Innlent Geta misst allt að 2 mánuði úr Hjartveik börn geta misst allt að tveimur mánuðum á ári úr skóla án þess að þeim sé bætt það upp. Margrét Ragnars, formaður Neistans, segir að það fari eftir skólum hvort börnin fái aukakennslu eða ekki. Innlent 23.10.2005 15:01 Tíu milljónir króna söfnuðust Alls söfnuðust tíu milljónir króna í söfnuninni „Börn hjálpa börnum“ sem nú er nýlokið en söfnunin hófst formlega á 75 ára afmælisdegi frú Vigdísar Finnbogadóttur 15. apríl síðastlinn. Rúmlega þrjú þúsund grunnskólabörn gengu í hús með söfnunarbauka í vor en baukar hafa einnig staðið í verslunum og fyrirtækjum. Lífið 23.10.2005 15:01 Umferðarslys í Ártúnsbrekkunni Umferðarslys varð í Ártúnsbrekkunni fyrir skemmstu og umferð um brekkuna er því stífluð til vesturs að öðru leyti en því að ein akrein er opin. Því má búast við einhverjum töfum á umferð næstu mínúturnar eða jafnvel lengur og því ráðlagt fyrir ökumenn að velja aðra leið ef mögulegt er. Innlent 23.10.2005 15:01 Innflutningurinn hefur tvöfaldast Innflutningur á dýrum sem notuð eru við tilraunir hefur snaraukist á síðustu árum. Ólíkt því sem gerist í nágrannalöndunum hafa dýraverndunarsinnar ekki beint spjótum sínum að íslenskum tilraunastofum enda gilda mjög strangar reglur um meðferð dýranna. Innlent 23.10.2005 15:01 Jarðgöng til Bolungarvíkur Ríkisstjórnin samþykkti í gær að ráðist verði þegar í stað í undirbúning jarðgangagerðar undir Óshlíð á milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar. Innlent 23.10.2005 15:01 Bifhjólaslys í Ártúnsbrekku Ökumaður og farþegi á bifhjóli slösuðust í umferðarslysi í Ártúnsbrekkunni nú á fjórða tímanum. Bæði voru flutt á slysavarðsstofu. Umferð um Ártúnsbrekkuna tafðist til vesturs á meðan verið var að gera að sárum fólksins og koma því í sjúkrabíl og koma bifhjólinu af veginum. Innlent 23.10.2005 15:01 Bessastaðir orðnir bleikir Bessastaðir voru lýstir upp í bleikum lit í kvöld og munu vera það til mánudagsmorguns. Þetta er gert í tilefni af því að í októbermánuði verður vakin athygli á brjóstakrabbameini hér á landi, sjötta árið í röð, frætt um sjúkdóminn og konur hvattar til að nýta sér boð Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins um röntgenmyndatöku.> Innlent 23.10.2005 17:31 Dæmt til að borga starfsmanni laun Fyrirtækið Norðan heiða á Hvammstanga verður að greiða fyrrverandi starfsmanni sínum 1,3 milljónir króna auk dráttarvaxta, samkvæmt dómi Hæstaréttar. Starfsmanninum var sagt upp störfum vorið 2004 og skömmu eftir uppsögnina lét hann af störfum. Hann og yfirmann hans greindi á um hvort starfslokin væru að ósk starfsmannsins eða fyrirtækisins og höfðaði hann mál til að fá greidd laun í uppsagnarfresti. Innlent 23.10.2005 15:01 100 manns eiga inni laun Um hundrað manns eiga inni laun hjá Slippstöðinni á Akureyri og vita ekki hvort eða hvenær þeir fá útborgað. Starfsmennirnir brugðu því á það ráð að loka Slippstöðinni og logsjóða aftur dyr til að knýja á um lausn sinna mála. Innlent 23.10.2005 15:01 Varað við óveðri á Gemlufallsheiði Vegagerðin varar við við óveðri á Gemlufallsheiði og þá er Hrafnseyrarheiði ófær. Aðrar heiðar á Vestfjörðum er verið að moka. Hálkublettir eru á Holtavörðuheiði og í Bröttubrekku og eins eru hálkublettir eða snjóþekja sumstaðar á Snæfellsnesi og í Dölum. Innlent 23.10.2005 15:00 Ekki verkfall á hjúkrunarheimilum Félagar í SFR, stéttarfélagi í almannaþjónustu, hafa samþykkt nýgerðan kjarasamning við Samtök fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu. 71 prósent greiddu atkvæði með samningnum en rúmlega helmingur þeirra tæplega þrjú hundruð félagsmanna sem voru á kjörskrá greiddu atkvæði. Þar með er ljóst að ekkert verður af verkfalli á hjúkrunarheimilum og öðrum stofnunum sem nýi samningurinn gildir á. Innlent 23.10.2005 15:00 Þekkingarsamfélag í Borgarfirði Borgarbyggð, Borgarfjarðasveit, Viðskiptaháskólinn á Bifröst, Landbúnaðarháskóli Íslands og Orkuveita Reykjavíkur undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um samstarf við mótun og þróun þekkingarsamfélags í Borgarfirði. Innlent 23.10.2005 15:01 Björn sækist eftir 7. sæti Björn Gíslason, framkvæmdastjóri SHS fasteigna, hefur ákveðið að sækjast eftir 7. sæti á lista sjálstæðismanna í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir kosningar til borgarstjórnar. Innlent 23.10.2005 15:00 Mótmælaaðgerðir við Slippstöðina Allir starfsmenn Slippstöðvarinnar á Akureyri lögðu niður vinnu fyrr í dag og komu í veg fyrir að hráefni sem nota átti við Kárahnjúka yrði flutt frá Slippstöðinni, en með þesu vilja þeir mótmæla því að þeir hafi ekki fengið greidd laun í gær eins og til stóð og ekki heldur í dag. Innlent 23.10.2005 15:01 Rækjuveiðar og -vinnsla í uppnámi Rækjuveiðar og -vinnsla er að hrynja hér á landi eins og við greindum frá nýverið og í gær var öllum 25 starfsmönnum rækjuvinnslunnar Íshafs á Húsavík sagt upp frá og með morgundeginum. Innlent 23.10.2005 15:01 Hafnaði kröfum beggja aðila Hæstiréttur hefur sýknað Samskip af sjö milljóna króna skaðabótakröfu útgerðarkonu í Ólafsvík og útgerðarkonuna af þriggja milljóna kröfu Samskipa. Samskip fluttu hundrað tonn af frosnum sandsílum til landsins fyrir konuna árið 1999. Deilt var um hvort flytja ætti sílin alla leið til Ólafsvíkur eða aðeins til Reykjavíkur þar sem þau urðu innlyksa á gámasvæði Samskipa næstu þrjú árin. Innlent 23.10.2005 15:01 Ráðist í jarðgöng undir Óshlíð Ríkisstórnin ákvað á fundi sínum í morgun að ráðast nú þegar í gerð jarðganga undir Óshlíð á milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar, en Óshlíðarvegurinn er eina tenging Bolvíkinga við umheiminn landleiðina. Þar hefur grjóthrun færst í vöxt og hvað eftir annað legið við slysum. Ráðgert er að göngin verði 120 metra löng og leysi af hólmi hættulegasta kafla Óshlíðarvegar. Innlent 23.10.2005 15:01 Komu í veg fyrir bruna í Skútuvogi Lögreglu- og slökkviliðsmönnum tókst með snaræði að koma í veg fyrir eldsvoða í lyftarageymslu við Skútuvog í nótt þar sem ofhitnun hafði orðið í rafgeymum. Með því að aftengja