Innlent Gagnsærri peningarstefna Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að taka upp fasta vaxtaákvörðunardaga frá og með næsta ári. Með þessari ákvörðun verður þeirri óvissu eytt sem ríkt hefur um tímasetningar á vaxtaákvörðunum. Innlent 12.11.2005 00:05 Tína hundaskít á Geirsnefi Hundaeigendur ætla að gera sér glaðan dag á Geirsnefi á morgun - og tína hundaskít. Þrátt fyrir að öll aðstaða sé til að hreinsa upp eftir hunda þarna, skortir á hirðusemi hundaeigenda, sem getur leitt til þess að hundar veikist og jafnvel drepist. Innlent 11.11.2005 19:38 Rjúpur seldar á uppsprengdu verði Rjúpnaveiðimenn óttast að veiðibann verði sett á aftur vegna ofveiði. Rjúpur ganga nú kaupum og sölum á allt að fjögur þúsund krónur stykkið, þrátt fyrir sölubann. Það þýðir að fimm manna fjölskylda greiðir um tuttugu þúsund krónur fyrir kjötið í jólamatinn. Innlent 11.11.2005 19:34 Hagræðing við HA Uppbyggingu Háskólans á Akureyri verður haldið áfram af fullum krafti segir menntamálaráðherra, og bendir á að betur hafi verið gert við hann en aðra háskóla. Þorsteinn Gunnarsson rektor fór yfir væntanlegar sparnaðaraðgerðir með nemendum og starfsmönnum í dag. Þeir telja einsýnt að segja þurfi upp fólki. Innlent 11.11.2005 19:33 Verðbólgan farin að lækka Lækkandi verðbólga bendir til mjúkrar lendingar í hagkerfinu, segir Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra. Greinilegt sé að aðhald í ríkisrekstri og vaxtahækkanir Seðalabankans skili árangri. Aðkoma ríkisvaldsins að kjarasamningum var rædd á ríkisstjórnarfundi í morgun og er forsætisráðherra bjartsýnn á að samningar haldi. Innlent 11.11.2005 19:30 Refsingu frestað Rangt var farið með dómsorð Hæstaréttar í máli lögreglumanns, sem ók í veg fyrir bifhjólamann, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hið rétta er að refsingu lögregluþjónsins var frestað og verður látin niður falla að tveimur árum liðnum. Fréttastofa Stöðvar 2 biðst velvirðingar á þessum leiðu mistökunum. Innlent 11.11.2005 19:29 Vill ekki nefna leiðir Ingimundur Sigurpálsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, getur ekki tilgreint með hvaða hætti hann vill jafna kjör opinberra starfsmanna og fólks á almennum vinnumarkaði. Innlent 11.11.2005 18:31 Bílvelta nærri Svínavatni Bíll valt á Biskupsstungnabraut, skammt frá Svínavatni, í dag. Ökumaður, sem var einn í bílnum, virðist hafa sloppið með minniháttar meiðsl en hann var fluttur á sjúkrahúsið á Selfossi til rannsókna. Innlent 11.11.2005 17:38 Bíll endaði úti í á eftir aðsvif ökumanns Betur fór en á horfðist þegar bíll fór út af veginum við Vesturósbrú nærri Sauðárkróki í morgun og endaði úti í ósnum. Ökumaður bílsins fékk aðsvif þegar hann kom akandi niður hlíð skammt frá brúnni. Innlent 11.11.2005 17:21 24 árekstrar í Reykjavík í dag Tuttugu og fjórir árekstrar hafa orðið í Reykjavík í dag. Þar á meðal varð einn fjöggura bíla árekstur fyrir utan Stjórnarráðið skömmu eftir hádegi. Þá rann fólksbíll á ljósastaur á Hverfisgötu. Nánast tíðindalaust hefur verið annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 11.11.2005 17:07 Bílaumboðin búast við samdrætti á næsta ári Bílaumboðin gera ráð fyrir allt að 30 prósenta samdrætti í bílasölu á næsta ári. Innlent 11.11.2005 16:24 Andrenalín.is fær nýsköpunarverðlaun SAF Adrenalín.is fékk nýsköpunarverðlaun Samtaka ferðaþjónustunnar sem Sturla Böðvarsson samgönguráðherra afhenti á Grand hóteli í dag. Verðlaunin fékk fyrirtækið fyrir nýja adrenalíngarðinn á Nesjavöllum sem tekinn var í notkun í júlí síðastliðnum. Innlent 11.11.2005 16:17 Sýslumaður hafnar kröfu um bann á sýningu Skuggabarna Sýslumaðurinn í Reykjavík hafnaði fyrir örfáum mínútum kröfu um lögbann á sýningu heimildamyndarinnar Skuggabörn eftir Þórhall Gunnarsson og Lýð Árnason, sem fjallar um nokkur ungmenni í undirheimum Reykjavíkur. Innlent 11.11.2005 16:09 Málin að þokast í rétta átt Forsendunefnd Alþýðusambands Íslands hittist klukkan hálf fjögur í dag. Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands, segir að málin séu nú að þokast í rétta átt en nefndin þurfi þann tíma sem er til stefnu til að komast að niðurstöðu. Innlent 11.11.2005 16:06 Alþingis og ríkisstjórnar að taka á fjárhagsvanda Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, segir það sé í verkahring Alþingis eða ríkisstjórnar fremur en menntamálaráðuneytisins eins að taka á fjárhagsvanda skólans sem nú hefur leitt til þess að skólinn þarf að hagræða töluvert í starfsemi sinni. Innlent 11.11.2005 15:36 Sprengjusérfræðingar kallaðir til vegna tundurdufls Tveir menn úr sprengjusveit Landhelgisgæslunnar eru að leggja af stað með björgunarþyrlunni Líf til að gera óvirkt tundurdufl sem kom upp með veiðarfærum togarans Þórunnar Sveinsdóttur VE-401. Skipið er statt á Skrúðsgrunni út af Austfjörðum. Innlent 11.11.2005 15:29 Enn fundað um lögbann á sýningu á mynd Fundur stendur enn yfir hjá sýslumanninum í Reykjavík þar sem tekin er fyrir krafa um bann á sýningu heimildamyndarinnar Skuggabörn eftir Þórhall Gunnarsson og Lýð Árnason sem fjallar um nokkur ungmenni í undirheimum Reykjavíkur. Innlent 11.11.2005 15:30 Nældu krónu konunnar í forsætisráðherra Ungir femínstar nældu krónu konunnar í barm Halldórs Ásgrímssonar, forsætisráðherra, í ráðherrabústaðnum í dag. Þær vildu með því vegja athygli á launamun kynjanna. Króna konunnar er nákvæm eftirlíking af íslensku krónunni hönnuð sem barmnæla úr áli þar sem búið er að taka þrjátíu og fimm prósent af krónunni. Innlent 11.11.2005 14:00 Lækkun neysluverðsvísitölu valdi ekki straumhvörfum Talsmenn verkalýðshreyfingarinnar segja að fréttir um lækkun neysluvísitölu og hjöðnun verðbólgu hafi ekki komið þeim í opna skjöldu og valdi engum straumhvörfum í viðræðum við atvinnurekendur, sem aftur á móti hafa hampað þessum tíðindum sem nýjum og óvæntum. Innlent 11.11.2005 12:13 Kaupmáttur fólks í byggingarstarfsemi og verslun eykst Laun í iðnaði, byggingarstarfssemi, mannvirkjagerð, verslun og viðgerðarþjónustu hækkuðu að meðaltali um 5,4 prósent frá þriðja ársfjórðungi í fyrra, til jafnlengdar í ár. Á sama tíma hækkaði vísitala neysluverðs um 4 prósent. Samkvæmt því jókst kaupmáttur launa á tímabilinu að meðaltali um 1,4 prósent, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Innlent 11.11.2005 12:05 Fundað um Skuggabörn hjá sýslumanni Fundur stendur nú yfir