Ólafur Ragnar Grímsson

Fréttamynd

Æskuheimili Ólafs Ragnars nýtt til ræktunar alþjóðlegs fræðanets

Alþjóðlegu fræðaneti var ýtt úr vör á fyrsta málþingi stofnunar Ólafs Ragnars Grímssonar á Ísafirði í dag. Innlendir og erlendir fræðimenn geta starfað á æskuheimili forsetans fyrrverandi í bænum í samstarfi við Háskólasetur Vestfjarða og háskólanna í Reykjavík og á Akureyri.

Innlent
Fréttamynd

„Lýsa á á­takan­legan hátt bar­áttu sjúk­lingsins“

Svanhildarstofa var opnuð í dag við hátíðlega athöfn á Hælinu, setri um sögu berklanna á Kristnesi. Stofan er opnuð til minningar um Svanhildi Ólafsdóttur Hjartar, móður fyrrverandi forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar. Hann segir stundina mikilvæga fyrir sig og fjölskylduna.

Lífið
Fréttamynd

Ný al­þjóð­leg hug­veita um frið og vel­megun stað­sett í Reykja­vík

Tilkynnt var á Hringborði norðurslóða í dag að ný alþjóðleg hugveita um frið og velmegun á norðurslóðum verði með höfuðstöðvar sínar í Reykjavík. Forstöðumaður hennar segir að þróun og fjárfestingar eigi ætíð að fara fram í samvinnu við frumbyggja og taka mið af þeirra þörfum og menningu. Dorrit Moussaieff ætlar að sofa í tjaldi við Hörpu í nótt til að vekja athygli á málefnum norðurslóða.

Innlent
Fréttamynd

Dorrit stal senunni á frumsýningu Beast

Í gær var kvikmyndin Beast frumsýnd, sem Baltasar Kormákur leikstýrði, og fór frumsýningin fram í Laugarásbíó. Það var þó engin önnur er Dorrit Moussaieff sem stal senunni og hélt uppi stuðinu á staðnum. 

Lífið
Fréttamynd

Ólafur Ragnar Grímsson tengist Hælinu í Kristnesi

„Eina læknisráðið var að veita sjúklingum gott húsaskjól, næringarríkan mat og frískt loft.“ Hér er verið að vitna í berklahælið á Kristnesi í Eyjafirði en þangað kemur fjöldi fólks til að skoða sýningu um sögu berklanna. Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti kemur við sögu á safninu.

Innlent
Fréttamynd

Skaut föstum skotum á Ólaf Ragnar

Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðingur segir að umræðan um Úkraínustríðið megi ekki stjórnast af Rússahatri. Hann vill að samið verði vopnahlé og kosið um umdeild héröð. Hann kveðst þó ekki vera á sömu línu og Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti, sá sé í veisluglaumnum í Kreml-kastala, en Hannes sjálfur standi með rússneskri alþýðu á Rauða torginu.

Innlent
Fréttamynd

Ólafur Ragnar á hrós skilið

Um leið og ég þakka glöggar skýringar Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrum forseta Íslands um ástandið milli Rússlands og Úkraínu í Silfri Egils, harma ég þá aðför sem að honum var gerð í kjölfarið fyrir það eitt að segja sannleikann umbúðalaust.

Skoðun
Fréttamynd

Ólafur Ragnar hafður að háði og spotti á Face­book

Fjölmargir hafa stigið fram á Facebook og fordæmt ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrverandi sitjandi forseta Íslands þau sem hann viðhafði um innrás Rússa í Úkraínu í viðtali við Egil Helgason á Ríkissjónvarpinu í gær. Þar talar fólk tæpitungulaust.

Innlent
Fréttamynd

Mikil tækifæri í Norðurslóðahúsi Ólafs Ragnars

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um ráðstöfun lóðarinnar að Sturlugötu 9 í háskólaþorpinu til norðurslóðaseturs sem kennt verður við Ólaf Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseta Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Hús Norður­slóðar rísi á Sturlu­götu 9

Borgarráð hefur samþykkt viljayfirlýsingu milli Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar um ráðstöfun lóðarinnar á Sturlugötu 9 til Norðurslóðar, húss Stofnunar Ólafs Ragnars Grímssonar.

Innlent
Fréttamynd

Ekki lengur hrópandinn í eyðimörkinni

Lisa Murkowski öldungardeildarþingmaður Republikana fyrir Alaska mætti áhugaleysi og jafnvel efasemdum um raunveruleika loftlagsbreytinganna innan flokksins þegar hún hóf að vekja athygli á málefnum norðurslóða á Bandaríkjaþingi. Hún hefur sótt Hringborð norðurslóða frá upphafi og segir stöðuna hafa breyst mikið í dag.

Erlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.