Lækkun á flestum mörkuðum 10. september 2008 09:17 Hlutabréf hafa almennt lækkað í verði á meginlandi Evrópu og í Asíu í dag eftir skell í gær. Mikil lækkun var að meðaltali á hlutabréfaverði um allan heim í gær eftir að fréttir bárust af því að slitnað hefði upp úr viðræðum bandaríska fjárfestingabankans Lehmans Brothers og kóreska þróunarbankans. Kóreski bankinn hafði ásamt hópi fjárfesta skoðað kaup á fjórðungshlut í bandaríska bankanum. Lehman er sagður glíma við alvarlega fjárhagsörðugleika og geta ekki aflað sér fjár með sölu eigna þar sem fáir vilji snerta á eignasafni bankans sem hefur hrunið í verði. Gengi bréfa í bankanum féll um 45 prósent í gær. Það hefur jafnað sig mjög og hækkað um 33 prósent í utanþingsviðskiptum. Bankinn hefur flýtt birtingu uppgjörstalna um viku vegna aðstæðnanna sem komnar eru upp og birtir þær fyrir opnun markaða. Nikkei-vísitalan lækkaði um 0,44 prósent sem er nokkuð minni lækkun en á asískum hlutabréfamörkuðum í dag. Þá hefur FTSE-vísitalan í Bretlandi lækkað um 0,5 prósent, Dax-vísitalan í Þýskalandi lækkað um 27 prósent á sama tíma og Cac-40 vísitalan í Frakklandi stendur næsta óbreytt. Nokkur lækkun er sömuleiðis á norrænum hlutabréfamörkuðum, mest er lækkunin í Kaupmannahöfn en aðalvísitalan þar hefur lækkað um 0,98 prósent. Þá hefur norska vísitalan hækkað um 0,55 prósent eftir sex prósenta fall í gær. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Hlutabréf hafa almennt lækkað í verði á meginlandi Evrópu og í Asíu í dag eftir skell í gær. Mikil lækkun var að meðaltali á hlutabréfaverði um allan heim í gær eftir að fréttir bárust af því að slitnað hefði upp úr viðræðum bandaríska fjárfestingabankans Lehmans Brothers og kóreska þróunarbankans. Kóreski bankinn hafði ásamt hópi fjárfesta skoðað kaup á fjórðungshlut í bandaríska bankanum. Lehman er sagður glíma við alvarlega fjárhagsörðugleika og geta ekki aflað sér fjár með sölu eigna þar sem fáir vilji snerta á eignasafni bankans sem hefur hrunið í verði. Gengi bréfa í bankanum féll um 45 prósent í gær. Það hefur jafnað sig mjög og hækkað um 33 prósent í utanþingsviðskiptum. Bankinn hefur flýtt birtingu uppgjörstalna um viku vegna aðstæðnanna sem komnar eru upp og birtir þær fyrir opnun markaða. Nikkei-vísitalan lækkaði um 0,44 prósent sem er nokkuð minni lækkun en á asískum hlutabréfamörkuðum í dag. Þá hefur FTSE-vísitalan í Bretlandi lækkað um 0,5 prósent, Dax-vísitalan í Þýskalandi lækkað um 27 prósent á sama tíma og Cac-40 vísitalan í Frakklandi stendur næsta óbreytt. Nokkur lækkun er sömuleiðis á norrænum hlutabréfamörkuðum, mest er lækkunin í Kaupmannahöfn en aðalvísitalan þar hefur lækkað um 0,98 prósent. Þá hefur norska vísitalan hækkað um 0,55 prósent eftir sex prósenta fall í gær.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira