Innlent

Fréttamynd

Kastaði eggjum í stjórnarráðið

Lögrelgan handtók í hádeginu í dag ungan mann sem hent hafði tveimur eggjum í stjórnarráðið. Maðurinn veitti ekki mótþróa við handtöku en að sögn lögreglu er ekki ljóst hvers vegna maðurinn ákvað að tjá álit sitt á valdstjórninni með eggjakastinu. Hann verður yfirheyrður í dag.

Innlent
Fréttamynd

Konur leggi niður vinnu

Íslenskar konur er hvattar til að leggja niður vinnu þann 24. október næstkomandi, en þá verða liðin 30 ár frá kvennafrídeginum árið 1975. Rósa Erlingsdóttir, verkefnisstjóri hins nýja kvennafrídags, segir að konur verði ekki hvattar til að leggja niður störf með sama hætti gert hafi verið fyrir 30 árum heldur sé því beint til kvenna að leggja niður störf frá klukkan 14.08, en reiknað hafi verið út að þá hafi þær unnið fyrir launum sínum ef litið sé til munar á atvinnutekjum karla og kvenna.

Innlent
Fréttamynd

Uppskipting Burðaráss var jákvæð

Ingimar Ísak Bjargarson er þrettán ára nemi í Laugarlækjaskóla. Auk þess að spila íshokkí, æfa sig á gítar og leika sér með fjarstýrða bílinn sinn fylgist hann með gengi hlutabréfa í Landsbankanum og Straumi. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Hafi misst stjórn á sér augnablik

Aðalmeðferð hófst í morgun í máli Scotts Ramseys sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás. Ramsey er gefið að sök að hafa aðfaranótt 13. nóvember í fyrra á skemmtistaðnum Traffic í Keflavík, slegið danskan hermann í hálsinn, með þeim afleiðingum að hann lést. Ramsey bar fyrir dómi að hann hafi misst stjórn á skapi sínu eitt augnablik þegar hann sló hermanninn.

Innlent
Fréttamynd

Furða sig á seinagangi nefndar

Fulltrúar Alþýðusambands Íslands furða sig á því að nefnd sem Árni Magnússon félagsmálaráðherra skipaði og átti að kanna hugsanlega lagasetningu á starfsemi starfsmannaleiga hér á landi skuli enn ekki hafa lokið störfum.

Innlent
Fréttamynd

Baugsmálið í Hæstarétt

Hæstarétti hefur borist kæra Ríkislögreglustjóra vegna úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur síðastliðinn þriðjudag þar sem Baugsmálinu var í heild vísað frá dómi.

Innlent
Fréttamynd

Boðið upp á stöðupróf í tungumálum

Háskólinn í Reykjavík hyggst á morgun bjóða upp á stöðupróf í tungumálum fyrir alla í tilefni af tungumála degi Evrópu. Gefst fólki kostur á að þreyta prófin frá klukkan 15 til 18 í húsakynnum Háskólans að Reykjavík að Ofanleiti 2. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skólanum

Innlent
Fréttamynd

Fagmennska hjá RLS?

Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, hefur verið sendur út af örkinni af yfirmönnum sínum, þeim Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra og Jóni H. B. Snorrasyni, saksóknara embættisins."  

Innlent
Fréttamynd

Skiptar skoðanir um sænsku leiðina

Vonast er til að nefnd um mismunandi löggjöf um vændi, klámiðnað og mansal í Evrópu muni skila af sér niðurstöðum fyrir lok mánaðarins. Líklegt þykir að nefndin skili af sér fleiri en einu áliti þar sem skiptar skoðanir eru innan hennar um ágæti sænsku leiðarinnar um að gera kaup á vændi refsiverð. 

Innlent
Fréttamynd

Engar ákærur á hendur mótmælendum

Engar ákærur hafa verið gefnar út á hendur erlendum og íslenskum mótmælendum sem í sumar höfðu sig talsvert í frammi á virkjunarsvæðinu við Kárahnjúka og byggingarlóð álversins á Reyðarfirði þrátt fyrir fjaðrafok í tengslum við mótmælin og yfirlýsingar um ítrekuð lögbrot.

Innlent
Fréttamynd

Verklagsreglur vegna hermannaveiki

Sýking starfsmanns af hermannaveiki á vinnustað í Reykjavík er tilefni þess að Umhverfisráð Reykjavíkur hyggst nú setja tilteknar verklagsreglur til varnar smiti. Í fyrsta skipti hefur nú tekist að rækta samsvarandi sýni úr sjúklingi og umhverfi hans.

