Lýtalækningar

Fréttamynd

Árið hefur farið í bið eftir uppbyggingu á brjóstum

Konur sem greinast með brakkagenið þurfa oft að bíða mánuðum saman eftir viðtölum og aðgerðum. Varaformaður Brakkasamtakanna segir dæmi um að aðgerðum sé jafnvel frestað kvöldið áður. Konur utan af landi eru í sérstaklega erfiðri stöðu.

Innlent
Fréttamynd

Myndin af mömmu

Magnea Guðný Stefánsdóttir fór í einfalda lýtaaðgerð stuttu fyrir sextugsafmælið sitt. Þegar hún vaknaði eftir aðgerðina hafði eitthvað brostið innra með henni. Fjórtán mánuðum síðar batt hún enda á líf sitt.

Lífið
Fréttamynd

140 íslenskar konur í mál vegna brjóstapúðanna

Konurnar taka þátt í hópmálsókn gegn þýska fyrirtækinu TÜV Reihnland sem bar ábyrgð á eftirliti með PIP brjóstapúðum. Málið var dómtekið í Frakklandi í dag. Þær eru meðal nokkur hundruð annarra kvenna víða úr heiminum sem eru einnig þátttakendur í málsókninni.

Innlent
Fréttamynd

Konurnar hafa ekki allar efni á aðgerð

Ekki hafa allar þær konur sem eru með PIP-púða í brjóstum sínum efni á því að láta fjarlægja púðana á Landspítalanum. Þetta segir Saga Ýrr Jónsdóttir, lögfræðingur kvennanna.

Innlent
Fréttamynd

550 sílíkonaðgerðir á ári

Árlega láta að minnsta kosti 550 konur hér á landi stækka á sér brjóstin eða endurnýja gamlar sílíkonfyllingar. Er þessi fjöldi miðaður við síðustu þrjú ár. Hlutfall endurnýjana getur verið allt að fjórðungur af heildartölunni, en oftast er mælst til þess að púðar séu endurnýjaðir á fimm til tíu ára fresti. Brjóstastækkun kostar á bilinu 400 til rúmlega 520 þúsund krónur.

Innlent
Fréttamynd

Helmingur lýtalækna svaraði ekki

Helmingur þeirra lýtalækna sem landlæknisembættið krafði upplýsinga um brjóstastækkanir hefur ekki svarað formlega. Frestur til svara rann út 13. janúar síðastliðinn.

Innlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.