allt og kæla geymana var komið í veg fyrir að verr færi. Ekki er vitað hvers vegna geymarnir ofhitnuðu. Innlent 23.10.2005 15:00 25 manns sagt upp í Stykkishólmi Tuttugu og fimm manns hefur verið sagt upp störfum hjá rækjuvinnslu Sigurðar Ágústssonar ehf. í Stykkishólmi. Fyrirtækið mun hætta rækjuvinnslu sinni frá og með næstu áramótum. Ástæða lokunarinnar er, samkvæmt fréttatilkynningu, langvarandi óhagstæð ytri skilyrði í rækjuvinnslu. Innlent 23.10.2005 15:01 Komufarþegum fjölgaði um 7,7% Farþegum sem komu til landsins um Keflavíkurflugvöll fjölgaði um tæp átta prósent á fyrstu átta mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Á þessu ári höfðu 534 þúsund farþegar lent á Keflavíkurflugvelli í byrjun september borið saman við 496 þúsund farþega á síðasta ári sem er 7,7 prósenta aukning. Innlent 23.10.2005 15:01 Rækjuveiðar- og vinnsla að hrynja Rækjuveiðar og vinnsla eru að hrynja hér á landi eins og greint var frá nýverið og í gær var öllum 25 starfsmönnum rækjuvinnslunnar Íshafs á Húsavík sagt upp frá og með morgundeginum. Einnig var tilkynnt í gær að fækkað yrði um helming, eða 30 manns, í rækjuvinnslu Strýtu á Akureyri og framvegis yrði unnið þar á einni vakt. Innlent 23.10.2005 15:00 Fleiri ætla í bótamál Heldur hefur fjölgað í hópi útgerðarfélaga sem hyggjast sækja bætur fyrir dómi vegna ólöglegs samráðs olíufélaganna. Einungis eitt félag hefur þó enn lýst þeirri fyrirætlan sinni opinberlega, en það er Guðmundur Runólfsson hf. á Grundarfirði. Innlent 23.10.2005 15:01 BÍ mótmælir aðgerð sýslumannsins Stjórn Blaðamannafélags Íslands mótmælir þeirri aðgerð sýslumannsins í Reykjavík að krefja blaðamenn á <em>Fréttablaðinu</em> um gögn sem sýslumaður telur þá hafa undir höndum. Eins og greint var frá fyrr í dag komu fulltrúar sýslumanns á ritstjórn Fréttablaðsins rétt fyrir hádegi með lögbannsúrskurð á frekari birtingu upplýsinga úr nafnlausum tölvupóstum. Innlent 23.10.2005 16:58 Borgarbúar skipuleggja Vatnsmýrina Á morgun gefst Reykvíkingum færi á að hafa bein áhrif á skipulag Vatnsmýrarsvæðisins. Búið er að setja upp upplýsinga- og hugmyndamiðstöð í Listasafni Reykjavíkur þar sem borgarbúar geta gefið hugmyndafluginu lausan tauminn. Innlent 23.10.2005 15:01 Var rétt yfir 30 kílómetra hraða Skemmtibáturinn sem fórst á Viðeyjarsundi aðfaranótt 10. september var á 17 sjómílna hraða þegar hann sigldi á Skarfasker, en það jafngildir tæplega 31 kílómetra hraða á klukkustund. Innlent 23.10.2005 15:01 Hafi ekki fengið syndakvittun Stjórnarandstæðingar segja af og frá að Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hafi fengið syndakvittun, þrátt fyrir að umboðsmaður Alþingis kanni ekki að eigin frumkvæði, hvort ráðherra hafi verið vanhæfur þegar kom að sölu Búnaðarbankans. Innlent 23.10.2005 15:01 Framboð verði með minni kostnaði Geir H. Haarde utanríkisráðherra segir að ríkisstjórnin hafi náð samstöðu um að standa við framboð Íslands til öryggisráðs Sameinu þjóðanna en að það verði gert með minni tilkostnaði. Geir gekk