Zuism

Frávísunarkröfu Zuism-bræðra hafnað
Kröfu forsvarsmanna trúfélagsins Zuism um að ákæru á hendur þeim og félaginu yrði vísað frá var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Mennirnir eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti.

Saksóknari fann fleiri milljónir Zuism-bræðra í Bandaríkjunum
Héraðssaksóknari hefur gert þá kröfu að fleiri eignir Einars Ágústssonar, annars fyrirsvarsmanna trúfélagsins Zuism, verði gerðar upptækar. Um er að ræða allar eignir Einars á reikningum hjá breska verðbréfafyrirtækinu Interactive Brokers í London. Um er að ræða samanlagt rúmlega 16 þúsund dollara eða andvirði rúmlega tveggja milljóna íslenskra króna.

Zuism-bræðurnir hafa opnað pítsustað
Einar Ágústsson og Ágúst Arnar Ágústsson, sem hvað þekktastir eru sem forsvarsmenn trúfélagsins Zuism, hafa opnað nýjan pítsustað í Garðabæ. Staðurinn heitir Slæs, með vísun til enska orðsins fyrir sneið, og er hann til húsa í Iðnbúð 2 í Garðabæ.

Zuism nýtti sér þekkta veikleika á lögum um trúfélög
Ríkislögreglustjóri varaði við því að ófullnægjandi lög um trú- og lífsskoðunarfélög sköpuðu hættu á að þau væru misnotuð í þágu brotastarfsemi meira en ári áður en stjórnendur Zuism voru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti.

Ágúst og Einar neituðu sök og krefjast frávísunar
Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir sem stýra trúfélaginu Zuism neituðu sök í máli héraðssaksóknara gegn þeim við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ágúst Arnar og Einar sæta ákæru fyrir fjársvik og peningaþvætti.

Stjórnendur Zuism ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti
Tveir bræður sem stýra trúfélaginu Zuism hafa verið ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. Trúfélagið var á tímabili eitt það fjölmennasta á landinu og hefur þegið tugi milljóna króna úr ríkissjóði í formi sóknargjalda.

Zúistum fækkaði um fimmtung
Félögum í Zuism, umdeildu trúfélagi, hefur fækkað um tæplega fimmtung frá því í byrjun desember og er það hlutfallslega mesta fækkun í nokkru trú- eða lífsskoðunarfélagi á tímabilinu. Rúmlega þúsund manns gengu úr þjóðkirkjunni á sama tíma.

Rannsókn héraðssaksóknara á fjárreiðum Zuism lokið
Héraðssaksóknari hefur lokið rannsókn sinni á fjármálum trúfélagsins Zuism og vísað málinu til ákærusviðs. Sýslumaður hefur haldið eftir sóknargjöldum Zuism í meira en ár vegna óvissu um starfsemi félagsins og Héraðsdómur Reykjavíkur gerði verulegar athugasemdir við ársreikning þess í byrjun árs.

Málum Zuism gegn ríkinu lokið en rannsókn heldur áfram
Trúfélagið Zuism áfrýjaði ekki dómi um að eftirlitsstofnun hafi verið heimilt að stöðva greiðslur sóknargjalda til þess og er málum þess gegn íslenska ríkinu nú lokið.

Zuism endurgreiddi innan við 5% sóknargjalda og lánaði tengdum aðilum milljónir
Í ársreikningi fyrir árið 2017 sem forstöðumaður Zuism skrifaði undir kemur fram að félagið hafi lánað tengdum aðilum níu milljónir króna.

Zúistar fá ekki milljónir króna frá íslenska ríkinu
Íslenska ríkið hefur verið sýknað af kröfu trúfélagsins Zuism um vangoldin sóknargjöld til félagsins. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur á tólfa tímanum. Málskostnaður var felldur niður. Forsvarsmenn trúfélagsins voru ekki viðstaddir dómsuppkvaðninguna.

Forstöðumaður Zuism orðinn þreyttur á stríði við yfirvöld
"Ég er búinn að fá nóg, ég er búinn að eiga í þessum slag og standa einn í þessum slag fyrir félaga mína og búinn að bjóða þeim öllum að fá borgað ef þeir vilja fá borgað og nú munu þeir aftur geta fengið borgað, ef þeir telja sig hafa misst af,“ segir Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður trúfélagsins Zuism.

Fegurðardrottning og forstöðumaður Zuism fundu ástina
Eitt nýjasta par landsins eru þau Katrín Lea Elenudóttir og Ágúst Arnar Ágústsson. Bæði hafa þau verið mikið í fjölmiðlum undanfarin ár en þó af ólíkum ástæðum.

Héraðssaksóknari rannsakar fjárreiður Zuism
Ekki hefur verið greint áður frá því að embættið hafi fjármál félagsins til rannsóknar, þó að málefni þess hafi verið ítarlega til umfjöllunar í fjölmiðlum.

Zuism „málamyndafélagsskapur“ til að komast yfir fé skattgreiðenda
Ríkislögmaður telur verulegan vafa leika á því hvort trúfélagið Zuism sé starfandi sem slíkt. Ríkið sé enn að reyna að afla upplýsinga um starfsemi félagsins, sem erfiðlega hafi gengið að fá afhentar.

„Lögfræðilegum loftfimleikum“ beitt gegn Zuism á barmi þrots
Lögmaður trúfélagsins Zuism hélt áfram uppi alvarlegum ásökunum á hendur starfsmanni sýslumannsins á Norðurlandi eystra við aðalmeðferð máls félagsins á hendur íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Zúistum fækkaði um tæpan fjórðung
Alls fækkaði skráðum meðlimum í 22 trú- og lífsskoðunarfélögum á undanförnu ári.

Zúistar fá ekki dráttarvexti eða skaðabætur ofan á fimmtíu milljónir
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag íslenska ríkið af greiðslu dráttarvaxta á sóknargjöldum til trúfélagsins Zuism sem haldið var eftir á meðan greitt var úr hver færi með yfirráð í trúfélaginu frá 2016-2017.

Rekstrarkostnaður Zuism þrefaldaðist og tug milljóna eignir birtust
Verulegar og óútskýrðar breytingar urðu á fjárhag trúfélagsins Zuism á milli áranna 2017 og 2018 ef marka má skýrslur þeirra til eftirlitsstofnunar.

Zúistar telja ósannað að loforð um endurgreiðslur hafi fjölgað félögum
Krafa trúfélagsins dularfulla Zuism gegn ríkinu var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ríkið heldur enn eftir sóknargjöldum félagsins vegna óvissu um að það uppfylli skilyrði laga.