Almannavarnir

Ekki gaman þegar náttúruöflin ráðast inn á heimili manns
Fyrir hádegi varð skriðuhlaup niður Búðará á Seyðisfirði - en þess utan hafa engar skriður fallið í bænum síðan í gærkvöldi að sögn vakthafandi ofanflóðasérfræðings sem fréttastofa ræddi við nú rétt fyrir tvö.

Stjórnvöld munu styðja við Seyðfirðinga
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að stjórnvöld muni styðja þær stofnanir sem komi að uppbyggingu eftir flóð eins og urðu á Seyðisfirði í fyrradag.

Svona var 147. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag.

Engar fregnir af skriðuföllum í nótt en appelsínugul viðvörun í gildi til 9
Engar fregnir hafa borist af skriðuföllum á Seyðisfirði í nótt að sögn Veðurstofu Íslands en ástandið í bænum verður metið í birtingu.

Enn hættustig á Seyðisfirði
Enn er hættustig í gildi á Seyðisfirði og verður í nótt. Rigning hefur verið talsverð í dag og er búist við því að svo verði áfram í nótt og er ekki talið að það verði óhætt að fara inn á rýmingarsvæðið eins og heimilað var í morgun.

Appelsínugul viðvörun vegna rigningar á Austfjörðum
Spáð er áframhaldandi mikilli rigning sem mun valda auknum grunnvatnsþrýstingi og viðhalda hárri grunnvatnsstöðu. Appelsínugul veðurviðvörun er á Austfjörðum vegna veðursins.

Ekki óhætt að snúa aftur heim næsta sólarhringinn
Ólíklegt þykir að fólkið sem þurfti að yfirgefa heimili sín í gær vegna skriðuhættu á Seyðisfirði geti snúið aftur í bráð. Í það minnsta ekki næsta sólarhringinn því hættustig er áfram í gildi í bænum. Staðan er þó í metin í sífellu.

Fá fylgd heim til að gera ráðstafanir og ná í nauðsynjar
Ríkislögreglustjóri lýstI í gærkvöldi yfir hættustigi vegna skriðufalla á Seyðisfirði. Það var gert í samráði við lögreglustjórann á austurlandi og Veðurstofu Íslands. Að auki er óvissustig á öllu Austurlandi vegna skriðuhættu.

Lýsa yfir hættustigi á Seyðisfirði og óvissustigi á Austurlandi
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi vegna skriðufalla á Seyðisfirði. Það var gert í samráði við lögreglustjórann á austurlandi og Veðurstofu Íslands. Óvissustig er á Austurlandi vegna skriðuhættu.

Enn falla aurskriður á Seyðisfirði
Ný aurskriða féll á Seyðisfirði skömmu fyrir níu í kvöld. Hún féll á sömu slóðum og aurskriðurnar fyrr í kvöld og fór hún neðarlega. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á Austurlandi, segir skriðuna hafa fallið að efstu húsum svæðisins en það þurfi að skoða það betur í fyrramálið.

Bíða þarf dagsbirtu til að meta tjónið á Seyðisfirði
Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir eftir að aurskriður féllu meðal annars á hús á Seyðisfirði nú síðdegis. Hluti bæjarins hefur verið rýmdur og fjöldahjálparstöð opnuð.

Hús rýmd á Seyðisfirði vegna aurskriða
Tvær skriður féllu úr Botnum utan við Nautaklauf á Seyðisfirði á þriðja tímanum í dag og ná nær niður á jafnsléttu. Önnur skriðan féll á hús en samkvæmt fyrstu upplýsingum eru skemmdir sagðar óverulegar. Nokkur hús við hafa verið rýmd vegna ofanflóðahættu.

Svona var 146. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. Alma D. Möller, landlæknir og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir fara yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi ásamt Rögnvaldi Ólafssyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni.