á fund utanríkismálanefndar klukkan ellefu í morgun, til að tilkynna nefndinni um afstöðu sína í málinu en áður hafði málið verið rætt á ríkisstjórnarfundi í morgun. Innlent 23.10.2005 15:01 Opna tilboð í eignir og skuldir LL Framkvæmdanefnd um einkavæðingu mun í dag opna tilboð í eignir og skuldir Lánasjóðs landbúnaðarins í viðurvist allra bjóðenda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá nefndinni. Ákveðið var á Alþingi í vor að selja allar eignir sjóðsins og semja um yfirtöku skulda hans, en frá 20. júní síðastliðnum hefur framkvæmdanefnd um einkavæðingu að annast undirbúning sölunnar. Innlent 23.10.2005 15:00 Ekki hægt að sjá hver sendi gögn Sigurjón M. Egilsson, fréttaritstjóri <em>Fréttablaðsins</em>, segir ekki hægt að sjá af tölvupóstum, sem fulltrúar Sýslumannsins í Reykjavík lögðu hald á í hádeginu, hver hefði látið <em>Fréttablaðið</em> hafa þá. Ef svo væri hefði blaðið eytt þeim frekar en að afhenda þá segir Sigurjón. Tölvupóstarnir sem um ræðir eru þeir sem <em>Fréttablaðið</em> hefur byggt fréttir sínar af aðdraganda Baugsrannsóknarinnar á. Innlent 23.10.2005 15:01 Þurfti að draga skipið til hafnar Akureyrin EA, áður Guðbjörg ÍS, festi trollið í skrúfunni á Vestfjarðamiðum í morgun í vonskuveðri og draga þurfti skipið til hafnar. Baldvin Þorsteinsson EA kom á vettvang og sá um að draga Akureyrina inn í Skutulsfjörðinn og svo kom fjölveiðiskipið Vilhelm Þorsteinsson og dró Akureyrina síðasta spölinn inn í Ísafjarðarhöfn. Innlent 23.10.2005 15:01 « ‹ ›
Geta misst allt að 2 mánuði úr Hjartveik börn geta misst allt að tveimur mánuðum á ári úr skóla án þess að þeim sé bætt það upp. Margrét Ragnars, formaður Neistans, segir að það fari eftir skólum hvort börnin fái aukakennslu eða ekki. Innlent 23.10.2005 15:01
Tíu milljónir króna söfnuðust Alls söfnuðust tíu milljónir króna í söfnuninni „Börn hjálpa börnum“ sem nú er nýlokið en söfnunin hófst formlega á 75 ára afmælisdegi frú Vigdísar Finnbogadóttur 15. apríl síðastlinn. Rúmlega þrjú þúsund grunnskólabörn gengu í hús með söfnunarbauka í vor en baukar hafa einnig staðið í verslunum og fyrirtækjum. Lífið 23.10.2005 15:01
Umferðarslys í Ártúnsbrekkunni Umferðarslys varð í Ártúnsbrekkunni fyrir skemmstu og umferð um brekkuna er því stífluð til vesturs að öðru leyti en því að ein akrein er opin. Því má búast við einhverjum töfum á umferð næstu mínúturnar eða jafnvel lengur og því ráðlagt fyrir ökumenn að velja aðra leið ef mögulegt er. Innlent 23.10.2005 15:01
Innflutningurinn hefur tvöfaldast Innflutningur á dýrum sem notuð eru við tilraunir hefur snaraukist á síðustu árum. Ólíkt því sem gerist í nágrannalöndunum hafa dýraverndunarsinnar ekki beint spjótum sínum að íslenskum tilraunastofum enda gilda mjög strangar reglur um meðferð dýranna. Innlent 23.10.2005 15:01
Jarðgöng til Bolungarvíkur Ríkisstjórnin samþykkti í gær að ráðist verði þegar í stað í undirbúning jarðgangagerðar undir Óshlíð á milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar. Innlent 23.10.2005 15:01
