Guðjón H. Hauksson

Fréttamynd

Aug­lýst er eftir endur­reisn fram­halds­skólans

Hann var ansi góður þátturinn um málefni framhaldsskólans á Torginu á Rúv í gærkvöldi. Formaður Félags framhaldsskólakennara er vissulega eyðilagður yfir að hafa ekki getað mætt til leiks en formaður Kennarasambandsins leysti verkefnið afskaplega vel fyrir hönd framhaldsskólans.

Skoðun
Fréttamynd

Mar­tröð um fram­halds­skóla

Mig dreymdi verulega illa síðustu nótt: Ég er staddur í Hogwartsskólanum í miðri flokkunarathöfn þar sem nemendum er skipt niður í þá fjóra framhaldsskóla sem eftir eru í landinu; Gryffindor, Hufflepuff, Ravenclaw og Slytherin. Ekkert sést til Harry Potter, Hermione eða Rons því þau eru löngu útskrifuð og komin í þægilega innivinnu einhvers staðar.

Skoðun
Fréttamynd

„Efling“ framhaldsskóla

Laust fyrir hádegið þann 5. september síðastliðinn fengu kennarar, nemendur og allt starfslið við MA og VMA tilkynningu í pósti um að skólahald við skólana yrði fellt niður frá kl. 14:00 og boð um fund kl. hálf þrjú um framtíðarskipulag náms á framhaldsskólastigi á Akureyri. 

Skoðun
Fréttamynd

Hug­leiðing um skóla á al­þjóða­degi kennara

Börnin verða fullorðin í framhaldsskóla. Nemendur í framhaldsskólum innritast sem börn en við útskrift eru þau orðin fullorðin, a.m.k. samkvæmt laganna bókstaf. Verkefni framhaldsskólastigsins er að bjóða hverjum nemanda nám við sitt hæfi á þroskaferðalagi sínu til virkrar þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi, til frekara náms og farsældar á atvinnumarkaði.

Skoðun
Fréttamynd

Nokkur hóf­söm orð um náms­mat

„Lokapróf gamaldags kúgunartæki feðraveldis embættismanna.“ Svona hljómar fyrirsögn fréttar Vísis eftir smellin ummæli í síðustu skólaslitaræðu míns gamla skólameistara sem kvaddi Menntaskólann á Akureyri eftir 42 ár sem kennari og skólameistari við skólann.

Skoðun
Fréttamynd

Tryggjum öruggt starfsumhverfi í framhaldsskólum

Félag framhaldsskólakennara leggur áherslu á að það að umsnúa staðkennslu yfir í fjarkennslu er algert neyðarbrauð, mun frekar þarf að tryggja nemendum góðan aðgang að kennsluefni og verkefnum sem þeir geta nýtt sér ef þeir missa tímabundið af staðkennslu.

Skoðun
Fréttamynd

Framhaldsskólinn – Fulla ferð áfram!

Markmiðið ætti að vera að byggja upp hvern skóla fyrir sig sem öflugt lærdómssamfélag þar sem allir vinna þétt saman að sameiginlegum markmiðum og stuðla að öflugu tengslaneti innan og þvert á skóla, milli skólastiga og inn í fræðasamfélagið. Fulla ferð áfram!

Skoðun
Fréttamynd

Framhaldsskóli verður grunnskóli

Kennarar eru stolt stétt. Leikskólakennarar eru sérfræðingar í því að byggja upp sterka einstaklinga gegnum leik og samskipti við önnur börn, eflingu hreyfi- og málþroska.

Skoðun
Fréttamynd

Hálfkák og til óþurftar

Stjórnvöld hafa boðað stórsókn í menntamálum sem ætti að fela í sér metnað til þess að efla kennara í starfi, styðja á allan hátt við starfsþróun og alvöru samkeppni um vel menntað og hæft fólk í kennslu allra greina.

Skoðun