Innlent

Fréttamynd

Jólasveinninn flaug í bæinn

Jólasveinninn kom fljúgandi í bæinn með þyrlu Landhelgisgæslunnar síðasta laugardag þegar hann kom til að taka þátt í jólaballi gæslunnar. Með honum í för voru þau Birta og Bárður úr Stundinni okkar í Sjónvarpinu.

Innlent
Fréttamynd

Réðum illa við eldinn ef kviknaði í í Örfirisey

Olíubirgðastöðin fyrir norðan Lundúnir sem stendur í ljósum logum er af svipaðri stærð og olíubirgðastöðin í Örfirisey. Slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins segir ekki nægar froðubirgðir til í landinu til þess að slökkva eld eins og þann sem logar í Bretlandi.

Innlent
Fréttamynd

Óttast að missa starfsfólk til álversins

Framkvæmdastjóri Eskju, stærsta fyrirtækis Eskifjarðar, óttast að missa gott starfsfólk þegar samkeppni um vinnuafl á Austurlandi eykst með mannaráðningum til álversins á næsta ári.

Innlent
Fréttamynd

5.000 til 6.000 manns leitar aðstoðar fyrir jólin

Það er ekki sjálfgefið að allir geti haldið gleðileg jól. Á milli fimm og sex þúsund manns leita á ári hverju aðstoðar til að geta haft hátíðarmat á borðum um jólin. Frestur til að sækja um jólaaðstoð hjá Mæðrastyrksnefnd, Hjálparstarfi kirkjunnar og Reykjavíkurdeild RKÍ rennur út á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Virkjunarleyfi verða framseljanleg

Virkjunarleyfi verða framseljanleg, ef frumvarp iðnaðarráðherra um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu, verður að lögum. Það er þó háð sérstöku leyfi. Samkvæmt frumvarpinu fá þau fyrirtæki, sem afla sér leyfis til rannsókna, sjálfkrafa nýtingarleyfi - en þar eru milljarðahagsmunir í húfi.

Innlent
Fréttamynd

Óljóst um tildrög banaslyss

Maður lést þegar bifreið hafnaði utan vegar í Eyjafirði snemma í morgun. Eldur kom upp í bifreiðinni og var maðurinn úrskurðaður látinn þegar slökkvilið Akureyrar kom á staðinn.

Innlent
Fréttamynd

Jónarnir báðir álitleg ráðherraefni

Jón Baldvin Hannibalsson og Jón Sigurðsson koma sterklega til álita sem ráðherraefni Samfylkingarinnar, ef sú staða kemur upp að leita þurfi út fyrir þingflokkinn. Þetta segir formaður flokksins, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Hún telur að stór hópur framsóknarmanna eigi samleið með Samfylkingunni en telur umræðu um sameiningu flokka ekki tímabæra.

Innlent
Fréttamynd

Grjót féll á veginn um Óshlíð

Óshlíðin lokaðist fyrir fáeinum mínútum þegar grjót féll á veginn þar um. Að sögn lögreglunnar á Ísafirði eru menn Vegagerðarinnar að meta aðstæður og kemur þá í ljós hversu langur tími líður áður en hægt verður að opna veginn aftur fyrir umferð.

Innlent
Fréttamynd

Ekið á barn

Ökumenn virðast ekki hafa gætt nægilega vel að sér í umferðinni í dag því óvenju mikið hefur verið um umferðaróhöpp þrátt fyrir að aðstæður til aksturs væru góðar. Sex umferðaróhöpp og eitt umferðarslys voru tilkynnt til lögreglu milli klukkan þrjú og sex. Ekið var á ellefu ára barn á gatnamótum Sæbrautar og Dalbrautar en meiðsl þess voru lítilsháttar.

Innlent
Fréttamynd

Fékk þrjú 400 kílóa fiskikör á sig

Kalrmaður slasaðist þegar hann fékk þrjú fiskikör ofan á sig í vinnuslysi í Grindavík um miðjan dag í dag. Hvert fiskikaranna vegur um 300 kíló og því talsverður þungi sem maðurinn fékk á sig. Maðurinn kramdist en slapp við beinbrot og að sögn lögreglu er merkilegt hversu vel hann slapp.

Innlent
Fréttamynd

Féll á höfuðið í vinnuslysi

Maður slasaðist á höfði þegar hann féll tvo og hálfan til þrjá metra af millilofti í nýbyggingu í Hveragerði þar sem hann var við vinnu skömmu fyrir klukkan fimm.

Innlent
Fréttamynd

Játar á sig heimabankarán

Tæplega þrítugur karlmaður hefur gengist við því í yfirheyrslum hjá lögreglu að hafa stolið um tveimur milljónum króna úr heimabönkum í nokkrum færslum. Hann hefur hins vegar ekki viljað segja hvað hann gerði við peningana og lögregla hefur ekki haft upp á þeim.

Innlent
Fréttamynd

Tólf í framboði í Garðabæ

Tólf taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ þar sem valið verður í efstu sæti á lista flokksins við bæjarstjórnarkosningar næsta vor.

Innlent
Fréttamynd

Kosningin hefur gengið vel fyrir sig

Fyrri degi atkvæðagreiðslu félaga í Eflingu um nýjan kjarasamning við Reykjavíkurborg er nú að ljúka. Ekki liggur fyrir hversu margir tóku þátt í atkvæðagreiðslunni í dag en Þórir Guðjónsson hjá Eflingu segir að kosningin hafi gengið ágætlega fyrir sig.

