Dollarinn styrkist enn 11. september 2008 11:23 Gengi bandaríkjadals hefur ekki verið hærra gagnvart evru á árinu. Væntingar um að hagvöxtur verði minni á evrusvæðinu en í Bandaríkjunum á stærstan hlut að máli. Sérfræðingar reikna margir með því að evrópski seðlabankinn lækki stýrivexti um 25 punkta á fyrstu þremur mánuðum næsta árs til að bregðast við þrengingum í efnahagslífinu. Evrópski seðlabankinn hefur farið þveröfuga leið en bandaríski seðlabankinn í þeim ólgusjóð sem riðið hefur fjármálamarkaði um allan heim og þeim verðbólgudraugi sem hefur látið á sér kræla víða. Á sama tíma og bandaríski seðlabankinn hefur lækkað stýrivexti hratt frá síðasta hausti hefur sá evrópski hækkað þá. Er nú svo komið að þeir standa í 4,25 prósentum. Vísbendingar eru um að hátt vaxtastig og erfiðleikar tengdir fjármögnun hafi dregið úr framleiðslu á evrusvæðinu upp á síðkastið. Tölur um slíkt verða birtar á morgun. Bloomberg-fréttastofan hefur eftir sérfræðingi við Commerzbank í Þýskalandi í dag, að reikna megi með því að evrópski seðlabankinn kynni aðgerðir til að blása lífi í efnahagslífið áður en tölurnar verði birtar á morgun. Ein evra kostar nú 1,3893 bandaríkjadali vestanhafs og hefur dollarinn ekki verið sterkari síðan 18. september í fyrra, samkvæmt gögnum Bloomberg, sem bætir við að líkur séu á að hann styrkist frekar næstu daga gagnvart evru. Fari hann yfir ákveðin mörk megi svo reikna með að fjárfestar sjái sér hagnað í sölu á dollurum og geti hann þá tekið að lækka lítillega. Helsti munurinn á þróun myntanna liggur í því að hægja tók fyrr á efnahagslífinu vestanhafs en á evrusvæðinu. Bandaríkjadalur veiktist mjög í kjölfar aðgerða seðlabankans en hefur verið að sækja í sig veðrið síðustu vikurnar. Á móti hefur gengi evru staðið í hæstu hæðum upp á síðkastið. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 miljarða Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Gengi bandaríkjadals hefur ekki verið hærra gagnvart evru á árinu. Væntingar um að hagvöxtur verði minni á evrusvæðinu en í Bandaríkjunum á stærstan hlut að máli. Sérfræðingar reikna margir með því að evrópski seðlabankinn lækki stýrivexti um 25 punkta á fyrstu þremur mánuðum næsta árs til að bregðast við þrengingum í efnahagslífinu. Evrópski seðlabankinn hefur farið þveröfuga leið en bandaríski seðlabankinn í þeim ólgusjóð sem riðið hefur fjármálamarkaði um allan heim og þeim verðbólgudraugi sem hefur látið á sér kræla víða. Á sama tíma og bandaríski seðlabankinn hefur lækkað stýrivexti hratt frá síðasta hausti hefur sá evrópski hækkað þá. Er nú svo komið að þeir standa í 4,25 prósentum. Vísbendingar eru um að hátt vaxtastig og erfiðleikar tengdir fjármögnun hafi dregið úr framleiðslu á evrusvæðinu upp á síðkastið. Tölur um slíkt verða birtar á morgun. Bloomberg-fréttastofan hefur eftir sérfræðingi við Commerzbank í Þýskalandi í dag, að reikna megi með því að evrópski seðlabankinn kynni aðgerðir til að blása lífi í efnahagslífið áður en tölurnar verði birtar á morgun. Ein evra kostar nú 1,3893 bandaríkjadali vestanhafs og hefur dollarinn ekki verið sterkari síðan 18. september í fyrra, samkvæmt gögnum Bloomberg, sem bætir við að líkur séu á að hann styrkist frekar næstu daga gagnvart evru. Fari hann yfir ákveðin mörk megi svo reikna með að fjárfestar sjái sér hagnað í sölu á dollurum og geti hann þá tekið að lækka lítillega. Helsti munurinn á þróun myntanna liggur í því að hægja tók fyrr á efnahagslífinu vestanhafs en á evrusvæðinu. Bandaríkjadalur veiktist mjög í kjölfar aðgerða seðlabankans en hefur verið að sækja í sig veðrið síðustu vikurnar. Á móti hefur gengi evru staðið í hæstu hæðum upp á síðkastið.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 miljarða Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira