Innlent

Íslendingar veiða minnst af hval innan Alþjóða- hvalveiðiráðsins
Íslendingar eru atkvæðaminnstir í hvalveiðum af þeim þjóðum innan Alþjóðahvalveiðiráðsins sem á annað borð stunda hvalveiðar. Frá þessu er greint á vef Fiskifrétta.

Marel tapaði 61 milljón króna
Marel skilaði 674.000 evra tapi á þriðja fjórðungi ársins. Þetta svarar til 61 milljónar krónu taps samanborið við 1,2 milljóna evru eða ríflega 104 milljóna króna tapreksturs á sama tíma fyrir ári.

Hagnaður íslenskra lánastofnana yfir 136 milljarðar á síðasta ári
Hagnaður íslenskra lánastofnana nam samanlagt ríflega 136 milljörðum króna á síðasta ári samkvæmt skýrslu Fjármálaeftirlitsins um stofnanirnar sem birt var í dag.

Björn ræddi orkumál við fjármálaráðherra innan EES
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sat í dag fund fjármálaráðherra aðildarríkja EFTA og Evrópusambandsins um orkumál í fjarveru Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra. Fundurinn fór fram í Brussel og lýsti ráðherra því í ræðu sinni hvernig Íslendingar stæðu að orkunýtingu og rakti sérstaklega aukin áhrif jarðhita í orkubúskapnum.

Baugur ýjar að málssókn gegn Ekstra-blaðinu
Baugur Group mótmælir harðlega þeim blaðagreinum sem blaðamenn danska Ekstra-blaðsins hafa skrifað um fyrirtækið að undanförnu og segir greinarnar fullar af villum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs.

Nýta sér undanþágu vegna inngöngu Rúmena og Búlgara í ESB
Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra tilkynnti á Alþingi í dag að ríkisstjórnin hefði ákveðið að nýta sér undanþágur um takmörkun á frjálsu flæði vinnuafls um næstu áramót þegar Rúmenía og Búlgaría ganga í Evrópusambandið.

Vilja stuðla að jöfnum tækifærum til íþróttaiðkunar
Vinstri - grænir hyggjast leggja fram tillögu á borgarstjórnarfundi í dag um að settur verði á fót starfshópur á vegum mannréttindanefndar, Íþrótta- og tómstundaráðs og menntaráðs sem hafi það að markmiði að stuðla að jöfnum tækifærum kynjanna til íþróttaiðkunar. Þar er meðal annars átt við aðgengi að aðstöðu, fjármagni, þjálfurum og stuðningi.

Eldur á bifreiðaverkstæði í Keflavík
Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað að bílasprautunarverkStæði í Grófinni í KefLavík á ellefta tímanum í morgun vegna elds sem kviknað hafði í gömlum kyndiklefa inni á verkstæðinu.

Allt að 66 prósenta verðmunur á smurþjónustu
Allt að sextíu og sex prósenta verðmunur reyndist á smurþjónustu fyrir bíla í könnun sem Alþýðusamband Íslands gerði um síðustu mánaðamót. Verð var kannað hjá 17 þjónustuaðilum á smurningu á þremur stærðum bíla, fólksbíl, jepplingi og stærri jeppa.

Mátti ekki vera að því að láta sekta sig
Tæplega þrítugur karlmaður á yfir höfði sér 50 þúsund króna sekt eftir að hann var stöðvaður fyrir að aka á 140 kílómetra hraða á Kringlumýrarbraut um miðjan dag í gær. Fram kemur í frétt frá lögreglunni að maðurinn hafi beðið lögreglu á vettvangi um að líta fram hjá þessu broti því hann væri á hraðferð og hefði ekki tíma til að ræða við þá.

Efnahagslífið enn berskjaldað fyrir höggum
Davíð Oddsson seðlabankastjóri hótar enn meiri vaxtahækkunum í desember og segir bæði verðbólgu og spennu ennþá mjög mikla. Á fundi hjá Viðskiptaráði Íslands í morgun sagði Davíð íslenskt efnahagslíf enn þá berskjaldað fyrir höggum.

Stórfellt tjón hjá Náttúrufræðistofnun
Sex ernir, fimmtíu fálkar og ýmsir sjaldgæfir flækingsfuglar voru meðal þeirra tvö þúsund fuglasýna í eigu Náttúrufræðistofnunar sem fargað var á ruslahaugum í vor án vitundar stofnunarinnar.
Nýr sýslumaður í Keflavík
Dóms- og kirkjumálaráðherra hefur skipað Guðgeir Eyjólfsson, sýslumann á Siglufirði, til þess að vera sýslumaður í Keflavík frá og með 1. janúar 2007. Þetta kemur fram í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu.

Hnífamaður á Húsavík úrskurðaður í gæsluvarðhald
Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur úrskurðað manninn sem grunaður er um manndrápstilraun og íkveikju á Húsavík í gæsluvarðhald. Lögreglan fór með manninn til Akureyrar í gær þar sem hann mun sitja í fangaklefa til 20. nóvember næstkomandi.

Hugsanlegt að gamli lækurinn verði opnaður á ný
Hugsanlegt er að opnað verði á nýjan leik fyrir gamla lækin í Lækjargötu en tillaga þar að lútandi verður tekin fyrir á fundi borgarstjórnar í dag.

Segja Björgólf standa á bak við kaupin á West Ham
Hópur sem Eggert Magnússon, formaður KSÍ, fer fyrir og vill eignast enska úrvalsdeildarfélagið West Ham hefur fengið aðgang að bókhaldi félagsins eftir því sem fram kemur á vef breska blaðsins Daily Telegraph. Þá kemur fram á vef dagblaðsins Independent að talið sé að Björgólfur Guðmundsson, stjórnarformaður Landsbankans, standi á bak við kaupin.