Innlent
Fréttamynd

Gunnlaugur verður forseti Hæstaréttar

Gunnlaugur Claessen verður forseti Hæstaréttar á næsti ári og árið 2007 og Hrafn Bragason verður varaforseti réttarins. Þetta var niðurstaðan af fundi dómara við Hæstarétt í dag þar sem þeir kusu dómstólnum forseta og varaforseta.

Innlent
Fréttamynd

Leggja út fé fyrir fíkniefnaleitarhund

KEA og Sparisjóður Norðlendinga ætla að leggja til tvær milljónir króna svo hægt sé að kaupa fíkniefnaleitarhund sem lögreglumenn á Norðurlandi geta notað við fíkniefnaleit á fjölmennum stöðum á borð við skemmtistaði og útisamkomur.

Innlent
Fréttamynd

Markús Örn afhenti trúnaðarbréf sitt

Markús Örn Antonsson hefur afhent Michaëlle Jean, landstjóra í Kanada, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Kanada. Markús Örn og Jean lýstu bæði eindregnum áhuga á auknum samskiptum landanna, einkum á sviði lista og menningar, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.

Innlent
Fréttamynd

Ófært á Dynjandisheiði

Ófært er á Dynjandisheiði og Hrafnseyrarheiði er þungfær samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Víða er hálka á heiðum og hálsum. Flughált er á Lágheiði en þó er búið að opna hana fyrir umferð. Hált, og jafnvel flughált, er á Mývatnsöræfum, Jökuldal og ofan Vopnafjarðar.

Innlent
Fréttamynd

Betri og nákvæmari veðurspá í framtíðinni

Ekki er hægt að lofa því að veðrið muni batna á Íslandi í framtíðinni en veðurspáin mun alla vega gera það. Samstarfssamningur við Veðurtunglastofnun Evrópu, sem undirritaður var í dag, gerir að verkum hægt verður að spá fyrir um veður hér á landi með meiri nákvæmni en áður.

Innlent
Fréttamynd

Lögregla rannsakar tildrög banaslyss

Lögreglan á Akureyri vinnur nú að rannsókn banaslyss sem varð þegar bíll valt út af Svalbarðsstrandarvegi við Eyjafjörð snemma í morgun og varð alelda. Lögreglan hefur yfirgefið vettvang slyssins og vinnur að því að ræða við þá sem komu fyrst á slysstað. Enn liggja tildrög slyssins ekki fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Flensuyf til fyrir þriðjung þjóðarinnar

Í landinu eru til 89 þúsund skammtar af Tamiflú og Relensa inflúensulyfjum sem gripið verður til komi til heimsfaraldurs inflúensu og duga skammtarnir fyrir um þriðjung þjóðarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Þorskstofninn gefur eftir milli ára

Stofnvísitala þorsks er lægri í haustmælingu Hafrannsóknastofnunar í ár en í fyrra og er það í fyrsta sinn frá árinu 2001 sem stofnvísitala þorsksins hækkar ekki á milli ára.

Innlent
Fréttamynd

Tólf milljónir til viðbótar vegna hamfara í Pakistan

Íslenska ríkið hefur ákveðið að auka framlag sitt til hjálparstarfs vegna jarðskjálftans í Pakistan í október síðastliðnum. Áætlað er að 12 milljónum verði varið til fjármögnunar á flutningi Atlantshafsbandalagsins á hjálpargögnum til nauðstaddra í norðurhluta landsins.

Innlent
Fréttamynd

Verðbólgan 4,1% síðasta árið

Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 0,36 prósent á milli mánaða og stendur nú í desember í 248,9 stigum. Síðastliðið ár hefur því vísitalan hækkað um 4,1 prósent en ef húsnæðisliði vísitölunnar er sleppt hefur hún einungis hækkað um 0,7 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Jón Páll í mestum metum

Aflraunagarpurinn Jón Páll Sigmarsson er í mestum metum yfir afreksíþróttamenn hér á landi, samkvæmt skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir Visa Europe og Morgunblaðið britir í dag. Jón Páll, sem lést fyrir um þrettán árum, hefur nokkra yfirburði í könnuninni.

Innlent
Fréttamynd

Innbrotsþjófar handsamaðir í Breiðholti

Húsráðendur í einbýlishúsi í Breiðholti vöknuðu við þann vonda draum í nótt að einhverjir ókunnugir voru í húsinu. Styggð kom á innbrotsþjófana, sem voru tveir, þegar þeir urðu húsráðenda varir. Þeir lögðu á flótta en lögreglumenn gripu þá glóðvolga skömmu síðar.

Innlent
Fréttamynd

Missti gjörsamlega andlitið

"Ég gjörsamlega missti andlitið," segir Unnur Birna Vilhjálmsdóttir um sín fyrstu viðbrögð við sigrinum í fegurðarsamkeppninni Ungfrú heimur í Kína um helgina. Hún segist hafa verið mjög hissa á að komast í sex stúlkna úrslit og í raun hætt að hugsa um sigur í keppninni, þannig að þegar úrslitin urðu ljós hafi allt orðið þokukennt.

Lífið
Fréttamynd

Sjö fíkniefnamál í Hafnarfirði

Sjö fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar í Hafnarfirði um helgina sem er óvenju mikið. Flest málanna komu upp við venjulegt umferðareftirlit.

Innlent