hjá sýslumanninum í Reykjavík þar sem tekin er fyrir krafa um bann á sýningu heimildamyndarinnar Skuggabörn eftir Þórhall Gunnarsson og Lýð Árnason. Krafan er grundvölluð á því að við sögu í myndinni komi ungur piltur, sem var myrtur eftir að tökum lauk. Að óbreyttu átti að forsýna myndina í kvöld og sýna hana svo í Ríkissjónvarpinu á þriðjudag. Innlent 11.11.2005 11:59 Seinkun á flugi Iceland Express vegna bilunar Flugvél Iceland Express sem fljúga átti til Kaupmannahafnar klukkan hálfátta var kyrrsett vegna bilunar í bremsukerfi vélarinnar. Áætluð brottför er hálffjögur. Innlent 11.11.2005 10:42 Krónan styrkist aftur vegna skuldabréfaútgáfu Krónan styrktist á ný í gær,eftir að hafa lækkað nokkra daga í röð. Ástæðan er sú að þýski ríkisbankinn gaf út skuldabréf í íslenskum krónum upp á þrjá milljarða króna, en hlé hefur verið á slíkri útgáfu frá upphafi mánaðarins. Þessi útgáfa, sem hófst fyrir nokkrum vikum, er komin upp í 114 milljarða króna. Hækkunin á krónunni í gær nam 0,5 prósentum. Innlent 11.11.2005 09:03 Fundu 200 g af fíkniefnum við húsleit í Kópavogi Kópavogslögreglan lagði hald í tæp tvö hundruð grömm af fíkniefnum við húsleit í íbúð í Lindarhverfi í gærkvöldi. Sex manneskjur, sem voru í íbúðinni voru handteknar og færðar til yfirheyrslu. Fjórum var fljótlega sleppt, en í nótt játuðu tveir að hafa átt efnin og að hafa ætlað þau til sölu. Innlent 11.11.2005 08:59 Ekið á hreindýr við Skriðuklaustur Ekið var á hreindýr inn við Skriðuklaustur í Fljótsdal í gær. Hreindýrið drapst við áreksturinn en fólksbíllinn sem ók á dýrið er mikið skemmdur. Atvikið átti sér stað seinni partinn í gær en dýrið hljóp skyndilega út á veginn og gat ökumaður engu bjargað og ók á dýrið. Innlent 11.11.2005 08:57 Tekur fyrir lögbann á sýningu myndar Sýslumaðurinn í Reykjavík tekur í dag fyrir kröfu um bann á sýningu heimildarmyndarinnar Skuggabörn eftir Þórhall Gunnarsson og Lýð Árnason. Krafan er grundvöllluð á því að við sögu í myndinni komi ungur piltur, sem var myrtur eftir að töku myndarinnar lauk. Að óbreyttu átti að forsýna hana í kvöld og svo í Ríkissjónvarpinu á þriðjudag. Innlent 11.11.2005 08:55 Hafna beiðnum bænda Stjórn Landssambands kúabænda hyggst ekki bregðast við beiðnum kúabænda í Borgarfirði og Eyjafirði um að hefja undirbúning að innflutningi erfðaefnis til að erfðabæta íslensku kúna. Innlent 11.11.2005 07:10 Ekki ákært í 309 kærðum nauðgunum 370 nauðganir voru kærðar til lögreglu á árunum 1995 til 2004. Ákært var í 61 máli en 309 kærur leiddu ekki til ákæru fyrir dómstólum. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Guðrúnar Ögmundsdóttur þingmanns. Innlent 11.11.2005 07:14 Laugavegurinn opnaður í dag Laugavegur milli Snorrabrautar og Barónsstígs verður opnaður fyrir bílaumferð klukkan fjögur í dag, og verður það í fyrsta sinn í þrjá mánuði sem almenningur getur keyrt þar um. Innlent 11.11.2005 07:07 Betri laun í öðrum störfum Um 400 einstaklingar með leikskólakennaramenntun kjósa að vinna störf utan leikskólanna. Þetta kom fram í máli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra í utandagskrárumræðum á Alþingi í gær um manneklu á leikskólum. Innlent 10.11.2005 21:06 « ‹ ›