Bifhjólaslys í Ártúnsbrekku Ökumaður og farþegi á bifhjóli slösuðust í umferðarslysi í Ártúnsbrekkunni nú á fjórða tímanum. Bæði voru flutt á slysavarðsstofu. Umferð um Ártúnsbrekkuna tafðist til vesturs á meðan verið var að gera að sárum fólksins og koma því í sjúkrabíl og koma bifhjólinu af veginum. Innlent 23.10.2005 15:01
Bessastaðir orðnir bleikir Bessastaðir voru lýstir upp í bleikum lit í kvöld og munu vera það til mánudagsmorguns. Þetta er gert í tilefni af því að í októbermánuði verður vakin athygli á brjóstakrabbameini hér á landi, sjötta árið í röð, frætt um sjúkdóminn og konur hvattar til að nýta sér boð Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins um röntgenmyndatöku.> Innlent 23.10.2005 17:31
Dæmt til að borga starfsmanni laun Fyrirtækið Norðan heiða á Hvammstanga verður að greiða fyrrverandi starfsmanni sínum 1,3 milljónir króna auk dráttarvaxta, samkvæmt dómi Hæstaréttar. Starfsmanninum var sagt upp störfum vorið 2004 og skömmu eftir uppsögnina lét hann af störfum. Hann og yfirmann hans greindi á um hvort starfslokin væru að ósk starfsmannsins eða fyrirtækisins og höfðaði hann mál til að fá greidd laun í uppsagnarfresti. Innlent 23.10.2005 15:01
100 manns eiga inni laun Um hundrað manns eiga inni laun hjá Slippstöðinni á Akureyri og vita ekki hvort eða hvenær þeir fá útborgað. Starfsmennirnir brugðu því á það ráð að loka Slippstöðinni og logsjóða aftur dyr til að knýja á um lausn sinna mála. Innlent 23.10.2005 15:01
Varað við óveðri á Gemlufallsheiði Vegagerðin varar við við óveðri á Gemlufallsheiði og þá er Hrafnseyrarheiði ófær. Aðrar heiðar á Vestfjörðum er verið að moka. Hálkublettir eru á Holtavörðuheiði og í Bröttubrekku og eins eru hálkublettir eða snjóþekja sumstaðar á Snæfellsnesi og í Dölum. Innlent 23.10.2005 15:00
Ekki verkfall á hjúkrunarheimilum Félagar í SFR, stéttarfélagi í almannaþjónustu, hafa samþykkt nýgerðan kjarasamning við Samtök fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu. 71 prósent greiddu atkvæði með samningnum en rúmlega helmingur þeirra tæplega þrjú hundruð félagsmanna sem voru á kjörskrá greiddu atkvæði. Þar með er ljóst að ekkert verður af verkfalli á hjúkrunarheimilum og öðrum stofnunum sem nýi samningurinn gildir á. Innlent 23.10.2005 15:00
Þekkingarsamfélag í Borgarfirði Borgarbyggð, Borgarfjarðasveit, Viðskiptaháskólinn á Bifröst, Landbúnaðarháskóli Íslands og Orkuveita Reykjavíkur undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um samstarf við mótun og þróun þekkingarsamfélags í Borgarfirði. Innlent 23.10.2005 15:01
Björn sækist eftir 7. sæti Björn Gíslason, framkvæmdastjóri SHS fasteigna, hefur ákveðið að sækjast eftir 7. sæti á lista sjálstæðismanna í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir kosningar til borgarstjórnar. Innlent 23.10.2005 15:00
Mótmælaaðgerðir við Slippstöðina Allir starfsmenn Slippstöðvarinnar á Akureyri lögðu niður vinnu fyrr í dag og komu í veg fyrir að hráefni sem nota átti við Kárahnjúka yrði flutt frá Slippstöðinni, en með þesu vilja þeir mótmæla því að þeir hafi ekki fengið greidd laun í gær eins og til stóð og ekki heldur í dag. Innlent 23.10.2005 15:01