Víðir liggur heima með lungnabólgu
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum er enn talsvert veikur og glímir við lungnabólgu eftir að hafa smitast af kórónuveirunni fyrir rúmum þremur vikum. Aðrir heimilismenn eru þó við góða heilsu, að sögn Rögnvaldar Ólafssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns.

Svona var 145. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. Alma D. Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fara yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi ásamt Rögnvaldi Ólafssyni aðstoðaryfirlögregluþjóni.

Vara við fölsuðum bóluefnum
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur varað við efni sem auglýst eru á netinu sem bóluefni. Skipulagðir brotahópar hafi margir nýtt tækifærið í kjölfar jákvæðra frétta af þróun bóluefna.

Covid-19 viðvörunarkerfið kynnt til leiks
Covid-19 viðvörunarkerfi hefur verið kynnt sem ætlað er að auka fyrirsjáanleika til lengri tíma varðandi þær aðgerðir sem grípa þarf til í baráttunni við faraldurinn og lágmarka þannig heildarskaðann sem hann veldur í samfélaginu.

Svona var 144. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag.

Víðir fékk vökva í æð
Líðan Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns er ögn skárri í dag en í fyrradag. Víðir greindist með Covid-19 sjúkdóminn fyrir tæpum tveimur vikum. Heilsu hans fór hrakandi í vikunni og á föstudag fékk hann vökva í æð á Covid-göngudeild Landspítalans.

Veikindi Víðis fara versnandi
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn fór í skoðun á Covid-göngudeild Landspítalans í dag vegna íferðar í lungum. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannvarnadeild ríkislögreglustjóra og staðgengill Víðis, segir Víði kominn heim eftir skoðun. Hann sé brattur miðað við aðstæður.

Svona var 143. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag.

Víðir nýtur fyllsta trausts Katrínar og Svandísar
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra nýtur trausts Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Víðir lýsti gestagangi á heimili sínu í aðdraganda þess að hann greindist smitaður af Covid-19 á dögunum. Nokkur gagnrýni hefur verið í samfélaginu og háværar raddir um að Víðir hafi ekki fylgt eigin fyrirmælum miðað við frásögn hans.

Þetta snýst um okkur, ekki ykkur
Bannsett fréttin á forsíðu Fréttablaðsins. Hún var sláandi. Sérstaklega fyrir þá sem tengjast þorpum undir bröttum fjallshlíðum. Fréttin fór nefnilega með okkur aftur til Flateyrar. Aftur kominn janúar, blindhríð, snjóflóð, eignatjón, mannbjörg og kraftaverk.

Tugir húsa á Flateyri á nýju hættusvæði vegna snjóflóða
Veðurstofa Íslands hefur gert nýtt hættumat vegna snjóflóða fyrir Flateyri. Með nýja hættumatinu hefur hættusvæðið verið útfært og eru nú á þriðja tug húsa komin inn á hættusvæði C, efsta hættustig, og um sjötíu hús eru komin á ítrasta rýmingarstig.

Áhyggjufullur og segir vísbendingar um að faraldurinn sé að fara af stað á ný
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir vísbendingar fyrir hendi þess efnis að kórónuveirufaraldurinn sé að færa sig upp á skaftið á nýjan leik.

Svona var 141. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag.

„Þetta læðist greinilega að öllum“
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum hefur komið sér fyrir á hóteli þar sem hann mun verja næstu viku í sóttkví.

Víðir í sóttkví vegna smits í nærumhverfi
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnasviði ríkislögreglustjóra, er kominn í sjö daga sóttkví eftir að kórónuveirusmit greindist í nærumhverfi hans.

Svona var 135. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag.

Litakóðakerfið vegna veirunnar tekur á sig mynd
Landsmenn munu brátt venja sig á gular, appelsínugular og rauðar viðvaranir frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Er ætlunin að notast við litakóðana fyrir landið í heild, landsvæði og jafnvel einstök sveitarfélög eða stofnanir innan sveitarfélaga.