Gagnsærri peningarstefna Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að taka upp fasta vaxtaákvörðunardaga frá og með næsta ári. Með þessari ákvörðun verður þeirri óvissu eytt sem ríkt hefur um tímasetningar á vaxtaákvörðunum. Innlent 12.11.2005 00:05
Tína hundaskít á Geirsnefi Hundaeigendur ætla að gera sér glaðan dag á Geirsnefi á morgun - og tína hundaskít. Þrátt fyrir að öll aðstaða sé til að hreinsa upp eftir hunda þarna, skortir á hirðusemi hundaeigenda, sem getur leitt til þess að hundar veikist og jafnvel drepist. Innlent 11.11.2005 19:38
Rjúpur seldar á uppsprengdu verði Rjúpnaveiðimenn óttast að veiðibann verði sett á aftur vegna ofveiði. Rjúpur ganga nú kaupum og sölum á allt að fjögur þúsund krónur stykkið, þrátt fyrir sölubann. Það þýðir að fimm manna fjölskylda greiðir um tuttugu þúsund krónur fyrir kjötið í jólamatinn. Innlent 11.11.2005 19:34
Hagræðing við HA Uppbyggingu Háskólans á Akureyri verður haldið áfram af fullum krafti segir menntamálaráðherra, og bendir á að betur hafi verið gert við hann en aðra háskóla. Þorsteinn Gunnarsson rektor fór yfir væntanlegar sparnaðaraðgerðir með nemendum og starfsmönnum í dag. Þeir telja einsýnt að segja þurfi upp fólki. Innlent 11.11.2005 19:33
Verðbólgan farin að lækka Lækkandi verðbólga bendir til mjúkrar lendingar í hagkerfinu, segir Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra. Greinilegt sé að aðhald í ríkisrekstri og vaxtahækkanir Seðalabankans skili árangri. Aðkoma ríkisvaldsins að kjarasamningum var rædd á ríkisstjórnarfundi í morgun og er forsætisráðherra bjartsýnn á að samningar haldi. Innlent 11.11.2005 19:30
Refsingu frestað Rangt var farið með dómsorð Hæstaréttar í máli lögreglumanns, sem ók í veg fyrir bifhjólamann, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hið rétta er að refsingu lögregluþjónsins var frestað og verður látin niður falla að tveimur árum liðnum. Fréttastofa Stöðvar 2 biðst velvirðingar á þessum leiðu mistökunum. Innlent 11.11.2005 19:29
Vill ekki nefna leiðir Ingimundur Sigurpálsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, getur ekki tilgreint með hvaða hætti hann vill jafna kjör opinberra starfsmanna og fólks á almennum vinnumarkaði. Innlent 11.11.2005 18:31
Bílvelta nærri Svínavatni Bíll valt á Biskupsstungnabraut, skammt frá Svínavatni, í dag. Ökumaður, sem var einn í bílnum, virðist hafa sloppið með minniháttar meiðsl en hann var fluttur á sjúkrahúsið á Selfossi til rannsókna. Innlent 11.11.2005 17:38
Bíll endaði úti í á eftir aðsvif ökumanns Betur fór en á horfðist þegar bíll fór út af veginum við Vesturósbrú nærri Sauðárkróki í morgun og endaði úti í ósnum. Ökumaður bílsins fékk aðsvif þegar hann kom akandi niður hlíð skammt frá brúnni. Innlent 11.11.2005 17:21
24 árekstrar í Reykjavík í dag Tuttugu og fjórir árekstrar hafa orðið í Reykjavík í dag. Þar á meðal varð einn fjöggura bíla árekstur fyrir utan Stjórnarráðið skömmu eftir hádegi. Þá rann fólksbíll á ljósastaur á Hverfisgötu. Nánast tíðindalaust hefur verið annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 11.11.2005 17:07
