
Taka undir áskorun FÍB Neytendasamtökin taka undir með Félagi íslenskra bifreiðaeigenda um að stjórnvöldum beri að lækka álögur sínar á eldsneyti með tilliti til gríðarlegra hækkana á heimsmarkaðsverði undanfarna mánuði. Innlent 13.10.2005 19:41
Undirbúningur málsóknar hafinn Starf við undirbúning málsóknar gegn sjávarútvegsráðherra vegna úthlutunar byggðakvóta er hafið að sögn Magnúsar Kristinssonar, útgerðarmanns í Vestmannaeyjum. Innlent 13.10.2005 19:41
Löng bið eftir iðnaðarmönnum Allt að tvo mánuði getur tekið að fá iðnaðarmann í vinnu og þótt hann komi er alls ekki víst að verkið klárist á tilsettum tíma. Þetta segir framkvæmdastjóri Handlagins.is. Hann segir að svona verði þetta líklega áfram. Innlent 13.10.2005 19:41
Atvinnulífið fram yfir þingsæti Ásgeir Friðgeirsson varaþingmaður tekur störf sín fyrir íslensk fyrirtæki á alþjóðavettvangi fram yfir þingsetu. Hann hefur afþakkað að setjast á þing fyrir Samfylkinguna. Innlent 13.10.2005 19:41
Frívaktarlögga sneri þjóf niður Lögreglukona á frívakt sneri niður þjóf á veitingastaðnum American Style í gærkvöld. Maðurinn, sem var sagður í annarlegu ástandi, reyndi að stela veski af ófrískri konu en var fljótt snúinn niður af lögreglukonunni. Hún hélt honum niðri með annarri hendi meðan hún kallaði til lögreglu á vakt sem kom og færði manninn í fangageymslur. Innlent 13.10.2005 19:41
Virði útivistarreglur á pysjutíma Lundapysjutíminn stendur yfir frá byrjun ágústmánaðar fram í september. Þessi tími vekur oft mikla lukku yngri kynslóðarinnar og vaka litlir peyjar og pæjur oft fram eftir til að sjá hvort einhver pysjan villist inn í bæ. Lögreglan í Vestmannaeyjum vill benda fólki á að fara varlega þegar rökkva tekur og beinir þeim tilmælum til foreldra og forráðamanna að útivistareglur barna gilda jafnt yfir þennan tíma sem annan. Innlent 13.10.2005 19:41
Neitar aðkomu að Baugsmáli Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari segir í yfirlýsingu sem birt er í <em>Morgunblaðinu</em> og <em>Fréttablaðinu</em> í dag að hann hafi ekki verið þátttakandi í samsæri um að koma á Baug tilefnislausum sökum. Hann hafi einungis unnið ósköp venjuleg lögmannsstörf fyrir Jón Gerald Sullenberger, en feðgarnir Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson sögðu í Fréttablaðinu um helgina að Jón Steinar hefði átt beina aðild að því að farið var að rannsaka Baug. Innlent 13.10.2005 19:41
Neytendasamtök taka undir með FÍB Neytendasamtökin taka undir áskorun Félags íslenskra bifreiðaeigenda um að stjórnvöld lækki álögur sínar á bensíni og olíu tímabundið á meðan heimsmarkaðsverð er jafn hátt og það er nú. Neytendasamtökin minna á að stjórnvöld fá í sinn hlut um 60% af því verði sem neytendur greiða fyrir eldsneyti. Jafnframt að verð á þessum vörum sé með því hæsta hér á landi borið saman við önnur lönd. Innlent 13.10.2005 19:41
Mótmælendur slá upp tjaldi Mótmælendur Kárahnjúkavirkjunar og álvers við Reyðarfjörð hafa slegið upp upplýsingatjaldi við Tjörnina í Reykjavík. Til stendur að hafa tjaldið uppi í um tvær vikur að sögn Birgittu Jónsdóttur, talsmanns mótmælenda. Innlent 13.10.2005 19:41
Vélamiðstöðin seld Íslenska gámafélagið ehf. hefur keypt Vélamiðstöðina ehf. af Reykjavíkurborg og Orkuveitu Reykjavíkur. Kaupverðið var 735 milljónir króna en auk þess tekur kaupandi yfir skuldir Vélamiðstöðvarinnar og lífeyrisskuldbindingar vegna starfsmanna. Innlent 13.10.2005 19:41
Enn í öndunarvél eftir bílslys Konan sem slasaðist alvarlega í árekstri á þjóðveginum við Hallormsstaðarskóg við Egilsstaði á þriðjudaginn er enn í öndunarvél á gjörgæsludeild og er líðan hennar eftir atvikum. Tveir samferðamenn hennar voru úrskurðaðir látnir við komuna á sjúkrahús. Innlent 13.10.2005 19:41
Sauðfé sækir í garða á Ísafirði Lögreglan á Ísafirði hefur haft í nógu að snúast við að reka rollur úr bæjarlandinu. Á <em>Lögregluvefnum</em> kemur fram að nærri daglega hafi rollurnar komið til beitar í húsagörðum, nýræktinni í snjóflóðavarnargarðinum og inni í Tunguskógi, bæjarbúum til mikils ama. Hafa lögreglu borist margar kvartanir vegna þessa en eigendurnir fjárins vísa á bæjaryfirvöld sem ábyrgðaraðila þar sem bærinn eigi að girða af bæjarlandið og passa að gera við ef eitthvað bilar þar. Innlent 13.10.2005 19:41
Eldra fólk sækir um í hrönnum "Geysilega jákvætt sjónarmið," segir Ögmundur Jónasson formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja um starfsmannastefnu Húsasmiðjunnar. Fyrirtækið auglýsir eftir eldra fólki með áralanga reynslu úr öllum greinum atvinnulífsins til starfa.</font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:41
Ásgeir valdi atvinnulífið Ásgeir Friðgeirsson segir af sér varaþingmennsku fyrir Samfylkinguna. Hann kýs heldur að starfa í framvarðasveit íslenskra fyrirtækja á alþjóðavettvangi. Innlent 13.10.2005 19:41