Erlent

Óvissuástand á hlutabréfamarkaði í Pakistan
Fjárfestar í Pakistan hafa orðið fyrir nokkrum skakkaföllum í kjölfar morðsins á Benazir Bhutto, fyrrum leiðtoga Þjóðarflokksins, sem myrt var á milli jóla og nýárs. Hlutabréfamarkaðir hafa verið opnir í þrjá daga þar í landi frá því leiðtoginn féll frá og lækkað ört.

Brennd inni í kirkju í Kenya
Yfir 250 manns hafa látið lífið í óeirðum í Kenya eftir hinar umdeildu forsetakosningar 27. desember síðastliðinn.

Fjölskyldan er hjónaband karls og konu -Benedikt páfi
Í nýjársávarpi sínu lagði Benedikt sextándi páfi áherslu á að vernda þyrfti hina hefðbundnu fjölskyldu til að tryggja frið í heiminum á komandi ári.

Ráðherra í klámkvikmyndum
Heilbrigðisráðherra Malasíu hefur viðurkennt að hann sé karlmaðurinn í tveim klámmyndum sem hefur verið víða dreift í landinu.

Zuma fyrir dómstóla í ágúst
Jakob Zuma forseti Afríska þjóðarráðsins verður dreginn fyrir rétt fyrir spillingu. Embætti ríkissaksóknara tilkynnti í dag að búið væri að leggja fram ákæru og réttarhöld hæfust í ágúst næskomandi.

Handtekinn fyrir orðróm um Putin
Maður sem vann hjá símafyrirtæki í Íran hefur verið handtekinn fyrir að koma af stað orðrómu um að gert hefði verið samsæri um að myrða Vladimir Putin Rússlandsforseta þegar hann kæmi til ráðstefnu í Teheran í október síðastliðnum.

Margrét þú ert hræsnari
Extra Bladet danska vandar Margréti Þórhildi drottningu ekki kveðjurnar vegna áramótaávarps hennar.

Færeyskan verður þjóðtunga
Færeyska landstjórnin hefur látið undirbúa þingsálykturnartillögu um að færeyskan fái stöðu þjóðtungu og verði einnig notuð í opinberu máli.

Hvað varð Benazir Bhutto að bana ?
Benazir Bhutto er dáin og grafin, en það eru enn heitar deilur um hvað það í rauninni var sem varð henni að fjörtjóni.

Flýið, Marsbúar Flýið
Líkurnar á því að loftsteinn sem er á stærð við fótboltavöll rekist á Mars í lok þessa mánaðar hafa aukist umtalsvert.

Fluttir fullir frá Suðurpólnum
Tveir menn voru fluttir með herflugvél frá Suðurpólnum á jóladag hefur að hafa lent þar í fyrstu barslagsmálum í sögu þess heimshluta.

Tjá sig ekki um árás tígrisdýrsins
Bræðurnir sem urðu fyrir árás tígrisdýrs í San Francisco fyrir áramótin hafa verið útskrifaðir af sjúkrahúsi. Dýrið drap félaga þeirra.

Olmert undirbýr skiptingu Jerúsalem
Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels gaf í skyn í dag að Ísraelar kunni að neyðast til þess að deila Jerúsalem með Palestínumönnum.

Toyota tekur sénsinn
Eftir að hafa í mörg ár byggt stærri og stærri pallbíla fyrir Bandaríkjamarkað hefur Toyota nú snúið nú blaðinu og er að kynna smábíl með palli.

Ótrúlega margar falskar nauðgunarkærur
Þrjár af hverjum fjórum kærum um nauðganir sem berast til dönsku lögreglunnar eru beinlínis vafasamar. Og ein af hverjum fimm er hrein lygi.

Leit hert að Madeleine í Marokkó
Leitin að Madeleine McCann hefur verið hert í Marokkó eftir margar tilkynningar um að hún hafi sést þar.

300 milljóna króna bankarán í Danmörku
Bankaræningjar sluppu með um 300 milljónir íslenskra króna þegar þeir rændu Den Danske bank í Brabrand hverfi í Árósum í dag.

Bhutto myrt með skothríð og sprengju
Morðingi Benazir Bhutto, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Pakistan notaði bæði byssu og sprengju til að ráða hana af dögum. Bhutto var að koma af

Benazir Bhutto myrt í sprengjuárás í Pakistan
Að minnsta kosti 15 manns létu lífið og fjölmargir særðust í sprengjutilræði á kosningafundi sem Benazir Bhutto hélt í Pakistan í dag. Hún var sjálf meðal þeirra sem fórust.

Orsök umferðarhnúta
Hópur breskra verkfræðinga notaði stærðfræðiformúlu til þess að komast að því að of þungir bremsufætur valda mörgum af þeim umferðarhnútum sem verða á hraðbrautum.

Græn jól í Bandaríkjunum
Gengi hlutabréfa hefur almennt hækkað í bandarískum kauphöllum í dag eftir að bandaríski fjárfestingabankinn Merrill Lynch sagði útlit fyrir að hann myndi fá allt að fimm milljarða innspýtingu frá asíska fjárfestingasjóðinum Temasek í Síngapúr.

Seldi nemendur sína í kynlífsþrælkun
Kínversk kennslukona hefur verið dæmd til dauða fyrir að selja barnaníðingum telpur úr skóla sínum til kynlífsþrælkunar.

Titrandi jólapakkar
Danskir klámkaupmenn eru giska kátir þessa dagana því leikföng ástarlífsins seljast sem aldrei fyrr.

Brjóstauppreisn breiðist út
Brjóstauppreisn sænskra kvenna er nú að breiðast út til Danmerkur og Noregs.

Ég vil sprengja mig eins og mamma -myndband
Breska lögreglan rannsakar nú uppruna myndbands þar sem lítil stúlka hyllir móður sína sem framdi sjálfsmorðssprengjuárás í Ísrael árið 2004.

Umhverfis jörðina á eigin spiki
Nýsjálenskur maður hefur látið smíða fyrir sig mjög svo sérstakan bát sem gengur fyrir lífrænu eldsneyti.
Eldur við Hvíta húsið
Eldur logar þessa stundina í opinberri skrifstofubyggingu aftan við Hvíta húsið í Washington. Fjölmennt slökkvilið er á staðnum. Við færum nýjar fréttir af þessu eftir því sem þær berast.

Putin maður ársins hjá Time
Bandaríska vikuritið Time hefur valið Vladimir Putin mann ársins 2007 fyrir að færa þjóð sinni stöðugleika og afla henni virðingar á ný.

Mikið tap hjá Morgan Stanley
Morgan Stanley, næststærsti fjárfestingabanki Bandaríkjanna, skilaði 5,8 milljarða dala, jafnvirði 356 milljarða króna, tapi á fjórða ársfjórðungi. Þetta er talsvert verri afkoma en búist var við. Til samanburðar hagnaðist bankinn um 2,28 milljarða dala á sama tíma í fyrra.

Enn flækja útlimir bandarísk stjórnmál
Vonir Johns Edwards um að verða næsti forseti Bandaríkjanna eru hugsanlega brostnar eftir að bandaríska vikuritið National Enquierer upplýsti að hjákona hans sé komin sex mánuði á leið.