Innlent

Fréttamynd

Nýr miðbær á Selfossi

Miklar breytingar eru fyrirhugaðar á miðbæ Selfoss. Hugmyndin er að í miðbænum verði fjölskyldugarður með fjölbreyttri þjónustu og ýmsum afþreyingarmöguleikum. Meðal annars er áætlað að veitingastaðir, íþróttavöllur, samkomusvæði, leikvöllur, göngugata og torg verði í miðbænum.

Innlent
Fréttamynd

Alþingi sett í dag

Hundrað þrítugasta og annað löggjafarþing Íslendinga verður sett í dag. Þingsetningarathöfnin hefst nú klukkan hálftvö með guðsþjónustu í Dómkirkjunni, þar sem séra Valgeir Ástráðsson, predikar og þjónar fyrir altari, ásamt biskupi Íslands, Karli Sigurbjörnssyni.

Innlent
Fréttamynd

Tilraun til yfirklórs

"Mér finnst þetta vera tilraun til yfirklórs," segir Gunnlaugur M. Sigmundsson, fyrrverandi þingmaður, um skýringar Styrmis Gunnarssonar, ritstjóra Morgunblaðsins, á birtingu blaðsins á tölvupósti sínum í maí árið 1998. Styrmir sér ekkert athugavert við birtingu póstsins frá Gunnlaugi.

Innlent
Fréttamynd

Tölvan áhrifameiri en þingið?

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sagði í þingsetningarræðu sinni í dag að frjálsræði hvers og eins til að velja sér upplýsingar væri nú meira en nokkru sinni og forræði valdsmanna á fréttum og umræðuefnum nánast horfið. Hann sagði þessa þróun geta á margan hátt orðið lýðræðinu til aukins þroska. Þá velti forsetinn upp þeirri spurningu hvort tölvan væri orðin þingmönnum öflugra áhrifatæki en ræðustóll Alþingis. 

Innlent
Fréttamynd

Mega vera án réttinda

"Við tókum eftir því að ekki var verið að greiða þau gjöld sem kveðið er á um til stéttarfélagsins," segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness um á annan tug danskra iðnaðarmanna sem hafa starfað fyrir Ístak að stækkun Norðuráls. Félagið fór fram á að þau gjöld yrðu greidd.

Innlent
Fréttamynd

Ríkar ástæður þarf fyrir lögbanni

Nánast má leggja það að jöfnu að gefa upp nöfn heimildarmanna og að setja lögbann á birtingu gagna. Þetta segir dr. Herdís Þorgeirsdóttir, lagaprófessor og sérfræðingur í fjölmiðlarétti , og vísar í dóma Mannréttindadómstóls Evrópu.

Innlent
Fréttamynd

Stóðu vörð í nótt

Starfsmenn Slippstöðvarinnar á Akureyri stóðu vörð um fyrirtækið í nótt. Þeir eiga laun hjá Slippstöðinni, en gjaldþrotabeiðni fyrirtækisins verður tekin fyrir á mánudag.

Innlent
Fréttamynd

Dregur úr kulda í október

Veðurklúbburin á Dalbæ á Dalvík spáir því að frá og með mánudeginum þriðja október fari veður að breytast til batnaðar. Draga muni úr kuldanum, og október í heild verða hlýrri og betri mánuður en september.

Innlent
Fréttamynd

Aðgerðum hætt við Slippstöðina

Starfsmenn Slippstöðvarinnar Akureyri ákváðu um sexleytið í gær að hætta aðgerðum eftir dramatískan fund með stjórnarformanni fyrirtækisins og lögfræðingi hans.

Innlent
Fréttamynd

Áætlanir breyttan miðbæ Selfoss

Áætlanir eru uppi um að gerbreyta miðbæ Selfoss og gera yfirbragðið reisulegra. Meðal annars er gert ráð fyrir bæjargarði sunnan við hringtorgið og tveimur fimmtán hæða byggingum sem tengjast garðinum og mynda nýjan miðbæjarkjarna.

Innlent
Fréttamynd

Síðasti áfanginn vígður

Í morgun var síðasti áfangi Nesjavallavirkjunar vígður. Virkjunin getur nú, ein og sér, séð um rúmlega 30 prósent af varmaþörf borgarbúa og um 60 prósent af rafmagnsþörf þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Svandís bar sigur úr býtum

Svandís Svavarsdóttir var hlutskörpust í forvali Vinstri grænna í Reykjavík í gær. Árni Þór Sigurðsson skipar annað sæti á lista flokksins í vor og Þorleifur Gunnlaugsson það þriðja.

Innlent
Fréttamynd

Síðasta áfangi Nesjavallavirkjunar

Í morgun var síðasti áfangi Nesjavallavirkjunar vígður. Fysti áfangi virkjunarinnar var gangsettur árið 1990, en með tilkomu hennar hófst nýr kafli í hitaveitusögu höfuðborgarsvæðisins og var þar með úr sögunni skortur á heitu vatni sem hafði verið yfir vofandi um árabil.

Innlent
Fréttamynd

Vörubíll valt á Öxnadalsheiði

Vörubíll valt á Öxnadalsheiði um tíuleytið í gærkvöldi. Að sögn lögreglunnar á Akureyri mætti bílstjóri vörubílsins öðrum bíl og til að forða árekstri sveigði hann út af veginum. Bílstjórinn slasaðist ekki og skreið sem var á vörubílspallinum hreyfðist vart úr stað.

Innlent
Fréttamynd

Hrapaði við smalamennsku

Maður var fluttur alvarlega slasaður með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild, eftir að hafa hrapað úr klettabelti í Bitrufirði þar sem hann var við smalamennsku.