Innlent
Fréttamynd

Málaferli ef olíufélög borgi ekki

Reykjavíkurborg krefur olíufélögin um 150 milljónir króna í bætur vegna verðsamráðs olíufélaganna við útboð á olíuviðskiptum borgarinnar árið 1996. Borgarstjóri hótar málaferlum ef þau borga ekki.

Innlent
Fréttamynd

Saka hvorar aðra um svik

Ásakanir um svik og ólýðræðisleg vinnubrögð ganga nú enn og aftur á víxl milli tveggja fylkinga í félagsskap ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, Heimdalli, og er megindeiluefnið nú fundartími og val á honum í tenglsum við val á um 150 fulltrúum Heimdalls á landsfundi ungra sjálfstæðismanna sem haldinn verður 30. september næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Efling ósátt við viðbrögð FL

Efling-stéttarfélag er ósátt við viðbrögð Félags leikskólakennara í umræðunni um kjör leikskólakennara undanfarið. Í yfirlýsingu frá Eflingu-stéttarfélagi segir að almennir starfsmenn leikskólanna haldi uppi starfsemi þeirra í ríkum mæli og ef krafta þeirra nyti ekki við væri starfsemin meira og minna lömuð.

Innlent
Fréttamynd

Rekinn tollari fær ekki bætur

Hæstiréttur féllst ekki á 27 milljóna króna bótakröfu deildarstjóra tollgæslunnar á Selfossi sem vikið hafði verið frá störfum vegna gruns um aðild að tolla- og hegningarlagabrotum við tollafgreiðslu á bílum til landsins. Hann þarf í staðinn að reiða fram 400.000 krónur í málskostnað til ríkisins.

Innlent
Fréttamynd

Vill að ákæruvald verði þrískipt

Ríkissaksóknari vill að ákæruvald verði þrískipt en ekki tvískipt, og að stofnað verði embætti héraðssaksóknara. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður telur að taka verði ákæruvaldið af lögreglustjórunum svo að girt sé fyrir að sömu menn bæði rannsaki og ákæri í málum.

Innlent
Fréttamynd

Slítur sundur friðinn

Stefán Hilmar Hilmarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Baugs, hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: "Arnar Jensson lögreglumaður tjáði sig um svokallað Baugsmál í sjónvarpinu í gær. Orðræða hans þar var á köflum með slíkum endemum að maður efaðist um að þessi maður væri staddur á sömu öld og í sama veruleika og við hin."

Innlent
Fréttamynd

Málið fær efnislega meðferð

Bogi Nilsson ríkissaksóknari reiknar með því að embætti ríkislögreglustjóra og efnahagsbrotadeild embættisins muni halda áfram rekstri Baugsmálsins sem vísað var frá dómi á þriðjudag. Sá úrskurður hefur verið kærður til Hæstaréttar.

Innlent
Fréttamynd

Una ekki ummælum Ingibjargar

Starfsmenn efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra una ekki yfirlýsingum Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar, um Baugsmálið og krefjast þess að hún útskýri mál sitt.

Innlent
Fréttamynd

Vernda þarf kóral við Íslandsmið

Gera þarf ráðstafanir til þess vernda kóral á hafsbotninum við Íslandsmið. Þetta er niðurstaða skýrslu sem skilað var til sjávarútvegsráðherra í dag. Í henni er lagt til að þrjú hafsvæði, sem eru um það bil 73 ferkílómetrar að stærð, verði friðuð til þess að vernda kóralinn. Í skýrslunni er jafnframt lagt til að gert verði sérstakt átak í að kortleggja hafstbotninn á Íslandsmiðum.

Innlent
Fréttamynd

Miklar endurbætur á Alþingishúsinu

Umfangsmiklar endurbætur hafa staðið yfir á Alþingishúsinu síðastliðin tvö ár og nú sér brátt fyrir endann á þeim. Ákveðið var árið 2002 að ráðast í endurbæturnar en engar engar heildstæðar viðgerðir höfðu þá verið gerðar á húsinu frá því það var byggt árið 1881. Framkvæmdunum var skipt í nokkra áfanga enda einungis hægt að vinna að þeim að sumarlagi meðan hlé er á þingstörfum.