Rækjuveiðar og -vinnsla í uppnámi Rækjuveiðar og -vinnsla er að hrynja hér á landi eins og við greindum frá nýverið og í gær var öllum 25 starfsmönnum rækjuvinnslunnar Íshafs á Húsavík sagt upp frá og með morgundeginum. Innlent 23.10.2005 15:01
Hafnaði kröfum beggja aðila Hæstiréttur hefur sýknað Samskip af sjö milljóna króna skaðabótakröfu útgerðarkonu í Ólafsvík og útgerðarkonuna af þriggja milljóna kröfu Samskipa. Samskip fluttu hundrað tonn af frosnum sandsílum til landsins fyrir konuna árið 1999. Deilt var um hvort flytja ætti sílin alla leið til Ólafsvíkur eða aðeins til Reykjavíkur þar sem þau urðu innlyksa á gámasvæði Samskipa næstu þrjú árin. Innlent 23.10.2005 15:01
Ráðist í jarðgöng undir Óshlíð Ríkisstórnin ákvað á fundi sínum í morgun að ráðast nú þegar í gerð jarðganga undir Óshlíð á milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar, en Óshlíðarvegurinn er eina tenging Bolvíkinga við umheiminn landleiðina. Þar hefur grjóthrun færst í vöxt og hvað eftir annað legið við slysum. Ráðgert er að göngin verði 120 metra löng og leysi af hólmi hættulegasta kafla Óshlíðarvegar. Innlent 23.10.2005 15:01
Komu í veg fyrir bruna í Skútuvogi Lögreglu- og slökkviliðsmönnum tókst með snaræði að koma í veg fyrir eldsvoða í lyftarageymslu við Skútuvog í nótt þar sem ofhitnun hafði orðið í rafgeymum. Með því að aftengja allt og kæla geymana var komið í veg fyrir að verr færi. Ekki er vitað hvers vegna geymarnir ofhitnuðu. Innlent 23.10.2005 15:00
25 manns sagt upp í Stykkishólmi Tuttugu og fimm manns hefur verið sagt upp störfum hjá rækjuvinnslu Sigurðar Ágústssonar ehf. í Stykkishólmi. Fyrirtækið mun hætta rækjuvinnslu sinni frá og með næstu áramótum. Ástæða lokunarinnar er, samkvæmt fréttatilkynningu, langvarandi óhagstæð ytri skilyrði í rækjuvinnslu. Innlent 23.10.2005 15:01
Komufarþegum fjölgaði um 7,7% Farþegum sem komu til landsins um Keflavíkurflugvöll fjölgaði um tæp átta prósent á fyrstu átta mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Á þessu ári höfðu 534 þúsund farþegar lent á Keflavíkurflugvelli í byrjun september borið saman við 496 þúsund farþega á síðasta ári sem er 7,7 prósenta aukning. Innlent 23.10.2005 15:01
Rækjuveiðar- og vinnsla að hrynja Rækjuveiðar og vinnsla eru að hrynja hér á landi eins og greint var frá nýverið og í gær var öllum 25 starfsmönnum rækjuvinnslunnar Íshafs á Húsavík sagt upp frá og með morgundeginum. Einnig var tilkynnt í gær að fækkað yrði um helming, eða 30 manns, í rækjuvinnslu Strýtu á Akureyri og framvegis yrði unnið þar á einni vakt. Innlent 23.10.2005 15:00
Fleiri ætla í bótamál Heldur hefur fjölgað í hópi útgerðarfélaga sem hyggjast sækja bætur fyrir dómi vegna ólöglegs samráðs olíufélaganna. Einungis eitt félag hefur þó enn lýst þeirri fyrirætlan sinni opinberlega, en það er Guðmundur Runólfsson hf. á Grundarfirði. Innlent 23.10.2005 15:01
BÍ mótmælir aðgerð sýslumannsins Stjórn Blaðamannafélags Íslands mótmælir þeirri aðgerð sýslumannsins í Reykjavík að krefja blaðamenn á <em>Fréttablaðinu</em> um gögn sem sýslumaður telur þá hafa undir höndum. Eins og greint var frá fyrr í dag komu fulltrúar sýslumanns á ritstjórn Fréttablaðsins rétt fyrir hádegi með lögbannsúrskurð á frekari birtingu upplýsinga úr nafnlausum tölvupóstum. Innlent 23.10.2005 16:58
Borgarbúar skipuleggja Vatnsmýrina Á morgun gefst Reykvíkingum færi á að hafa bein áhrif á skipulag Vatnsmýrarsvæðisins. Búið er að setja upp upplýsinga- og hugmyndamiðstöð í Listasafni Reykjavíkur þar sem borgarbúar geta gefið hugmyndafluginu lausan tauminn. Innlent 23.10.2005 15:01
Var rétt yfir 30 kílómetra hraða Skemmtibáturinn sem fórst á Viðeyjarsundi aðfaranótt 10. september var á 17 sjómílna hraða þegar hann sigldi á Skarfasker, en það jafngildir tæplega 31 kílómetra hraða á klukkustund. Innlent 23.10.2005 15:01
Hafi ekki fengið syndakvittun Stjórnarandstæðingar segja af og frá að Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hafi fengið syndakvittun, þrátt fyrir að umboðsmaður Alþingis kanni ekki að eigin frumkvæði, hvort ráðherra hafi verið vanhæfur þegar kom að sölu Búnaðarbankans. Innlent 23.10.2005 15:01
Framboð verði með minni kostnaði Geir H. Haarde utanríkisráðherra segir að ríkisstjórnin hafi náð samstöðu um að standa við framboð Íslands til öryggisráðs Sameinu þjóðanna en að það verði gert með minni tilkostnaði. Geir gekk á fund utanríkismálanefndar klukkan ellefu í morgun, til að tilkynna nefndinni um afstöðu sína í málinu en áður hafði málið verið rætt á ríkisstjórnarfundi í morgun. Innlent 23.10.2005 15:01
Opna tilboð í eignir og skuldir LL Framkvæmdanefnd um einkavæðingu mun í dag opna tilboð í eignir og skuldir Lánasjóðs landbúnaðarins í viðurvist allra bjóðenda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá nefndinni. Ákveðið var á Alþingi í vor að selja allar eignir sjóðsins og semja um yfirtöku skulda hans, en frá 20. júní síðastliðnum hefur framkvæmdanefnd um einkavæðingu að annast undirbúning sölunnar. Innlent 23.10.2005 15:00
Ekki hægt að sjá hver sendi gögn Sigurjón M. Egilsson, fréttaritstjóri <em>Fréttablaðsins</em>, segir ekki hægt að sjá af tölvupóstum, sem fulltrúar Sýslumannsins í Reykjavík lögðu hald á í hádeginu, hver hefði látið <em>Fréttablaðið</em> hafa þá. Ef svo væri hefði blaðið eytt þeim frekar en að afhenda þá segir Sigurjón. Tölvupóstarnir sem um ræðir eru þeir sem <em>Fréttablaðið</em> hefur byggt fréttir sínar af aðdraganda Baugsrannsóknarinnar á. Innlent 23.10.2005 15:01
Þurfti að draga skipið til hafnar Akureyrin EA, áður Guðbjörg ÍS, festi trollið í skrúfunni á Vestfjarðamiðum í morgun í vonskuveðri og draga þurfti skipið til hafnar. Baldvin Þorsteinsson EA kom á vettvang og sá um að draga Akureyrina inn í Skutulsfjörðinn og svo kom fjölveiðiskipið Vilhelm Þorsteinsson og dró Akureyrina síðasta spölinn inn í Ísafjarðarhöfn. Innlent 23.10.2005 15:01