Innlent

Fréttamynd

Engar ákærur á hendur mótmælendum

Engar ákærur hafa verið gefnar út á hendur erlendum og íslenskum mótmælendum sem í sumar höfðu sig talsvert í frammi á virkjunarsvæðinu við Kárahnjúka og byggingarlóð álversins á Reyðarfirði þrátt fyrir fjaðrafok í tengslum við mótmælin og yfirlýsingar um ítrekuð lögbrot.

Innlent
Fréttamynd

Verklagsreglur vegna hermannaveiki

Sýking starfsmanns af hermannaveiki á vinnustað í Reykjavík er tilefni þess að Umhverfisráð Reykjavíkur hyggst nú setja tilteknar verklagsreglur til varnar smiti. Í fyrsta skipti hefur nú tekist að rækta samsvarandi sýni úr sjúklingi og umhverfi hans.

Innlent
Fréttamynd

Málaferli ef olíufélög borgi ekki

Reykjavíkurborg krefur olíufélögin um 150 milljónir króna í bætur vegna verðsamráðs olíufélaganna við útboð á olíuviðskiptum borgarinnar árið 1996. Borgarstjóri hótar málaferlum ef þau borga ekki.

Innlent
Fréttamynd

Saka hvorar aðra um svik

Ásakanir um svik og ólýðræðisleg vinnubrögð ganga nú enn og aftur á víxl milli tveggja fylkinga í félagsskap ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, Heimdalli, og er megindeiluefnið nú fundartími og val á honum í tenglsum við val á um 150 fulltrúum Heimdalls á landsfundi ungra sjálfstæðismanna sem haldinn verður 30. september næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Efling ósátt við viðbrögð FL

Efling-stéttarfélag er ósátt við viðbrögð Félags leikskólakennara í umræðunni um kjör leikskólakennara undanfarið. Í yfirlýsingu frá Eflingu-stéttarfélagi segir að almennir starfsmenn leikskólanna haldi uppi starfsemi þeirra í ríkum mæli og ef krafta þeirra nyti ekki við væri starfsemin meira og minna lömuð.

Innlent
Fréttamynd

Rekinn tollari fær ekki bætur

Hæstiréttur féllst ekki á 27 milljóna króna bótakröfu deildarstjóra tollgæslunnar á Selfossi sem vikið hafði verið frá störfum vegna gruns um aðild að tolla- og hegningarlagabrotum við tollafgreiðslu á bílum til landsins. Hann þarf í staðinn að reiða fram 400.000 krónur í málskostnað til ríkisins.

Innlent
Fréttamynd

Vill að ákæruvald verði þrískipt

Ríkissaksóknari vill að ákæruvald verði þrískipt en ekki tvískipt, og að stofnað verði embætti héraðssaksóknara. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður telur að taka verði ákæruvaldið af lögreglustjórunum svo að girt sé fyrir að sömu menn bæði rannsaki og ákæri í málum.

Innlent
Fréttamynd

Slítur sundur friðinn

Stefán Hilmar Hilmarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Baugs, hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: "Arnar Jensson lögreglumaður tjáði sig um svokallað Baugsmál í sjónvarpinu í gær. Orðræða hans þar var á köflum með slíkum endemum að maður efaðist um að þessi maður væri staddur á sömu öld og í sama veruleika og við hin."

Innlent
Fréttamynd

Málið fær efnislega meðferð

Bogi Nilsson ríkissaksóknari reiknar með því að embætti ríkislögreglustjóra og efnahagsbrotadeild embættisins muni halda áfram rekstri Baugsmálsins sem vísað var frá dómi á þriðjudag. Sá úrskurður hefur verið kærður til Hæstaréttar.

Innlent
Fréttamynd

Una ekki ummælum Ingibjargar

Starfsmenn efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra una ekki yfirlýsingum Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar, um Baugsmálið og krefjast þess að hún útskýri mál sitt.

