Erlent

Fréttamynd

Vöruskiptahalli eykst vestanhafs

Halli á vöruskiptum nam 62,2 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 5.600 milljarða íslenskra króna, í júlí, samkvæmt gögnum bandaríska viðskiptaráðuneytisins, sem birt voru í dag. Þetta er 3,4 milljörðum bandaríkjadala meira en greinendur höfðu reiknað með.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Slim kaupir í New York Times

Mexíkóski auðkýfingurinn Carlos Slim Helú hefur keypt 6,4 prósenta hlut í The New York Times Company, útgáfufélagi samnefnds dagblaðs. Auðkýfingurinn greiddi 11,6 milljarða fyrir hlutinn.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Dollarinn styrkist enn

Gengi bandaríkjadals hefur ekki verið hærra gagnvart evru á árinu. Væntingar um að hagvöxtur verði minni á evrusvæðinu en í Bandaríkjunum á stærstan hlut að máli. Sérfræðingar reikna margir með því að evrópski seðlabankinn lækki stýrivexti um 25 punkta á fyrstu þremur mánuðum næsta árs til að bregðast við þrengingum í efnahagslífinu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Fjárfestar forðast fjármálageirann

Gengi hlutabréfa hækkaði lítillega í Bandaríkjunum í dag. Fjárfestar létu hlutabréf í bönkum og fjármálafyrirtækjum vera en keyptu þess í stað í öruggari geirum, svo sem í neytendavörufyrirtækjum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Pissað á skógarelda

Evrópusambandið hefur sent tvær franskar slökkviliðsvélar til Búlgaríu þar sem barist er við gríðarlega skógarelda í Rila þjóðgarðinum.

Erlent
Fréttamynd

Gæsagangur í Pyongyang

Sársoltinn almúginn í Norður-Kóreu fékk að sjá mikla skrautsýningu í gær þegar herafli landsins minntist sextíu ára afmælis ríkisins.

Erlent
Fréttamynd

Lehman Brothers tapaði 3,9 milljörðum dala

Bandaríski fjárfestingabankinn Lehman Brothers tapaði 3,9 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði 358 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi. Bankinn flýtti birtingu uppgjörs vegna fregna um slæma lausafjárstöðu bankans og að hann rambi á barmi gjaldþrots.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Verða fljótir á spítalann

Þeir sem slasast í þýsku borginni Stuttgart mega búast við að verða fluttir hratt og þægilega á sjúkrahús í framtíðinni.

Erlent
Fréttamynd

Stefnir í methalla á fjárlögum í Bandaríkjunum

Halli á fjárlögum Bandaríkjanna mun nema 438 milljörðum bandaríkjadala, samkvæmt áætluðum tölum fjárlaganefnd bandaríska þingsins, sem birtar voru í dag. Þetta jafngildir 40 þúsund milljörðum íslenskra króna. Gangi það eftir hefur hann aldrei verið meiri.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Lækkun á flestum mörkuðum

Hlutabréf hafa almennt lækkað í verði á meginlandi Evrópu og í Asíu í dag. Hrun gengis á bandaríska fjárfestingabankanum Lehman Brothers dró alþjóðlega hlutabréfamarkaði niður í gær.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Segir leynilega drápsáætlun í Írak

Bandaríski blaðamaðurinn Bob Woodward segir að minnkandi ofbeldi í Írak sé að miklu leyti að þakk leynilegum aðgerð hersins sem felist í því að þefa uppi hryðjuverkamenn og drepa þá.

Erlent
Fréttamynd

Hlutabréf hækka í Evrópu

Gengi hlutabréfa hefur almennt hækkað á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í dag, annan daginn í röð. Hækkanahrina gekk yfir fjármálaheiminn í gær eftir að bandarísk stjórnvöld tilkynntu um tímabundna yfirtöku á hálfopinberu fasteignalánasjóðunum Fannie Mae og Freddie Mac á sunnudag.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Olíuverðið við hundrað dali á tunnu

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur lækkað nokkuð í dag og liggur það nú í rúmum 102 dölum á tunnu. Fundur Samtaka olíuútflutningsríkja (OPEC-ríkjanna) sem haldinn verður síðar í dag skýrir lækkunina. Reiknað er með að OPEC-ríkin ákveði að halda framleiðslukvótum óbreyttum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Kim Yong Il er löngu dauður

Japanskur sérfræðingur í málefnum Norður-Kóreu segir að leiðtogi landsins, Kim Yong Il hafi látist úr sykursýki árið 2003.

Erlent