Faldo kannar aðstæður fyrir golfvöll á sandinum
Stórkylfingurinn Nick Faldo sem var hér á landi í síðustu viku þar sem hann skoðaði aðstæður á söndunum við Þorlákshöfn en þar stendur til að byggja upp strandgolfvöll á heimsmælikvarða sem Faldo hannar.

Sautján gefa kost á sér í forvali VG í NA-kjördæmi
Sautján manns gefa kost á sér í forvali Vinstri - grænna í Norðausturkjördæm fyrir alþingskosningar, en framboðsfrestur rann út á sunnudag.

Ingibjörg segir nýjan lista sterkan
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir nýjan lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi vera sterkan. Ingibjörg telur ástæðulaust að hafa áhyggjur af stöðu Suðurnesjamanna á listanum enda vinna þingmennirnir fyrir allt kjördæmið sama hvaðan þeir koma.

Bílvelta á Svalbarðsströnd
Fjórir voru fluttir á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri eftir bílveltu á Svalbarðsströnd á sjötta tímanum í dag. Konan sem keyrði bílinn skarst lítillega en þrjú börn hennar, sem voru með henni í bílnum, sluppu ómeidd. Töluverð hálka var þegar slysið átti sér stað.

Lúðvík endaði í öðru sæti
Lokatölur hafa verið birtar í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Gríðarleg spenna var um annað sætið en á endanum hafði Lúðvík Bergvinsson betur en Ragnheiður Hergeirsdóttir en aðeins munaði tuttugu og fimm atkvæðum á þeim.
Ungliðar segja Frjálslynda ala á fordómum
Forsvarsmenn ungliðahreyfinga í öllum stjórnmálaflokknum nema Frjálslyndum gagnrýna yfirlýsingar Magnúsar Þórs Hafsteinssonar um innflytjendamál í ályktun sem þeir sendu frá sér í dag. Þeir lýsa "vonbrigðum með þá ákvörðun nokkurra forystumanna í Frjálslynda flokknum að ala á trúarbragðafordómum og tortryggni í garð útlendinga í tilraunum sínum til að auka fylgi flokks síns." Í ályktuninni segir einnig að slíkur málflurningur sé meiðandi gagnvart hópi Íslendinga og stuðli að sundrungu í samfélaginu.

Kviknaði í eldhúsi á Akureyri
Slökkviliðið á Akureyri var kallað út á sjötta tímanum í dag þar sem reyk lagði úr íbúð í fjölbýlishúsi við Keilusíðu á Akureyri. Sjúkrabíll, dælubíll og körfubíll voru strax sendir á staðinn. Reykkafarar fóru inn í íbúðina og leituðu að fólki en íbúðin reyndist mannlaus. Talið er að kviknað hafi í út frá eldavél sem straumur var á.

Ragnheiður kominn aftur í annað sætið
Ragnheiður Hergeirsdóttir er komin aftur í annað sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Aðeins munar þremur atkvæðum á Lúðvíki og Ragnheiði í annað sætið. Lúðvík er nú í fjórða sæti en aðeins munar þrjátíu atkvæðum á honum og Róberti Marshall í þriðja sætið.

Björgvin hlaut sterkari kosningu en hann átti von á
Björgvin G. Sigurðsson hefur tryggt sér fyrsta sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. ,, Ég er ákaflega þakklátur fyrir þetta afgerandi traust sem ég hlýt. Ég fæ greinilega mjög góða kosningu í fyrsta sætið og mun sterkari en ég bjóst við" sagði Björgvin G. Sigurðsson þegar ljóst var að hann væri sigurvegari prófkjörsins.

Lúðvík er búinn að ná öðru sætinu
Lúðvík Bergvinsson er kominn í annað sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Ragnheiður Hergeirsdóttir er fallin niður í fjórða sætið en búið er að telja 4.400 atkvæði.

Búið að telja 78% atkvæða
Nú er búið að telja tæp 78% atkvæða í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi eða 4.000 atkvæði af 5.146. Lúðvíki Bergvinssyni vantar þrettán atkvæði til að ná Ragnheiði Hergeirsdóttur. Ragnheiður er með 1.203 atkvæði í 1.-2. sætið en Lúðvík er með 1.190 atkvæði í 1.-2. sætið. Þrjátíu og sjö atkvæðum munar á þeim Róberti Marshall og Lúðvíki í þriðja sætið.

Lúðvík vantar aðeins fjögur atkvæði í annað sætið
Búið er að telja 3.500 atkvæði í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Lúðvík Bergvinsson vantar aðeins fjögur atkvæði til verða jafn Ragnheiði Hergeirsdóttur í annað sætið. Ragnheiður Hergeirsdóttir er í öðru sæti með 1.042 atkvæði í 1.-2. sætið en Lúðvík er með 1.038 atkvæði í 1.-2. sætið.

Hægt að komast hjá vandræðum
Prófessor í alþjóðastjórnmálum segir Íslendinga nú hafa tækifæri til að haga innflytjendamálum þannig að hægt verði að komast hjá vandræðum sem blossað hafi upp í grannríkjum. Hann segir málefni innflytjenda komin á borð sérfræðinga í öryggismálum og þau rædd á ráðstefnum Atlantshafsbandalagsins.

Mikil spenna um annað og þriðja sætið
Aðeins munar átján atkvæðum á Róberti Marshall og Lúðvíki Bergvinssyni í þriðja stætið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Búið er að telja tæpan helming atkvæða. Björgvin G. Sigurðsson er nokkuð öruggur í fyrsta sætinu.