Bílaumboðin búast við samdrætti á næsta ári Bílaumboðin gera ráð fyrir allt að 30 prósenta samdrætti í bílasölu á næsta ári. Innlent 11.11.2005 16:24
Andrenalín.is fær nýsköpunarverðlaun SAF Adrenalín.is fékk nýsköpunarverðlaun Samtaka ferðaþjónustunnar sem Sturla Böðvarsson samgönguráðherra afhenti á Grand hóteli í dag. Verðlaunin fékk fyrirtækið fyrir nýja adrenalíngarðinn á Nesjavöllum sem tekinn var í notkun í júlí síðastliðnum. Innlent 11.11.2005 16:17
Sýslumaður hafnar kröfu um bann á sýningu Skuggabarna Sýslumaðurinn í Reykjavík hafnaði fyrir örfáum mínútum kröfu um lögbann á sýningu heimildamyndarinnar Skuggabörn eftir Þórhall Gunnarsson og Lýð Árnason, sem fjallar um nokkur ungmenni í undirheimum Reykjavíkur. Innlent 11.11.2005 16:09
Málin að þokast í rétta átt Forsendunefnd Alþýðusambands Íslands hittist klukkan hálf fjögur í dag. Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands, segir að málin séu nú að þokast í rétta átt en nefndin þurfi þann tíma sem er til stefnu til að komast að niðurstöðu. Innlent 11.11.2005 16:06
Alþingis og ríkisstjórnar að taka á fjárhagsvanda Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, segir það sé í verkahring Alþingis eða ríkisstjórnar fremur en menntamálaráðuneytisins eins að taka á fjárhagsvanda skólans sem nú hefur leitt til þess að skólinn þarf að hagræða töluvert í starfsemi sinni. Innlent 11.11.2005 15:36
Sprengjusérfræðingar kallaðir til vegna tundurdufls Tveir menn úr sprengjusveit Landhelgisgæslunnar eru að leggja af stað með björgunarþyrlunni Líf til að gera óvirkt tundurdufl sem kom upp með veiðarfærum togarans Þórunnar Sveinsdóttur VE-401. Skipið er statt á Skrúðsgrunni út af Austfjörðum. Innlent 11.11.2005 15:29
Enn fundað um lögbann á sýningu á mynd Fundur stendur enn yfir hjá sýslumanninum í Reykjavík þar sem tekin er fyrir krafa um bann á sýningu heimildamyndarinnar Skuggabörn eftir Þórhall Gunnarsson og Lýð Árnason sem fjallar um nokkur ungmenni í undirheimum Reykjavíkur. Innlent 11.11.2005 15:30
Nældu krónu konunnar í forsætisráðherra Ungir femínstar nældu krónu konunnar í barm Halldórs Ásgrímssonar, forsætisráðherra, í ráðherrabústaðnum í dag. Þær vildu með því vegja athygli á launamun kynjanna. Króna konunnar er nákvæm eftirlíking af íslensku krónunni hönnuð sem barmnæla úr áli þar sem búið er að taka þrjátíu og fimm prósent af krónunni. Innlent 11.11.2005 14:00
Lækkun neysluverðsvísitölu valdi ekki straumhvörfum Talsmenn verkalýðshreyfingarinnar segja að fréttir um lækkun neysluvísitölu og hjöðnun verðbólgu hafi ekki komið þeim í opna skjöldu og valdi engum straumhvörfum í viðræðum við atvinnurekendur, sem aftur á móti hafa hampað þessum tíðindum sem nýjum og óvæntum. Innlent 11.11.2005 12:13
Kaupmáttur fólks í byggingarstarfsemi og verslun eykst Laun í iðnaði, byggingarstarfssemi, mannvirkjagerð, verslun og viðgerðarþjónustu hækkuðu að meðaltali um 5,4 prósent frá þriðja ársfjórðungi í fyrra, til jafnlengdar í ár. Á sama tíma hækkaði vísitala neysluverðs um 4 prósent. Samkvæmt því jókst kaupmáttur launa á tímabilinu að meðaltali um 1,4 prósent, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Innlent 11.11.2005 12:05
