Innlent Ekki verði auglýst í ljósvakamiðlum Stjórn Varðar, sem er fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, samþykkti á fundi sínum að skora á frambjóðendurna í prófkjöri flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar að auglýsa ekki í ljósvakamiðlum. Innlent 26.10.2005 10:04 Selur í höfninni í Þórshöfn Selur svamlaði í höfninni í Þórshöfn um helgina. Selurinn var mjög forvitinn og gerði margar tilraunir til að komast upp á bryggjuna en tókst ekki. Sjómenn töldu selinn tæplega fullvaxinn en vel á sig kominn og pattaralegan. Innlent 26.10.2005 09:08 Fyrirtaka í máli Auðar gegn Hannesi Nú klukkan tíu verður fyrirtaka í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Auðar Laxness, ekkju Halldórs Laxness, gegn Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni prófessor vegna meintra brota á höfundarrétti í bók Hannesar um Nóbelskáldið, Halldór. Innlent 26.10.2005 09:58 Ný bygging á horni Lækjargötu og Vonarstrætis Fyrirhugað er að reisa fimm hæð banka- og skrifstofubyggingu á horni Lækjargötu og Vonarstrætis þar sem nú er meðal annars skrifstofubygging Íslandsbanka, Foreldrahús og bílastæði. Að sögn Morgunblaðsins er það Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. sem hyggst reisa stórhýsið sem verður tæplega ellefu þúsund fermetrar að stærð. Innlent 26.10.2005 09:04 Kostnaður vegna Símasölu hátt í 800 milljónir Tíu milljónir af söluandvirði Símans fóru til framkvæmdanefndar um einkavæðingu vegna nefndarlauna og ferðakostnaðar. Auk þess fékk Morgan Stanley-fjárfestingabankinn greiddar 682 milljónir króna fyrir ráðgjöf sína. Innlent 26.10.2005 08:56 40 starfsmönnum Medcare sagt upp Stefnt er að því að færa starfsemi Medcare utan og verður hátt í 40 starfsmönnum hér á landi sagt upp. Búið er að tilkynna um yfirvofandi uppsagnir á starfsmannafundum. Innlent 26.10.2005 08:54 Stuðningur og samúð minnisstæð Flateyringum Stuðningur og samúð íslensku þjóðarinnar eru Flateyringum minnistæð nú þegar tíu ár eru liðin frá því að snjóflóðið féll á Flateyri þar sem 20 manns létu lífið. Innlent 26.10.2005 08:44 Hvatt til aukinna framlaga til þróunaraðstoðar 57. þing Norðurlandaráðs var sett á Hótel Nordica í Reykjavík í gær. Á dagskrá í gær voru almennar stjórnmálaumræður. Innlent 26.10.2005 07:58 Sérfræðikostnaður nær tvöfaldast Kostnaður hins opinbera við kaup á sérfræðiþjónustu nær tvöfaldaðist milli áranna 1998 og 2003 að því er fram kemur í úttekt Ríkisendurskoðunar sem unnin var að beiðni Jóhönnu Sigurðardóttur, þingmanns Samfylkingar. Innlent 26.10.2005 07:13 Rjúpnaskyttur gripnar á Þingvöllum Lögreglumenn frá Selfossi stóðu tvær rjúpnaskyttur að ólöglegum veiðum í þjóðgarðinum á Þingvöllum í gær. Skotmennirnir höfðu skotið fjórar rjúpur þegar að var komið, og lagði lögregla hald á þær og skotvopln mannanna, sem eiga yfir höfði sér sektir, þar sem skotveiðar eru bannaðar í þjóðgarðinum. Innlent 26.10.2005 07:21 Norðurlandaráðsþing sett í gær 57. þing Norðurlandaráðs var sett á Hótel Nordica í Reykjavík í gær. Á dagskrá í gær voru almennar stjórnmálaumræður. Innlent 25.10.2005 21:03 Sveitarstjórnarmenn ekki á eitt sáttir Hugmyndir að breyttri skipan lögregluembætta víða um land fara mis vel í sveitarstjórnarmenn. Sveitarstjórinn í Reykhólahreppi undrast að samgöngubætur í sýslunni skuli ekki hafa verið höfð til hliðsjónar. Bæjarstjórinn á Hornafirði segir að við fyrstu sýn virðist tillögurnar ganga þvert á hugmyndir um nærþjónustu og ákvarðantöku íbúa í héraði. Innlent 26.10.2005 07:21 Fundu neyðarsendi Vamos Þyrla frá danska varðskipinu Hvítabirninum fann í gær neyðarsendi skútunnar Vamos á floti skammt undan austurströnd Grænlands. Þann 27. september bjargaði áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar skipverja af laskaðri skútunni en félagi hans fórst. Þá var sendirinn ofan í skútunni og er því talið að hún sé sokkin. Innlent 26.10.2005 07:26 Leituðu konu og stúlku á Möðrudalsöræfum Kona og stúlka sem leitað var að á Austurlandi fundust heilar á húfi á Möðrudalsöræfum laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi. Þær voru gestkomandi á bæ í Breiðdal en ætluðu í stuttan bíltúr um hádegisbil. Þegar þær voru ekki komnar aftur um kvöldmatarleytið hófu björgunarsveitir leit eystra og eftirgrennslan víða um land. Innlent 26.10.2005 07:18 Eyfirskir bændur vilja kynbæta kúastofninn Eyfirskir kúabændur samþykktu í vikunni ályktun til Landssambands kúabænda um að hafist verði þegar handa við undirbúning að kynbótum á íslenska kúastofninum með innfluttu erfðaefni. Í nóvember 2001 höfnuðu bændur hins vegar með afgerandi hætti kynblöndun íslenska kúastofnsins við þann norska. Innlent 26.10.2005 02:00 Norrænir karlar bera ábyrgð Í tillögu sem liggur fyrir þingi Norðurlandaráðs í Reykjavík er þeim tilmælum beint til stjórnvalda á Norðurlöndum að þau hafi frumkvæði að rannsóknum sem upplýst geti hverjir standi á bak við mansal þannig að unnt verði að sækja þá til saka. Tillagan kemur frá svonefndri borgara- og neytendanefnd og er samin að frumkvæði flokkahóps vinstri sósíalista og grænna. Innlent 26.10.2005 03:22 Kókaín í umslaginu Grunur leikur á að fíkniefni hafi verið send til landsins í allmörgun póstsendingum að undanförnu. Karl og kona sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Lögregla gerði nýverið upptækt umslag á leið til landsins en í því var kókaín. Innlent 26.10.2005 03:11 Verkalýðsfélög kæra starfsmannaleigu Fimm verkalýðsfélög hafa sent kærur til sýslumannsins í sínu umdæmi vegna starfsmannaleigunnar 2B. Þau vilja láta reyna á lögmæti starfseminnar. Lögmaður 2B vísar því alfarið á bug að félagið starfi ekki innan ramma laga. Innlent 26.10.2005 02:57 Nefndarmenn fengu tíu milljónir króna Fjórir nefndarmenn og tveir starfsmenn feinkavæðingarnefndar engu greiddar alls tíu milljónir fyrir störf sín vegna sölu Símans að meðtöldum ferðakostnaði. Verðmat nefndarinnar á fyrirtækinu var tæpum fimmtán milljörðum undir söluverði. Innlent 26.10.2005 01:35 Nýskipan lögreglumála: Framkvæmdanefnd um nýskipan lögreglumála leggur til að lögregluembætti landsins verði 15, þar af sjö lykilembætti, en í dag eru embættin 26. Innlent 26.10.2005 02:54 400 störf verða til Alcoa Fjarðaál hefur samið við IMG Mannafl-Liðsauka um að fyrirtækið muni ráða alla starfsmenn álversins á Reyðarfirði, um 400 manns, á næstu tveimur árunum. Í tilefni þess mun ráðningarfyrirtækið opna útibú á Reyðarfirði. Innlent 26.10.2005 01:29 Flateyringar minnast látinna Klukkan átta í kvöld hefst minningardagskrá í íþróttahúsinu á Flateyri vegna snjóflóðsins hörmulega sem fyrir tíu árum kostaði tuttugu manns líf og olli gífurlegri eyðileggingu á staðnum. Þá verður í Neskirkju við Hagatorg í Reykjavík bænastund á sama tíma. Búast má við að dagurinn verði mörgum Önfirðingum erf iður enda hörmungarnar miklar sem flóðið hafði í för með sér. Innlent 26.10.2005 00:20 Ráðherrar funda Heilbrigðisráðherrar Norðurlandanna hittast á næstunni til þess að ræða aðkallandi aðgerðir gegn mögulegum fuglaflensufaraldri. Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, greindi frá þessari ákvörðun á blaðamannafundi í Reykjavík í gær. Hann sagði að aðgerðir miðuðust við fyrirbyggjandi aðgerðir og framleiðslu á bóluefni. Innlent 26.10.2005 01:47 Rannsóknir samræmdar Ríkislögreglustjóri hefur gert samning til eins árs við Fræðslumiðstöð bílgreina um framkvæmd bíltæknirannsókna vegna umferðarslysa. Rannsakað verður ástand ökutækja sem lent hafa í alvarlegu umferðarslysi eða þar sem grunur leikur á að ástandi ökutækis sé verulega ábótavant. Innlent 26.10.2005 01:24 Hús keypt fyrir 200 milljónir "Við erum búnir að borga út öll hús sem búið var að semja um kaup á," segir Kristján Ríkharðsson, annar verktakanna sem vilja kaupa upp hesthús á svæði Hestamannafélagsins Gusts í Kópavogi. Þetta eru tuttugu eignarhlutar af um hundrað sem félagsmenn Gusts hafa selt. Greiðslurnar voru inntar af hendi síðastliðinn föstudag og Kristján segir fleiri vera að semja um sölu hesthúsa í kjölfarið. Innlent 26.10.2005 01:00 Í kjölfar Ægis Skipstjórinn á Síldveiðiskipinu Hákoni EA kallaði eftir aðstoð Landhelgisgæslunar eldsnemma í gærmorgun eftir að skipið hafði fengið nótina í skrúfuna. Var skipið þá að síldarveiðum í Jökuldýpi suðvestur af Snæfellsjökli. Varðskipið Ægir var komið á vettvang klukkan átta í gærmorgun. Kafarar gátu ekki leyst nótina þar sem straumþungi var mikill og því var Ægir látinn draga síldveiðiskipið til Reykjavíkurhafnar. Innlent 26.10.2005 02:46 Sterlingmenn úr stjórninni Pálmi Haraldsson, Jóhannes Kristinsson og Almar Þór Hilmarsson sögðu sig í gær úr stjórn flugfélagsins Iceland Express. Í stjórn félagsins settust í þeirra stað lögmennirnir Einar Þór Sverrisson, Gunnar Jónsson og Hörður Felixson. Jafnframt var tekin ákvörðun um það að fela fyrirtækjasviði KB banka að selja fyrirtækið. Viðskipti innlent 26.10.2005 01:51 Ríkið sýknað Bótakröfu konu á fertugsaldri á hendur ríkinu upp á rúmar 48 milljónir króna var í gær hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur. Í febrúar 2000 var æxli fjarlægt úr höfði konunnar á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum en hún vildi meina að meinið hefði átt að greina hér í mæðraskoðun árið 1998. Þannig hefði mátt koma í veg fyrir varanlega örorku hennar, sem metin er 100 prósent. Innlent 26.10.2005 02:44 Kuldakastið bjargaði Fram undan er háannatími á hjólbarðaverkstæðum landsins en nú bregður svo við að erfiðlega gengur að manna verkstæðin. Innlent 26.10.2005 01:55 Ærumeiðingar í garð lögreglu: Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í gær Björn Tómas Sigurðsson af ákærum um ærumeiðingar en hann brigslaði tveimur lögreglumönnum á heimasíðu sinni og í fjölmiðlum um að láta fíkniefnasala vita af aðgerðum lögreglunnar. Innlent 26.10.2005 02:06 « ‹ ›