Innlent
Fréttamynd

Starfsmenn létu af aðgerðum

Starfsmenn Slippstöðvarinnar að létu af aðgerðunum í samráði við lögfræðing sinn á sjötta tímanum í dag. Sú ákvörðun var tekin eftir fundahöld með lögmanni fyrirtækisins og stjórnarformanni. Starfsmenn hafa þó ekki fengið tryggingu fyrir því að laun þeirra verði greidd.

Innlent
Fréttamynd

Tíu metra hár óvarinn brunnur

Lögreglan var kölluð út í dag vegna tíu metra djúps brunns við Korpuskóla í Grafarvogi, sem staðið hefur óvarinn um nokkurt skeið.

Innlent
Fréttamynd

Tuttugu ný störf í Súðavík

<p>Um síðustu mánaðamót var átján sagt upp vinnu sinni í rækjuverksmiðjunni Frosta í Súðavík. "Við þetta skapaðist mikið óvissuástand í atvinnumálum hér í Súðavík.

Innlent
Fréttamynd

Annasöm nótt hjá Kópavogslögreglu

Fjölmenni var á skemmtistöðum Kópavogs í nótt og hafði lögreglan í nógu að snúast. Dyravörður á einum þeirra gerði lögreglu viðvart um mann sem líklega væri með fíkniefni á sér. Sá var handtekinn og reyndist grunur dyravarðarins réttur.

Innlent
Fréttamynd

Vatnsmýrin skipulögð með SMS

Upplýsinga- og hugmyndamiðstöð í Listasafni Reykjavíkur opnar í dag þar sem borgarbúum gefst kostur á að koma á framfæri sínum hugmyndum um framtíðarskipulag Vatnsmýrarinnar. Þeir sem eiga ekki heimangengt geta haft áhrif með því að senda gjaldfrjáls SMS eða myndskilaboð í símanúmerið 1855.

Innlent
Fréttamynd

Sólveig nýr forseti Alþingis

Sólveig Pétursdóttir var kjörin forseti Alþingis við setningu þess í gær. Hún þakkaði þingmönnum það traust sem þeir sýndu henni með því að kjósa hana.

Innlent
Fréttamynd

Slæmt ástand leiksvæða

Íbúar í Reykjavík sem fengu sig fullsadda af slæmu ástandi leiksvæða í Breiðholtinu tóku daginn snemma, brettu upp ermar og hófust handa.

Innlent
Fréttamynd

Bóndi slasast við smölun

<p>Bóndi slasaðist alvarlega er hann hrapaði í klettum fyrir ofan bæinn Þórustaði í Bitrufirði á Ströndum er hann var að smala fé. Ekki náðist samband við lögreglu fyrr en þremur tímum eftir slysið þar sem það átti sér stað á svæði utan símasambands.

Innlent
Fréttamynd

Yfirvöld á hættulegri braut

Fræðimenn eru sammála um að mjög ríkar ástæður verði að búa að baki lögbanni á birtingu upplýsinga sem fjölmiðlar búa yfir. Lektor við Háskólann á Akureyri segir yfirvöld á hættulegri braut í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Hafnaði kröfum beggja aðila

Hæstiréttur hefur sýknað Samskip af sjö milljóna króna skaðabótakröfu útgerðarkonu í Ólafsvík og útgerðarkonuna af þriggja milljóna kröfu Samskipa. Samskip fluttu hundrað tonn af frosnum sandsílum til landsins fyrir konuna árið 1999. Deilt var um hvort flytja ætti sílin alla leið til Ólafsvíkur eða aðeins til Reykjavíkur þar sem þau urðu innlyksa á gámasvæði Samskipa næstu þrjú árin.

Innlent
Fréttamynd

Ráðist í jarðgöng undir Óshlíð

Ríkisstórnin ákvað á fundi sínum í morgun að ráðast nú þegar í gerð jarðganga undir Óshlíð á milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar, en Óshlíðarvegurinn er eina tenging Bolvíkinga við umheiminn landleiðina. Þar hefur grjóthrun færst í vöxt og hvað eftir annað legið við slysum. Ráðgert er að göngin verði 120 metra löng og leysi af hólmi hættulegasta kafla Óshlíðarvegar.

Innlent
Fréttamynd

Komu í veg fyrir bruna í Skútuvogi

Lögreglu- og slökkviliðsmönnum tókst með snaræði að koma í veg fyrir eldsvoða í lyftarageymslu við Skútuvog í nótt þar sem ofhitnun hafði orðið í rafgeymum. Með því að aftengja allt og kæla geymana var komið í veg fyrir að verr færi. Ekki er vitað hvers vegna geymarnir ofhitnuðu.

Innlent
Fréttamynd

25 manns sagt upp í Stykkishólmi

Tuttugu og fimm manns hefur verið sagt upp störfum hjá rækjuvinnslu Sigurðar Ágústssonar ehf. í Stykkishólmi. Fyrirtækið mun hætta rækjuvinnslu sinni frá og með næstu áramótum. Ástæða lokunarinnar er, samkvæmt fréttatilkynningu, langvarandi óhagstæð ytri skilyrði í rækjuvinnslu.

Innlent
Fréttamynd

Komufarþegum fjölgaði um 7,7%

Farþegum sem komu til landsins um Keflavíkurflugvöll fjölgaði um tæp átta prósent á fyrstu átta mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Á þessu ári höfðu 534 þúsund farþegar lent á Keflavíkurflugvelli í byrjun september borið saman við 496 þúsund farþega á síðasta ári sem er 7,7 prósenta aukning.

Innlent