Innlent

Fréttamynd

Ríkið hirðir allt upp í 85%

Ellilífeyrisþegar sem freistast til að láta atvinnuauglýsingar lokka sig út á vinnumarkaðinn ættu að hugsa sig vandlega um. Ríkið hirðir nefnilega allt upp í 85 prósent launanna, í formi skatta og bótaskerðinga.

Innlent
Fréttamynd

Enn eitt reiðarslagið

Enn eitt reiðarslagið ríður nú yfir rækjuiðnaðinn hér á landi þar sem tollar af rækju frá Kanada til Evrópusamabndsins hafa verið lækkaðir til muna en hún keppir við íslensku rækjuna á þeim markaði.

Innlent
Fréttamynd

Búin að gefast upp á Landspítala

Yfiriðjuþjálfi til 24 ára á Landspítala háskólasjúkarhúsi er búinn að gefast upp, - í bili. Elín Ebba Ásmundsdóttir ræðir um orsakir áhugaleysis, virðingarleysis og skorts á væntumþykju og einlægum áhuga í starfsumhverfinu á LSH. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Um 400 börn enn á biðlistum

Rúmlega 400 börn bíða enn eftir plássi á frístundaheimilum borgarinnar vegna skorts á starfsfólki. Í leikskólana vantar um 100 starfsmenn. Stefán Jón Hafstein segir ráðningar ekki ganga nógu hratt.</font /></b />

Innlent
Fréttamynd

20 þúsund kr. meira í afborganir

Fólk sem keypti sér þriggja herbergja íbúð í byrjun sumars þarf að borga rúmum tuttugu þúsund krónum meira í afborganir af henni en fólk sem keypti jafn stóra íbúð undir lok síðasta árs.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Karlar að vakna til vitundar

Árni Magnússon félagsmálaráðherra ætlar að halda karlaráðstefnu um jafnréttismál í haust við góðar undirtektir. Hann segir að karlar séu að vakna til vitundar um jafnréttismál og það breikki umræðuna að þeir taki virkan þátt í henni. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Landsbankinn lækkaði um 6%

Talsverð niðursveifla varð á verði fyrirtækja í Kauphöllinni í morgun og lækkaði Landsbankinn tímabundið mest, eða um rösklega sex prósent. Að sögn Þórðar Friðjónssonar, forstjóra Kauphallarinnar, eru þessar sveiflur eðlilegar í ljósi mikilla hækkana upp á síðkastið og megi sjálfsagt að hluta rekja til þess að einhverjir séu að innleysa hagnað.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Aðildarumsókn ekkert einkamál

"Eðlilega þrýsta Norðurlandaráðherrarnir á okkur. Það var samkomulag um að Ísland færi í þetta ekki aðeins fyrir okkar hönd heldur einnig fyrir hönd allra Norðurlandanna. Þetta eru því líka hagsmunir annarra en okkar," segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra um aðildarumsókn Íslendinga að öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.

Innlent
Fréttamynd

Gröfuþjófurinn ófundinn

Þjófurinn sem braust inn í tölvuverslun í Kópavogi í fyrrinótt með því að beita traktorsgröfu er ófundinn og liggur enginn sérstakur undir grun eftir því sem fréttastofan best veit. Unnið var í allan gærdag að því að lagfæra framhlið verslunarinnar sem stórskemmdist og hleypur tjónið á mörg hundruð þúsundum króna.

Innlent
Fréttamynd

Óbreytt áætlun Iceland Express

Pálmi Haraldsson, einn aðaleiganda Iceland Express og Sterling, segir að ákvörðun Iceland Express um að fljúga til sex nýrra ákvörðunarstaða í Evrópu standi óbreytt þótt Sterling verði selt til FL Group. FL Group ætlar að taka upp viðræður við eignarhaldsfélagið Fons um kaup á Sterling-lágjaldaflugfélaginu, því fjórða stærsta í heimi.

Innlent
Fréttamynd

Athyglisvert val RÚV á viðmælendum

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokks í Reykjavík segir val stjórnenda Kastljóss á fulltrúa minnihluta gegn borgarstjóra, athyglisvert. Flugvallarmálið hafi verið til umræðu og stjórnendur Kastljóss hafi ákveðið að kalla til leiks varaborgarfulltrúa og prófkjörskandidat til að skiptast á skoðunum við borgarstjóra um málið í stað þess að kalla til oddvita minnihlutans til að skýra stefnu Sjálfstæðisflokks.

Innlent
Fréttamynd

Nýjar reglur um lóðaúthlutun

Bæjarstjórn Kópavogs náði í gær samkomulagi um nýjar reglur um lóðaúthlutun en síðasta úthlutun var harðlega gagnrýnd fyrir ógegnsæi og klíkuskap. Þá bárust 2300 umsóknir um lóðir við Elliðavatn en bæjarráð handvaldi þá tvö hundruð sem fengu lóðirnar.

Innlent
Fréttamynd

Kaupmáttur launa hefur rýrnað

Kaupmáttur launa þorra launþega hefur rýrnað frá áramótum samkvæmt útreikningum hagfræðinga ASÍ. Verðbólgan hefur haft launahækkunina um síðustu áramót af þorra þeirra launþega sem þiggja laun samkvæmt kjarasamningum fjölmennustu verkalýðshreyfinga.