Innlent
Fréttamynd

Greiði bætur fyrir naugðun

Stúlka sem sakaði þrjá menn um nauðgun fékk í dag dæmdar 1,1 milljón í miskabætur í Hæstarétti. Mennirnir eru taldir hafa brotið gegn kynfrelsi hennar með því að hafa samfarir við hana gegn hennar vilja. Talið var nægilega sannað að mennirnir þrír hefðu með athöfnum sínum brotið sameiginlega gegn frelsi og persónu stúlkunnar. Þeir eru dæmdir til að greiða henni bætur, en verður ekki refsað fyrir sjálfa nauðgunina.

Innlent
Fréttamynd

Ógnuðu starfsfólki með hnífum

Vopnað rán var framið í Laugarnesapóteki um klukkan tvö í dag. Tveir menn vopnaðir hnífum ógnuðu starfsfólki og vitorðsmaður þeirra beið í bíl skammt frá og komst hann tímabundið undan.

Innlent
Fréttamynd

Eldri borgarar á fimleikamót

Fjöldi íslenskra eldri borgara hyggur á þátttöku í fimleikasýningunni Gullnu árin 2005 sem Fimleikasamband Evrópu efnir til á Kanaríeyjum í nóvember. Sýningin er nú haldin í fyrsta sinn en stefnt er að því að hún fari fram fjórða hvert ár í framtíðinni.

Innlent
Fréttamynd

Skortur á verkamönnum í Póllandi

Byggingaframkvæmdir í Póllandi eru að stöðvast vegna þess að pólskir byggingaverkamenn eru annaðhvort að vinna við Kárahnjúka eða einhverjar aðrar framkvæmdir á Vesturlöndum.

Erlent
Fréttamynd

Frávísun máls felld úr gildi

Hæstiréttur hefur fellt úr gildi frávísun héraðsdóms í máli Auðar Laxness gegn Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni. Auður sakar Hannes um ritstuld í bók hans <em>Halldór</em>. Málið fer nú aftur fyrir héraðsdóm sem mun taka efnislega afstöðu til þess. Þegar Héraðsdómur vísaði málinu frá var það á þeirri forsendu að það væri ekki nógu vel reifað.

Innlent
Fréttamynd

Deila um val á fulltrúum á þing

Núverandi og fyrrverandi valdhafar í Heimdalli, félagi ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, eru komnir í hár saman vegna vals á fulltrúum á þing Sambands ungra sjálfstæðismanna. Þrjátíu og einn fyrrverandi trúnaðarmaður félagsins hefur undirritað yfirlýsingu þar sem stjórn Heimdallar er sökuð um valdníðslu og ólýðræðislegar tilraunir til að tryggja frambjóðendum sér þóknanlegum kjör í embætti formanns og varaformanns Sambands ungra sjálfstæðismanna.

Innlent
Fréttamynd

Fálka sleppt úr Húsdýragarði

Fyrr í dag var grænlandsfálka, sem dvalið hafði í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum frá því sumar, sleppt við Hengil. Í tilkynningu frá garðinum segir að fálkinn, sem er kvenfugl, hafi komið í garðinn eftir að hafa fundist grútarblautur á Snæfellsnesi. Grúturinn var þveginn af henni en til þess þurfti tvo þvotta.

Innlent
Fréttamynd

Leituðu neyðarsendis á Reykjanesi

Varðskip, björgunarskipið frá Sandgerði og björgunarsveitarmenn á landi leituðu í allan gærdag að neyðarsendi sem gaf til kynna að að einhver vá væri við Reykjanes. Gervihnöttur nam sendingarnar og bárust upplýsingar um þær frá Noregi. Eftir mikla leit fundu björgunarsveitarmenn sendinn í fjörunni á bak við sjoppu í Sandgerði klukkan hálftíu í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

273 þúsund GSM-símar í noktun hér

Nær 273 þúsund GSM-farsímar eru í notkun hér á landi samkvæmt nýrri samantekt Póst- og fjarskiptastofnunar. Síminn er með 64,5 prósent allra farsímaáskrifenda og 66,4 prósent þeirra sem eru með fyrirfram greidd símkort. 20.564 langdrægir NMT-farsímar eru í notkun og eru þeir allir í áskrift hjá Landsímanum að því er fram kemur í tölum Póst- og fjarskiptastofnunar.

Innlent