Innlent

Drýgði metamfetamín með mjólkursykri og seldi
Karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir vörslu á metamfetamíni sem ætlað var til sölu og dreifingar og fyrir að hafa í nokkrum tilvikum selt samtals 100 grömm af metamfetamíni fyrir 500.000 krónur.
Gefur út framtalsform og bæklinga til að auðvelda skattskil
Ríkisskattstjóri hefur gefið út bæklinga og framtalsform á sjö tungumálum til þess að auðvelda þeim útlendingum sem hingað koma til tímabundinna starfa að telja fram. Þeim hefur fjölgað mjög á undanförnum árum og við því er ríkisskattstjóri að bregðast.

Telja að efla þurfi sveitarstjórnarstigið
Meirihluti sveitarstjórnarmanna telur að efla þurfi sveitarstjórnarstigið á Íslandi samkvæmt könnun sem Rannsóknamiðstöð Háskólans á Bifröst vann að beiðni félagsmálaráðuneytisins.

Segir ekki tekið tillit til afsláttarkjara
Síminn segir Póst- og fjarskiptastofnun ekki taka tillit til þeirra afsláttarkjara sem fyrirtækið veiti GSM-notendum sínum í samanburði á verði á GSM-símtölum á Norðurlöndunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Höfðar mál á hendur ÍE vegna meiðyrða
Jesus Sainz, einn fimmmenninganna sem Íslensk erfðagreining hefur höfðað mál gegn vegna meints stuldar á viðskiptarleyndarmálum, hyggst höfða mál á hendur fyrirtækinu fyrir útbreiðslu rangra saka og meiðyrði.

Ármann í framboð í Suðvesturkjördæmi
Ármann Kr. Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og fyrrverandi aðstoðarmaður ráðherra, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá honum.

Forvarnadagurinn haldinn í fyrsta sinn á morgun
Forvarnadagurinn verður haldinn í fyrsta skipti á morgun. Hann er haldinn að frumkvæði forseta Íslands í samstarfi við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands, Bandalag íslenskra skáta, Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg.
Tvær bækur hlutu Íslensku barnabókaverðlaunin
Bækurnar Sagan af undirfögru prinsessunni og hugrakka prinsinum eftir Margréti Tryggvadóttur og Halldór Baldursson og Háski og hundakjöt eftir Héðinn Svarfdal Björnsson fengu í morgun Íslensku barnabókaverðlaunin 2006. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Ingunnarskóla.

Gera athugasemdir við matsáætlanir vegna tveggja virkjana
Samtök ferðaþjónustunnar hafa gert athugasemdir við matsáætlanir Orkuveitu Reykjavíkur vegna jarðgufuvirkjana á Ölkelduhálssvæði og við Hverahlíð á Hellisheiði.