Innlent
Fréttamynd

Vernda þarf kóral við Íslandsmið

Gera þarf ráðstafanir til þess vernda kóral á hafsbotninum við Íslandsmið. Þetta er niðurstaða skýrslu sem skilað var til sjávarútvegsráðherra í dag. Í henni er lagt til að þrjú hafsvæði, sem eru um það bil 73 ferkílómetrar að stærð, verði friðuð til þess að vernda kóralinn. Í skýrslunni er jafnframt lagt til að gert verði sérstakt átak í að kortleggja hafstbotninn á Íslandsmiðum.

Innlent
Fréttamynd

Miklar endurbætur á Alþingishúsinu

Umfangsmiklar endurbætur hafa staðið yfir á Alþingishúsinu síðastliðin tvö ár og nú sér brátt fyrir endann á þeim. Ákveðið var árið 2002 að ráðast í endurbæturnar en engar engar heildstæðar viðgerðir höfðu þá verið gerðar á húsinu frá því það var byggt árið 1881. Framkvæmdunum var skipt í nokkra áfanga enda einungis hægt að vinna að þeim að sumarlagi meðan hlé er á þingstörfum.

Innlent
Fréttamynd

Greiði bætur fyrir naugðun

Stúlka sem sakaði þrjá menn um nauðgun fékk í dag dæmdar 1,1 milljón í miskabætur í Hæstarétti. Mennirnir eru taldir hafa brotið gegn kynfrelsi hennar með því að hafa samfarir við hana gegn hennar vilja. Talið var nægilega sannað að mennirnir þrír hefðu með athöfnum sínum brotið sameiginlega gegn frelsi og persónu stúlkunnar. Þeir eru dæmdir til að greiða henni bætur, en verður ekki refsað fyrir sjálfa nauðgunina.

Innlent
Fréttamynd

Ógnuðu starfsfólki með hnífum

Vopnað rán var framið í Laugarnesapóteki um klukkan tvö í dag. Tveir menn vopnaðir hnífum ógnuðu starfsfólki og vitorðsmaður þeirra beið í bíl skammt frá og komst hann tímabundið undan.

Innlent
Fréttamynd

Belti og loftpúðar björguðu miklu

Öryggisbelti og til þess búnir loftpúðar eru taldir hafa bjargað ökumönnum tveggja bíla sem lentu saman á gatnamótum Dragháls og Bitruháls laust eftir hádegi í dag. Ekki er ljóst með hvaða hætti slysið varð en bílarnir voru að mætast þegar þeir lentu harkalega saman á gatnamótunum.

Innlent
Fréttamynd

Ekki refsað fyrir nauðgun

Hæstiréttur hefur dæmt konu, sem var fórnarlamb hópnauðgunar, 1,1 milljón króna í bætur. Nauðgararnir ganga samt lausir og þurfa ekki að óttast að fara í fangelsi.

Innlent
Fréttamynd

Nýr og ógeðfelldur tónn

Eftir það sem á undan er gengið er sérkennilegt að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skuli enn telja það málstað sínum til framdráttar að nota dylgjur til að grafa undan trausti í garð lögreglumanna og annarra, sem starfa á vegum embættis ríkislögreglustjóra," segir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Methagnaður hjá sparisjóðum

Methagnaður varð á rekstri sparisjóðanna og Sparisjóðabankans á fyrri hluta ársins 2005, en alls nemur hagnaðurinn 4.582 milljónum króna eftir skatta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sambandi íslenskra sparisjóða. Hagnaðurinn á fyrstu sex mánuðum ársins er aðeins sex prósentum minni en hann var allt árið 2004 en þá var hann ríflega 4,8 milljarðar króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sérstakt eftirlit vegna innbrota

Innbrot í nýbyggingar og vinnuskúra í Hvarfa- og Kórahverfi í Kópavogi hafa verið tíð að undanförnu, samkvæmt lögreglunni í Kópavogi. Talsverðum verðmætum hefur verið stolið, aðallega verkfærum. Til að stemma stigu við þessu ætlar lögreglan halda uppi sérstöku eftirliti í þessum hverfum.

