Innlent

Fréttamynd

Fagnar loforðum um fjárveitingu

Framkvæmdastjóri Geðhjálpar fagnar loforðum um fjárveitingu upp á einn og hálfan milljarð króna til að bæta úr málum geðfatlaðra. Hann telur líklegt að peningarnir dugi til að koma málefnum geðfatlaðra í viðunandi horf.

Innlent
Fréttamynd

Landspítalanum blæðir

Landspítala - háskólasjúkrahúsi blæðir vegna deilna sérfræðilækna og yfirstjórnar innan hans. Mögulega koma deilurnar einnig niður á þjónustu við sjúklinga. Þetta segir Sigurður Guðmundsson landlæknir.

Innlent
Fréttamynd

Hugsar um embætti varaformanns

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, hafði strax eftir að Davíð Oddsson tilkynnti að hann hætti í pólitík samband við ýmsa stuðningsmenn, til að kanna hvort hann ætti stuðning í embætti varaformanns í Sjálfstæðisflokknum.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur fyrir fjárdrátt í Noregi

Íslendingur, sem dró sér tæpar sex milljónir af bankareikningi íslenska safnaðarins í Noregi síðastliðinn vetur, var dæmdur i fjögura mánaða fangelsi í héraðsdómi í Lilleström í gær. Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða söfnuðinum til baka upphæðina sem hann dró sér, auk vaxta.

Innlent
Fréttamynd

Litríkasti pólitíkus síðustu ára

"Það eru óneitanlega tímamót þegar litríkasti stjórnmálamaður síðasta áratugar kveður völlinn," segir Össur Skarphéðinsson, fyrrum formaður Samfylkingarinnar um brotthvarf Davíðs Oddssonar af stjórnmálasviðinu.

Innlent
Fréttamynd

Mótmælti fyrirhuguðum vegaskatti

Á fundi borgarráðs í dag lagði Ólafur F. Magnússon, borgarráðsfulltrúi F-listans, fram svohljóðandi tillögu: "Borgarráð leggur áherslu á að ekki verði um gjaldtöku að ræða vegna umferðar um Sundabraut, en það fæli m.a. í sér sérstakan vegaskatt á þá Reykvíkinga sem búsettir eru á Kjalarnesi."

Innlent
Fréttamynd

Konu enn haldið sofandi

Konu sem hlaut alvarleg brunasár og varð fyrir reykeitrun í eldsvoða í Stigahlíð í Reykjavík 27 ágúst síðastliðinn er enn haldið sofandi í öndunarvél.

Innlent
Fréttamynd

Truflanir á símkerfum hjá Vegagerð

Vegna vinnu í dreifistöð Orkuveitu Reykjavíkur verður rafmagnslaust í kvöld og nótt í aðalstöðvum Vegagerðannir í Reykjavík. Rafmagnsleysið veldur truflunum á tölvu- og símkerfum Vegagerðarinnar um allt land.

Innlent
Fréttamynd

Tekur ekki þátt í prófkjöri VG

Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í prófkjöri vinstri grænna fyrir næstu borgarstjórnarkosningar.

Innlent
Fréttamynd

Vaxtabætur skipta máli

Greiðslubyrði ungra hjóna sem kaupa þriggja herbergja íbúð í dag er meiri en ef þau hefðu keypt íbúðina í ársbyrjun 2004 segir á vef Alþýðusambands Íslands. Þetta skýrist af gríðarlegum hækkunum á íbúðarhúsnæði og gerir talsvert meira en að vega upp ávinninginn af lækkun vaxta á síðasta ári.

Innlent
Fréttamynd

Reiðilestur við Háskóla Íslands

Sigursteinn Másson, formaður Geðhjálpar hélt í hádeginu reiðilestur við Háskóla Íslands. Hann telur Háskóla Íslands ekki hafa hugað að geðheilbrigði stúdenta sinna, auk þess sem svo ómanneskjulega sé víða tekið á móti nýnemum að fjölmargir brotni undan álaginu og veikist hreinlega á geði.

Innlent
Fréttamynd

Ferðamenn sluppu ómeiddir

Tveir spænskir ferðamenn sluppu ómeiddir eftir að bíll sem þeir voru í valt á Þverárfjallsvegi á milli Sauðárkróks og Blönduóss í gærkvöldi. Ökumaður bifreiðarinnar missti stjórn á bílnum í lausamöl, að sögn lögreglunnar á Sauðárkróki, en ferðamennirnir voru á leið til Blönduóss þegar óhappið varð. Bifreiðin, sem fólkið hafði leigt, er gjörónýt.

Innlent
Fréttamynd

Vill ekki vegatoll á Sundabraut

Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi, telur að það komi ekki til greina að taka upp vegatoll á væntanlegri Sundabraut þar sem í því felist óviðunandi mismunun fyrir höfuðborgarbúa. Hann segir eðlilegra að taka upp einhvers konar umferðargjald fyrir allt svæðið.

Innlent
Fréttamynd

Fella átti úrskurð í febrúar

Frestur umhverfisráðherra til að fella úrskurð vegna þriggja kæra á úrskurð Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum Sundabrautar átti að renna út í febrúar. Viðamikið og óvenjulega flókið mál segir aðstoðarmaður ráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Gefur ekki kost á sér

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, ætlar ekki að gefa kost á sér til forystu í Sjálfstæðisflokknum á landsfundi flokksins, sem haldinn verður um miðjan október næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Íslandsbanki styrkir Landsbjörgu

Íslandsbanki undirritaði í morgun samstarfssamning við Slysavarnafélagið Landsbjörgu um að verða aðalstyrktaraðili félagsins næstu fjögur árin. Bankinn styrkir Landsbjörgu um þrjár milljónir króna á ári.