Hefur þegar gripið til ákveðinna aðgerða
Póst- og fjarskiptastofnun hefur þegar gripið til ákveðinna aðgerða til þess að bregðast við þeim tíðindum að GSM-þjónusta hafi hækkað hér á landi frá árinu 2002 en hins vegar lækkað í hinum norrænu ríkjunum. Ný skýrsla sem stofnunin vann ásamt systurstofnunum sínum á Norðurlöndunum sýnir þetta. Þar segir einnig að íslenski farsímamarkaðurinn einkennist af fákeppni. Forstjórar systurstofnanna Póst- og fjarskiptastofnunar á Norðurlöndunum ákváðu í fyrra að setja á fót vinnuhóp til þess að bera saman farsímamarkaðina á Norðurlöndunum. Meginverkefnið var að kanna áhrif reglugerða á markaðsþróun og hversu mikil samkeppni væri í löndumum. Fram kemur í skýrslunni að norræni farsímamarkaðurinn velti um 7,7 milljörðum evra, eða nærri 700 milljörðum íslenskra króna og eru áskrifendur GSM-þjónustu um 25 milljónir. Veltan á íslenskum farsímamarkaði er aðeins lítill hluti af þessu eða um fjórtán milljarðar og áskrirfendur um 300 þúsund. En á meðan fimm til sex fyrirtæki eru á fjarskiptamarkaði í hinum norrænu ríkjunum eru aðeins tvö hér á landi sem skipta farsímamarkaðnum á milli sín. Það eru Síminn með 65 prósenta markaðshlutdeild og Og Vodafone með 35 prósenta markaðshlutdeild. hvergi á Norðulöndunum hefur eitt fyrirtæki jafnmikla markaðshlutdeild og Síminn. Segir í skýrslunni að niðurstaðan sé áhyggjuefni. Póst- og fjarskiptastofnunar hefur þegar brugðist við og hefur hlutast til um lækkun lúkningargjalds hjá bæði Símanum og Og Vodafone. Með lúkningargjaldi er átt við gjald sem fólk greiðir til að komast inn á annað kerfi en það sem það er sjálft í. Lúkningargjald Og Vodafone er nú 12,10 krónur á mínútu og Símans 8,92 krónur en Póst- og fjarskiptastofnun vill lækka það og jafna. Þá ákvörðun hafa fyrirtækin bæði kært til áfrýjunarnefndar. Þá vill stofnunin leggja aðgangskvöð á Símann til að auðvelda nýjum þjónustuaðilum leið inn á markaðinn. Nýir aðilar geti þannig keypt mínútur á kerfi Símans á tilteknu verði í heildsölu og selt í smásölu.

Skráningarnúmer klippt af ógrynni ökutækja
Skráningarnúmer voru klippt af tíu ökutækjum í borginni í gær sökum þess að eigendur þeirra höfðu ekki staðið skil á vátryggingu. Fram kemur á vef lögreglunna að á síðustu vikum og mánuðum hafi lögreglan klippt skrásetningarnúmer af ógrynni ökutækja og er það ýmist vegna þess að þau eru óskoðuð eða ótryggð.

Kærir lausagöngu fola í Laxárdal
Bæjarstjórn Blönduóss hefur kært lausagöngu þriggja vetra graðfola vegna ósæmilegs framferðis hans þegar hann gekk laus í merastóði í Laxárdal í Austur-Húnavatnssýslu í allt sumar.
Gengið á þremur öðrum stöðum en í Reykjavík
Það var ekki aðeins í Reykjavík sem andstæðingar Kárahnjúkavirkjunar efndu til mótmælagöngu í gærkvöld. Þónokkur fjöldi fólks fór um götur Egilsstaða þessara sömu erindagjörða í gær sem út af fyrir sig vekur athygli þar eð efnahagslegur ávinningur virkjanaframkvæmdanna er mestur á Austurlandi.

Síðasti dagur óbeislaðrar Jöklu
Í dag er síðasti dagurinn sem Jökla rennur óbeisluð um sinn forna farveg um Jökuldal og meðfram Jökulsárhlíð. Í fyrramálið er stefnt að því að tappinn verði settur í og lokað fyrir rennsli hennar við Kárahnjúka.

Hvetja til minni fiskneyslu í mannúðarskyni
Dýraverndunarsamtökin World Wildlife Fund eru að hefja herferð þar sem Evrópubúar eru hvattir til að borða minni fisk í eins konar mannúðarskyni.

Árangurstengd laun minna notuð en fyrir þremur árum
Hlutabréfakaup, hlutdeild í hagnaði eða annnars konar árangurstengd laun er minna notuð hér á landi í umbun til stjórnenda en fyrir þremur árum. Þetta eru meðal annars niðurstöður nýrrar rannsóknar á mannauðsstjórnun á vegum Háskólans í Reykjavík.
Íslendingar eignast sína fyrstu herþotu
Íslendingar hafa eignast sína fyrstu herþotu og það gerist við brotthvarf Varnarliðsins. Þotan er þó ekki af nýjustu gerð, heldur er um að ræða F-4 þotu sem sett hefur verið á stall á Keflavíkurflugvelli sem safngripur. Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta.