Innlent
Fréttamynd

Ráðherrar fóru gegn ráðgjöf HSBC

Ráðgjafi einkavæðingarnefndar í sölu ríkisbankanna 2002, HSBC, vildi að skilyrði yrðu sett um verðtilboð Samson í Landsbankann svo tryggja mætti hæsta verðið. HSBC mælti einnig gegn því að farið yrði í viðræður við Samson svo snemma í söluferlinu. Ráðherranefndin hunsaði ráðin. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Sektin tæpar 70 milljónir

Fyrrum framkvæmdastjóri og stjórnarmaður fuglabúsins Móa, Ólafur Jón Guðjónsson, var í gær dæmdur til að greiða 68 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs. Þá var hann dæmdur í tveggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár.

Innlent
Fréttamynd

Lyf með kódíni úr lausasölu

Parkódín og önnur lyf með kódíni verða tekin úr lausasölu eftir rúma viku eða þann 1.október. Læknar og lyfjaverslanir hafa fæstar verið látnar vita hvað dag bannið tekur gildi.

Innlent
Fréttamynd

Segja umræðu í fjölmiðlum einhliða

Starfsmenn efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjórans hafa sent frá sér yfirlýsingu í tilefni af umræðum í fjölmiðlum og yfirlýsingum alþingismanna um rannsókn á málefnum stjórnenda Baugs Group hf.

Innlent
Fréttamynd

Fráleitar ásakanir um dylgjur

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir ásakanir starfsmanna efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, dómsmálaráðherra og fleiri um dylgjur af sinni hálfu séu fráleitar.

Innlent
Fréttamynd

Tíu mánuðir fyrir fjölda brota

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag tæplega tvítugan mann í tíu mánaða fangelsi fyrir bílþjófnaði, innbrot, þjófnaði og fyrir að aka bifreið í ein tíu skipti án ökuréttinda. Maðurinn játaði brot sín sem hann framdi að hluta til í félagi við annan mann á þrítugsaldri. Mál eldri mannsins voru hins vegar aðskilin frá máli þess yngri og því verður dæmt í því máli síðar.

Innlent
Fréttamynd

Hálka og hálkublettir víða um land

Hálka eða hálkublettir eru víða um land og er fólk beðið um að fara varlega af þeim sökum. Hálkublettir eru á Hellisheiði, í Þrengslum, á Bröttubrekku, Holtavörðuheiði, Fróðárheiði, Vatnaleið og á milli Grundarfjarðar og Stykkilshólms. Þá er hálka eða hálkublettir víða á Vestfjörðum, Norðausturlandi og Austurlandi.

Innlent
Fréttamynd

Fann ekki Íbúðalánasjóð

Sophus Klein Jóhannsson er ósáttur vegna merkingaleysis. "Ég ók fram og til baka um Borgartúnið og marga hringi kringum hringtorgin tvö," segir Sophus Klein sem átti erindi í Íbúðalánasjóð á dögunum.  </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Embætti hafi brugðist skyldum

Ríkislögreglustjóraembættið hefur brugðist skyldum sínum í rannsókn og útgáfu ákæru í Baugsmálinu að sögn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar. Hún vísar hins vegar ásökunum efnhagsbrotadeildar frá því í morgun um að hún hafi sagt embættinu handstýrt af yfirboðurum sínum alfarið á bug.

Innlent
Fréttamynd

Bíll valt við Ingólfshvol

Farþegi bílaleigubíls var fluttur á slysadeild Landspítala - háskólasjúkrahúss í Reykjavík eftir að ökumaður bifreiðarinnar missti stjórn á henni í hálku á Suðurlandsvegi við Ingólfshvol, milli Hveragerði og Selfoss, rétt fyrir klukkan átta í gærmorgun.

Innlent
Fréttamynd

Rekinn tollari fær ekki bætur

Hæstiréttur féllst ekki á 27 milljóna króna bótakröfu deildarstjóra tollgæslunnar á Selfossi sem vikið hafði verið frá störfum vegna gruns um aðild að tolla- og hegningarlagabrotum við tollafgreiðslu á bílum til landsins. Hann þarf í staðinn að reiða fram 400.000 krónur í málskostnað til ríkisins.

Innlent