Fundað um Skuggabörn hjá sýslumanni Fundur stendur nú yfir hjá sýslumanninum í Reykjavík þar sem tekin er fyrir krafa um bann á sýningu heimildamyndarinnar Skuggabörn eftir Þórhall Gunnarsson og Lýð Árnason. Krafan er grundvölluð á því að við sögu í myndinni komi ungur piltur, sem var myrtur eftir að tökum lauk. Að óbreyttu átti að forsýna myndina í kvöld og sýna hana svo í Ríkissjónvarpinu á þriðjudag. Innlent 11.11.2005 11:59
Seinkun á flugi Iceland Express vegna bilunar Flugvél Iceland Express sem fljúga átti til Kaupmannahafnar klukkan hálfátta var kyrrsett vegna bilunar í bremsukerfi vélarinnar. Áætluð brottför er hálffjögur. Innlent 11.11.2005 10:42
Krónan styrkist aftur vegna skuldabréfaútgáfu Krónan styrktist á ný í gær,eftir að hafa lækkað nokkra daga í röð. Ástæðan er sú að þýski ríkisbankinn gaf út skuldabréf í íslenskum krónum upp á þrjá milljarða króna, en hlé hefur verið á slíkri útgáfu frá upphafi mánaðarins. Þessi útgáfa, sem hófst fyrir nokkrum vikum, er komin upp í 114 milljarða króna. Hækkunin á krónunni í gær nam 0,5 prósentum. Innlent 11.11.2005 09:03
Fundu 200 g af fíkniefnum við húsleit í Kópavogi Kópavogslögreglan lagði hald í tæp tvö hundruð grömm af fíkniefnum við húsleit í íbúð í Lindarhverfi í gærkvöldi. Sex manneskjur, sem voru í íbúðinni voru handteknar og færðar til yfirheyrslu. Fjórum var fljótlega sleppt, en í nótt játuðu tveir að hafa átt efnin og að hafa ætlað þau til sölu. Innlent 11.11.2005 08:59
Ekið á hreindýr við Skriðuklaustur Ekið var á hreindýr inn við Skriðuklaustur í Fljótsdal í gær. Hreindýrið drapst við áreksturinn en fólksbíllinn sem ók á dýrið er mikið skemmdur. Atvikið átti sér stað seinni partinn í gær en dýrið hljóp skyndilega út á veginn og gat ökumaður engu bjargað og ók á dýrið. Innlent 11.11.2005 08:57
Tekur fyrir lögbann á sýningu myndar Sýslumaðurinn í Reykjavík tekur í dag fyrir kröfu um bann á sýningu heimildarmyndarinnar Skuggabörn eftir Þórhall Gunnarsson og Lýð Árnason. Krafan er grundvöllluð á því að við sögu í myndinni komi ungur piltur, sem var myrtur eftir að töku myndarinnar lauk. Að óbreyttu átti að forsýna hana í kvöld og svo í Ríkissjónvarpinu á þriðjudag. Innlent 11.11.2005 08:55
Hafna beiðnum bænda Stjórn Landssambands kúabænda hyggst ekki bregðast við beiðnum kúabænda í Borgarfirði og Eyjafirði um að hefja undirbúning að innflutningi erfðaefnis til að erfðabæta íslensku kúna. Innlent 11.11.2005 07:10
Ekki ákært í 309 kærðum nauðgunum 370 nauðganir voru kærðar til lögreglu á árunum 1995 til 2004. Ákært var í 61 máli en 309 kærur leiddu ekki til ákæru fyrir dómstólum. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Guðrúnar Ögmundsdóttur þingmanns. Innlent 11.11.2005 07:14
Laugavegurinn opnaður í dag Laugavegur milli Snorrabrautar og Barónsstígs verður opnaður fyrir bílaumferð klukkan fjögur í dag, og verður það í fyrsta sinn í þrjá mánuði sem almenningur getur keyrt þar um. Innlent 11.11.2005 07:07
Betri laun í öðrum störfum Um 400 einstaklingar með leikskólakennaramenntun kjósa að vinna störf utan leikskólanna. Þetta kom fram í máli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra í utandagskrárumræðum á Alþingi í gær um manneklu á leikskólum. Innlent 10.11.2005 21:06