Innlent
Fréttamynd

33 milljarða lækkun frá í morgun

Markaðsvirði fyrirtækjanna fimmtán í úrvalsvísitölu Kauphallarinnar er þrjátíu og þremur milljörðum króna lægra nú en þegar markaðir opnuðu í morgun. Þar af hefur Landsbankinn einn lækkað um nær tíu milljarða. Úrvalsvísitalan stóð í tæpum 4.500 stigum laust fyrir þrjú og var þá 2,5% lægri en í morgun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Allir farsímanotendur staðsettir

Lausn er að fást á málum farsímanotenda sem hringja í Neyðarlínuna. Tilkynningar er að vænta í dag frá Neyðarlínunni um hvernig málið verður leyst

Innlent
Fréttamynd

Halldór situr leiðtogafund Sþ

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra verður í Bandaríkjunum næstu þrjá daga en hann situr leiðtogafund Sameinuðu þjóðanna í New York. Forsætisráðherra mun ávarpa leiðtogafundinn á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Ríkið gæti þurft að borga meira

Launaábyrgðir ríkisins fyrir Bandaríkjaher gætu aukist um tugi milljóna ef Rafiðnaðarsambandið vinnur mál á hendur ríkinu í Hæstarétti. Í vor vann sambandið málið í Héraðsdómi, en því var áfrýjað og verður flutt í Hæstarétti í október.

Innlent
Fréttamynd

Vestfirðingar upplifa meiri hættu

„Vestfirðingar upplifa mikla áhættu vegna reglubundinna ferða sinna að vetrarlagi, mun meiri en íbúar annarra landshluta og skera sig í raun alveg úr“. Þannig komast sérfræðingar Rannsóknastofnunar Háskólans á Akureyri að orði í nýlegri skýrslu um samgöngur á Vestfjörðum og Bæjarins besta á Ísafirði greinir frá í dag.

Innlent
Fréttamynd

Vísitalan lækkaði enn einn daginn

Gengi hlutabréfa í Kauphöllinni snarlækkaði í dag. Úrvalsvísitalan hefur lækkað þrjá daga í röð. Sérfræðingur í greiningardeild Íslandsbanka telur engar ástæður til að hafa áhyggjur af þróuninni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Reglusamir menntskælingar

Nemendur í 4. bekk Menntaskólans á Akureyri komu til landsins í gær úr skólaferðalagi í Tyrklandi en flugvél þeirra lenti á Akureyri. Gerði lögreglan viðeigandi ráðstafanir og var á svæðinu með fíkniefnaleitarhund frá tollgæslunni.

Innlent
Fréttamynd

Viðtölum lokið

Lokið hefur verið við að taka viðtöl við starfsmenn Menntaskólans á Ísafirði vegna útttektar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands á stjórnunarháttum og samskiptum innan menntaskólans. Þetta kemur fram á fréttavefnum bb.is.

Innlent
Fréttamynd

Mikil fjöldi átröskunarsjúklinga

Þriðja hvern dag kemur nýr átröskunarsjúklingur á bráðavakt geðdeildar Landspítalans. Í haust stendur til að setja á stofn sérstaka göngudeild fyrir fólk með átröskun. 

Innlent
Fréttamynd

Útgerðir íhuga málssókn

Á næstu vikum skýrist hvort útgerðir fara í mál við olíufélögin til greiðslu skaðabóta vegna ólöglegs samráðs þeirra. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ), segir mögulega málshöfðun hafa verið til skoðunar innan sambandsins, en ákvörðun um hana sé á hendi félaganna sjálfra.

Innlent
Fréttamynd

Verðbólgan hækkar afborganir lána

Verðtrygging húsnæðislána tíðkast hvergi nema á Íslandi ef miðað er við lönd innan OECD. Verðbólgan nú hefur þau áhrif að afborganir á húsnæðislánum hækka jafnvel um tugi þúsunda á ári. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Ók traktor inn í tölvuverslun

Óvenju bíræfinn þjófur ók stolinni traktorsgröfu inn í tölvuverslun við Bæjarlind í Kópavogi undir morgun og braut í leiðinni dyraumbúnað og stóran sýningarglugga. Að því búnu lét hann greipar sópa í verlsuninni og hvarf á brott. Ekki er enn vitað hversu miklu hann stal né hver eða hverjir voru þarna á ferð, en rannsóknarlögreglumenn eru á vettvangi.

Innlent
Fréttamynd

Matsmenn skoði krufningargögn

Hæstiréttur sneri úrskurði Hérðasdóms Reykjavíkur og segir að kalla beri til tvo matsmenn í réttarmeinafræðum til þess að meta gögn úr krufningu manns sem lést af völdum hnefahöggs á Ásláki í Mosfellsbæ á síðasta ári. Héraðsdómur hafnaði beiðni verjanda þess, sem er grunaður um verknaðinn, um dómkvadda matsmenn.

Innlent
Fréttamynd

1,8% atvinnuleysi í ágúst

Í ágústmánuði síðastliðnum voru skráðir 65.550 atvinnuleysisdagar á landinu öllu sem jafngilda því að 2.851 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá í mánuðinum. Þessar tölur jafngilda 1,8 prósenta atvinnuleysi, en áætlaður mannafli á vinnumarkaði samkvæmt áætlun ffnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytis í ágúst 2005 er 156.683.

Innlent
Fréttamynd

Ábyrgðin hjá ríkisvaldinu

Hagfræðingur Alþýðusambands Íslands segir að verðbólgan sé að stórum hluta tilkomin vegna aðhaldsleysis í ríkisfjármálum. Tímasetningar á framkvæmdum hafi verið rangar. Annar hagfræðingur segir að þenslan sé ekki lengur aðeins bundin við olíuverð og íbúðaverð heldur sé að breiðast út um hagkerfið. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

FL Group vill kaupa Sterling

FL Group hefur áhuga á að kaupa Sterling-flugfélagið af eignarhaldsfélaginu Fons, sem er í eigu Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar. Ákveðið hefur verið að hefja viðræður. "Þessar þreifingar eru á algjöru frumstigi og óvíst til hvers þær leiða," sagði Hannes Smárason, stjórnarformaður Flugleiða, í gærkvöldi. 

Viðskipti innlent