Samfylkingin fundar með bændaforystunni
Þingflokkur Samfylkingarinnar situr nú á fundi með fulltrúum úr stjórn Bændasamtaka Íslands þar sem flokkurinn kynnir þeim tillögur sínar að lækkun matarverðs.

Taprekstur hjá HoF
Vöruhúsakeðjan House of Fraser, sem Baugur, FL Group og fleiri fjárfestar hyggjast yfirtaka síðar á þessu ári, tapaði 11,6 milljónum punda á fyrri hluta rekstrarársins sem lauk í júlí. Tapið samsvarar rúmum 1,5 milljörðum króna og jókst um 275 prósent á milli ára.

Rafmagnsleysi í Fossvogshverfi í nótt
Hluti Fossvogshverfa, þar á meðal Landspítalinn í Fossvogi, varð rafmagnslaus laust eftir klukkan þrjú í nótt vegna bilunar í jarðstreng. Rafmagn komst á að hluta klukkan fjögur og var að fullu komið inn um tuttugu mínútum síðar. Vararafstöð er á Landspítalanum og starfaði hún hnökralaust á meðan á rafmagnsleysinu stóð
Varað við erlendum fyrirtækjaskrám
Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) varar atvinnurekendur við fulltrúum erlendra fyrirtækjaskráa sem hafa sett sig í samband við íslensk fyrirtæki og leita eftir staðfestingu á upplýsingum um viðkomandi fyrirtæki.

Kristján sækist eftir sæti ofarlega á lista Samfylkingarinnar í Kraganum
Kristján Sveinbjörnsson, bæjarfulltrúi og forseti bæjarstjórnar Álftaness, gefur kost á sér í eitt af efstu sætum í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Fram kemur í tilkynningu frá honum að hann hafi lengi starfað að sveitarstjórnarmálum á Álftanesi en áður í Kópavogi.

Sigríður stefnir aftur á þing fyrir Samfylkinguna
Sigríður Jóhannesdóttir, kennari og fyrrverandi þingmaður, hefur ákveðið að bjóða sig fram í 2.-3. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. Prófkjörið fer fram þann 4. nóvember.

Verð hækkar hér á landi en lækkar annars staðar á Norðurlöndum
Íslenski farsímamarkaðurinn einkennist af fákeppni og þá hefur verð til til neytenda hækkað hérlendis frá árinu 2002 á meðan það hefur lækkað annars staðar á Norðurlöndum. Þetta er meðal meginniðurstaðna skýrslu þar sem bornir voru saman farsímamarkaðir á Norðurlöndum.

Vilja breytingar á tollum, sköttum og vörugjöldum sem allra fyrst
Stjórn Heimdallar, ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, hvetur ríkisstjórnina til að ráðast í breytingar á fyrirkomulagi vörugjalda, virðisaukaskatts, tolla og annarra innflutningshafta á íslenskum matvörumarkaði og tryggja að þær breytingar nái að ganga í gegn sem allra fyrst.


Í prófkjör Samfylkingarinnar
Gylfi Þorkelsson, framhaldsskólakennari á Selfossi, sækist eftir 4.-6. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Gylfi hefur kennt í grunn- og framhaldsskólum á Suðurlandi og Suðurnesjum frá 1983.
Um 40 milljarða tilboð í Icelandair
KB banki og Glitnir vilja kaupa félagið með fjárfesta á sínum snærum. Líklegt verð er um 40 milljarðar og innleystur hagnaður FL yfir 30 milljarðar.

Skrá á IG í Evrópu og Bandaríkjunum
Icelandic Group verður skipt upp í þrjár einingar og tvær þeirra skráðar í útlöndum. Finnbogi Baldvinsson, framkvæmdastjóri Icelandic Europe, kaupir hlut Samherjamanna í félaginu.

Heilsufarsupplýsingar áfram á Íslandi
Bandaríski herinn hefur ekki á brott með sér þær heilsufarsupplýsingar sem safnað hefur verið í herstöðinni, meðal íslenskra starfsmanna, síðustu ár og áratugi. Vefur Víkurfrétta hefur þetta hefur traustum heimildum.