Erlent

Fréttamynd

Stálu oreganó í stað marijúana

Hópur unglinga í Colorado í Bandaríkjunum lét gabbast af öryggisráðstöfunum maríjuanabúðar þegar þeir stálu oreganó-kryddi, en unglingarnir höfðu ætlað sér að stela marijúana.

Erlent
Fréttamynd

Skógareldar í Þýskalandi sprengja upp skotfæri úr seinni heimsstyrjöld

Skógareldar sem nú loga suðvestur af Berlín, höfuðborg Þýskalands, hafa valdið því að sprengiefni og skotfæri frá tímum síðari heimsstyrjaldarinnar, sem grafið var í skógum í nágrenni borgarinnar, hefur fuðrað í loft upp og gert viðbragðsaðilum erfitt fyrir við að ráða niðurlögum eldsins.

Erlent
Fréttamynd

Hófleg áfengisneysla ekki einu sinni af hinu góða

Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til þess að öll áfengisneysla sé skaðleg fólki, en áður hefur því oft verið haldið fram að hófleg drykkja áfengis geti haft bætandi áhrif á heilsuna. Rannsóknin var framkvæmd af háskólanum í Washington og er sú stærsta sinnar tegundar.

Erlent
Fréttamynd

Bítlabani áfram á bak við lás og slá

Manninum sem myrti John Lennon árið 1980, Mark David Chapman, var í dag neitað um reynslulausn í 10. skipti. Chapman kemur ekki til með að geta sótt um reynslulausn aftur fyrr en að tveimur árum liðnum.

Erlent
Fréttamynd

Flugræningi framseldur til Egyptalands

Egypskur maður sem rændi flugvél og lét lenda henni á Kýpur hefur nú verið framseldur frá Kýpur til Egyptalands, rúmum tveimur árum eftir að verknaðurinn átti sér stað.

Erlent
Fréttamynd

Leitinni við brúna í Genúa lokið

Leitinni að þeim sem var saknað eftir hrun Morandi brúarinnar í Genúa á Ítalíu lauk í nótt. Þrjú lík fundust í braki brúarinnar og tala látinna er nú komin upp í 43.

Erlent
Fréttamynd

Föst í bifreið sinni í viku eftir veltu

Hin 23 ára gamla Angela Hernandez sem hafði verið saknað fannst í bíl sínum við fjöruborðið í Big Sur svæði Kalíforníu, þar hafði hún velt bíl sínum heilli viku áður.

Erlent
Fréttamynd

Námuslys í Myanmar

15 er látnir hið minnsta eftir að skriða féll á námu í norðurhluta Myanmar í dag.

Erlent
Fréttamynd

Lögregla leitar mótmælandans á svifvængnum

Mótmælandi á svifvæng komst í gær framhjá lokunum lögreglu og sveif yfir Trump Turnberry hótelið í Skotlandi í gær. Þar hafði verið sett upp bannsvæði vegna heimsóknar Donald Trump, Bandaríkjaforseta og eiganda hótelsins.

Erlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.