Ekki verði auglýst í ljósvakamiðlum Stjórn Varðar, sem er fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, samþykkti á fundi sínum að skora á frambjóðendurna í prófkjöri flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar að auglýsa ekki í ljósvakamiðlum. Innlent 26.10.2005 10:04
Selur í höfninni í Þórshöfn Selur svamlaði í höfninni í Þórshöfn um helgina. Selurinn var mjög forvitinn og gerði margar tilraunir til að komast upp á bryggjuna en tókst ekki. Sjómenn töldu selinn tæplega fullvaxinn en vel á sig kominn og pattaralegan. Innlent 26.10.2005 09:08
Fyrirtaka í máli Auðar gegn Hannesi Nú klukkan tíu verður fyrirtaka í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Auðar Laxness, ekkju Halldórs Laxness, gegn Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni prófessor vegna meintra brota á höfundarrétti í bók Hannesar um Nóbelskáldið, Halldór. Innlent 26.10.2005 09:58
Ný bygging á horni Lækjargötu og Vonarstrætis Fyrirhugað er að reisa fimm hæð banka- og skrifstofubyggingu á horni Lækjargötu og Vonarstrætis þar sem nú er meðal annars skrifstofubygging Íslandsbanka, Foreldrahús og bílastæði. Að sögn Morgunblaðsins er það Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. sem hyggst reisa stórhýsið sem verður tæplega ellefu þúsund fermetrar að stærð. Innlent 26.10.2005 09:04
Kostnaður vegna Símasölu hátt í 800 milljónir Tíu milljónir af söluandvirði Símans fóru til framkvæmdanefndar um einkavæðingu vegna nefndarlauna og ferðakostnaðar. Auk þess fékk Morgan Stanley-fjárfestingabankinn greiddar 682 milljónir króna fyrir ráðgjöf sína. Innlent 26.10.2005 08:56
40 starfsmönnum Medcare sagt upp Stefnt er að því að færa starfsemi Medcare utan og verður hátt í 40 starfsmönnum hér á landi sagt upp. Búið er að tilkynna um yfirvofandi uppsagnir á starfsmannafundum. Innlent 26.10.2005 08:54
Stuðningur og samúð minnisstæð Flateyringum Stuðningur og samúð íslensku þjóðarinnar eru Flateyringum minnistæð nú þegar tíu ár eru liðin frá því að snjóflóðið féll á Flateyri þar sem 20 manns létu lífið. Innlent 26.10.2005 08:44
Hvatt til aukinna framlaga til þróunaraðstoðar 57. þing Norðurlandaráðs var sett á Hótel Nordica í Reykjavík í gær. Á dagskrá í gær voru almennar stjórnmálaumræður. Innlent 26.10.2005 07:58
Sérfræðikostnaður nær tvöfaldast Kostnaður hins opinbera við kaup á sérfræðiþjónustu nær tvöfaldaðist milli áranna 1998 og 2003 að því er fram kemur í úttekt Ríkisendurskoðunar sem unnin var að beiðni Jóhönnu Sigurðardóttur, þingmanns Samfylkingar. Innlent 26.10.2005 07:13
Rjúpnaskyttur gripnar á Þingvöllum Lögreglumenn frá Selfossi stóðu tvær rjúpnaskyttur að ólöglegum veiðum í þjóðgarðinum á Þingvöllum í gær. Skotmennirnir höfðu skotið fjórar rjúpur þegar að var komið, og lagði lögregla hald á þær og skotvopln mannanna, sem eiga yfir höfði sér sektir, þar sem skotveiðar eru bannaðar í þjóðgarðinum. Innlent 26.10.2005 07:21
Norðurlandaráðsþing sett í gær 57. þing Norðurlandaráðs var sett á Hótel Nordica í Reykjavík í gær. Á dagskrá í gær voru almennar stjórnmálaumræður. Innlent 25.10.2005 21:03
Sveitarstjórnarmenn ekki á eitt sáttir Hugmyndir að breyttri skipan lögregluembætta víða um land fara mis vel í sveitarstjórnarmenn. Sveitarstjórinn í Reykhólahreppi undrast að samgöngubætur í sýslunni skuli ekki hafa verið höfð til hliðsjónar. Bæjarstjórinn á Hornafirði segir að við fyrstu sýn virðist tillögurnar ganga þvert á hugmyndir um nærþjónustu og ákvarðantöku íbúa í héraði. Innlent 26.10.2005 07:21
Fundu neyðarsendi Vamos Þyrla frá danska varðskipinu Hvítabirninum fann í gær neyðarsendi skútunnar Vamos á floti skammt undan austurströnd Grænlands. Þann 27. september bjargaði áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar skipverja af laskaðri skútunni en félagi hans fórst. Þá var sendirinn ofan í skútunni og er því talið að hún sé sokkin. Innlent 26.10.2005 07:26
Leituðu konu og stúlku á Möðrudalsöræfum Kona og stúlka sem leitað var að á Austurlandi fundust heilar á húfi á Möðrudalsöræfum laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi. Þær voru gestkomandi á bæ í Breiðdal en ætluðu í stuttan bíltúr um hádegisbil. Þegar þær voru ekki komnar aftur um kvöldmatarleytið hófu björgunarsveitir leit eystra og eftirgrennslan víða um land. Innlent 26.10.2005 07:18
Eyfirskir bændur vilja kynbæta kúastofninn Eyfirskir kúabændur samþykktu í vikunni ályktun til Landssambands kúabænda um að hafist verði þegar handa við undirbúning að kynbótum á íslenska kúastofninum með innfluttu erfðaefni. Í nóvember 2001 höfnuðu bændur hins vegar með afgerandi hætti kynblöndun íslenska kúastofnsins við þann norska. Innlent 26.10.2005 02:00
Norrænir karlar bera ábyrgð Í tillögu sem liggur fyrir þingi Norðurlandaráðs í Reykjavík er þeim tilmælum beint til stjórnvalda á Norðurlöndum að þau hafi frumkvæði að rannsóknum sem upplýst geti hverjir standi á bak við mansal þannig að unnt verði að sækja þá til saka. Tillagan kemur frá svonefndri borgara- og neytendanefnd og er samin að frumkvæði flokkahóps vinstri sósíalista og grænna. Innlent 26.10.2005 03:22
Kókaín í umslaginu Grunur leikur á að fíkniefni hafi verið send til landsins í allmörgun póstsendingum að undanförnu. Karl og kona sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Lögregla gerði nýverið upptækt umslag á leið til landsins en í því var kókaín. Innlent 26.10.2005 03:11
Verkalýðsfélög kæra starfsmannaleigu Fimm verkalýðsfélög hafa sent kærur til sýslumannsins í sínu umdæmi vegna starfsmannaleigunnar 2B. Þau vilja láta reyna á lögmæti starfseminnar. Lögmaður 2B vísar því alfarið á bug að félagið starfi ekki innan ramma laga. Innlent 26.10.2005 02:57
Nefndarmenn fengu tíu milljónir króna Fjórir nefndarmenn og tveir starfsmenn feinkavæðingarnefndar engu greiddar alls tíu milljónir fyrir störf sín vegna sölu Símans að meðtöldum ferðakostnaði. Verðmat nefndarinnar á fyrirtækinu var tæpum fimmtán milljörðum undir söluverði. Innlent 26.10.2005 01:35
Nýskipan lögreglumála: Framkvæmdanefnd um nýskipan lögreglumála leggur til að lögregluembætti landsins verði 15, þar af sjö lykilembætti, en í dag eru embættin 26. Innlent 26.10.2005 02:54
400 störf verða til Alcoa Fjarðaál hefur samið við IMG Mannafl-Liðsauka um að fyrirtækið muni ráða alla starfsmenn álversins á Reyðarfirði, um 400 manns, á næstu tveimur árunum. Í tilefni þess mun ráðningarfyrirtækið opna útibú á Reyðarfirði. Innlent 26.10.2005 01:29
Flateyringar minnast látinna Klukkan átta í kvöld hefst minningardagskrá í íþróttahúsinu á Flateyri vegna snjóflóðsins hörmulega sem fyrir tíu árum kostaði tuttugu manns líf og olli gífurlegri eyðileggingu á staðnum. Þá verður í Neskirkju við Hagatorg í Reykjavík bænastund á sama tíma. Búast má við að dagurinn verði mörgum Önfirðingum erf iður enda hörmungarnar miklar sem flóðið hafði í för með sér. Innlent 26.10.2005 00:20
Ráðherrar funda Heilbrigðisráðherrar Norðurlandanna hittast á næstunni til þess að ræða aðkallandi aðgerðir gegn mögulegum fuglaflensufaraldri. Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, greindi frá þessari ákvörðun á blaðamannafundi í Reykjavík í gær. Hann sagði að aðgerðir miðuðust við fyrirbyggjandi aðgerðir og framleiðslu á bóluefni. Innlent 26.10.2005 01:47
Rannsóknir samræmdar Ríkislögreglustjóri hefur gert samning til eins árs við Fræðslumiðstöð bílgreina um framkvæmd bíltæknirannsókna vegna umferðarslysa. Rannsakað verður ástand ökutækja sem lent hafa í alvarlegu umferðarslysi eða þar sem grunur leikur á að ástandi ökutækis sé verulega ábótavant. Innlent 26.10.2005 01:24
Hús keypt fyrir 200 milljónir "Við erum búnir að borga út öll hús sem búið var að semja um kaup á," segir Kristján Ríkharðsson, annar verktakanna sem vilja kaupa upp hesthús á svæði Hestamannafélagsins Gusts í Kópavogi. Þetta eru tuttugu eignarhlutar af um hundrað sem félagsmenn Gusts hafa selt. Greiðslurnar voru inntar af hendi síðastliðinn föstudag og Kristján segir fleiri vera að semja um sölu hesthúsa í kjölfarið. Innlent 26.10.2005 01:00
Í kjölfar Ægis Skipstjórinn á Síldveiðiskipinu Hákoni EA kallaði eftir aðstoð Landhelgisgæslunar eldsnemma í gærmorgun eftir að skipið hafði fengið nótina í skrúfuna. Var skipið þá að síldarveiðum í Jökuldýpi suðvestur af Snæfellsjökli. Varðskipið Ægir var komið á vettvang klukkan átta í gærmorgun. Kafarar gátu ekki leyst nótina þar sem straumþungi var mikill og því var Ægir látinn draga síldveiðiskipið til Reykjavíkurhafnar. Innlent 26.10.2005 02:46
Sterlingmenn úr stjórninni Pálmi Haraldsson, Jóhannes Kristinsson og Almar Þór Hilmarsson sögðu sig í gær úr stjórn flugfélagsins Iceland Express. Í stjórn félagsins settust í þeirra stað lögmennirnir Einar Þór Sverrisson, Gunnar Jónsson og Hörður Felixson. Jafnframt var tekin ákvörðun um það að fela fyrirtækjasviði KB banka að selja fyrirtækið. Viðskipti innlent 26.10.2005 01:51
Ríkið sýknað Bótakröfu konu á fertugsaldri á hendur ríkinu upp á rúmar 48 milljónir króna var í gær hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur. Í febrúar 2000 var æxli fjarlægt úr höfði konunnar á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum en hún vildi meina að meinið hefði átt að greina hér í mæðraskoðun árið 1998. Þannig hefði mátt koma í veg fyrir varanlega örorku hennar, sem metin er 100 prósent. Innlent 26.10.2005 02:44
Kuldakastið bjargaði Fram undan er háannatími á hjólbarðaverkstæðum landsins en nú bregður svo við að erfiðlega gengur að manna verkstæðin. Innlent 26.10.2005 01:55
Ærumeiðingar í garð lögreglu: Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í gær Björn Tómas Sigurðsson af ákærum um ærumeiðingar en hann brigslaði tveimur lögreglumönnum á heimasíðu sinni og í fjölmiðlum um að láta fíkniefnasala vita af aðgerðum lögreglunnar. Innlent 26.10.2005 02:06