Innlent
Fréttamynd

Háskólinn gróðrastía geðsjúkdóma

Tvö þúsund geðsjúklingar stunda nám við Háskóla Íslands og það þarf að sinna þeim, segir formaður Geðhjálpar. Hann segir kennara við skólann hrokafulla í garð nemenda og verst sé ástandið í læknadeild og í sálfræði.

Innlent
Fréttamynd

Breytingar mestar fyrir flokkinn

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrirhreyfingarinnar - græns framboðs, segir að pólitíkin á Íslandi muni breytast í kjölfar þess að Davíð Oddsson hverfur af vettvangi þeirra, en hann tilkynnti sem kunnugt er að hann hygðist standa upp úr stól utanríkisráðherra 27. september næstkomandi. Steingrímur segir að breytingarnar séu mestar fyrir Sjálfstæðisflokkinn og það eigi eftir að koma í ljós hvernig sjálfstæðismönnum takist að vinna úr þeim.

Innlent
Fréttamynd

Rita talin óhult og að heiman

Ekki eru taldar miklar líkur á að Rita Daudin, íslensku konunnar sem saknað er í New Orleans, hafi verið heima við þegar fellibylurinn reið yfir.

Innlent
Fréttamynd

Geir Haarde næsti formaður?

Geir H. Haarde varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra tekur við embætti utanríkisráðherra af Davíð Oddssyni á ríkisráðsfundi 27. september næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Hættir sem formaður

Ráðherra og þingmenn Sjálfstæðisflokksins grunar að Davíð Oddsson tilkynni að hann hætti sem formaður flokksins síðar í dag.

Innlent
Fréttamynd

Innanlandsflugið til Keflavíkur

Innanlandsflugið til Keflavíkur og veg frá Skerjafirði yfir í Straumsvík. Þverpólitískt félag um þennan möguleika er í burðarliðnum. Yrði hann að veruleika tæki um tuttugu og fimm mínútur að aka frá miðborg Reykjavíkur og út á flugvöll.

Innlent
Fréttamynd

Hyggjast vinna að flutningi flugs

Þverpólitísk samstaða hefur myndast á Suðurnesjum um stofnun félags sem mun beita sér fyrir því að samgöngubætur verði gerðar milli Straumsvíkur og Vatnsmýrinnar og að innanlandsflugið verði flutt til Keflavíkurflugvallar. Formenn Framsóknarflokks, Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks í Reykjanesbæ ásamt fulltrúa óháðra hafa ákveðið að stofna félag til að vinna að þessu markmiði.

Innlent
Fréttamynd

Segja okrað á ökuritum

Hátt verð á nýjum stafrænum skráningarkortum, svonefndum ökuritum, sem sett verða í flutninga- og langferðabíla frá næstu áramótum, stafar af því hversu hversu fá kort eru í umferð hverju sinni, segir Einar Solheim, fjármálastjóri Umferðarstofu.

Innlent
Fréttamynd

Mikill tilfinningadagur

"Þetta er mikill tilfinningadagur," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra. "Það vita allir hversu mikilhæfur og merkilegur stjórnmálamaður Davíð er." Þorgerður segir að mikill missir verði af Davíð. "Það sem Davíð hefur umfram okkur í stjórnmálum er að hann sér hluti fyrir fram sem við náum ekki alltaf að sjá."

Innlent
Fréttamynd

Skjálftahrina á Reykjaneshrygg

Mikil jarðskjálftahrina hófst seint í gærkvöldi á Reykjaneshrygg. Tugir skjálfta hafa orðið í nótt og samkvæmt frumniðurstöðum úr sjálfvirkri úrvinnslu á vegum Veðurstofu Íslands, riðu tveir stærstu skjálftarnir yfir skömmu fyrir klukkan hálffjögur. Mældist sá fyrri 3,1 á Richter og sá síðari 3,8.

Innlent
Fréttamynd

Afgreiðslu atvinnuleyfa flýtt

Útlendingastofnun og Vinnumálastofnun hafa ákveðið í samráði við dómsmálaráðuneyti og félagsmálaráðuneyti að breyta verklagi við afgreiðslu umsókna frá ríkisborgurum hinna átta nýju aðildarríkja EES-samningsins. Samkvæmt því mun afgreiðsla umsóknanna taka mun skemmri tíma en áður og verður forgangur ríkisborgara þessara landa áréttaður að íslenskum vinnumarkaði umfram ríkisborgara utan EES-ríkjanna.

Innlent
Fréttamynd

Sjávarútvegsráðherra í fjármálin

Klukkustund áður en Davíð Oddsson tilkynnti brotthvarf sitt úr stjórnmálum vissi Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra að hann væri á leið í fjármálaráðuneytið.

Innlent
Fréttamynd

Lögregla lýsir eftir Frakka

Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir Christian Aballea frá Frakklandi. Christian hafði síðast samband við franska sendiráðið þann 23. ágúst sl. og ætlaði þá að fara í Landmannalaugar. Engar spurnir hafa verið af honum síðan og ekki er vitað hvar Christian var þegar hann hringdi.

Innlent